Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Margeir "Dire" Sigurðarson opnar sýninguna "Út á lífið / Party n´ bullshit" á Café Karólínu laugardaginn 2. ágúst 2008 klukkan 14

dire.jpg


Margeir "Dire" Sigurðarson

Út á lífið / Party n´ bullshit
 

02.08.08 - 05.09.08   
 

Café Karólína // Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755


Margeir "Dire" Sigurðarson opnar sýninguna "Út á lífið / Party n´ bullshit" á Café Karólínu laugardaginn 2. ágúst 2008 klukkan 14.

Verkin sem Margeir sýnir á Cafe Karólínu hafa sinn innblástur að sækja til skemmtanalífs. Hann segir um verkin: “Oftar en ekki hef ég fundið sjálfan mig úti á lífinu að stara yfir allan dýragarðinn, öll æðislega vitleysan er svo skiljanleg en samt á sama tíma svo langt frá því. Hvert móment hefur sögu að bera. Hver og einn í mismunandi ástandi en öll eru þau í leit af einhverju nýju og jucy sem virðist vera rétt handann við hornið.”
Verkin eru spreyjuð og máluð með acryl á striga og á blaðgull.

Margeir útskrifaðist úr Myndlistaskólanum á Akureyri í vor en hefur nú þegar tekið þátt í samsýningum og sett um nokkrar einkasýningar.

Nánari upplýsingar veitir Margeir í evoldire(hjá)yahoo.com og í síma 8479303
 

Sýningin á Café Karólínu stendur til 5. september 2008.

Meðfylgjandi er mynd af einu verkanna sem hann sýnir á Café Karólínu.

Næstu sýningar á Café Karólínu:
06.09.08 - 03.10.08    Sigurlín M. Grétarsdóttir
04.10.08 - 31.10.08    Ingunn St. Svavarsdóttir Yst
01.11.08 - 05.12.08    Þorsteinn Gíslason
06.12.08 - 02.01.09    Jóna Bergdal Jakobsdóttir
03.01.09 - 06.02.09    Herdís Björk Þórðardóttir


Umsjónarmaður sýninganna er Hlynur Hallsson


Alexander Steig opnar sýningu í Kunstraum Wohnraum á Akureyri, sunnudaginn 27. júlí 2008 kl. 11-13

tv-trainer2.jpg

ALEXANDER STEIG 

TV TRAINER 

27.07. - 13.09.2008 

Opnun sunnudaginn 27. júlí 2008, klukkan 11-13  

Opið samkvæmt samkomulagi

 

KUNSTRAUM WOHNRAUM             

Hlynur Hallsson • Kristín Kjartansdóttir     

Ásabyggð 2 • IS-600 Akureyri •  +354 4623744 

www.hallsson.de



Sunnudaginn 27. júlí 2008 klukkan 11-13 opnar Alexander Steig sýninguna “TV-trainer” í Kunstraum Wohnraum á Akureyri.

Verkið er byggt á gjörningi og myndbandsinnsetningu og hefur þegar verið sýnt í Musée d´Art Moderne et Contemporain de Strassbourg, Dartington Gallery í Totnes á Bretlandi og í MoNA í Poznan í Póllandi. Nánari upplýsingar um verk Alexanders Steig er að finna á http://www.alexandersteig.de
Meðfylgjandi mynd er úr verkinu.

 

Kunstraum Wohnraum hefur verið starfrækt frá árinu 1994, fyrst í Hannover og nú á Akureyri. Það er til húsa á heimili Hlyns Hallssonar og Kristínar Kjartansdóttur í Ásabyggð 2. Sýning Alexanders Steig stendur til 13. september 2008 og er opin eftir samkomulagi og hægt er að hringja í síma 4623744.

Kunstraum Wohnraum er að finna hér 


Yfirlýsing frá Saving Iceland

Það er gott hjá félögum í Saving Iceland að vekja athygli á menguninni frá Norðuráli, Century og Elkem og mannréttindabrotum fyrirtækjanna. Hér er fréttatilkynning frá Saving Iceland.

"Við mótmælum umhverfistengdum og heilsufarslegum afleiðingum námugraftar og súrálsframleiðslu Century á Jamaíka og áætlunum fyrirtækisins um nýtt álver og súrálsverksmiðju í Vestur Kongó. Fyrirhugaðar stækkanir Norðuráls og Elkem hér á landi munu leiða af sér eyðileggingu einstakra jarðhitasvæða og einnig hafa í för með sér losun gífurlegs magns gróðurhúsalofttegunda" segir Miriam Rose frá Saving Iceland (1).


Century í Vestur Kongó

Árið 2007 skrifaði Century undir viljayfirlýsingu við ríkisstjórn Vestur Kongó um byggingu álvers, súrálsverksmiðju og báxítnámu þar í landi (2). Starfsemin verður keyrð áfram af gasi og krefst 500 MW af rafmagni. Century skoðar nú hvar hentugast er að staðsetja báxít-námuna og hyggst hefja byggingu álversins eins fljótt og auðið er (3).

,,Við trúum því að Vestur Kongó hafi allt það hráefni sem þarf til að starfrækja álframleiðslu með hagnaði" segir Logan W. Kruger frá Century.

,,Kruger hefur rétt fyrir sér" segir Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson frá Saving Iceland. ,,Transparency International segir Vestur Kongó hafa eitt spilltasta stjórnarfar í heiminum. Og það eru einmitt þannig ríkisstjórnir sem álfyrirtækin vilja helst stunda viðskipti við…" (4)

,,Það er afar ólíklegt að þeir fátæku muni nokkuð hafa upp úr þessari þróun, en munu þess í stað verða fyrir umhverfislegum áhrifum framkvæmdanna. Tekjur frá olíuframleiðslu hafa ekki skilað sér til þeirra, hvers vegna ætti það að vera eitthvað öðruvísi með báxítið?" segir Snorri.

,,Hvað varðar báxít námurnar í Vestur Kongó, er alveg ljóst að Century hyggst starfrækja stærðarinnar opna námu í líkingu við það sem önnur stórfyrirtæki vilja gera í Orissa á Indlandi og á Jamaíka, Guyana og Guinea" segir Samarendra Das, indverskur rithöfundur og sérfræðingur um áliðnaðinn, en Samarendra mun fjalla um menningarleg þjóðarmorð í tengslum við álframleiðslu á ráðstefnu Saving Iceland í Reykjavíkur Akademíunni næstkomandi Miðvikudag (sjá viðbót A).

,,Alls staðar í heiminum þar sem báxítgröftur fer fram á sér stað samhliða eyðilegging umhverfisins, jafnframt sem lifibrauð fólks og heilsa þess eru tekin af þeim. Fólk búsett á Íslandi þarf að átta sig á því hvaðan báxítið sem álið er framleitt úr, kemur" segir Samarendra.

Century á Jamaíka: umhverfis- og heilsufarsógn
Fyrirtækin St. Ann Bauxite og Kaiser í eigu Century, Alcoa, Rio Tinto-Alcan og Rusal (sem á 1/3 í Century) eiga öll aðild að báxítgreftri á Jamaíka og eru sek um umtalsverða eyðileggingu regnskóga og mengun drykkjarvatns (5,6,7). Century vill nú opna nýja námu og súrálsframleiðslu í samstarfi við kínverska fyrirtækið Minmetals, en hið síðarnefnda er þekkt fyrir fangaknúnar verksmiðjur og alvarleg mannréttindabrot í Kína og annars staðar í heiminum (Sjá viðbót B).

Elkem – Íslenska Járnblendifélagið: Mengunarslys í hverri viku
Íslenska Járnblendifélagið vill nú stækka verksmiðju sína á Grundartanga í Hvalfirði, fyrir frekari framleiðslu á kísiljárni fyrir stáliðnaðinn. Verksmiðjan er nú þegar einn mesti mengunarvaldur hér á landi og losar mest magn gróðurhúsalofttegunda; aukin framleiðsla myndi leiða af sér gífurlega mengunar-aukningu (1). Í Júlí 2007 var sagt frá því að Elkem hafi 'fyrir slysni' losað stærðarinnar mengunarský frá verksmiðju sinni. Samkvæmt fréttinni orsakaðist slysið af mannlegum mistökum og haft var eftir Þórði Magnússyni, talsmanni fyrirtækisins, að sams konar slys gerist nokkrum sinnum í viku. Sigurbjörn Hjaltason, hreppstjóri Kjósarhrepps, segir þessi 'slys' yfirleitt eiga sér stað að nóttu til (8).

Um Saving Iceland
Síðasta Laugardag stöðvaði Saving Iceland vinnu í heilan dag á lóð fyrirhugaðs álvers Norðuráls í Helguvík. Sú aðgerð, sem og þessi, er hluti af fjórða sumri beinna aðgerða gegn stóriðju á Íslandi og annars staðar í heiminum. Í júlí 2007 stöðvaði fólk á vegum hópsins einnig vinnu umferð til og frá álverinu á Grundartanga.

Saving Iceland varð til þegar íslenskir umhverfissinnar óskuðu eftir hjálp erlendis frá, til að vernda íslensk öræfi - ein þau síðustu í Evrópu - frá stóriðju. Rétt eins og Norðurál/Century, vilja Alcoa og Rio Tinto-Alcan nú reisa fleiri álver hér á landi. Til þess þarf að eyðileggja öll virk jarðvarmasvæði á landinu auk þess að reisa virkjanir í hverri stórri jökulá (sjá viðbót C).

Í ár hafa fjórðu aðgerðabúðir Saving Iceland verið settar upp á Hellisheiði, nálægt jarðvarmavirkjun Orkuveitu Reykjavíkur en virkjunina er nú verið að stækka, m.a. til að koma til móts við kröfu Norðuráls um aukna orkuframleiðslu.

Nánari upplýsingar:
 http://www.savingiceland.org
 savingiceland at riseup.net

Viðbætur:
A.) Miðvikudaginn 23. júlí kl. 19:30 stendur Saving Iceland fyrir ráðstefnu þar sem indverski rithöfundurinn og sérfræðingur um álframleiðsluna kemur fram ásamt Andra Snæ Magnasyni rithöfundi. Umfjöllunarefni ráðstefnunnar eru áhrif álframleiðslu á þriðja heiminn auk þess sem hugmyndin um einhvers konar 'hreina og græna' álframleiðslu hér á landi verður brotin á bak aftur. Ráðstefnan fer fram í Reykjavíkur Akademíunni, Hringbraut 121. Þeir sem hafa áhuga á að tala við Samarendra, taka við hann viðtal o.sv.fr. geta haft samband við einn af ofangreindum talsmönnum SI.

B.) Árið 2004 hafði Minmentals í huga að taka yfir kanadíska námufyrirtækið Noranda, en var hafnað árið 2005 vegna alvarlegra áhyggja um mannréttindabrot kínverska fyrirtækisins. Þessi skýrsla segir nánar frá mannréttindabrotum Minmetals:

Dhir, Aaron A. (2006). 'Of Takeovers, Foreign Investment and Human Rights: Unpacking the Noranda-Minmetals Conundrum', Banking and Finance Law Review, 22, 77-104.

C.) Fyrir frekari upplýsingar um áætlaðar stóriðjuframkvæmdir á Íslandi, sjá: http://www.savingiceland.org/sos

Heimildir:
(1) Icelandic Ministry of the Environment (2006). Iceland's fourth national communication on climate change, report to the UNFCCC. http://unfccc.int/resource/docs/natc/isl…

(2) AZ Materials News (2007). Century Aluminium to Build Aluminium Smelter in Republic of Congo. http://www.azom.com/News.asp?NewsID=7734

(3 ) Afrique en Ligne (2008). Congo to build aluminium smelter in Pointe-Noire. http://www.afriquenligne.fr/news/africa-…

(4) Transparency International (2006). Corruption Perceptions Index 2006. Transparency International, Berlin.

(5) Zadie Neufville, April 6, 2001, 'Bauxite Mining Blamed for Deforestation'. See http://forests.org/archive/samerica/baux….

(6) Mines and Communities report,'Bauxite Mine Fight Looms in Jamaica's Cockpit Country', 24th October 2006. http://www.minesandcommunities.org/artic….

(7) Al Jazeera (2008). Environmental damage from mining in Jamaica, June 11, 2008 News. Available through http://www.youtube.com/watch?v=vJa2ftQwf….

(8) MBL.is (2007). Reykur frá járnblendiverksmiðjunni Grundartanga. http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2007/07…


mbl.is Mótmælum á Grundartanga lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumarfrí

Ég ætla í viku sumarfrí frá og með deginum í dag. Þetta er auðvitað löngu planað og allt skipulagt. Dálítið stutt sumarfrí þetta árið samt en það verður bara að hafa það. Nóg að gera. Hafið það gott.


Næstum 2000 undirskriftir komnar

Og ég hvet alla sem eiga eftir að skrifa undir áskorun til Björns Bjarna og Útlendingastofnunar um að gera það núna hér. Það er möguleiki á að bjarga íslenskum stjórnvöldum frá enn meiri hneisu. Bregðumst við svo að fjölskyldan geti sameinast á Íslandi á ný!


mbl.is Ástandið enn ótryggt í Kenía
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjóðum Saving Iceland velkomin

795Félagar í Saving Iceland eru upp til hópa dugnaðarforkar, hugsjónafólk sem berst fyrir íslenska náttúru. Við eigum að bjóða þau velkomin til landsins og þakka þeim fyrir hjálpina enda ærið verk fyrir höndum að opna augu nokkurra stóriðjusinna.

Það hefur margt áunnist enda sýna allar kannanir að meirihluti íslendinga vill ekki fleiri álbræðslur. Stjórnvöld hlusta hinsvegar frekar á Frikka Sóf og Alcoa/RioTinto/Alcan gengið.

Hér er afar upplýsandi heimsíða Saving Iceland.


mbl.is Saving Iceland með aðgerðabúðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrifum öll undir áskorunina


"Við skorum á Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra og Hauk Guðmundsson, forstöðumann útlendingastofnunar að snúa Paul Ramses heim til Íslands nú þegar og að um mál hans verði fjallað hér á landi, þar sem fjölskylda hans dvelur.
Við skorum jafnframt á Björn og Hauk að sýna mannúð í verki, en Paul á fjölskyldu hérlendis og var hrifsaður á brott frá mánaðar gömlu barni sínu og eiginkonu aðfaranótt 3. júlí."

Skrifum öll undir hér

660150-1215105803-main


mbl.is Undirskriftarlisti til stuðnings Ramses
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vilhelm Anton Jónsson opnar sýninguna

pennateikn_klofast_590983.jpg

Vilhelm Anton Jónsson


Samfélag í svörtu bleki
 

05.07.08 - 01.08.08   
 

Café Karólína // Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755

---

Vilhelm Anton Jónsson opnar sýninguna "Samfélag í svörtu bleki" á Café Karólínu laugardaginn 5. júlí 2008 klukkan 14.

Vilhelm sýnir að þessu sinni teikningar á Café Karólínu. Myndirnar eru hlaðnar svörtum húmor og fjalla um atburði og aðstæður sem snerta fólk misjafnlega. Stíll myndanna snertir á "Macabre" stíl, sem listamenn á borð við Edward Gorey og Tim Burton vinna gjarnan í.

Lítil saga eða aðstöðu-lýsing er skrifuð inná hverja mynd. Í myndunum lýsir Vilhelm gráum raunveruleikanum og flestar myndir gerast í kring um aldamótin 1800 þó að efnið eigi við í dag. Með því færir hann okkur frá samtímanum og gefur okkur færi á að skoða hann úr fjarlægð, meta hann og gagnrýna samferðamenn okkar, gildi þeirra og okkar sjálfra.

Tölusettar eftirprentanir verða til sölu.
Hver mynd er aðeins gerð í þremur eintökum.

Vilhelm er starfandi tónlistar- og myndlistarmaður og þetta er fimmta einkasýning hans. Vilhelm hefur gefið út fimm plötur með hljómsveit sinni 200.000 naglbítum og undir eigin nafni. Hann vinnur nú að stóru verkefni með 200.000 naglbítum og Lúðrasveit verkalýðsins, sem hann gefur út í haust. Hann er menntaður heimspekingur og sjálfmenntaður listamaður.

Nánari upplýsingar veitir Vilhelm í villijons@gmail.com
 

Sýningin á Café Karólínu stendur til 1. ágúst, 2008.

Meðfylgjandi er mynd af einu verkanna sem hann sýnir á Café Karólínu.

Næstu sýningar á Café Karólínu:


02.08.08-05.09.08    Margeir Sigurðsson
06.09.08-03.10.08    Sigurlín M. Grétarsdóttir
04.10.08-31.10.08    Ingunn St. Svavarsdóttir Yst
01.11.08-05.12.08    Þorsteinn Gíslason
 

Umsjónarmaður sýninganna er Hlynur Hallsson


Skrítið hlutfall

431132A Eitthvað er nú einkennilegt hlutfallið á viðmælendum fréttamanna. 80% karlar en aðeins 20% konur. Þetta segir okkur að við erum ekki komin eins langt í jafnréttinu og sumir vilja halda (eða halda fram).

Það þarf enginn að halda því fram að konur vilji ekki koma í viðtal. Þetta er smá klisja og ef það er eitthvert sannleikskorn í henni þá er verk að vinna og breyta þessu.

Það þarf heldur enginn að halda því fram að ekki séu eins hæfar konur til að tala við og karlarnir. Oftast er þessu þveröfugt farið. Karlarnir þykjast vita allt best og fá að blása út um allt og ekkert.

Ef til vill þarf einnig að skoða hverjir eru að tala við hverja!


mbl.is Mun minna talað við konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðeins of sterk viðbrögð

 

Það er greinilegt að þeir sem slettu málningu á heimili byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar hafa verið að misskilja aðeins samskiptaleiðirnar innan borgarkerfisins. Var þessi upplysingasíða 1,2 og Reykjavík ekki sett upp til að koma ábendingum á framfæri? Það var greinilega of flókið, seinvirkt eða skilaði ekki árangri fyrir suma. Það er aldrei gott að láta reiði sína bitna á fólki sem hefur ekkert beint með málið að gera eða er bara að vinna vinnuna sína.

En aðgerðir Reykjavíkurborgar með Kobba Magg sem handbendi ólafs eru ekki alveg að skila sér.

 

æ ð ó þ ö á Ö Þ í ú é


mbl.is Málningu kastað á heimili byggingarfulltrúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband