Leita í fréttum mbl.is

Af hverju er Svafa að hætta?

Það sem vantar í þessa frétt er svarið við spurningunni af hverju Svafa sé að hætta eftir aðeins þrjú ár í starfi rektors HR? Þessi fréttatilkynning frá HR er eins og tilkynningarnar þegar Baldur forstjóri Eimskips hætti "í mesta bróðerni því hann hafði unnið svo gott starf". Er Svafa búin að fá nóg af þessu starfi? Kom hún sínum áherslum ekki að? ER hún að fara í annað og miklu betra starf? Hvað er málið? Af hverju ber þetta svona brátt að? Svör óskast.


mbl.is Rektorsskipti í HR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Persónuleg ágiskun mín er að það tengist setu hennar í bankaráði Landsbankans. Hún sé að fara(eða látin fara) vegna ábyrgðar bankaráðsins á IceSave sem fjallað verður um í skýrslu Rannsóknanefndar Alþingis og verður örugglega ekki hressandi umtal fyrir HR með hana innanborðs.

Agnar Kr. Þorsteinsson (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 10:57

2 Smámynd: Gísli Gíslason

Ég ætla að giska á að hún verði nýji bankastjóri Arion banka!

Gísli Gíslason, 14.12.2009 kl. 11:25

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Í tölvupóstinum segir Svafa, að hún hafi ákveðið að hverfa til nýrra starfa í atvinnulífinu".

Er þetta ekki nógu nákvæmt svar fyrir þig, Hlynur?

Merkilegt með þessa komma hvað þeir eru forvitnir um hag náungans .... einnig dómharðir á aðra, án þess að vera neinir englar sjálfir. Svo eru þeir margir hverjir haldnir öfund í garð þeirra sem vel gengur og hafa óbilandi trú á eigin dómgreind, um hvað sé öðrum fyrir bestu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.12.2009 kl. 11:39

4 identicon

Lagadeild HR

Sæll Hlynur,

þú óskar eftir svörum og þú færð þau hér.

Þú spyrð hví þetta beri svona brátt að. Vera má að fyrir þá sem ekki þekkja vel til þá líti út fyrir að þetta beri brátt að. Svo er þó ekki. Staðreyndin er sú að við sem höfum unnið með Svöfu í þessi þrjú ár sem hún hefur verið rektor HR, höfum meira og minna vitað að Svafa myndi hætta störfum í kringum flutning skólans niður í Nauthólsvík. Svafa tók við starfinu í ársbyrjun 2007. Húnsetti þá þegar upp 3ja ára plan, sem miðaði að því að byggja upp akademískan styrk skólans, styrkja fjárhagslegan grunn hans og síðast en ekki síst, koma skólanum í framtíðarhöfn niðri í Nauthólsvík. Þetta hefur staðist og tekist á þessum þremur árum. Sem dæmi má nefna að HR er nú stærsti tækni- og viðskiptaháskóli landsins og birtir nú fleiri vísindagreinar á sínum sérsviðum en nokkur annar háskóli hér á landi. Og í næsta mánuði flytur skólinn svo niður í Nauthólsvík. Þessi ákvörðun kemur því fáum sem unnið hafa náið með Svöfu á óvart.

Svo má nefna (svona á persónulegri nótum) að eiginmaður Svöfu er að hefja doktorsnám í flugvélaverkfræði og fjölskyldan mun í tengslum við það dvelja að hluta til erlendis næstu misseri. Svafa verður þó væntanlega ekki sjálf alveg verkefnalaus, enda henni ólíkt. Hún situr t.a.m. í stjórnum Össurar og bandaríska lyfjafyrirtækisins Alvogen og hún kemur til með vinna að einhverjum verkefnum hér heima og erlendis.

Um persónulega ágiskun Agnars Kr. Þorsteinssonar er það að segja að inn í þær vangaveltur skortir ákveðna grundvallarþekkingu. Svafa Grönfeldt tók sæti í bankaráði Landsbankans árið 2007, en stofnað var til Icesave-reikninganna árið 2006. Það er því ansi langsótt að tengja saman Icesave og Svöfu, og þarfnast það tæplega frekari útskýringa.

Stundum er það bara þannig að það eru einfaldar skýringar á hlutunum. Er það ekki alveg yndislegt? Eða skemmir það kannski fyrir einhverjum að til séu einfaldar, rökréttar skýringar?

Með vinsemd og virðingu,

Jóhann Hlíðar Harðarson

upplýsingafulltrúi Háskólans í Reykjavík

Jóhann Hlíðar Harðarson (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 11:42

5 Smámynd: Hlynur Hallsson

Sæll Jóhann Hlíðar

og kærar þakkir fyrir þessar upplýsingar. Mjög gott að fá þetta á hreint. Einfalda, rökréttar skýringar eru góðar og skemmir vonandi ekki fyrir neinum. 

Dylgjum Gunnars Th. um "öfund" vísa ég til föðurhúsanna.

Ég óska Svöfu og HR alls hins besta.

Með bestu kveðjum,

Hlynur Hallsson, 14.12.2009 kl. 11:49

6 Smámynd: Skarfurinn

Skil ekki hvaða hundur er í Gunnari, hvað er þetta má ekki spá og spekúlera án þess að vera stimplaður hitt eða þetta fyrir vikið ? 

Skarfurinn, 14.12.2009 kl. 12:42

7 Smámynd: Hlynur Hallsson

Kalli (Skarfur) muna að skrifa undir réttu nafni.

Hlynur Hallsson, 14.12.2009 kl. 14:11

8 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það þarf ekki  að undrast ágiskun Agnars á að þetta tengdist veru Svöfu í bankaráði Landsbankans.  Stuttrar setu hennar þar var sérstaklega getið í fréttum.

Eins og Jón Hlíðar bendir á skemmir það varla að til eru einfaldar  skýringar á hlutunum.  En hann verður að sætta sig við það að Landsbankinn varð mörgum til stórtjóns, þó svo að bankaráðið sem sat í hruninu sé auðvitað blásaklaust.

Magnús Sigurðsson, 14.12.2009 kl. 14:41

9 identicon

Mig langar til að benda upplýsingafulltrúanum á að þetta er ekki svo langsótt þar sem sem stjórn á að hafa eftirlitsskyldu og vitneskju um rekstur fyrirtækis. Fjárhagsstaða fyrirtækisins, erfiðleikar og áhyggjur manna af IceSave hefðu því átt að vera öllum ljóst innan stjórnarinnar sem taka átti veigamiklar ákvarðanir, og vera upplýst um stöðuna á IceSave sem öðru..

Þó að IceSave hafi verið stofnað 2006 þá var sá gjörningur enn að á fullu þegar hún sat í stjórn, og því finnst mér þetta frekar útúrsnúningur en hitt hjá upplýsingafulltrúanum. 

Agnar Kr. Þorsteinsson (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 15:33

10 identicon

Betra að hafa þetta aðeins skýrara með síðustu línur mínar: Finnst það útúrsnúningar frekar en hitt að Svava hafi ekkert komið nálægt IceSave eða öðru tengdum þeim erfiðleikum sem bankinn var í, vegna stjornarsetu sinnar í bankaráði sem er abyrgðarstaða.

Orð mín eiga eingöngu við því þann part útskýringarinnar þar sem hann talar um að tengingin sé langsótt vegna þess að IceSave hafi verið stofnað fyrir hennar tíð, hitt get ég alveg keypt.

Agnar Kr. Þorsteinsson (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 16:31

11 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er margt fleira sem varð fólki til tjóns í meðförum Landsbankans.  Það má m.a. nefna peningamarkaðssjóðina svo ekki sé minnst á Íslenska lífeyrissjóðinn sem Landsbankinn var vörsluaðili fyrir.  Þó svo að LÍF VI hafi átt að ver tryggður með ríkisskuldabréfum þá innihélt hann fyrir einstaka óheppni hlutabréf í Samson, Baugi og bönkunum. 

Magnús Sigurðsson, 14.12.2009 kl. 18:18

12 identicon

Með fullri virðingu fyrir Svöfu þá efa ég að hún hafi planað þetta starf sem 3ja ára "plan" miðað við hennar eigin orð í viðtölum þegar hún hóf störf.

Án þess þó að ég sé að segja eitt eða neitt um ástæður uppsagnarinnar. Eins og Jóhann segir þá er hún að flytja út og eflaust toga aðrir spennandi hlutir í hana.

K.A. - Ókunnug (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 20:56

13 identicon

Jóhann Hlíðar, hvernig færðu út að "HR [sé] nú stærsti tækni- og viðskiptaháskóli landsins og birtir nú fleiri vísindagreinar á sínum sérsviðum en nokkur annar háskóli hér á landi."? Það vantar ekki gorgeirinn og upphrópanirnar en það er eitthvað minna um það að færa sönnur fyrir máli sínu

Baddi (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 21:58

14 identicon

  • Ekki svaraði upplýsingafulltrúinn því sem sagt var um skýrslu Rannsóknarnefndarinnar.
  • Fram kom í fyrra, að Svafa hefði lýst því yfir við stjórn HR við bankahrunið að hún hefði bjargað sjóðum skólans úr peningamarkaðssjóðum LÍ kortéri fyrir hrun.
    Hún var í aðstöðu til þess, sem stjórnarmeðlimur í Landsbankanum.
    Kannski var það misnotkun eða innherjasvik?

Rósa Halldórs (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 22:30

15 Smámynd: Hlynur Hallsson

"Baddi" og "K.A. - ókunnug" (Kristín) eru beðin um að skrifa undir fullu nafni framvegis. Ég fagna öllum málefnalegum athugasemdum en bið fólk að skrifa undir réttu nafni.

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 15.12.2009 kl. 01:31

16 identicon

Lagadeild HR afgreiðir IceSave með einni lítilli setningu.  "Stofnað var til IceSave 2006 og því .....blblabla...."

Ætlum við að byggja upp nýtt og betra samfélag með gagnrýnilausu hjali?  Ætlar þessi deild að hvítþvo alla stjórnarmenn útrásarfyrirtækjanna?   Vandamál IceSave komu inn á borð þeirrar stjórnar sem Svafa sat í og við skulum ekki vanmeta önnur vandamál LÍ sem einnig hafa komið inn á borð til hennar.

Stjórnin brást algerlega!  Gleymum svo ekki að dómgreindin var nú ekki betri en svo að Sigurjón fékk svo stöðu stundarkennara í HR strax eftir hrun.

Vonandi er Svafa að standa sig betur í þeim stjórnum sem hún situr í í dag.

Tómas E.

Tómas Einarsson (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 09:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.