Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Ríkið bjargar BYR

83a38618032494ba961fd17889aaf2df_300x225Þetta er skrítinn heimur. Við vorum einhvertíma búin að fá nóg af Glitni og endalausu auglýsingaskrumi þaðan og ákváðum að flytja okkar viðskipti yfir í Sparisjóð Norðlendinga. Það er samt hægara sagt en gert en skipta alveg um banka. Síðan gerist það nokkrum misserum síðar að Sparisjóðurinn okkar rennur inn í eitthvert bákn sem heitir BYR. Það voru einhverjir stofnfjáreigendur sem ætluðu heldur betur að græða á "góðæristímanum" (lesist sukk- og bruðl tíma sjálfstæðisFLokksins).

Svo hrundi allt draslið og þá var Glitni breytti aftur í Íslandsbanka og nú er ríkið líka búið að bjarga BYR. Ég sakna Alþýðubankans, það var almennilegur banki sem eyddi ekki og bruðlaði í óþarfa heldur lánaði bara peninga og ávaxtaði krónurnar manns skynsamlega. Er ekki kominn tími til að stofna nýjan Alþýðubanka?


mbl.is Byr fjórði ríkisbankinn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju er Svafa að hætta?

Það sem vantar í þessa frétt er svarið við spurningunni af hverju Svafa sé að hætta eftir aðeins þrjú ár í starfi rektors HR? Þessi fréttatilkynning frá HR er eins og tilkynningarnar þegar Baldur forstjóri Eimskips hætti "í mesta bróðerni því hann hafði unnið svo gott starf". Er Svafa búin að fá nóg af þessu starfi? Kom hún sínum áherslum ekki að? ER hún að fara í annað og miklu betra starf? Hvað er málið? Af hverju ber þetta svona brátt að? Svör óskast.


mbl.is Rektorsskipti í HR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott mál

althingi_942028.jpg

Það þarf að skera niður í útgjöldum ríkisins eftir allt sukkið og klúðrið hjá sjálfstæðisFLokknum og þá er eðlilegt að þingflokkarnir dragi einnig saman umsvifin. Hinsvegar er nauðsynlegt fyrir lýðræðið að einhverjir peningar komi frá sameiginlegum sjóðum en ekki bara frá ríkum einstaklingum eða fyrirtækjum og hópum sem vilja beita áhrifum sínum. Það er víða hægt að spara í útgjöldum ríkisins og þessi tillaga meirihluta fjárlaganefndar er skref í rétta átt. Ég tel það eðlilegt að skera einnig niður framlag til stjórnmálaflokkanna ekki bara þingflokka og ráðherra.


mbl.is Framlag til þingflokka og ráðherra skert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hverjum er það "að þakka"?

icesave.jpgJá, við þurfum að búa okkur undir verulega skerðingu lífskjara og kaupmáttar næstu árin og getum þakkað það alfarið sjálfstæðiFLokknum. SjálfstæðisFLokkurinn ber höfuðábyrgð á IceSave klúðrinu frá upphafi til enda en viðurkennir auðvitað ekki ábyrgð sína. Bjarni Ben var búinn að kvitta uppá samning við Breta og Hollendinga sem var miklu óhagstæðari en sá sem Indriði og félagar náðu fram. Samt er þetta auðvitað vondur samningur fyrir okkur, það vita allir, en um leið það skásta sem er í boði. Daniel Gros fulltrúi Framsóknarflokksins í bankaráði Seðlabankans veit það örugglega líka, hitt hljómar bara sennilega betur í eyrum vina hans.

Það sama hversu mikið við erum á móti því að borga skuldir Landsbankans til innistæðueigenda í Bretlandi og Hollandi þá er það lagalega og auðvitað einnig siðferðislega réttlætanlegt að gera það, því miður. Það var okkar regluverk sem brást, regluverk sem sjálfstæðisFLokkurinn kom á ásamt Framsóknarflokknum. Er einhver búinn að gleyma því þegar Ögmundur Jónasson var úthrópaður fyrir að vilja að bankarnir flyttu útibúin sín til meginlandsins og skráðu þau þar? "Viltu flytja bankana úr landi?" spurðu þingmenn þáverandi meirihluta í forundran og hneyksluðust mikið á honum. 

Það hefði verið einfalt mál að setja lög um að bankarnir mættu ekki stofna "útibú" í öðrum löndum heldur ættu að stofna þar sjálfstæða banka, en það var ekki gert og við munum lengi súpa seyðið af því, þökk sé Davíð Oddssyni og vinum hans í FLokknum.


mbl.is Skert lífskjör og kaupmáttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sýningu Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur í Kunstraum Wohnraum að ljúka

hugi_alla.jpg

 

AÐALHEIÐUR S. EYSTEINSDÓTTIR

RÉTTARDAGUR 50. SÝNINGA RÖÐ

04.10. - 06.12.2009

 

Opið samkvæmt samkomulagi

 

KUNSTRAUM WOHNRAUM                          

Hlynur Hallsson • Kristín Kjartansdóttir           

Ásabyggð 2 • IS-600 Akureyri •  +354 4623744

hlynur(hjá)gmx.net • www.hallsson.de

 

Sunnudaginn 6. desember 2009 lýkur sýningu Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur Réttardagur 50 sýninga röð” í Kunstraum Wohnraum á Akureyri.

 

Sýningin er svipmynd af fjölskyldu, sláturgerð og vangaveltur um líðandi stund.

 

Fyrir rúmu ári lagði Aðalheiður af stað með verkefni sem nefnist "Réttardagur 50 sýninga röð". Settar verða upp 50 ólíkar sýningar víða um heim, á tímabilinu júní 2008 til júní 2013. Sýningarnar fjalla allar á einn eða annan hátt um þá menningu sem skapast um og frá sauðkindinni.

 

Myndir af verkum Aðalheiðar og upplýsingar eru á síðunni www.freyjulundur.is

 

Nánari upplýsingar veitir Aðalheiður í síma 865 5091 og í adalheidur@freyjulundur.is

 

Kunstraum Wohnraum hefur verið starfrækt frá árinu 1994, fyrst í Hannover og nú á Akureyri. Það er til húsa á heimili Hlyns Hallssonar og Kristínar Kjartansdóttur í Ásabyggð 2. Sýning Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur er opin eftir samkomulagi og hægt er að hringja í síma 462 3744.

 

Nánari upplýsingar um Kunstraum Wohnraum er að finna á: http://www.hallsson.de/projects/kunstraum_wohnraum/kunstraum_wohnraum.html

 


Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.