Leita í fréttum mbl.is

Nýjar hugmyndir

matur

Það blómstrar allt af sköpunarkrafti og þrá eftir því að finna upp nýja hluti, nýjar leiðir til að fara og spennandi hugmyndir skjóta upp kollinum. Sumar óframkvæmanlegar en samt spennandi og aðra raunsæjar vel framkvæmanlegar strax í dag. Við getum hafist handa núna við að byggja upp þjóðfélag sem er víðsýnt og umburðarlynt og þar sem jafræði ríkir. Þar sem gamalt og nýtt mætist, fólk vinnur saman að því að gera betur, endurvinna, endurnýta og bæta. Þetta eru ekki einhverjir draumórar heldur raunveruleikinn, bara ef við viljum.

Annað
Hinn hliðin er svo að bíða eftir því að eitthvað gerist. Að aðrir komi með hugmyndir. Að álíta að ekkert sé nægilega gott og allt sé í raun ómögulegt. Ekkert sé nægilega stórt eða merkilegt til að geta “bjargað” okkur. Einhverjir aðrir verða að gera hlutina. Frumskógarlögmálið gildir, þeir hæfustu komast af og þeir sem geta ekki keppt eru útundan. Mismunun er sjálfsögð og bara eðlilegur hlutur.
Ef til vill er þetta mikil einföldun en einhvernvegin svona finnst mér íslenskt þjóðfélag stundum vera. Það er staðreynd að hér hefur mismunun aukist hröðum skrefum og þó að flestir hafi það ágætt og sumir mjög gott þá eru það allt of margir sem líða skort. Þannig á þetta ekki að þurfa að vera. Við erum lítil þjóð en rík og höfum vel efni á því að láta öllum líða vel. Við höfum vel efni á því að taka á móti fólki sem hefur það ekki eins gott og við og ættum að setja mun hærri upphæðir í þróunaraðstoð heldur en við gerum í dag. Við eigum að sýna frumkvæði, byggja á því sem við höfum fyrir en ekki bíða eftir því að aðrir komi “færandi hendi”.

Óþrjótandi möguleikar
Hér eru enn þá svo miklir möguleikar á því að gera hlutina vel og enn betur. Við eigum enn hreina náttúru og tært vatn, andrúmsloft sem er heilnæmt og orku sem endurnýjar sig. En á síðasta áratug höfum við gengið á þessi verðmæti. Við mengum meira, breytum náttúrunni og eyðileggjum hana.
Það væri óskandi að þeir sem stjórna landinu hugsuðu lengra en fjögur ár fram í tímann, fram að næstu kosningum og ekki lengra. Hvernig væri að líta hundrað ár fram í tímann? Þó að við verðum sennilega farin héðan, þá munu komandi kynslóðir njóta góðs af því. Ef við tökum okkur til og sköpuðum heim þar sem byggt er á hugviti með umhyggju fyrir verðmætum í huga en ekki græðgi. Værum við ekki sáttari við okkur sjálf og fortíðina? Og þetta er ekki eins flókið og það lítur út fyrir að vera. Auðvitað ekki auðveldasta leiðin en örugglega sú skynsamlegasta. Vilji er allt sem þarf, smá bjartsýni og jákvæðni og okkur mun takast það saman. Byrjum strax í dag og hættum ekki fyrr en markmiðinu er náð, að hafa látið eitthvað gott af okkur leiða og gert þennan heim aðeins betri, ekki bara fyrir okkur sjálf heldur einnig fyrir alla aðra. Okkur tekst það ekki á morgun en enhvertíma mun sá dagur koma að við getum litið um öxl og verið stolt af því að hafa gert hlutina saman og gert þá betri.

Greinin birtist í Norðurstjörnunni, málgagni Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi 14.12.2006


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband