Leita í fréttum mbl.is

Írak er annað Víetnam

bagdad  halldór do

Það er nú loks að renna upp fyrir Bandaríkjamönnum að þeir geta ekki unnið stríðið í Írak. Bush lýsti yfir sigri nokkrum dögum eftir innrásina 2003 en þar með var stríðið rétt að byrja. Nýliðinn nóvembermánuður var sá blóðugasti frá því Bandaríkjamenn réðust inn í landið 2003! Að minnsta kosti 10 létust og 25 særðust þegar bílsprengja sprakk í úthverfi Bagdad í morgun og í gær dóu í það minnst 70 í tveimur sjálfsvígsárásum í borginni. Það er fyrir löngu hægt að sjá að það geysar blóðugt og viðbjóðslegt borgarastríð í Írak og það eru bara þverhausar sem neita að viðurkenna það.
En þetta á ekki að þurfa að koma á óvart. Stríð leysir aldrei neinn vanda og það er ekki hægt að þröngva "lýðræði" upp á þjóðir. Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson studdir af Sjálfstæðisflokknum eins og hann lagði og Framsóknarflokknum einnig, bera ábyrgð á þessari slátrun í Írak. Þeir gripu til þess ráðs að segja að ástandið væri nú allavega betra núna þegar það var búið að koma harðstjóranum Saddam Hussein frá völdum. En það er einnig blekking og lygi. Alveg eins og fullyrðingarnar um gereyðingarvopn og sinnepsgas voru. Allt blekking. Þessir menn hljóta ævarandi skömm fyrir að setja land Íslands á lista yfir hina gráðugu og viljugu.
Bandaríkjamenn sökkva dýpra og dýpra í fenið í Írak alveg eins og þeir gerðu í Vietnam fyrir rúmum 30 árum. Meirihluti bandarísku þjóðarinnar er búinn að átta sig á því að það er ekki hægt að vinna þetta viðbjóðslega stríð. Það er bara hægt að tapa enn meira. Og nú frestar Bush ákvörðunum því hann veit ekkert hvað hann á að gera! Þetta er ömurlegt.


mbl.is 10 féllu og 25 særðust í sprengingu í Bagdad
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.