Leita í fréttum mbl.is

Einkennilegur "kommúnisti"

Saparmurat

Forseti Túrkmenistans eða "Túrkmenabashi, faðir allra Túrmena" lést í nótt "ef marka má fréttir" mbl.is af ríkissjónvarpi landsins. Saparmurat Niyazov var furðulegur náungi. Hann varð formaður Kommúnistaflokksins í Túrkmenistan árið 1985, þegar landið heyrði undir Sovétríkin og varð svo fyrsti lýðræðislega kjörni forseti sjálfstæðs Túrkmenistan árið 1991. Hann hagaði sé hinsvegar eins og einræðisherra eins og svo margir sem hafa komist til valda í nafni kommúnisma. En Saparmurat Niyazov toppaði samt allt í furðulegheitum. Fyrir utan að láta reisa risastyttur af sér útum allt þá bannaði forsetinn landsmönnum að hlusta á útvarp í bílum sínum, að reykja á almannafæri og láta sér vaxa skegg. Mannréttindasamtök sökuðu Niyazov um að beita landsmenn hörku og brjóta niður alla andstöðu. Lýðræði hefði ekki verið í heiðri haft og andstæðingar gjarnan beittir pyntingum.

Gurbangully Berdymukhammedov, aðstoðarforsætisráðherra Túrkmenistan, mun víst taka við stjórn landsins til bráðabirgða eftir fráfall forsetans. Vonandi kemst svo á lýðræði í Túrkmenistan svo þjóðin geti valið sér forseta en ekki trúð sem er fastur í pesónudýrkun á sjálfum sér.


mbl.is Forseti Túrkmenistans látinn 66 ára að aldri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Fín skrif.

Er þetta ekki merkið á kommúnistum? Þeir reisa sér merki þess að þegnarnir eigi að dýrka þá útaf lífinu. Sjáum einræðisherra kommúnismans í Evrópu síðustu áratugina. Stór hluti kúgunarinnar felst í persónudýrkun. Ógeðfellt. Það er alltaf eitthvað að því samfélagi þar sem fólk fær ekki að vera á móti stjórnvöldum. Það er merkið um stöðu samfélagsins hef ég alltaf talið.

Stefán Friðrik Stefánsson, 21.12.2006 kl. 13:55

2 Smámynd: Hlynur Hallsson

Sæll Stebbi,

ég held að Saparmurat Niyazov hafi aldrei verið kommúnisti og stjórnarhættir hans ekki flokkast undi kommúnisma. Maður var bara klikkaður. Það er hinsvegar rétt að gjarnan þegar menn sem komast til valda undir merkjum kommúnisma þá fara þeir að stjórna eins og brjálæðingar. Það er sorgleg staðreynd sem hefur sem betur fer ekkert með hugsjónir jafnréttis að gera. Þessvegna vona ég innilega að Túrmenar fái tækifæri til að kjósa sér almennilegan forseta sem stjórnar í þágu fólksins ekki hugsar ekki bara um sjálfan sig. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 21.12.2006 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband