Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Heilbrigðisvottorð í Venesúela

big-ChavezmeKastrlnunniJPGHugo Chavez forseti Venesúela hefur vaxið mikið á áliti hjá mér. Hann viðurkennir nauman ósigur sinn í kosningum fyrir breytingum á stjórnarskrá landsins og hvetur stuðningsmenn sína til að sýna stillingu. Ef Hugo Chavez væri einræðisherra eins og sumir hægrimenn fullyrða þá hefði hann bara séð til þess að 62% hefðu greitt þessum stjórnarskrárbreytingum atkvæði. Tapið er sigur fyrir lýðræðið og Hugo Chavez á eftir að vera forseti í fimm ár og getur komið mörgum góðum hlutum til leiðar á þeim tíma. Ég hef ekki skoðað nákvæmlega hvað allar þessar breytingar á stjórnarskrá Venesúela hefðu haft í för með sér og það er ekki alveg allt að marka sem stendur í fjölmiðlum hér um málið.

Það er athyglisvert að bera þessar kosningar saman við kosningarnar í Rússlandi sem einnig fóru fram í gær. Þar virðist víða pottur brotinn og varla hægt að tala um lýðræði. Nóg verk að vinna fyrir lýðræðissinna og sennilega erfiðara hlutskipti en í Venezúela.

Hér heima er einnig víða pottur brotinn og spillingin á Vellinum viðgengst áfram. Á Sjálfstæðisflokkurinn sem er allsstaðar í því máli að komast upp með að deila út verðmætum til sinna manna án þess að þurfa að svara fyrir nokkurn hlut? DV tekur málið upp og ég heyrði lesið út afar góðum leiðara blaðsins í morgun. Ríkisútvarpið og sjónavarp virðast ekki ætla að lyfta litla fingri til að spyrjast út úr um spillinguna sem hefur viðgengist með sölu eigna sem áður tilheyrðu bandaríska hernum en vildarvinir Sjálfstæðisflokksins virðast vera að sölsa undir sig, næstum óáreittir. Er ekki kominn tími til að krefja fjármálaráðherra um einhver svör í staðinn fyrir útúrsnúning?


mbl.is Breytingum Chavez hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Margrét Pála og til hamingju öll með 1. des.

Það er mikið ánægjuefni að hugsjónakonan Margrét Pála Ólafsdóttir, skólastjóri og höfundur Hjallastefnunnar, hafi hlotið Barnamenningarverðlaun Velferðarsjóðs barna árið 2007. Hún er vel að þessum verðlaunum komin. Hún hefur aukið fjölbreytni í skólastarfi og innleitt nýja sýn og hugmyndir sem oft hafa stangast á við hefðbundna stefnu og gildi. Hún er einnig mikil baráttukona fyrir réttindum samkynhneigðra og hún er alltaf afar jákvæð. Frábær kona.

Það eru reyndar mörg verðug verkefni sem hljóta viðurkenningu frá Velferðarsjóðnum eins og verkefnið "Adrenalín gegn rasisma" og einnig "Blátt áfram – björt framtíð" til að halda úti fræðslu fyrir skólastarfsfólk um hvernig greina megi kynferðislegt ofbeldi gegn börnum og bregðast við því. Líka "Gauraflokkurinn" fyrir uppbyggingarstarf fyrir 10-12 ára drengi sem eru ofvirkir eða með skyldar hegðunarraskanir. Góð verkefni allt saman.

Til hamingju einnig með fullveldisdaginn 1. desember öll.

Ég vil svo minna á síðasta heimspekikaffihúsið á þessu ári á morgun:

„Stuðla trúarbrögðin að friði eða ofbeldi?" er spurningin sem Sólveig Anna Bóasdóttir, guðfræðingur, tekst á við með aðstoð kaffihúsgesta á Bláu könnunni, sunnudaginn 2. desember kl. 11.00. Umræðunni lýkur um kl. 12.00

 
Sólveig Anna Bóasdóttir, er með doktorsgráðu í guðfræði og siðfræði. Hún starfar við Reykjavíkur Akademíuna. Heimspekikaffið er samstarfsverkefni félagsvísinda- og lagadeildar Háskólans á Akureyri og Félags áhugafólks um heimspeki á Akureyri. Allir áhugamenn og konur eru hvött til að fjölmenna og eiga notalega og fræðandi stund á Bláu Könnunni.
Hingað til hefur verið frábær mæting og umræðuefnið að þessu sinni er afar spennandi.  

mbl.is Margrét Pála hlaut Barnamenningarverðlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband