Leita í fréttum mbl.is

Er nauðsynlegt að skjóta þá?

Bubbi Morthens söng fyrir nokkrum árum um hvort það væri nauðsynlegt að drepa þessar stóru skepnur og svarið er auðvitað nei, það er ekki nauðsynlegt og reyndar frekar heimskulegt. Öll rök segja okkur að á þessum tímum er það afar óhagstætt fyrir þjóðfélagið að skapa okkur enn meiri óvild en orðið er.

- Markaðir fyrir fisk eru í hættu.

- Þetta bitnar á ferðamannaiðnaðinum.

- Hvalveiðar eru ekki skynsamlegar fyrir hvalaskoðun sem hefur blómstrað á síðustu árum.

- Það er enginn markaður fyrir þetta kjöt, ekki einu sinni í Japan.

Skoðum hval en skjótum þá ekki. Sá eini sem græðir á hvaladrápi er Kristján nokkur Loftsson og félagar hans.

Ég hef auðvitað fullan skilning á því að fólk fái vinnu við að skera hval og reyndar eru þarna góðir vinir mínir þarna í forsvari eins og Þórarinn Blöndal og fleiri ljómandi myndlistarmenn. Reyndar var skemmtilegt að það voru einmitt tveir myndlistarmenn og hvalskerar, þeir Þórarinn Blöndal og Gunnar Andrésson sem voru fengnir í viðtal í sjónvarpsfréttum á ruv í gær þar sem þeir biðu eftir fyrstu hvölunum.


mbl.is Risavaxinn morgunverður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Er ekki best að bændur horfi bara á grösugar engjar en slái þær ekki?  Hvernig á þá að borga Icesave drápsklyfjarnar sem formaðurinn þinn talar fyrir að séu lagðar á fólkið í landinu?

Sigurður Þórðarson, 19.6.2009 kl. 10:16

2 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Hvalveiðar okkar íslendinga munu verða endalaust deiluefni. En hvalurinn er bara hluti af matarkistunni. Ég man enn eftir hinum ljúffengu steikum móður minnar og súra renginu. Það er örugglega markaður hér innanlands fyrir þetta frábæra kjöt. Nær fyrir okkur að borða það en hollenskar nautalundir og danskar kjúklingabringur.

Sigurður Sveinsson, 19.6.2009 kl. 10:23

3 Smámynd: Yngvi Högnason

Hverskonar sauðsháttur er þetta? Ef enginn er markaðurinn fyrir kjötið,hvernig græðir þá Kristján Loftsson?

Yngvi Högnason, 19.6.2009 kl. 10:27

4 Smámynd: Héðinn Björnsson

Hvað með að fara bara uppboðsleiðina. Ef Hvalaskoðunin, hvalavinir eða sportveiðimenn vilja geta þeir þá boðið á móti iðnaðarveiðimönnunum. Þannig tryggjum við að það komi tekjur í ríkissjóð og að við fórnum ekki meiri hagsmunum fyrir minni.

Héðinn Björnsson, 19.6.2009 kl. 10:29

5 identicon

Þessi færsla stemmir ekki og hér kemur skýring á því.

- Markaðir fyrir fisk eru í hættu.  Rétt að því leyti að við fáum ekki gjaldeyri af því sem hvalurinn étur.

- Þetta bitnar á ferðamanniðnaðinum. Ferðamenn hafa án nokkurs efa tvískiftar skoðanir á þessu og ég er viss um að margir væru til í að sjá bæði skoðun lifandi og einig verkun á hinum dauðu.

- Það er enginn markaður fyrir þetta kjöt, ekki eini sinni í Japan. Það er ekki þitt áhyggjuefni þar sem þú átt ekki hlut í fyrirtækinu sem er að standa í þessu.

Skoðum hval en skjótum þá ekki. Sá eini sem græðir á hvaladrápi er Kristján nokkur Loftsson og félagar hans.   Hvernig færðu það út að Kristján Loftsson geti grætt á því að kosta til skipum til hvalveiða ef enginn er markaðurinn fyrir afurðina ? Framleiðsla sem þú getur ekki selt skilar tapi en ekki gróða, það veit hver heilvita maður.

Vilmundur Árnason (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 10:32

6 identicon

Í Kína drepa þeir fólk en ferðamannaiðnaðurinn blómstrar samt í Shanghai....

Og það er alltaf markaður fyrir allt... ef ekki þá býrðu hann til og það myndiru vita ef þú værir buisnessmaður.

Henry Ford vissi að það væri engin markaður fyrir bíl því enginn vissi hvað það væri en hann bjó samt til bíl og Wright bræður vissu að engin væri að byðja um flugvél.

Ef Íslendingar geta skotið ísbirni án þess að blikka auga þá má drita niður þessa helvítis hvali líka

I I (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 10:33

7 Smámynd: Ólafur Guðmundsson

Ég spyr á móti;

Er nauðsynlegt að stunda kjúklingarækt? ...og svarið er nei!

Er nauðsynlegt að stunda makrílveiðar? ...og svarið er nei!

Er nauðsynlegt að stunda hreindýraveiðar? ...og svarið er nei!

Er nauðsynlegt að stunda myndlist? ...og svarið er nei!

Ólafur Guðmundsson, 19.6.2009 kl. 11:06

8 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Auðvitað á að stunda hvalveiðar !

Það hefði aldrei átt að hætta hvalveiðum. Hvað ætli hvalir séu búnir að éta mikinn fisk, og fæðu frá fiskinum á síðustu tuttugu árum ?

Varðandi markaði fyrir fisk, þá hafa útgerðarmenn sjálfir stundað skemmdarverk og rányrkju og skemmt fyrir sér hjálparlaust. Það er ekki eins og fiskveiðar séu að skila miklum hagnaði í þjóðarbúið. Ég held að þetta með að fiskmarkaðir séu í hættu, sé bara hræðslu áróður, runninn undan rifjum ,,lopapeysuliðs", sem heldur að það þurfi ekki annað en að fara út í búð til að afla matar.

Á Íslandi er EKKI stundaður ,,ferðamannaiðnaður", það best ég veit.

Ferðaþjónustan, þar með talin hvalaskoðun, ætti að geta starfað í fullri sátt, samhliða hvalveiðum, ef vilji er fyrir hendi (einu sinni var hvalstöðin með vinsælustu áfangastöðum ferðamanna). Menn ættu að setjast niður og semja einhverskonar samstarfs reglur. í stað þess að vera að agnúast út í aðra endalaust.

Hvað varðar markað fyrir hvalkjöt, þá virðist Kristján Loftsson vera viss um að hann sé fyrir hendi, og ég treysti honum manna best til að vita það.

Ef það reynist enginn markaður vera, þá er þessu sjálf hætt, það er ljóst.

Börkur Hrólfsson, 19.6.2009 kl. 11:20

9 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Hvernig á Kristján að græða á hvalveiðum ef ekki er hægt að selja kjötið.? Skil ekki málflutninginn. Er eitthvað betra að skjóta rjúpu en hval ,rjúpan var í meiri útrýmingar hættu en hvalur .

Ragnar Gunnlaugsson, 19.6.2009 kl. 11:28

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

"- Það er enginn markaður fyrir þetta kjöt, ekki eini sinni í Japan.

Skoðum hval en skjótum þá ekki. Sá eini sem græðir á hvaladrápi er Kristján nokkur Loftsson og félagar hans."

Að enginn markaður sé fyrir hvalkjötið eru býsna lífseigar rangfærslur. Menn ættu að spyrja sig sjálfa hvers vegna í ósköpunum Kristján Loftson eyðir tugum milljóna í undirbúning veiðanna og annað ef hann gæti ekki selt kjötið!! 

Ef Kristján Loftsson er sá eini sem græðir (eins og þú segir, sem passar ekki ef kjötið selst ekki) eigum við þá ekki að hætta kjúklingarækt, því þeir einu sem græða eru kjúklingabændur, hætta sauðfjárrækt, því þeir einu sem græða eru sauðfjárbændur o.s.f.v.

Atvinnumótmælendur ala fólk á rangfærslum og beinlínis lygi til að ná markmiðum sínum. Þegar þeir hafa ekki lengur lifibrauð af hvalafriðun snúa þeir sér að næstu friðun og hætta ekki fyrr en allar fiskveiðar og svo dráp á kjúklingum og lömbum o.s.f.v. verður glæpur. Svo kemur að fólk fær ekki heldur fara út og bíta gras því ekki má éta það frá öllum friðuðu dýrunum.

Þú titlar þig sem myndlistamann Hlynur. Mér hefur alltaf fundist það fyndið þegar listamenn ýmiskonar fara fyrir liði í niðurbroti á svona atvinnustarfsemi, því þegar að kreppir og fólk hefur minna fé handa á milli er listir og menning allskonar það fyrsta sem er skorið burt úr neyslumynstrinu.

Allur útflutningur er að sjálfsögðu tekjur fyrir landið allt, ekki bara þann sem framleiddi vöruna. Kristján hefur ekki möguleika á öðru en að telja fram hverja krónu sem inn kemur fyrir selt kjöt. Hinsvegar þekki ég fólk og t.d. eina myndlistakonu sem gefur ekki upp nema lítinn hluta tekna sinna, sem eru mestmegnis í nótulausum viðskiptum.  Ég hugsa að hljóð myndi heyrast úr því horni ef svo væri almennt í þjóðfélaginu.

Veiðum hvali, nýtum allt lífríkið svo allir hafi nóg að bíta og brenna þá dafnar listin.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.6.2009 kl. 12:27

11 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég er náttúruverndarsinni en þetta eru öfgar.

Á sínum tíma áttu vinstrimenn leiðtoga eins og Lúðvík Jósepsson sem stóð í hárinu á Bretum. Íslenska þjóðin á honum skuld að gjalda.

Samevrópufylkingin sem lyppast niður fyrir Bretum og fórnar þannig hagsmunum þjóðarinnar baráttulaust er algjör andstæða þessara manna. 

Þó margir í VG vilji tína hundasúrur og vera til sýnis fyrir erlenda ferðamenn þá er mér mjög hlýtt til þeirra og það eru mér því sár vonbrigði að þeir skuli ekki standa betur í ístaðinu.

Sigurður Þórðarson, 19.6.2009 kl. 12:45

12 Smámynd: Hlynur Hallsson

Takk fyrir ágætis athugasemdir allir!

Mér líst vel á hugmyndir Héðins Björnssonar um uppboðsleið þar sem allir geta boðið í kvótann (sem Kristján Loftsson fær frítt núna)

Svo vil ég biðja alla að virða það að ég birti aðeins athugasemdir sem eru skrifaðar undir fullu nafni. Ég hef því miður þurft að hafna mörgum ágætum athugasemdum frá fólki9 sem skrifar undir dulnefni eða án nafns.

I I er ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Ingþór Brandur Ingólfsson

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 19.6.2009 kl. 13:15

13 Smámynd: Hlynur Hallsson

Bendi einnig á áhugaverðan pistil Dofra Hermannssonar hér.

Hlynur Hallsson, 19.6.2009 kl. 13:28

14 Smámynd: Oddur Helgi Halldórsson

Sammála Sigurði Sveinssyni.
Ég veit ekki almennilega hvort þú ert að meina þetta Hlynur, eða hvort þú ert að þóknast puritönunum í flokknum.

Oddur Helgi Halldórsson, 19.6.2009 kl. 14:35

15 Smámynd: Hlynur Hallsson

Kæri Oddur Helgi,

nú hittir þú á viðkvæman blett hjá mér. Ég er auðvitað að meina það sem ég segi og ég er reyndar ekki þekktur fyrir að gera eitthvað til að þóknast einhverjum. Ég stend fast á sannfæringu minni og hún fer ekki alltaf saman við stefnu VG en sem betur fer oftast.

Ég er semsagt ekki að þóknast neinum með þessari skoðun minni, bara svo að það sé á hreinu. Og ég veit að þessi skoðun mín er ekki líkleg til að afla mér vinsælda en það verður bara að hafa það.

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 19.6.2009 kl. 14:55

16 Smámynd: Pétur Steinn Sigurðsson

Hlynur lestu vandlega útskýringar Kristins Péturssonar á því afhverju hvalina skal veiða.

Mikið er ég sammála þér Kristinn, þetta er eins og skrifað af mínum fingrum það er nefnilega málið að það þarf að vera jafnvægi í lífríkinu til að það eigi möguleika á því að dafna í framtíðinni, hvali þarf að veið jafnt og önnur dýr svo fremi sem þau séu ekki í útrýmingarhættu og það er nokkuð víst að sú hvalategund sem búið er að gefa leyfi á til veiða eru ekki í þeim hópi.

Svo megi Kristjáni Loftssyni ganga vel á sínum veiðum.

Góðar stundir.

Pétur Steinn Sigurðsson, 19.6.2009 kl. 23:49

17 Smámynd: Anton Þór Harðarson

hlynur, hvernig færð þú þessi rök þín til að ganga saman?

"

- Það er enginn markaður fyrir þetta kjöt, ekki einu sinni í Japan.

Skoðum hval en skjótum þá ekki. Sá eini sem græðir á hvaladrápi er Kristján nokkur Loftsson og félagar hans."

Hvernig græðir Kristján ef hann selur ekkert

Anton Þór Harðarson, 20.6.2009 kl. 00:45

18 Smámynd: Jens Guð

  Lagið  Er nauðsynlegt að skjóta þá?  er með betri söngvum Bubba.  Hann var undir áhrifum frá Jóhannesi Kjarval er hann samdi þennan söng.  Ég sá um markaðssetningu á plötunni með þeim árangri að hún seldist í 18900 eintökum í fyrstu atrennu.  Ég hannaði umslagið.  En frá vinylplötunni yfir í disk datt út grænn teygður þríhyrningur sem gerði framhlið umslagsins flotta.  Framhliðin er dálítið flöt án þessa græna þríhyrnings.  Svona getur farið þegar menn hafa ekki tilfinningu fyrir myndbyggingu.

Jens Guð, 20.6.2009 kl. 01:01

19 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hlynur, þeir sem vilja meta allt í peningum geta vafalaust hugsað sér að  selja kvóta og bjóða upp atvinnuréttindi fólks. Sjálfur myndi ég ekki finna mig í því að selja úrkynjuðum Ameríkönum aðgang að mér eins og apa í búri þar sem ég góndi á hvali. "En það lítur hver sínum augum á silfrið".

Annars vil ég þakka fjörugar og skemmtilegar umræður og þér sérstaklega fyrir opinská skoðanaskipti og ekki síst umburðalyndi við glanna eins og mig.

Sigurður Þórðarson, 20.6.2009 kl. 01:26

20 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Jens þér er ýmislegt til lista lagt þ.á.m. að vera snillingur í markaðssetningu.

Sigurður Þórðarson, 20.6.2009 kl. 01:30

21 identicon

   Heyr, heyr Hlynur.  Ég var að lesa það í textavarpinu að það væru um 100 manns sem hefðu atvinnu í kringum þetta.  Er það réttlætanlegt að meiri hagsmunir séu hafðir að engu gagnvart minni.  Mér er sama hversu vandað fólk og listrænt er að vinna við þetta.  Hérna fyrir 20- 30 árum var öldin önnur og við ekki að glíma við fordæmingu alþjóðasamfélagsins, sem við erum orðin hluti af.  Svo hættið þessari vitleysu ekki seinna en strax.  Ég held að það sé ekki nauðsynlegt að skjóta þá!!!!

Sólveig Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 01:34

22 identicon

Það er nú gaman að sjá Kristinn Pétursson koma enn og aftur með sama sönginn sinn.

Ekki svo að góð vísa sé ekki nægilega of oft kveðin, en hans kveðskapur er leirburður. Enda tekur enginn mark á honum. Kristinn Pétursson heldur þessu fram:

1. Ef nóg er til af einhverju sem hægt er að veiða, þá er gott að  veiða það, af því að það er nóg til af því.

2. Ef ekki er nóg til að veiða af einhverju, þá er best að veiða sem mest af því, svo það verði nóg til að veiða af því seinna.

Þvílíkur spekingur.

----

 Hvað varðar hugmyndir margra hér að það nægi að hvalkjöt sé gott á grillið, þá hlýtur að mega spyrja hvort bragð og smekkur ráði því hvort við veiðum dýr, ekki satt? 

Hina bjánana hér sem halda því fram að með því að veiða hvali, þá getum við aukið afrakstur fiskistofna okkar vil ég bara segja eitt:

Þið hafið ekki hundsvit á hvernig vistkerfi sjávar er háttað!

Jóhann (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 02:23

23 Smámynd: Fríða Eyland

Ég styð hvalveiðar, kjötið er gott og nóg af hval.

Fríða Eyland, 20.6.2009 kl. 09:28

24 Smámynd: Brattur

Alveg sammála Jóhanni... en spyr hvalveiðisinnana... eigum við ekki að leyfa Lóu- og Spóaveiðar líka... kjötið af þeimer víst algjört lostæti...

Brattur, 20.6.2009 kl. 17:21

25 Smámynd: Hlynur Hallsson

Takk fyrir athugasemdirnar öll. Enn minni ég á að ég vil að fólk skrifi undir réttu nafni hér á bloggið mitt. Brattur er samkvæmt upplýsingum á ljómandi síðu hans: Gísli Gíslason.

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 20.6.2009 kl. 21:23

26 identicon

Ef menn ætla sér t.d. að borða hvalkjöt er nauðsynlegt að deyða þá líkt og menn þurfa að gera þegar menn ætla sér að borða lambakjöt eða kartöflur.

Hafa hvalir meiri siðferðilegan rétt til lífs en aðrar lífverur? Er t.d. réttlætanlegra að drepa kálplöntu en hval?

Og ef svo, þá hví?

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 02:52

27 Smámynd: Aron Ingi Ólason

persónuleg finnst mér ekkert af því að menn veiði hval, mér finnst hrefna reyndar mjög gott kjöt, vandamálið er hins vegar að ég er hræddur um að við séum að skjóta alltof alltof mikið af þeim. Langreiðurinn er til að mynda á lista yfir þau dýr sem talin eru muni deyja út á næstu hundrað árum.

þar að auki er sérstaklega vegið nálagt báðum þessum stofnum þegar ekkert er veitt nema kálfar. en það veit það hver sem er sem hefur áhuga á hval átu að gamall hvalur er svo reir og seigur að þeir eru með öllu nær óætir. en kálfkjöt þykir hins vegar vera hreint lostæti. ég hef þess vegna áhyggjur af því að þegar menn setja leyfi á 150 dýr af hvort um sig langreið og hrefnu að það verði lítið annað af þeim veit en kálfurinn. sem þýðir kannski að það mun ekki sjá mikið á stofninum fyrr en eftir nokkur ár án þá muni líka stór sjá á honum.

það er nú varla rök í sjálfu sér að við verðum að veiða alla þessa hvali til þess skapa svo mikla vinnu það kom nú á daginn að flestir þessara sem tekið var viðtal við voru einungis í hlutastarfi með annarri vinnu. það er að minnsta kosti mjög skammsýn rök það færi til að mynda enginn bóndi að slátra hjá sér það mörgum dýrum að það gæti stór minkað stofninn. Slíkt myndi vissulega auka vinuna tímabundið en skaða hann þegar fram í sækir.  Persónulega tel ég það nóg tveir til þrír hvalir í hverjum mánuði til að metta innlendan markað slíkt myndi hafa mun minni áhrif á hvalaskoðun.

Annað sem mér finnst frekar sérstakt við þessa kvóta dreifingu er hvers vegna fær hvalur allan kvótann? hversvegna er Kvótinn einfaldlega ekki boðin út til eins árs leigu og ríkið fengi inn einhverjar tekjur af honum?

Pétur það er svona almennt talað fyrir því að menn skjóti ekki dýr í útrýmingarhættu og það þykir svona heldur ógeðfaldara að skjóta börn. það er hins vegar svo með lambakjöt amk annars staðar þar sem tíðkast hefur að deyða þau með mannúðlegum hætti þau eru einfaldlega kæfð með hlátursgasi sem hefur ekki nokkur áhrif nema þau að neytandi slíks verður sljór og vitlausari þar til hann drefst, en þetta gas hefur nákvæmlega sömu afleiðingar og háloftaveiki. Hér eru kindur reyndar en þá bara skotnar, það er reyndar ekkert falleg sjón að horfa á aðfarirnar við heimslátrun. En þar er amk ekki gengið meira á stofninn en hann þolir.

Aron Ingi Ólason, 21.6.2009 kl. 13:03

28 identicon

Sæll og bless.

Þú veist nú alveg hvaða skoðanir ég hef á þessu máli. En ég ætla að benda á lag sem er ekki síður áhugavert; Undir regnboganum.

Ég man hversu sterk áhrif það hafði á mig þegar ég var barn og horfði á fréttir um að hvalbátum hefði verið sökkt og að í útlöndum voru menn tilbúnir að drepa til að koma í veg fyrir að myndin "Lífsbjörg í Norðurhöfum" yrði sýnd.

Afi var hrefnuveiðmaður og í augnablikinu er pabbi það, væri annars atvinnulaus. Þetta átti sannarlega við mann. Hafandi alist upp á Þórshöfn á Langanesi þá átti textinn í Undir regnboganum greiða leið að skilningi barns; myndmálið var manni nærtækt "Hér höfum við lifað og háð okkar stríð." Maður skildi það vel að fólk dó út á sjó. Maður skildi það vel að afi hafði enga unun af því að drepa dýr, maður skyldi líka mæta vel að ekki voru þetta ríkir menn sem gerðu allt fyrir peninga. Þetta var lífsbjörgin.

Sem hvalveiðisinni tek ég það fram að ég er ekki mikill aðdáandi veiða almennt. Ég er hinsvegar þeirrar skoðunnar að hvalveiðar séu innan allra þeirra marka siðferðis- og vistkerifslegra sjónarmiða sem ég hef í mínum kolli.

Að þessu sögðu bendi ég á að mér finnst hvalkjöt sannarlega eitt það besta kjöt sem ég fæ og það myndi skilja eftir sig sár á sálartetrinu ef að matarhefðir mínar og minnar fjölskyldu yrðu teknar af mér án þess að fyrir lægju gildar ástæður.

Ef þessi rök sem þú nefnir, Hlynur, væru gild þá myndi ég að sjálfsögðu breyta um skoðun. Þ.e.; ef markaðir í fisk almennt væru í hættu útaf sjálfum hvalveiðunum - samt myndi ég ekki beygja mig undir hatrið og öfgana í mestu vitleysingunum, ef það bitnaði á ferðamannaiðnaðinum - sem ég hef mína atvinnu af, ef hvalaskðun legðist af eða myndi skaðast, ef ekki væri markaður fyrir kjötið...söluhæsta kjötið í krónunni fyrstu vikuna... meira veit ég ekki um söluna - ef þetta selst ekki til Japan þá bara veiðum við minna, þ.e.a.s. nóg fyrir innanlandsmarkað.

Haltu samt áfram að segja sannfæringuna þína, það er nú víst þessvegna sem maður kíkir hingað inn!

Mbk,

Drengur Óla

Drengur Óla Þorsteinsson (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 21:44

29 Smámynd: Hlynur Hallsson

Takk fyrir þennan mjög góða pistil Drengur. Sá besti sem ég hef lesið lengi. Ég vil taka það fram að ég er ekki á móti hvalveiðum af einhverjum prinsipp ástæðum, mér finnst bara ekki skynsamlegt að veiða hval eins og stendur og ástæðurnar eru margar og nokkrar þeirra taldi ég upp í mínum pistli. Ég get mjög vel skilið afstöðu þína. Ég styð líka frumbyggjaveiðar og finnst gott að verkþekkingunni sé viðhaldið. Þó að ég standi ávalt fast á sannfæringu minni er líka alltaf til í að skipta um skoðun ef ég heyri betri rök en ég hef sjálfur.

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 25.6.2009 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30