Leita í fréttum mbl.is

Og hverjum er það "að þakka"?

icesave.jpgJá, við þurfum að búa okkur undir verulega skerðingu lífskjara og kaupmáttar næstu árin og getum þakkað það alfarið sjálfstæðiFLokknum. SjálfstæðisFLokkurinn ber höfuðábyrgð á IceSave klúðrinu frá upphafi til enda en viðurkennir auðvitað ekki ábyrgð sína. Bjarni Ben var búinn að kvitta uppá samning við Breta og Hollendinga sem var miklu óhagstæðari en sá sem Indriði og félagar náðu fram. Samt er þetta auðvitað vondur samningur fyrir okkur, það vita allir, en um leið það skásta sem er í boði. Daniel Gros fulltrúi Framsóknarflokksins í bankaráði Seðlabankans veit það örugglega líka, hitt hljómar bara sennilega betur í eyrum vina hans.

Það sama hversu mikið við erum á móti því að borga skuldir Landsbankans til innistæðueigenda í Bretlandi og Hollandi þá er það lagalega og auðvitað einnig siðferðislega réttlætanlegt að gera það, því miður. Það var okkar regluverk sem brást, regluverk sem sjálfstæðisFLokkurinn kom á ásamt Framsóknarflokknum. Er einhver búinn að gleyma því þegar Ögmundur Jónasson var úthrópaður fyrir að vilja að bankarnir flyttu útibúin sín til meginlandsins og skráðu þau þar? "Viltu flytja bankana úr landi?" spurðu þingmenn þáverandi meirihluta í forundran og hneyksluðust mikið á honum. 

Það hefði verið einfalt mál að setja lög um að bankarnir mættu ekki stofna "útibú" í öðrum löndum heldur ættu að stofna þar sjálfstæða banka, en það var ekki gert og við munum lengi súpa seyðið af því, þökk sé Davíð Oddssyni og vinum hans í FLokknum.


mbl.is Skert lífskjör og kaupmáttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Þú ferð yfir stóran og yfir víðan völl.

Hvað finnst þér aftur á móti að farið sé svona illa gegn þeirri þverpólitísku samstöðu sem náðist í sumar um fyrirvarana við Icesave ?

Carl Jóhann Granz, 11.12.2009 kl. 08:19

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

þér og öðrum þeim sem kusu VG og Samfylkinguna. þessir tveir flokkar sömdu um Icesave og bera einir ábyrgð á því samkomulagi.

þeir hefðu getað bætt fyrir eigin mistök ef það hefði strax verið hafnað taka Svavarssamningin til athugunar. en nei. stoltið var mikið. betra þótti þér og öðrum að reyna að þröngva Svavarssamningnum óséðum í gegnum Þingið. eða var kannski Sjálfstæðisflokkurinn í ríkisstjórn í vor og sumar? 

Fannar frá Rifi, 11.12.2009 kl. 08:28

3 Smámynd: Hlynur Hallsson

Fyrirvararnir voru góðir... fyrir okkur íslendinga. Ef maður setur sig í spor Englendinga og Hollendinga þá voru þeir ekki alveg eins hagstæðir, t.d. "Ef lánið er ekki uppgreitt eftir x ár þá falla eftirstöðvarnar niður"

Íslenska þingið getur ekki sett lög um einhverja samninga, Bretar og Hollendingar eru að teygja sig mjög langt líka. Þeir gætu í raun sagt: "Borga innistæðueigendum allt núna, strax"

Ég hefði gjarna viljað halda í alla fyrirvarana en það var því miður ekki í boði, þetta eru jú samningar.

Ég verð ekki við tölvuna í dag og get því miður ekki svarað öllum athugasemdum sem koma en hvet fólk til að skrifa, undir nafni.

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 11.12.2009 kl. 08:33

4 Smámynd: Hjalti Sigurðarson

Þú velur þér nú þægilega staðreyndir, ferð frjálslega með þær og bætir smá lygi við til að halda þínum áróðri á lofti.

Bjarni Ben gera verri samning en Vinstristjórnin, ef þú átt við fundagerð eða bréf sem þáverandi Fjármálaráðherra skrifaði undir þá er hún bara vilja yfirlýsing, aðeins Alþingi getur skuldbundið ríkissjóð, samanber fjárlög en við erum svo vön að framkvæmdarvald sem ætti að vera kosið sér, hafi Alþingi í vasanum að fólk þekkir ekki muninn á þessu.

Innstæðutryggingarsjóður er uppfundið að þeim Brussel mönnum í sameinuðuskattFylkingunni og kom með ESS lögum sem Jón Baldvin fékk útúr Viðeyjarstjórn hér milli 91-95 og í staðinn fékk Davíð að einkavæða ríkisprentsmiðjur og fleira sem teljum sjálfsagt að ríkið eigi ekki í dag og leggja niður atvinnusjóðasukk mest á henda framsóknar á landsbyggðinni. Þá skiluðu bæði Jóhanna og Steingrímur inn breytingartillögu á innstæðutryggingum og vildi hafa hana óháða upphæð. Er skrítið að bankar vaxi ef það er algjör trygginga á innstæðum í þeim? Hver vill ekki lána þeim?

Þeirra klúður sem og annarra má rekja til þess að Landsbanki og Búnaðarbanki voru einkavæddir og átti Íslandsbanki að vera fyrirmynd þeirra hann hafði hógværan afgang en ríkisbankarnir lánuðu vinum sínum og þurftu stóra upphæðir á nokkura ára fresti til að verða ekki gjaldþrota. Davíð vildi dreifða eignar aðild en þá var hann bara að leggja Jón Ólafsson í einelti eins og Ingibjörg Sólrún orðaði það.

Ég minnist ekki að hafa heyrt vinstrimenn koma með neinar skinsamlegar lagabreytingar á bankakerfi hvort sem er í stjórnarandstöðu eða í ríkisstjórn þar sem þeir höfðu viðskiptaráðherra nýkomin á þing og mágur hans stjórnarmaður í Glitni, valin vegna kyns og að Ingibjörgu stafaði engin hætta af honum og aldrei látin vita neitt.

Það mátti ekkert taka á Baugsmönnum enda stóðu vinstri menn þétt við bakið á þeim, svo þeir héldu fjölmiðlum sínum og þar af leiðandi fullri stjórn á umræðunni í Íslensku samfélagi. Forseti Lýðveldisins sem ekki vildi afnema einkaleyfi RÚV 1984-89 synjaði síðan að staðfestalöginn, samkvæmt beiðni vinnuveitenda dóttur sinnar hjá Högum, en þar situr dóttir hans í stjórn. Síðan þá hefur stemmt í óefni, enda ekki einu sinni hægt að skrifa í blöð að konur þessara manna hefðu áður verið með öðrum mönnum án þess að þeir keyptu viðkomandi tímarit.

Einnig er vert að minna á að Davíð hætti í þáverandi KB Banka eftir að bankastjórar fengu of háa bónusa, hefðu fleirri mátt sína jafn hátt viðskiptasiðferði.

Staðreindin er nefnilega sú að Ísland þurfti að fara í gegnum miklar breytingar 1991 vegna þess að hér voru allt of mörg fyrirtæki í ríkiseigu og það er vert að spyrja sig, hverjum er það að þakka?

Þetta hér skal helst skoða í öfugri röð:

http://www.facebook.com/search/?q=Dav%C3%AD%C3%B0&init=quick#/group.php?v=info&ref=search&gid=105884202341


http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=765156

http://www.althingi.is/altext/130/03/r10154208.sgml

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2004/05/25/david_oddsson_keppikeflid_er_frelsi_allra_en_ekki_f/

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2005/10/13/david_oddsson_i_samtali_vid_morgunbladid_i_enginn_a

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2004/02/11/david_oddsson_of_mikil_samthjoppun_er_oaeskileg_og_/

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2004/05/03/david_oddsson_ekki_serislenskt_fyrirbaeri_ad_stemma/

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2003/12/31/david_oddsson_vill_bregdast_vid_hringamyndun_med_ny/

Hjalti Sigurðarson, 11.12.2009 kl. 08:34

5 Smámynd: Hlynur Hallsson

Já og "Fannar frá Rifi" það voruð þínir fulltrúar, forystumenn í sjálfstæðisFLokknum, sem bera einir og óstuddur ábyrgð á þessu klúðri. Það að skammast í þeim sem eru að reyna að taka til eftir ykkur og nöldra alltaf yfir því að það sé ekki rétt gert og ætti að gera öðruvísi er ekki bara lítilmannlegt heldur einnig hálf aumingjalegt.

Bestu kveðjur á Rif,

Hlynur Hallsson, 11.12.2009 kl. 08:37

6 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Það er nú ekki annað hægt en að skammast í þessu liði sem frasarnir segja að séu að "taka til eftir aðra"

Málið er frekar einfalt, við værum án efa betur stödd með fyrri stjórnvöld XD og XS áfram við stjórnvölinn þó það var ekki orðið gott.

Fólk er farið að sjá í gegnum frasana, búið að ofnota þá.

Carl Jóhann Granz, 11.12.2009 kl. 08:42

7 Smámynd: Hlynur Hallsson

Takk fyrir dásamlega "athugasemd" Hjalti. Gott að hún er þrisvar sinnum lengri en pistillinn minn:) Les þetta betur með kaffinu á eftir.

Hlynur Hallsson, 11.12.2009 kl. 08:51

8 Smámynd: corvus corax

Það er hárrétt hjá Hlyni að Sjálfstæðisrotþróin ber höfuð og herðar yfir aðra í ábyrgð á IceSlave málinu. Hins vegar bera Steingrímur Joð og Jóhanna Sig alla ábyrgð á því að reyna að keyra glæp Sjálfstæðismanna áfram yfir þjóðina í stað þess að reyna að stöðva skelfilegar afleiðingar glæpsins. Og ekki má gleyma skjaldborgarskortinum utan um heimilin í landinu. Ef IceSlave glæpurinn verður fullkomnaður fyrir tilstilli Steingríms Joð og Jóhönnu Sig er ég farinn úr þessu landi ...og fer örugglega ekki einn!

corvus corax, 11.12.2009 kl. 08:53

9 Smámynd: corvus corax

Skrifa undir nafni já, fyrir þá sem ekki skilja, heiti ég Hrafn Hrafnsson.

corvus corax, 11.12.2009 kl. 08:54

10 identicon

Hlynur Hallsson hefur rétt fyrir sér. Íhaldið ber ábyrgðina á hruninu, hverni komið er. Þetta vesæla frjálshyggjubull Hennesar Hólmsteins og Nepotis-kapítalismus Davíðs keyrði allt í þrot. Þeir klúðruðu öllu. Um þetta þarf varla að deila, þetta er staðreynd. Íhaldið var með stjórnartaumana í sinni hendi. Nú má auðvitað endalaust deila um það hvort Icesave samningurinn sé góður eða ekki. Það má alltaf segja; við viljum betri samning. En við sitjum ekki ein við samningarborðið. Að segja; við borgum ekki, það getum við gert. En áhættan er mikil.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 09:00

11 Smámynd: Fannar frá Rifi

var það sjálfstæðisflokkurinn sem var í ríkisstjórn í sumar og sendi Svarar út til þess að semja hundlélegan samning?

ábyrgð sjálfstæðisflokksins liggur í því að hafa á sínum tíma samþykkt EES samningin með alþýðubandalaginu. VG eru engu skárri því þeir vilja inn í ESB og eru tilbúnir að borga alla Icesave skuldirnar og afnema sjálfstæði íslenskra dómstóla með því að setja erlenda dómstóla yfir þá. 

en Hlynur er svo foringjahollur (eitthvað sem vinstrimenn hafa alltaf sakað aðra um) að hann mun fylgja foringja sínum fram af björgum og hefur líklega nú þegar gert það. 

Fannar frá Rifi, 11.12.2009 kl. 09:04

12 identicon

Sæll Hlynur.

Mér finnst ekki skipta höfuðmáli hverjum þetta er mest að kenna að þjóðin er kominn í þessa stöðu. Við vitum vel að VG stóð sig ágætlega í stjórnarandstöðu árum saman og benti á ýmislegt sem hefði mátt gera öðru vísi. En nú eruð þið í stjórn og ég og fjölmargir aðrir kusum ykkur til þess að "taka til" eftir partýið og standa ykkur.

En þá byrjið þið á því að svíkja eitt ykkar helsta kosningaloforð og sækið um aðild að ESB sem hefur klofið þjóðina í hatrammar fylkingar.

Ófyrirgefanlegt.

Síðan ætlið þið að láta Samfylkinguna troða á ykkur einu sinni enn og samþykkja þessa ICESLAVE þrælasamninga.

Þetta er ekki sá flokkur þjóðfrelsis og jöfnuðar sem ég hélt að ég hefði verið að kjósa. 

Það eru slæm örlög fyrir ágætan flokk að verða drusla fyrir LANDRÁÐAFYLKINGUNA !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 09:11

13 identicon

Hlynur

1.Hvernig stendur á því að þingmenn sf séu við völd þrátt ftrir að hafa verið í hrunastjórninni?

2.Veist þú ekki að framsal kóta í sjávarútvegi var samþykktur af vinstristjórn sem í áttu sæti Jóhanna, Stiengrímur J og Össur.

3. Í yfirlýsingu Davíðs síðast liðið haaust sagðih hann að við bærum ábyrgð á Icesave "enda væri það skylt að lögum" þetta niðurlag gleymist alltaf þegar mynnst er á þátt Davíðs. 

Mín skoðun er sú að núverandi flokkar bera einir fulla ábyrgð á þeim aðgerðum í efnahagsmálum sem koma til framkvæmda og mun ég halda því stíft á lofti.

Arnar Ívar sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 09:21

14 Smámynd: Magnús V. Skúlason

Icesave-málið er ekkert annað en pólitískt mál og þegar mál verða pólitísk þá vilja oft staðreyndir og það sem rétt er oftast sett á hliðarlínuna.

Það er grátlegt að horfa upp á þinn rökstuðning fyrir því af hverju við eigum að standa undir skuldbindingunum einkafyrirtækis. Vægast sagt!

Það sem er síðan ef til vill grátlegra í þessu er það að maðurinn sem þú reyndir að leggja í prófkjöri VG í þínu kjördæmi og leiðir listann er að koma í gegn einhverjum afdrifaríkustu og ömurlegustu skattbreytingum síðan Ísland var undir Dönum seint á 17. öld. Eftir á að hyggja þá hefði það eflaust verið betra fyrir land og þjóð ef þú hefðir lagt Skattgrím J. í prófkjörinu því það er vandséð að verra væri haldið á stjórnartaumunum í fjármálum ríkisins en um þessar mundir.

Ef kreppuástand er einhvern tímann manngert þá er það nú, þegar verið er að dýpka og lengja kreppuna með einhverjum fimleikum með ráðstöfunarfé almennings sem leiðir til þess að ALLIR borga meira og FLEIRI fara í þrot og þurfa að stóla á góðgerðarsamtök á borð við Mæðrastyrksnefnd, hjálparstarf kirkjunnar og Rauða krossinn.

Magnús V. Skúlason, 11.12.2009 kl. 09:23

15 identicon

Það á bara að kjósa um þetta eins og allt annað...

Hvort myndi kosning um Icesave "eigum við að borga Icesave eða ekki, nei eða já" skipta meira máli eða kosning um borgarstjóra?

Myndi ekki skipta neinu máli þótt Reykjavík væri borgarstjóra laus í 10 ár miðað við að borga Icesave

Bara kjósa um þetta... líkla mun 2% þjóðarinnar segja að við ættum að greiða Icesave þannig þá væri þetta vandamál úr sögunni

Við myndum samt byðja Holland og Bretland afsökunnar en þetta er ekki sök þjóðarinnar, heldur nokkura einstaklinga sök

I I (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 09:29

16 Smámynd: Fannar frá Rifi

það stendur mjög skýrt í lögum um innistæður frá ESb að ef það er ágreiningur þá er hann leystur fyrir dómstólum heimalandsins. afhverju er vinstrimönnum svo mikið kappsmál að afnema réttarríkið?

Fannar frá Rifi, 11.12.2009 kl. 09:30

17 identicon

Fannar frá Rifi gleymir veigamiklu atriði, eða einkavinavæðingu bankanna. Bankarnir lentu í höndunum á fúskurum samkvæmt móttóinu; skiptir ekki máli hver stjórnar, þetta reddast. Síðan var afglapinn mikli Davíð gerður að seðlabankastjóra. Þar með var vitleysan fullkomnuð. Og í eftirlitsstofnunum og stjórnsýslu sátu menn með rétt flokksskírteini, en ekki með rétta menntun og hæfileika.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 09:31

18 identicon

"Siðferðislega réttlætanlegt" að borga segir þú, Hlynur. Það hlýtur þá að vera siðferðislega réttlætanlegt hvernig mótaðilarnir hafa beitt fyrir sig alþjóðlegum stofnunum eins og AGS og ESB? Þessi ríkisstjórn er búin að mála sig svo pólitískt út í horn í þessu máli að pólitískir hagsmunir eru nú settir ofar þjóðarhagsmunum. Þið í VG lögðust svo lágt að setja heiðarlegasta stjórnmálamann Íslands, Ögmund Jónasson, út í kuldann til að geta haldið völdum og halda áfram að brjóta kosningaloforð ykkar. Svei!!

K. Bogi (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 09:40

19 Smámynd: Hjalti Sigurðarson

HH: þú talar um að menn megi ekki skammast í þeim sem eru að taka til eftir klúður. En stjórnmálamenn eru alltaf að taka til við klúður vegna þess að lýðræðið er klúður þar sem stjórnamálamenn lofa og auka útgjöld umfram það sem innistæða er fyrir. Hefði betra aðhald ekki verið betra 1991-2009 Þá var verið að laga til eftir samyrkju kommúnistaklúður fyrri ára.

Hjalti Sigurðarson, 11.12.2009 kl. 09:49

20 Smámynd: Þröstur Heiðar Guðmundsson

Hlynur ég er sammála þér að Sjálfstæðisflokkurinn er sá stjórnmálaflokkur sem ber aðal ábyrgð á hruninu, það segir sig sjálft, enda var flokkurinn í ríkisstjórn síðustu 18 ár eða svo.  Alþingi íslands ber einnig ábyrgð og menn eins og Steingrímur J sem hefur verið á Alþingi lengst allra fyrir utan Jóhönnu ber líka ábirgð sem alþingismaður sem og allir þeir sem komið hafa nálægt stjórnmálum, það hlýtur að segja sig sjálft. Það breytir ekki þeirri staðreynd að núna er ríkistjórn VG og Samfylgingar við stjórnvölin og þær ákvarðanir sem teknar eru í dag eru á hennar ábirgð, það er ekki hægt að horfa endalaust til fortíðar og kenna alltaf öðrum um. Slíkt er ekki til eftirbreytni og ekki það sem þjóðin þarf.

Við vildum fá traustann og ákveðinn þjóðarleiðtoga til að koma okkur út úr þessum ógögnum, það hvarlaði að mér hægri manninum fyrir kostningar að Steingrímur J væri sá maður og kannski væri vinstri hugsjónin það mannlega og sanngjarnasta lausnin sem okkur væri í boði.

En vá hvað ég hafði rétt fyrir mér. Lygar, undirferli, spilling, vinagreiði og kosningarsvik trekk ofaní trekk er það sem okkur hefur verið boðið upp á.  Og þið foringjadyrkendur í anda gamla sovét, kallandi á hærri skatta , og sanngjarnara þjóðfélag, hvað er sanngjarnt ?

Loka spurning Hlynur minn , hvað er búið að skerða lystamannalaun mikið í kreppunni ?

Þröstur Heiðar Guðmundsson, 11.12.2009 kl. 10:11

21 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sjáð þennan spuna Samfylkingarinnar:

http://umbiroy.blog.is/blog/umbiroy/entry/991053/ 

 Það virðist vera meiningin að skuldsetja Ísland inn í Evrópusambandið 

Það eru amk 2-3 þingmenn VG með sómatilfinningu vonandi verða þeir fleiri.

Sigurður Þórðarson, 11.12.2009 kl. 13:49

22 Smámynd: corvus corax

Það er ótrúlegt að svo greindur maður sem Fannar frá Rifi er að mínu mati og margra annarra, skuli halda að IceSlave vandamálið hafi verið fundið upp þegar Svavar Gestsson var sendur ásamt fleirum til að ganga frá samningum um málið. Áður en það kom til höfðu forystumenn sjálfstæðisflokksins, Geir Haarde og Árni Matthíasson að mig minnir, skrifað undir samkomulag þess efnis að íslenska ríkið mundi standa við innistæðuábyrgðir vegna IceSave reikninganna í Hollandi og Bretlandi. Þar hófst IceSlave ógeðið með skuldbindingu fyrrverandi ríkisstjórnar án frekari samningsatriða að svo stöddu. Vinna Svavars og félaga var síðan framhaldsvinna til að vinna úr loforði sjálfstæðismanna og náði nefnd Svavars miklu betri niðurstöðu samninga heldur en sjálfstæðismenn voru áður búnir að skrifa undir þótt endanleg útfærsla samninganna lægi þá ekki fyrir. Þannig að halda það að heimurinn hafi orðið til þegar Svavar Gestsson hóf afskipti af IceSlave ógeðinu er hrein firra og það veit Fannar frá Rifi þótt hann láti öðruvísi.

corvus corax, 11.12.2009 kl. 14:34

23 Smámynd: Fannar frá Rifi

Hlynur vill frekar listamannalaun séu óskert og að einstæðarmæður séu sendar frá börnum sínum þegar þau eru 5 mánaða, að því er virðist.

Fannar frá Rifi, 11.12.2009 kl. 16:41

24 Smámynd: Hlynur Hallsson

Ég veit ekki hvernig þú kemst að þessari niðurstöðu Fannar á Rifi? Fjarri lagi.  En lýsir auðvitað þínum innri manni. Jónas myndi sennilega kalla þetta "vænisýki"!)

Hlynur Hallsson, 11.12.2009 kl. 17:08

25 Smámynd: Arinbjörn Kúld

"ábyrgð sjálfstæðisfl. líggur í því að hafa samþykkt EES samninginn á sínum tíma" segir Fannar frá Rifi. Halló Fannar Jörð kallar! "Það er árið 2009 og landið sem fæddi þig og klæddi er í vondum málum vegna þess að vg, samfylking og framsókn hafa stýrt landinu undanfarin 19 ár, settu seðlabankan á hausinn, leyfðu blessuðum bönkunum að hefja starfsemi erlendis, bjuggu til sétt útrásardólga sem þeir svo gáfu öll stærri fyrirtæki landsins, þáðu mútur í massavís og réðu bara "sitt" fólk í allar stöður innan kerfisins.

Er það svona sem þið ætlið að endurskrifa söguna? Engin furða að staða okkar sé sú sem hún er."

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 11.12.2009 kl. 17:41

26 identicon

Sæll; Hlynur - líka sem og þið aðrir, hér á síðu hans !

Ég hugði; dómgreind þína meiri en svo, að þú færir ekki að hengja sakir allar, á einn - eða þá; 2 flokka.

Samfylking; og Vinstri hreyfingin - grænt framboð, eru samsek Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki, í niðurbroti samfélagsins, enda; allir, frjálshyggjuflokkar - hver með sínu litarraftinu.

Væruð þið; sem kallið ykkur, til vinstri, sjálfum ykkur samkvæm, væri búið að gera verulegan skurk í, að handsama stórþjófana.

En; hafa S og V listar ekki, sitthvað að fela - líkt og hinir 2, listamaður knái ?

Nógu dularfull er; framvinda mála, að minnsta kosti - það fer ekki; framhjá hverjum skynugum manni, Hlynur.

Hvað; þáði Steingrímur J. Sigfússon fyrir, að draga Makaó fasteigna braskara Sjóvár - Almennra, að landi, í sumar leið, til dæmis ???

Með; fremur nöprum kveðjum, úr Árnesþingi, að þessu sinni /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 02:39

27 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hlynur, ertu búinn að gleyma því að það var Björgvin G. Sigurðsson, sem var ráðherra banka- og fjármála þegar Ices(L)ave var sett af stað og þann tíma sem Landráðafylkingin var í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum jukust erlendar skuldir Íslands um rúm 100%.  Síðast þegar ég vissi var Björgvin G. Sigurðsson EKKI í Sjálfstæðisflokknum.  Er ekki samt kominn tími til þess að við hættum að velta okkur upp úr því HVER eigi SÖK á þessum vanda sem landið á í og að það verði farið að GERA EITTHVAÐ til að laga ástandið? Það hefur ekki verið gert hingað til, að gera eittvað til að laga ástandið á ég við.

Jóhann Elíasson, 12.12.2009 kl. 04:37

28 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Já, við þurfum að búa okkur undir verulega skerðingu lífskjara og kaupmáttar næstu árin og getum þakkað það alfarið sjálfstæðiFLokknum.

Þú gefur sjálfstæðisflokknum of mikið kredit hér, hann er ekki við völdin eins og er, SF og VG eru við völdin og það eru þessir flokkar sem eru að skerða lífsgæðin, þetta er ekki erfitt að sjá, þessi gamla tugga að það sé verið að taka til eftir þá sem komu á undan gengur ekki upp, getum við þá ekki farið bara alveg eins lengra aftur og kennt dönum um þetta allt saman, jú þeir áttu nú einu sinni pleisið.

SjálfstæðisFLokkurinn ber höfuðábyrgð á IceSave klúðrinu frá upphafi til enda en viðurkennir auðvitað ekki ábyrgð sína.

Ef þessi icesave samningur verður samþykktur þá ber enginn ábyrgð á honum nema núverandi stjórnvöld, Bjarni Ben hefur engin réttindi til að kvitta upp á 750 milljarða skuld fyrir hönd ríkissins ekkert frekar en Davíð Oddsson eða Árni Matt, sama hvað þú villt kenna honum/þeim mikið um þetta, það er alþingi og forsetinn sem þurfa að samþykkja þetta og þetta vita mótaðilar okkar í Bretlandi og Hollandi.

Bjarni Ben var búinn að kvitta uppá samning við Breta og Hollendinga sem var miklu óhagstæðari en sá sem Indriði og félagar náðu fram.

Hér ert þú að tala um eitthvað plagg sem hefur ekkert gildi, það var ekki reynt að koma því í gegnum alþingi eða forsetinn beðin um að kvitta uppá.

Samt er þetta auðvitað vondur samningur fyrir okkur, það vita allir, en um leið það skásta sem er í boði.

Og það segir bara eitt, það á ekki að veita ríkisábyrgð á þann samning.

Það sama hversu mikið við erum á móti því að borga skuldir Landsbankans til innistæðueigenda í Bretlandi og Hollandi þá er það lagalega og auðvitað einnig siðferðislega réttlætanlegt að gera það, því miður.

Síðan hvenær hefur það verið siðferðileg skylda almennings að borga skuldir einkafyrirtækja, telur þú þig hafa gert eitthvað rangt?

Ég er tilbúinn að taka ábyrgð á  því sem mér ber að taka ábyrgð en ekki öllu sem er lagt á mitt borð, þú getur ekki í alvörunni ætlast til þess að í hvert skipti sem Íslendingur fer erlendis að þá bera þú og ég ábyrgð á hans gerðum, ég vil ekki vera kærður fyrir t.d. fíkniefna smygl bara af því að einhver Jón eða Jóna með Íslenskan ríkisborgararétt reyndi að smygla því einhverstaðar í fjarskanistan, fólk er ábyrgt fyrir sínum eigin gerðum.

Það var okkar regluverk sem brást, regluverk sem sjálfstæðisFLokkurinn kom á ásamt Framsóknarflokknum.

Þarna ferð þú hreinlega með rangt mál, það var ESB regluverkið í gegnum EES samningana sem brást, það voru eigendur og stjórnendur þessar einkafyrirtækja sem brugðust.

Vert er að taka fram að þessi útibú voru ekki stofnuð þarna án samþykkis þeirra landa sem þau voru stofnuð í, það var í hlut Breta og Hollendinga að hafa eftirlit með þessum útibúum.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 12.12.2009 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband