Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2013

Sýning í Kartöflugeymslunni

hlynur.arnar 

 

Hlynur Hallsson

Sýning - Ausstellung - Exhibition

08.06. - 12.07. 2013

Kartöflugeymslan, Kaupvangsstræti 29, 600 Akureyri


Hlynur Hallsson opnar sýninguna Sýning - Ausstellung - Exhibition í Kartöflugeymslunni efst í Listagilinu á Akureyri laugardaginn 8. júní kl. 15. Sýningin er nokkurskonar yfirlitssýning á verkum frá síðustu 10 árum ásamt nýjum verkum. Þetta eru ljósmynda- textaverk, spreyverk, prent og fleira auk þess sem ný bók kemur út í tilefni sýningarinnar.


Hlynur Hallsson er fæddur á Akureyri 1968. Hann stundaði myndlistarnám á Akureyri, í Reykjavík, Hannover, Hamborg og í Düsseldorf. Hann hefur verið nokkuð iðinn við að setja upp sýningar og nú tekur hann þátt í sýningum í firstlines gallery og Halle50 í München.  Hlynur gaf út bókina MYNDIR - BILDER - PICTURES árið 2011 með 33 ljósmynda- textaverkum. Hann hefur einnig verið sýningarstjóri fjölda sýninga eins og TEXT sem sett var upp hjá Kuckei+Kuckei í Berlín haustið 2011. Hann var einnig meðal stofnenda Verksmiðjunnar á Hjalteyri þar sem settar hafa verið upp sýningar síðustu ár. Hlynur er listrænn ráðgjafi hjá Flóru á Akureyri.


Hlynur hlaut verðlaun Kunstverein Hannover 1997, verðlaun ungra myndlistarmanna í Neðra-Saxlandi 2001 og verðlaun Sparda Bank árið 2006. Hann hefur nokkrum sinnum hlotið starfslaun myndlistarmanna og var bæjarlistarmaður Akureyrar árið 2005. Hlynur vinnur með aðstæður, texta, innsetningar, ljósmyndir, gjörninga og hvað eina, allt eftir því sem hentar í hverju tilfelli. Hversdagslegir atburðir eins og sundferðir, fjallganga eða verslunarleiðangur geta verið efniviður í verkum hans en einnig landmæri, samskipti fólks og viðhorf okkar. Nánari upplýsingar um Hlyn og verk hans er að finna á heimsíðunni hallsson.de og einnig á bloggsíðunni hlynur.is

 

kartoflugeymslan 


Kartöflugeymslan er lítill sýningarsalur sem er rekin í húsnæði arkitektastofunnar Kollgátu. http://www.kollgata.is

Sýningin verður opin alla virka daga til föstudagsins 12. júlí 2013, frá kl. 14-16. 

Nánari upplýsingar um sýninguna veitir Hlynur í síma 659 4744 og í tölvupósti: hlynur@gmx.net


Myndir:  Arnar Ómarsson af verkinu "Þetta er München - Das ist München - This is Munich", firstlines gallery, München, 2013. Og mynd af http://www.kollgata.is


Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband