Leita í fréttum mbl.is

Fyrir friði og gegn stríði

ganga

Ávarp flutt á Ráðhústorgi á Akureyri í blysför fyrir friði á Þorláksmessu.

Gott fólk, þetta er fimmta skipti sem við göngum í þágu friðar á Þorláksmessu hér á Akureyri. Þá var þessi góði siður tekinn upp aftur eftir nokkurrar ára hlé en tilefnið var því miður ekki ánægjulegt. Bandaríkjastjórn með forsetann George Bush í fararbroddi hafði ítrekað hótað því að gera innrás í Írak. Fólk um allan heim mótmælti þessum fyrirætlunum, svo kröftuglega að milljónir komu saman þegar mótmælin náðu hámarki sínu um allan heim. Í Bandaríkjunum, á Bretlandi, í Japan, Þýskalandi, Frakklandi, Suður-Afríku, Ástralíu og víðar og víðar og einnig hér á Íslandi. Aldrei höfðu jafn margir komið saman til friðsamlegra mótmæla í heiminum, ekki einu sinni í aðdraganda og á tímum Víetnamstríðsins voru svo margir samankomnir um allan heim til að andæfa stríðsbrölti valdahafanna. En allt kom fyrir ekki. Með lygum og blekkingum í andstöðu við Sameinuðu Þjóðirnar réðust Bandaríkin inn í Írak. Bush fékk til liðs við sig Tony Blair á Bretlandi og nokkrar aðrar leppþjóðir þar á meðal okkur Íslendinga. Tveir menn, formenn ríkisstjórnarflokkanna á Íslandi tóku ólöglega ákvörðun um að gerast aðilar að þessu viðbjóðslega stríði. Meigi þeir hljóta ævarandi skömm fyrir.
Ég ætla ekki að fara yfir hörmungar þessa stríðs sem ekki sér fyrir endann á því á hverjum degi fáum við hrylliegar fréttir af limlestingum og glæpum sem framdir eru í nafni lýðræðis og frelsis. Og þó að Bush hafi lýst yfir sigri í stríðinu aðeins nokkrum vikum eftir innrásina árið 2003 hefur mannfall aldrei verið meira en þessa síðustu daga. Nóvembermánuður var sá blóðugasti til þessa.  
Það er sárara en nokkru nemur að enn þann dag í dag eru heilu stjórnmálaflokkarnir sem réttlæta og verja ákvörðun þeirra Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrimssonar þó að mikill meirihluti almennings á Íslandi hafa alltaf verið andvíg þessu stríði og þátttöku Íslands í því.
Það er aldrei hægt að réttlæta stríð og þessvegna er það óhugnanlegt að síðast í gær ítrekaði utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleezza Rice þá skoðun sína að stríðið í Írak sé nauðsynlegt og að sú „fjárfesting” sem stríðið er bæði í bandaríkjadölum og lífum fallinna bandarískra hermanna sé þess virði.
Samkvæmt fréttavef BBC lét Condoleezza Rice þessi orð falla skömmu eftir að átta bandarískir landgönguliðar voru kærðir fyrir morðin á 24 íröskum óbreyttum borgurum í Haditha í fyrra.

Miskunnarleysi og grimmd einkennir þetta stríð eins og öll önnur stríð, sama hvort þau hafi verið háð með háleitum hugsjónum eða bara útaf græðgi.
natodrepur
Þeir sem fara verst út úr stríðinu eru ekki hermenn, ekki stjórnmálmenn , ekki forsetar og alls ekki hergagnaframleiðeindur, nei stríð bitnar helst á þeim sem síst skildi. Saklausu fólki sem á sér enga ósk æðri en að fá að lifa í friði og ala upp börnin sín fyrir þennan heim. Stríð bitnar á börnum, börnum um allan heim. Mig langar til að lesa fyrir ykkur ljóð eftir Dag Sigurðarson sem heitir "Mynd eftir barn (20x25 cm, blýantur og vaxkrít)"
I
Köttur...

Upp á síðkastið hafa hleranir stjórnvalda á tímum "kalda stríðsins" verið mikið í umræðunni. Það er ef til vill engin tilviljun að þau sem helst voru hleruð og talin vera mestu "óvinir ríkisins" vou friðarsinnar. Fólk sem kom saman til að mótmæla stríðsbrölti og þátttöku Íslands í hernaðarbandalögum, mótmæla heimsóknum herforingja til landsins. Símar þessa fólks voru hleraðir eins og um glæpamenn væri að ræða. Fólk sem átti draum um friðsamlegan heim og vildi berjast gegn þóknun íslenskra stjórnvalda við heimsvaldastefnuna. Það hlýtur því að vera krafa okkar að allir þættir þessara hlerana verði rannsakaðir. Ekki til að finna sökudólgana heldur til að fá allt upp á borðið til að svona hlutir eigi sér ekki stað aftur í lýðræðisríki. Núverandi stjórnvöld mega ekki koma í veg fyrir það að mannréttindi þeirra sem urðu fyrir hlerunum séu brotin áfram.
fridarganga
Það er góður siður á Þorlaksmessu að ganga fiðargöngu, koma saman og hugsa til þeirra sem þurfa að þola nauð og fá ekki að búa við frið. Ekki til að fría okkur ábyrgð heldur einmitt til þess að sína ábyrgð og sína valdhöfum að við viljum ekki taka þátt í þeirra stríðum. Aldrei.
Og sum stríð eru endalaus, borgarastyrjaldir, hefndir og glæpir. Eitt þessara stríða geisar í Palestínu á hernumdu svæðunum. Kristján frá Djúpalæk orti ljóð um ástandið þar fyrir margt löngu og þó að það séu ekki bretar sem herja á palestínumenn í dag heldur ísraelsmenn þá gæti ljóðið átt við enn þann dag í dag.
"Slysaskot í Palestínu"...

Því miður er útlituið í heimsmálunum ekki þannig að það líti út fyrir að við getum hætt að ganga fyrir friði. En óskin um frið er ekki barnaleg, hún er sjálfsögð og hvert og eitt okkar getur lagt eitthvað af mörkum til að stuðla að friði í heiminum og við eigum að nýta hvert tækifæri til að látta gott af okkur leiða. Þessvegna munum við halda áfram að ganga fyrir friði og gegn stríði á Þorláksmessu. Takk fyrir komuna og gleðileg jól.


mbl.is Gengið til friðar á Þorláksmessu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband