Leita í fréttum mbl.is

Já takk, rólegri akstur í Gilinu yrði til mikilla bóta

Mér líst mjög vel á hugmyndir um að gera Listagilið á Akureyri að einstefnuakstursgötu. Það myndi gera götuna og mannlífið í Gilinu enn blómlegra og ánægjulegra. Veitingastaðirnir hefðu meira pláss fyrir útiborð og ekki yrði eins hættulegt fyrir alla þá sem eru fótgangandi að fara milli staða yfir götuna. Það mætti skoða í leiðinni að hafa Oddeyrargötu einnig einstefnugötu. Undantekningu ætti að gera fyrir Strætó.

Það eru ekki bara íbúar sem hafa kvartað yfir hávaða í bílum og mótorhjólum sem spyrna upp Gilið með bensínið í botni heldur einnig tónleikagestir og auðvitað gestir veitingahúsa. Gilið er stór vinnustaður listamanna, þar eru sjö sýningarstaðir, Listasafn, Myndlistarskóli, fimm veitingastaðir og kaffihús, tónleikasalir, vinnustofur og íbúðir svo eitthvað sé upptalið.

Það má vel draga úr bílaumferð og hægja á henni. Nýju hraðahindranirnar hafa þegar sannað gildi sitt og nú er að taka næstu skref.


mbl.is Einstefna í Gilinu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er ekki sammála þér. Ef Gilið yrði einstefnugata er ég hrædd um að það hefði ekki þau áhrif sem þú helst vilt heldur þveröfug. Það myndi færa umferð úr þessum bæjarhluta og þar með umferð fólks almennt úr Gilinu. Ekki viljum við að listamenn einangrist þar.  Það er nú líka dálitið árstíðabundið hvernig lífið er í Gilinu. Held að betra sé að setja einhverskonar takmarkanir á umferð af og til þannig að á góðviðrisdögum sé hægt að setja á einstefnu eða hreinlega að loka götunni fyrir bílaumferð.

SO (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 12:35

2 identicon

Mér þætti athyglisvert að sjá tölur um hve mikil aukning hefur orðið á verslun í Hafnarstrætinu (frá Hótel KEA og inn á torg) eftir að það var aftur opnað fyrir umferð. Minnir endilega að rökin með bilaumferð á sínum tíma hafi verið nokuð áþekk og í færslunni hér að ofan en þar getur svosem verið að minnið svíkji mig.

Orri (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 13:44

3 Smámynd: Oddur Helgi Halldórsson

Aldrei fæst ég til að samþykkja þessa ráðstöfun. Því miður er allt of mikið af fólki, sem telur sig yfir bílinn hafið, en fer svo allra sinna ferða á bíl. Það er fáránleg stefna, þar sem á að reyna að a liðka um fyrir umferð, skulum við alltaf taka þann pól í hæðina að gera umferðina óskilvirkari. Það eikur vandamál, hættu, svifryk og nefndu það.

Oddur Helgi Halldórsson, 25.6.2009 kl. 16:22

4 Smámynd: Hlynur Hallsson

Takk fyrir athugasemdirnar. Muna bara að skrifa undir fullu nafni eins og Oddur Helgi gerir. Orri er Ingþórsson:)

Ég veit að umferðarmál í Gilinu eru ekki einföld en kæri Oddur Helgi ekki setur þú bílinn í fyrsta sæti og fólk í annað sæti er það? Hluti af vandamáli umferðar í íslenskum bæjum er að bíllinn hefur alltaf haft forgang á fólk en nú er sem betur fer farið að hugsa öðruvísi.

Ég er ekki viss um að einstefna í Gilinu yrði til þess að gera umferðina óskilvirkari. Ég held að það sé hægt að finna viðunandi lausn á þessu sem flestir geta sætt sig við. Og varla ert þú á móti 30 km hámarkshraða-svæðum í bænum Oddur Helgi, þó að það geri umferðina ef til vill óskilvirkari?

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 25.6.2009 kl. 17:26

5 Smámynd: Sylvester

Þessar hraðahrindranir eru til skammar. Það eina sem þær gera er að pirra bílstóra auk þess að stórskemma fjöðrun bíla. Nú er fólk farið að keyra upp á gangstétt til að komast hjá þessum hraðahindrunum. Já, mjög góð og sniðug hugmynd að setja þessar hraðahindranir upp.

Ef fólk í Reykjavík getur búið við stærstu götur landsins án þess að kvarta þá ættu örfáar hræður í Gilinu að geta sætt sig við þetta. Ég vil benda þeim á að þeir geta sótt um styrk hjá Akureyrarbæ til að kaupa hljóðeinangrandi gler í íbúðir sínar. Þeir fá eflaust neitun þar sem ekkert fjarmagn er til, hvert fór það? Ef til vill í þessar hraðahindranir.

Sylvester, 25.6.2009 kl. 19:22

6 identicon

Mér fannst það mikil afturför að leyfa bílaumferð í Hafnarstræti. Það er vanabindandi hjá allt of mörgum að nota bifreið í staðinn fyrir fætur. Það er vel hægt að koma sér á milli húsa án þess að nota til þess dýrar og eiturspúandi vélar.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 21:34

7 Smámynd: Hlynur Hallsson

Silvester gleymdi að skrifa fullt nafn = Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Sigurður Stefánsson.

Ég held að þessar frábæru hraðahindranir hafi nú ekki kostað mikið og ef einhver þarf að keyra uppá gangstétt þeirra vegna er ekki allt i lagi hjá viðkomandi.) En vonandi pirrast fáir en fleiri gleðjast.

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 25.6.2009 kl. 21:38

8 Smámynd: Morten Lange

Hljómar vel að þrengja götuna, en það ætti að gera ráð fyrir  hjólreiðar mótstreymis á götuna, og skilta þannig.  Hefur gefist mjög vel í mörgum borgum. Það er kostur fyri mannlífið og eykur almennt öryggið fyrir hjólreiðamenn sem hjóla á 15 - 40 km hraða að vera úti á götu.

Mætti nota hjólavísa eins og hefur verið prófað í Reykjavík.  ( Vefleit að orðinu skilar frekari upplýsingar )  

Morten Lange, 27.6.2009 kl. 01:21

9 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Blessaður Hlynur!

Umferðin yrði nú sem slík ekkert óskilvirkari, hún einfaldlega myndi breytast.Hunbogi hittir naglan auðvitað beint á höfuðið varðandi notkunina, hún er auðvitað öðrum þræði orðin vani, já eða óvani, að nota bifreiðina alveg óháð hve nauðsynlegt er að gera það.

Magnús Geir Guðmundsson, 27.6.2009 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband