Leita í fréttum mbl.is

Vinstri græn fyrst tilbúin með lista í Norðaustur-kjördæmi

xvsmaller
Kjördæmisráð Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í NA-kjördæmi samþykkti á sunnudag framboðslista sinn vegna Alþingiskosninganna næsta vor. Listann skipa eftirtaldir aðilar:
1.   Steingrímur J. Sigfússon, alþingismaður, Þistilfirði
2.   Þuríður Backman, alþingismaður, Egilsstöðum
3.   Björn Valur Gíslason, sjómaður, Ólafsfirði
4.   Dýrleif Skjóldal, sundþjálfari, Akureyri
5.   Ingibjörg Hjartardóttir, rithöfundur, Dalvíkurbyggð
6.   Jóhanna Gísladóttir, skólastjóri, Seyðisfirði
7.   Jón Kristófer Arnarson, garðyrkjufræðingur, Akureyri
8.   Klara Sigurðardóttir, skrifstofumaður, Akureyri
9.   Þórunn Ólafsdóttir, nemi, Fáskrúðsfirði
10. Berglind Hauksdóttir, nemi, Húsavík
11. Ásmundur Páll Hjaltason, vélamaður, Neskaupstað
12. Marie Th. Robin, bóndi, Vopnafirði
13. Þorsteinn Bergsson, bóndi, Fljótsdalshéraði
14. Finnur Dellsén, nemi, Akureyri
15. Ríkey Sigurbjörnsdóttir, aðstoðarskólastjóri, Siglufirði
16. Ásbjörn Björgvinsson, forstöðumaður, Húsavík
17. Jan Eric Jessen, nemi, Akureyri
18. Hlynur Hallsson, myndlistarmaður, Akureyri
19. Guðmundur Sigurjónsson, verkamaður, Neskaupstað
20. Málmfríður Sigurðardóttir, fv. alþingismaður, Akureyri

Ég sóttist eftir þriðja sætinu á listanum en í leiðbeinandi forvali þar sem félagar gátu skrifað nöfn sex frambjóðenda án þess að raða í sæti fékk ég 8 atkvæðum minna en Björn Valur Gíslason. Uppstillingarnefnd ákvað að tilnefna Björn í þriðja sætið og mig í það fjórða. Eftir mikla umhugsun ákvað ég að draga mig í hlé enda eðlilegt að kona skipað það sæti. Ég er mjög ánægður með að Dýrleif Skjóldal baráttukona á Akureyri var valin í fjórða sætið og ég tek 18 sætið sem er við hlið heiðursfólksins Málmfríðar Sigurðardóttur, fyrrverandi alþingiskonu og Guðmundar Sigurjónssonar, verkamanns í Neskaupstað.
Framkvæmd forvalsins var harðlega gagnrýnd á fundinum og vonandi verður farin önnur leið næst t.d. svipuð leið og félagar okkar á höfuðborgarsvæðinu fóru með glæsilegum árangri.
Ég þakka fyrir þau fjögur ár sem ég hef starfað sem varaþingmaður (mun reyndar gera það áfram alveg til 12. maí 2007) en get nú einbeitt mér að myndlistinni af fullum krafti. Þetta var skemmtilegur tími og auðvitað mun ég taka þátt í stjórnmálaumræðunni áfram, meðal annars hér á blogginu.


mbl.is Bubbi slær Íslandsmet
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Hlynur. Listinn í kjördæminu er mjög flottur en ég verð nú samt að fá að segja að þín verður sárt saknað á honum (á meðal efstu manna og kvenna það er að segja! Þótt þú sómir þér auðvitað vel á meðal heiðursfólksins Málmfríðar og Guðmundar!). Þú ert búinn að standa þig frábærlega og vonandi heldurðu áfram að vera jafn virkur í þjóðmálaumræðunni þótt þú farir í smá hlé frá varaþingmennskunni/þingmennskunni næstu fjögur árin... Kemur þá væntanlega tvíefldur til leiks eins og stormsveipur inn á Alþingi eftir þessa pásu! Ég var einmitt í boði með Akureyringum í fyrrakvöld og þeir töluðu mikið um það hve súrt það væri að þú værir ekki þarna á meðal efstu manna, þótt það sé auðvitað úrvals fólk sem skipi listann eins og hann er. Allavega, vildi bara senda þér kveðju og segja þér að þín sé saknað á listanum! Eins og þú náttúrulega veist... Ég hafði alltaf voða gaman að því að fylgjast með þér á Alþingi. (Farandi á svig við "klæðnaðarreglurnar" ef ég man rétt og allt hvaðeina eins og sönnum róttæklingi og umbótasinna sæmir!). Kveðja að sunnan, Guðfríður Lilja  

Guðfríður Lilja (IP-tala skráð) 20.12.2006 kl. 22:10

2 Smámynd: Hlynur Hallsson

Kæra Lilja,

takk fyrir fögur orð í minn garð. Ég er alls ekki hættur og bakvarðasveitin þarf einnig á fólki að halda. Ég get samt einbeitt mér að myndlistinni af krafti og svo veit maður auðvitað ekki hvað verður eftir fjögur ár! Ég ég er allavega ánægður með að þú komist á þing og þarmeð verður enn einn öflugur félagi á sviði umhverfisverndar og femínisma kominn á þing, ekki veitir af! Bestu baráttukveðjur,

Hlynur Hallsson, 21.12.2006 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband