Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Þorsteinn Gíslason opnar sýninguna "Virði - Worth" á Café Karólínu

img_0525.jpg

Þorsteinn Gíslason

Virði - Wort

01.11.08 - 05.12.08   
 

Café Karólína // Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755

 

Þorsteinn Gíslason opnar sýninguna "Virði - Worth" á Café Karólínu laugardaginn 1. nóvember 2008 klukkan 14.

Um verkið: Verkið ”Virði” er klisjuverk. Leiðinlegt og óspennandi en í leiðinlegheitum sínum spyr það okkur um mikilvægi hlutanna. Hvað má glatast? Hvað ekki?

Um listamanninn: Þorsteinn Gíslason, Steini, útskrifaðist frá fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri vorið 2006. Hann hefur tekið þátt í samsýningum og haldið nokkrar einkasýningar. Hann er annar eigandi gallerís Víð8ttu601.

Sýningin stendur til 5. desember 2008.
Nánari upplýsingar veitir Þorsteinn í steini66@nett.is og í síma 846 1314

Næstu sýningar á Café Karólínu:
06.12.08 - 02.01.09    Jóna Bergdal Jakobsdóttir
03.01.09 - 06.02.09    Herdís Björk Þórðardóttir
07.03.09 - 03.04.09    Inga Björk Harðardóttir
04.04.09 - 01.05.09    Helga Sigríður Valdemarsdóttir
02.05.09 - 05.06.09    Hertha Richardt
06.06.09 - 03.07.09    Georg Óskar Manúelsson
04.07.09 - 31.07.09    Lind Völundardóttir

Umsjónarmaður sýninganna er Hlynur Hallsson


Þjóðin hefur ekki efni á Sjálfstæðisflokknum

480705.jpg

Það er fullkomin hræsni að fulltrúar flokksins sem er búinn að draga þjóðina með sér ofan í skuldafen og gjaldþrot skuli koma með einhverjar "ráðleggingar" um hvað beri að gera til að "koma þessu í lag". Forystumenn Sjálfstæðisflokksins eru búnir að kasta okkur aftur um 40 ár of "lausnirnar" sem þeir bjóða svo uppá eru: að sleppa umverfismati, stækka álverin og byggja fleiri, virkja meira án þess að fram fari umhverfismat!

Og þeir eru ekki að djóka þessir karlar frá þarsíðustu öld. Þeir koma upp um fávisku sína og þröngsýni á ræðupöllum Alþingis og tala um að þjóðin hafi ekki efni á því að þingið "sé að flækjast fyrir" því að mengað verði meira og ekkert hugsað um náttúruna og framtíðina. Málið er að þessir karlar ættu að hafa vit á því að þegja og skammast sín fyrir sína gjaldþrota frjálshyggjustefnu. En það gera þeir auðvitað ekki.

Það er furðulegt að Sjálfstæðisflokkurinn skuli enn vera við völd eftir allt og það með stuðningi Samfylkingarinnar þegar staðreyndin er sú að þjóðin hefur ekki efni á þeirra gjaldþrota frjálshyggjustefnu. Það er komið nóg!


mbl.is Allt í fína á Bakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rússar bjarga Íslandi!

glitnir.png

Einkennilegt ástand í þessu landi okkar. Þegar útrásardrengirnir eru að verða búnir að setja bankana (sem þeir fengu gefins fyrir nokkrum árum) á hausinn og hafa dregið þjóðina með þá eru það Rússar sem eru þeir einu sem vilja lána okkur pening og redda okkur þar með (í bili).


mbl.is Seðlabankinn fær lán frá Rússlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband