Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Vinstrisveifla á Íslandi

Til hamingju með glæsileg kosningaúrslit. Góðu fréttirnar eru að Vinstri græn bæta verulega við sig og tveggja flokka vinstristjórn er með öruggan meirihluta. Það eru einnig góðar fréttir að SjálfstæðisFLokkurinn biður afhroð. Það er ánægjuegt að það stefnir í að loksins verði meira jafnræði karla og kvenna á þingi. Ég óska Borgarahreyfingunni líka til hamingju með góðan árangur í kosningunum og það er frábært að Birgitta Jónsdóttir sé komin á þing.
Það er vistra grænt vor í loftinu. Takk fyrir stuðninginn öll.


mbl.is Fréttaskýring: Stærsta vinstrisveiflan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SjálfstæðisFLokkurinn á barmi taugaáfalls

graentflurlogo

Það stefnir allt í verðskuldaðan stórsigur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í kosningunum á morgun. Enda veitir ekki af eftir 18 ára valdatíma frjálshyggju með tilheyrandi ójöfnuði, óréttlæti, græðgivæðingu, sóun og umhverfisspjöllum. Það er þörf fyrir jöfnuð í samfélaginu og áherslu á fólkið og umhverfið okkar. Það þarf að koma heimilunum til bjargar og efnahagslífinu. Það geta Vinstri græn gert.
SjálfstæðisFLokkurinn er hinsvegar óstjórntækur flokkur á kafi í spillingu og ætlar að halda áfram á sömu braut stóriðjuvæðingar og afneitunar. Þar á bæ beita menn nú öllum ráðum, blekkingum og lygum í örvæntingu sinni. En sem betur fer sér meirihluti þjóðarinnar í gegnum ránfuglinn að þessu sinni. Það er samt einkennilegt að um 20% ætli að kjósa SjálfstæðisFLokkinn.
Það eru erfiðir tímar framundan en með ábyrgri stefnu með áherslu á menntun og velferð er vegurinn til framtíðar bjartur.
mbl.is Stjórnin heldur enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilegt sumar

Eða allavega gleðilegt vor:) Veðrið hér á henni Akureyri er ansi gott (eins og næstum alltaf) en mætti vera aðeins hlýrra. Ég hef ekkert bloggað í óratíma sem skrifast á netsambandsleysi í íbúðinni í Berlín og svo var nóg annað að gera eftir að við komum aftur til landsins. En nú verður þráðurinn tekinn upp að nýju enda komið sumar! Og það eru kosningar eftir tvo daga og ég vona innilega að þið kjósið öll vinstri græn!


mbl.is Sumar og vetur frusu saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.