Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Já takk, rólegri akstur í Gilinu yrði til mikilla bóta

Mér líst mjög vel á hugmyndir um að gera Listagilið á Akureyri að einstefnuakstursgötu. Það myndi gera götuna og mannlífið í Gilinu enn blómlegra og ánægjulegra. Veitingastaðirnir hefðu meira pláss fyrir útiborð og ekki yrði eins hættulegt fyrir alla þá sem eru fótgangandi að fara milli staða yfir götuna. Það mætti skoða í leiðinni að hafa Oddeyrargötu einnig einstefnugötu. Undantekningu ætti að gera fyrir Strætó.

Það eru ekki bara íbúar sem hafa kvartað yfir hávaða í bílum og mótorhjólum sem spyrna upp Gilið með bensínið í botni heldur einnig tónleikagestir og auðvitað gestir veitingahúsa. Gilið er stór vinnustaður listamanna, þar eru sjö sýningarstaðir, Listasafn, Myndlistarskóli, fimm veitingastaðir og kaffihús, tónleikasalir, vinnustofur og íbúðir svo eitthvað sé upptalið.

Það má vel draga úr bílaumferð og hægja á henni. Nýju hraðahindranirnar hafa þegar sannað gildi sitt og nú er að taka næstu skref.


mbl.is Einstefna í Gilinu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gunnar Birgisson yfir lög og reglur hafinn

gunnar-birgisson.jpg

Gunnar Birgisson bráðum fyrrverandi bæjarstjóri og verktaki í Kópavogi er greinilega langt yfir lög og reglur hafinn að eigin mati. Hann telur því kæru Fjármálaeftirlitsins stórundarlega. Best að bíða eftir úrskurði dómsvalda og þá munum við vonandi sjá hvað er stórundarlegt í þessu máli bæjarstjórans sem er jú lagður í einelti af vinstrimönnum, að eigin sögn.


mbl.is Sjóðsbjörgun kærunnar virði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er nauðsynlegt að skjóta þá?

Bubbi Morthens söng fyrir nokkrum árum um hvort það væri nauðsynlegt að drepa þessar stóru skepnur og svarið er auðvitað nei, það er ekki nauðsynlegt og reyndar frekar heimskulegt. Öll rök segja okkur að á þessum tímum er það afar óhagstætt fyrir þjóðfélagið að skapa okkur enn meiri óvild en orðið er.

- Markaðir fyrir fisk eru í hættu.

- Þetta bitnar á ferðamannaiðnaðinum.

- Hvalveiðar eru ekki skynsamlegar fyrir hvalaskoðun sem hefur blómstrað á síðustu árum.

- Það er enginn markaður fyrir þetta kjöt, ekki einu sinni í Japan.

Skoðum hval en skjótum þá ekki. Sá eini sem græðir á hvaladrápi er Kristján nokkur Loftsson og félagar hans.

Ég hef auðvitað fullan skilning á því að fólk fái vinnu við að skera hval og reyndar eru þarna góðir vinir mínir þarna í forsvari eins og Þórarinn Blöndal og fleiri ljómandi myndlistarmenn. Reyndar var skemmtilegt að það voru einmitt tveir myndlistarmenn og hvalskerar, þeir Þórarinn Blöndal og Gunnar Andrésson sem voru fengnir í viðtal í sjónvarpsfréttum á ruv í gær þar sem þeir biðu eftir fyrstu hvölunum.


mbl.is Risavaxinn morgunverður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frjálsi fjárfestingarbankinn

Frelsið er dásamlegt, ég má gera það sem ég vil. Frjálsi fjárfestingabankinn er öflugur í innheimtunni, sigar lögfræðingum og innheimtufyrirtækjum, sem fitna í kreppunni, á fólk sem á ekki fyrir myntkörfulánunum sínum. Frjálshyggjan er dásamleg, bara ekki nóg af henni segir Hannes Hólmsteinn og sporgöngdrengirnar hans í Heimdalli og SUS.

Örvænting mannsins sem rústaði fyrrverandi húsinu sínu og gróf bílinn á táknrænan hátt á þjóðhátíðardaginn 17. júní er mikil. Hann fer sennilega á sakaskrá fyrir og fær dóm en bankanum er alveg sama um okkur. Sérstaklega "Frjálsa" fjárfestingarbankanum.

Ég mæli með Naomi Klein sem skrifar um aðferðir frjálshyggjunnar við að rústa þjóðfélög.

Nei er besta blaðið!


mbl.is Bankinn fékk ekki lyklana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SjálfstæðisFLokkurinn er enn gerspilltur flokkur

501206AÞað er mikið talað um endurnýjun í stjórnmálum og að allt verði að komast uppá borðið en nýjustu fréttir í Kópavogi benda til þess að öll sú umræða hafi þotið eins og vindur um eyru flokkseigendaklíkur FLokksins. Karlarnir þar á bæ geta ekki komið sér saman um eftirmann hins gerspillta bæjarstjóra og hver höndin upp á mót annarri og þá er lausnin bara að halda aðal manninum áfram.

Það er hinsvegar spurning hvað viðhengið (endurnýjaða) Framsókn ætlar að sitja lengur undir þessu rugli. Þau eru svosem vön, hafa verið með FLokknum í 19 á í meirihluta. En er ekki komið nóg?


mbl.is Vilja ekki að Gunnar hætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spennandi kosningar í Íran

Í dag er kosið um nýjan forseta í Íran. Það væri óskandi að umbótasinninn og myndlistarmaðurinn Mirhossein Mousavi yrði kosinn forseti. Það gæti leitt til þýðu milli landsins og annarra og ekki síður myndi það bæta mannréttindi í Íran. Núverandi forseti Mahmoud Ahmadinejad hefur í raun skaðað Íran á sama hátt og George W. Bush skaðaði Bandaríkin. Báðir hafa þeir rekið fjandsamlega utanríkisstefnu og með því aukið á óvild í garð sinna landa.

Það er ólíklegt að einhver einn frambjóðendanna fjögurra hljóti hreinan meirihluta svo reikna má með því að önnur umferð fari fram og það verður þann 19. júní. Íranska þjóðin á það skilið að fá umbótasinna í stað harðlínumanns sem forseta og vonandi sigrar Mirhossein Mousavi.

Meira í Spiegel

Süddeutsche


mbl.is Kosningarnar hefjast í Íran
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Piparúða beitt í óhófi

488353A Sem betur fer fór búsáhaldabyltingin að mestu leiti friðsamlega fram. Það tókst að steypa vanhæfri ríkisstjórn með mótmælum fólks sem átti ekkert sökótt við lögregluna. Reyndar brást fólk hárrétt við þegar einhverjir byrjuðu að henda steinum í lögreglumenn með því að mynda skjaldborg um þá og stilla sér upp milli grjótkastaranna og löggunnar. Það var upphafið á appelsínuguluborðunum.

Sú stefna lögreglunnar að beita ekki ofbeldi og taka mjúklega á mótmælendum bjargaði því að ekki urðu slys á fólki, bæði lögreglumönnum og fólki sem var að mótmæla. Björn Bjarnason hvatti til aukinnar hörku "til að verja valdstjórnina" en sem betur fer kom ekkert slíkt til framkvæmda. Það má þó halda því fram að piparúða hafi verið beitt í óhófi og á rangan hátt þegar meðal annars var sprautað beint í augu ljósmyndara og fólks sem var ekkert að gera annað en að mótmæla friðsamlega. Það að svara ofbeldi með ofbeldi leiðir aðeins af sér meira ofbeldi. Það hefði farið mun verr ef lögreglan hefði beitt meiri hörku í vetur, við getum þakkað fyrir að svo fór ekki.


mbl.is Piparúði á þrotum þegar átökin náðu hámarki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisflokkurinn leggur fram tillögur um að leggja sig niður

494557AÞað væri nú góðverk sem þessi flokkur sem komið hefur Íslandi í klandur gæti gert. Aðeins of seint í rassinn gripið að koma með tillögur um eitthvað annað núna. Er ekki tilvalið að Þorgerður Katrín og Bjarni Ben myndu skammast sín aðeins? Ég veit að þetta er full mikil bjartsýni hjá mér en það má reyna.

Sem betur fer eru aðrir teknir við að bjarga því sem bjargað verður og Sjálfstæðisflokkurinn getur lagt sig niður eða bara verið í stjórnarandstöðu næstu 18 árin.


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn leggur fram efnahagstillögur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Systurflokkur Vinstri grænna vinnur stórsigur á Grænlandi

kuupik_kleist.jpgInuit Ataqatigliit (IA) vann stórsigur í þingkosningum, sem fóru fram á Grænlandi í gær. Þetta voru aðrar kosningarnar í röð sem IA vinnur afgerandi sigur og fékk nú 43,7% atkvæða og 14 þingmenn af 31 á grænlenska landsþinginu. Þeim tókst þannig að toppa sigur VG frá því í vor glæsilega.

Spilling hefur einkennt grænlensk stjórnmál líkt og hér á landi og það er ánægjulegt að Inuit Ataqatigliit sé treyst til að taka við og endurvinna traust fólks á stjórnmálum. Þann 21. júní taka gildi lög sem færa Grænlendingum aukna sjálfsstjórn og vonandi hefur Kuupik Kleist, formaður IA þá þegar myndað nýja stjórn á Grænlandi. Það eru að renna upp nýir og spennandi tímar á Grænlandi og ánægjulegt að systurflokkur Vinstri grænna leiði uppbygginguna.

Til hamingju með sigurinn Grænlendingar!


mbl.is Inúítaflokkurinn vann stórsigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband