Leita í fréttum mbl.is

Álverskönnun fyrir Alcoa

bakki

Ímyndarhernarður Alcoa heldur áfram sem aldrei fyrr. Eftir vaxandi andstöðu við stóriðjustefnu ríkisstjórnarinnar og frekari álversvæðingu landsins hefur allt verið sett í gang hjá Landsvirkjun og álbræðslurisunum Alcoa og Alcan í áróðurstríðinu. Þessi Gallupkönnun er eitt svar álrisanna. Hitt er heilsíðu- og opnuauglýsingar í blöðum og tímaritum, bæði á landsvísu sem og í héraðsfréttablöðum. Hverskonar stuðningur, við lögregluna, íþróttafélög, góðgerðarsamtök og menningarstarfsemi hefur verið aukin til muna því álrisarnir fundu að þeir voru að tapa.
Þetta ástand minnir óneytanlega á það hvernig stjórnendur kjarnorkuveranna í Þýskalandi brugðust við þegar raddir urðu háværari þar í landi fyrir 10 árum um að loka ætti þessum kjarnorkuverum. Auglýsingastofur voru ráðnar til að lofsama störfin sem voru unnin í karnorkuverunum og hvað þau væru örugg og menguðu lítið. Því var haldið fram að ekki væri hægt að framleiða rafmangn með öðrum hætti. Öllu var kostað til að sannfæra fólk um nauðsyn kjarnorkuveranna fyrir hagvöxtinn, náttúruna og þjóðina yfirleitt. En allt kom fyrir ekki, andstaðan við kjarnorkuverin óx og samþykkt var að loka þeim öllum, einu af öðru. Fjarmagnsvaldið hafði tapað ímyndarstríðinu. Og það sama mun gerast hér. Það er ný kynslóð að vaxa upp sem þráir ekki stóriðju og virkjanir til raforkuframleiðslu fyrir álver, heldur hefur skilning á verndun náttúruverðmæta og trú á okkur sjálfum til atvinnuuppbyggingar. Þetta er því kapphlaup álveranna eins og kjarnorkuveranna í Þýskalandi við tímann. Tíminn er að renna út fyrir álbræðslurnar.
Þassi könnun sem Alcoa lætur gera fyrir sig hlýtur einnig að valda þeim vonbrigðum. Því er ávalt haldið fram að engin andstaða sé við álver á Húsavík meðal fólks á staðnum en niðurstaðan er önnur, hátt í fimmti hver íbúi vill ekki þetta álver og það gull og grænu skóga sem lofað er í kjölfarið. Þetta fólk trúir á mátt Húsavíkur enda hefur uppbyggingin þar verið glæsileg t.d. í sambandi við ferðamennsku, hvalaskoðun og hvalasafn og náttúrutengda ferðaþjónustu. Meðal annars þar liggja möguleikarnir, heilsutengd ferðaþjónusta, hátækniiðnaður og náttúran. Þetta vita Alcoa og ímyndarsérfræðingarnir og því liggur á að koma álbræðslunni á koppinn áður en meirihlutinn áttar sig. En við munum sigra að lokum því fólk mun átta sig fyrr en síðar. Sem betur fer.


mbl.is Meirihluti íbúa á Norðurlandi hlynntur álveri á Bakka við Húsavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband