Leita í fréttum mbl.is

BNA með yfirþjóðlegt vald?

scandic

Ótrúlegt hvernig bandarísk yfirvöld vaða uppi og nú á skítugum skónum í Noregi. Þetta viðskiptabann þeirra gegn Kúbu er brandari en dálítið þreytandi þegar þetta er farið að virka líka í Evrópu. Er ekki hægt að koma vitinu fyrir þetta gengi? Maður verður bara að vona að Demókratar séu aðeins skárri en últrahægriliðið í kringum Bush sem er búinn að missa meirihlutan i báðum deildum þingsins vestra. Norðmenn eru auðvitað gáttaðir á þessu og flott hjá norska alþýðusambandinu að krefjast þess að norsk stjórnvöld grípi til aðgerða gegn fyrirtækjum sem starfi samkvæmt ólöglegu viðskiptabanni Bandaríkjanna gegn Kúbu en ekki stefnu norskra yfirvalda. Í fréttinni á mbl segir einnig: "Samtök sem berjast gegn kynþáttamisrétti hafa höfðað mál á hendur Edderkoppen, framkvæmdastjóra Hilton-hótelkeðjunnar, sem nú á Scandic-keðjuna, og Scandic í Noregi á grundvelli laga sem banna að þjónustu sé neitað á grundvelli ríkisborgararéttar eða af kynþáttabundnum ástæðum." Hárrétt ákvörðun. Það er komið nóg af yfirgangi bandarískra yfirvalda sem halda að þau geti ráðið öllu allsstaðar. Það var einnig fjallað um málið á morgunvaktinni hjá rúv í morgun og hér hjá Afenposten.


mbl.is Scandic-hótelkeðjan í Noregi neitar að hýsa Kúbumenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Ótrúlegt? Mér finnst þetta ekkert ótrúlegt. Eiginlega kemur mér fátt á óvart þegar Bandaríkin eru annars vegar. Þetta er bara eftir öðru úr þeirri áttinni.

Hlynur Þór Magnússon, 5.1.2007 kl. 01:26

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Já, því miður er þetta dæmigert fyrir utanríkisstefnu þeirra. Annað gott dæmi er þegar sænska lögreglan gerði í fyrra húsleit hjá netþjónustu þar í landi vegna skráarskiptavefs sem þar var hýstur. Mikið af búnaði var gerður upptækur og olli miklum usla í starfsemi viðkomandi fyrirtækis. Svo kom í ljós að þessi "áras" hafði verið fyrirskipuð af sænska dómsmálaráðuneytinu, sem var athyglisvert í ljósi þess að engin sænsk lög höfðu verið brotin. Ennþá athyglisverðara var þegar í ljós kom að "árásin" hafði verið "pöntuð" af MPAA og fleiri bandarískum höfundarréttarsamtökum, sem hafa lengi þrýst á sænska þingið að breyta þarlendum lögum þannig að þau geti fengið vilja sínum framgengt þar í landi. Allstaðar þurfa þessir kanar að skipta sér af!

Enn betra dæmi um hvernig þeir svífast einskis til að fá sínu framgengt á alþjóðavettvangi er Echelon njósnakerfið sem þeir reka í samstarfi við Kanadamenn og Breta. Öll samskipti til og frá þessum löndum fara í gegnum þetta gríðaröfluga hlerunarkerfi, en þar sem stjórnaskrá bannar að ríkin njósni um eigin þegna, þá njósna þeir bara í staðinn um þegna hvors annars og skiptast svo á upplýsingunum. Svipað og þegar þeir nota alþjóðleg hafsvæði og loftrými sem afdrep fyrir ólöglega fangaflutninga og yfirheyrslur, til þess eins að geta farið á svig við alþjóðalög án þess að brjóta landslög í heimalandi sínu. Svo klappa þeir sér sjálfumglaðir á bakið og þykjast vera voða klárir haldandi að enginn sjái úlfinn í gegnum sauðagæruna. Sem betur fer hefur þeim ekki tekist að plata marga, nema þá kannski helst sína eigin þegna. Húrra fyrir þeim!



Guðmundur Ásgeirsson, 5.1.2007 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband