Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Sýnum ráðamönnum skóna

Íraski blaðamaðurinn Muntazer al-Zaidi er hetja. Hann kastaði skónum sínum í átt að einum mesta stríðsglæpamanni aldarinnar George W. Bush. Nú er búið að pynta al-Zaidi, brjóta í honum rifbein og berja hann í sólarhring en glæpamaðurinn Bush flaug heim glottandi. Muntazer al-Zaidi á yfir höfði sér allt að 7 til 15 ára dóm verði hann fundinn sekur. Er eitthvert réttlæti í þessum heimi?

485683


mbl.is Skókastarinn fyrir rétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðfélagið er gegnsýrt af spillingu og það er kominn tími til að hreinsa út

orduveiting450.jpg

Það eru daglega að koma fram fréttir af spillingu yfirvalda, fjölmiðla og auðmanna. Það er fyrir löngu komið nóg og við verðum að losna við undirrót spillingarinnar sem er auðvaldið sem grasserar í skjóli Sjálfstæðisflokksins og nú með dyggum stuðningi Samfylkingarinnar. Netmiðillinn Nei greinir frá einum anga DV-málsins með fréttum af því hvernig Björgólfur Guðmundsson og blaðafulltrúi þeirra feðga (sem er reyndar fyrrverandi varaþingmaður Samfylkingarinnar) höfðu bein áhrif á það sem Björgúlfur var að "styrkja". Það er kominn tími til að við rísum upp, mótmælum og tökum af okkur skóna (í stað þess að láta vaða yfir okkur á skítugum skónum) og krefjumst kosninga. Þá verður hægt að hreinsa út úr spillingarbælinu. Engan hvítþvott takk!

9.55 mbl.is segir frá því að ráðherrarnir hafi farið bakdyramegin inn. Sennilega fara þeir svo út um neyðarútganginn!


mbl.is Viðbúnaður vegna mótmæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta "leiðtogi" jafnaðarmanna eða ójafnaðarmanna?

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur orðið sér til ævarandi skammar. Svo lengi sem hún púkkar upp á glæpamennina í forystu Sjálfstæðisflokksins hlýtur hún að útnefnist leiðtogi ójafnaðarmanna. Þegar hún heldur því fram að hátekjuskatturinn "...sé þó fyrst og fremst táknrænn." Það er ótrúlegt að hún skuli halda þessu fram flissandi framan í sjónvarpsvélarnar. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar gera illt verra, þær auka ójöfnuð í samfélaginu. Hækkun á komugjöldum og 4 milljarðar teknir frá þeim sem minnst mega sín væri dropinn sem fyllir mælinn hafi hann ekki löngu verið fullur. Það er komið nóg af þessu liði. Hunskist frá völdum.

Hér er svo myndband frá því þegar Hörðu Torfason leggur fram kæru á hendur ríkisstjórninni:


mbl.is Hátekjuskattur bara táknrænn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Arna Valsdóttir ræðir um verk sín í Kunstraum Wohnraum á sunnudag

arna_kw.jpg

ARNA VALSDÓTTIR 

HEIMILISVERK 

21.09. - 14.12.2008 

Listamannaspjall sunnudaginn 14. desember 2008, klukkan 11:00 

KUNSTRAUM WOHNRAUM            

Hlynur Hallsson • Kristín Kjartansdóttir    

Ásabyggð 2 • IS-600 Akureyri •  +354 4623744 • hlynur(hjá)gmx.net • www.hallsson.de 


Sunnudaginn 14. desember 2008 klukkan 11-13 ræðir Arna Valsdóttir Heimilisverk og önnur verk í Kunstraum Wohnraum á Akureyri. Arna mun setja upp lífræna kviksjá í stofu Hlyns og Kristínar þar sem gestir og gangandi geta skapað myndir á veggi stofunnar.

Arna er fædd á Akureyri 1963 og nam myndlist við grafíkdeild MHÍ og lauk framhaldsnámi frá fjöltæknideild Jan van Eyck Academie í Maastricht árið 1989. Á þeim tíma fór hún að gera tilraunir með það að tengja saman fleiri þætti í myndlistinni og vann gjarnan verk þar sem saman fór hljóð, rými, mynd og hreyfing.

Arna hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og unnið einkasýningar þar sem hún vinnur verk beint inn í það rými sem hún velur hverju sinni.

Hún hefur meðal annars sett upp gagnvirk innsetningarverk í Garðskagavita, í Austurbæ, í Hafnarfjarðarleikhúsinu,í Nýlistasafninu, Í kjallara Kirsuberjatrésins, í Populus Tremula, í Ketilhúsinu, í Epal og í Verksmiðjunni á Hjalteyri.

Arna hefur einnig sett verk sín upp á ráðstefnum um skólamál, í leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og í Háskólanum á Akureyri.

Nánari upplýsingar um verk Örnu Valsdóttur er að finna á http://www.arnavals.net

Meðfylgjandi mynd er af verki Örnu í Kunstraum Wohnraum.

Kunstraum Wohnraum hefur verið starfrækt frá árinu 1994, fyrst í Hannover og nú á Akureyri. Það er til húsa á heimili Hlyns Hallssonar og Kristínar Kjartansdóttur í Ásabyggð 2. Sýning Örnu Valsdóttur stendur til 14. desember 2008 og er opin eftir samkomulagi og hægt er að hringja í síma 462  3744.

Hér er að finna nánar upplýsingar Kunstraum Wohnraum


Ráðamenn hlusti og boði til kosninga

Þúsundir fólks ganga út á götur og mótmæla friðsamlega í hverri viku en ráðamenn tala um skríl og að við séum ekki þjóðin! Er ekki kominn tími til að boðað verði til kosninga og gert verði upp við óstjórn síðustu mánaða og ára? Það verður aldrei hægt að rannsaka hlutina ef þeir sem brutu af sér ætla að stjórna rannsókninni. Fólk krefst lýðræðis og breytinga og er búið að fá nóg af rugli í ráðmönnum. Ég hvet alla til að mæta í Háskólabíó í kvöld og á Austurvöll og Ráðhústorg á Akureyri á laugardag. Mótmæli hafa áhrif!


mbl.is Meirihluti telur mótmæli endurspegla viðhorf þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð ákvörðun

n59715967952_7599Það er ánægjulegt þegar menn sjá að sér. Þetta var ekki fyrsta atlagan sem gerð er að Svæðisútvarpinu og sem betur fer hefur þeim öllum verið hrundið. Mikilvægi staðbundinna fjölmiðla er mikið en oft vanmetið. Gott að það er búið að bjarga þessu máli, það er til fyrirmyndar. Það hefur greinilega áhrif að mótmæla. Til hamingju með það.


mbl.is Svæðissendingar halda áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stöndum vörð um svæðisútvarpið

Niðurskurðurinn hjá Ríkisútvarpinu ohf er einkennilegur. Í stað þess að efla það sem vel er gert á að leggja niður Svæðisútvörpin. Alltaf skal skorið niður fyrst á landbyggðinni. Yfirmenn hjá ruv hækkuðu um 100% í launum við það að gera útvarpið að hlutafélagi og nú þykir þeim það mikil fórn að ætla að lækka við sig launin um 10%. Ríkisútvarpinu er greinilega illa stjórnað en almennt starfsfólk hefur staðið sig vel. Oft hafa starfsmenn þar staðið saman þegar yfirmennirnir klikkuðu og vonandi verður það einnig nú.

Það er kominn hópur á Facebook sem vill standa vörð um Svæðisútvarpið og það hafa meira en 800 manns skráð sig á nokkrum dögum. Ekki leggja niður útvarpið okkar!

Og til hamingju með 25 árin Rás 2.


mbl.is Starfsmenn Rúv boða til funda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband