Leita í fréttum mbl.is

Blysför í þágu friðar

dúfa

Áhugafólk um friðvænlegri heim stendur að hinni árlegu

BLYSFÖR Í ÞÁGU FRIÐAR á Þorláksmessu klukkan 20:00 á Akureyri.

Gengið verður frá Samkomuhúsinu (Leikhúsinu) á Akureyri þennan laugardag kl. 20:00 og út á Ráðhústorg. Þar syngur kór Akureyrarkirkju og flutt verður ávarp.

Blysför í þágu friðar felur annars vegar í sér almennar jólaóskir um frið og hins vegar beinist hún gegn versta tilræðinu við friðinn nú um stundir, Íraksstríðinu. Við höfum gengið á hverri Þorláksmessu síðan 2002.

Stíðið í Írak heldur áfram. Innrásaröflin verða stundum að breyta túlkun sinni á eðli þess. Flestar vestrænar fréttastofur (m.a. íslenskar) bergmála þá túlkun. Í byrjun var fylgismönnum Saddams helst kennt um ofbeldið. Síðan var áherslan lögð á al-Qaeda, ekki síst á al-Zarqawi, hinn blóðþyrsta jórdanska al-Qaedaliða. Eftir að hann var drepinn er kápunni enn snúið og nú kallast ofbeldið „átök trúarhópa" og „borgarastríð" og er túlkað sem stríð milli ofstækisfullra sía- og súnnímanna.

Stöku sinnum heyrast þó fréttir af að dauðasveitir þær sem flesta myrða tengist svonefndri „ríkisstjórn" Íraks og C.I.A. og að allt sé þetta hluti af hinu grimmilega, löglausa og tilefnislausa ensk-bandaríska hernámi á Írak.

Innrásin og hernámið hefur enn fullan og yfirlýstan stuning Íslands.

Kjörorð okkar eru hin sömu og áður:
- Frið í Írak!
- Burt með árásar- og hernámsöflin!
- Enga aðild Íslands að stríði og hernámi!
 
Ávarp flytur Hlynur Hallsson, myndlistarmaður
Kór Akureyrarkirkju syngur
Kerti verða seld í upphafi göngunnar.

Taka ber fram í ljósi verðurspár að aðeins verður gengið ef veður leyfir.


mbl.is Innanlandsflug að komast í lag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband