Leita í fréttum mbl.is

Hvar eru sólgleraugun?

Það vantar eitthvað á þessa mynd af Bubba! Ekki fimm atriði, heldur bara eitt. Það er varla að maður kannst við þennan mann sem stendur þarna í rokinu með eitthvað grátt bundið um hálsinn. Til lukku með þetta kæru hjón. Vonandi farnast ykkur vel og gengur allt í haginn. Fjórir naglar er líka gott nafn á plötu. Platan verður samt ekki eins góð og þegar Bubbi var uppá sitt besta: á Ísbjarnarblús. Erfitt að toppa svoleiðis snilld.


mbl.is Bubbi Morthens gekk í það heilaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Betra að borga fólki mannsæmandi laun

441Er ekki kominn tími til að meta störf kennara að verðleikum og borga þeim almennileg laun? Það sama gildir um umönnunarstéttir. Það er ekki til neins að steypa "hátæknisjúkrahús" ef ekki fæst starfsfólk til að vinna þar störfin. Stjórnvöld eiga að hætta þessu rugli og þessari nísku og fara að borga laun sem fólk getur lifað af. Þetta eru mikilvæg störf. Áfram kennarar og starfsfólk sjúkrahúsa!


mbl.is Fara kennarar í haust?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Síðan hvenær var bannað að hlaupa um með fána?

Það ætti frekar að vera bannað að plata fólk og grafa holur og þykjast vera að taka einhverjar "skóflustungur" (að rugli). Ef til vill hefur það farið sérstaklega í taugarnar á laganna vörðum eða öllu heldur yfirmönnum þeirra að maður kallaði "No more Kárahnjúkar" Það er auðvitað brot gegn valdstjórninni og alvarlegur glæpur sem á ekki að líðast og þess vegna best að handjárna fólk og færa það af hinu heilaga svæði. Eða kannski höfðu ráðherrar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks bara áhyggjur af því að vera ekki einir í sviðsljósinu ásamt álbræðslukörlunum? 

"Viðstödd undirritunina voru m.a. Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, John P. O Brien, stjórnarformaður Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls, Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar og Oddný Guðbjörg Harðardóttir, bæjarstjóri sveitarfélagsins Garðs. Tóku þau öll skóflustungu á álverslóðinni."

Frábært lið þessir skófluráherrar íhalds og Samfó. Sem saman eru að grafa niður "Fagra Ísland" á þessari mynd.


mbl.is Mótmæli á álverslóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bannað að tjalda fyrir yngri en 20 ára

434424A Fyrirsögnin á þessari frétt á mbl.is er góð. Nú er það orðið frétt að: "Tvítugir og eldri mega tjalda á Akureyri". Þetta þýðir að það er búið að lækka bannaldurinn úr 23 árum í 20 ár, aldurstakmörkin lækkuð. Það stefnir þá sem sagt í það að yngra gengið sem mætir á "bíladaga" þessa helgi á Akureyri verður að sofa í bílunum sínum! Já, eða bara aka inn á Hrafnagil og gista þar. Er það betra? Ég er ekki viss um að íbúar í Eyjarfjarðarsveit séu kátir yfir því en einhversstaðar verða "vondir" (og  ungir) að vera.
mbl.is Tvítugir og eldri mega tjalda á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvikyndi stendur fyrir grískri veislu

eternityKvikmyndaklúbburinn Kvikyndi á Akureyri stendur fyrir mikill kvikmyndaveislu með myndum sem maður fær ekki tækifæri til að sjá á hverjum degi. Og nú er komið að grísku myndinni "Mia aioniotita kai mia mera" (Ein eilífð og einn dagur/Eternity and a day) frá árinu 1998. Hún verður sýnd sunnudaginn 8. júní kl. 16:00 í Sambíóinu á Akureyri.

Myndin Mia aioniotita kai mia mera/Ein eilífð og einn dagur/Eternity and a day (1998) er eftir gríska leikstjórann Theo Angelopoulos. Dómnefndin í Cannes var einróma sammála um að veita þessari mynd Gullpálmann 1998. Hún fjallar um gamlan rithöfund sem hefur fengið að vita frá lækni sínum að hann eigi aðeins stuttan tíma ólifaðan. Daginn eftir á hann að leggjast inn á sjúkrahús og ekki eiga afturkvæmt en þá hittir hann ungan strák sem hann ákveður að rétta hjálparhönd.

Lengd 132 mínútur

Miðaverð er aðeins 500 krónur. Allir að mæta!

Af dómaraskandal

big-geirigoldfingerjpgÞað er ágætt að loksins sér fyrir endann á þessu furðulega Baugsmáli. Dómurinn í öðru máli sem var felldur í gær er hinsvegar skandall. Þar voru Geira í Goldfinger dæmdar himinháar bætur. Sem betur fer hefur dómnum verið áfrýjað til Hæstaréttar. (Myndin er tekin af dv.is)

Í tilefni af þessum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Ásgeirs Þórs Davíðssonar gegn Jóni Trausta Reynissyni og Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur hefur  Femínistafélag Íslands sent frá sér eftirfarandi ályktun:

Femínistafélag Íslands lýsir undrun og vonbrigðum vegna nýfallins dóms Héraðsdóms Reykjavíkur en í dómnum er stefndu gert að greiða stefnanda 1,7 milljónir króna í miskabætur og málskosntað vegna ærumeiðandi ummæla.

Femínistafélagið telur ljóst á dómi Héraðsdóms að litið hafi verið fram hjá alþjóðlega viðurkenndri skilgreiningu á mansali. Hugtakið mansal er almennt skilgreint sem verslun með fólk, með eða án samþykkis þess, ef salan byggist á varnarleysi viðkomandi. Samkvæmt rannsókn sérfræðinga á samningum íslenskra nektarklúbba við nektardansmeyjar hefur sannast að konur sem starfað hafa á nektarklúbbum hafi verið seldar mansali. Því er ljóst að Héraðsdómur lítur fram hjá sérfræðiþekkingu á málaflokknum.

Þá þykir Femínistafélagi Íslands sýnt að dómurinn endurspegli virðingu fyrir æru íslenskra karla umfram virðingu fyrir erlendum konum, og virðingu fyrir peningum á kostnað mannréttinda.

Ljóst er að jafnrétti kynjanna á undir högg að sækja á Íslandi.


mbl.is Dómur í Baugsmáli kveðinn upp í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Barack Obama

obama.jpgÉg óska einnig honum Barack Obama til hamingju og vona innilega að hann verði næsti forseti BNA. Og það væri nú líka gott ef Hillary yrði varaforseti. Obama var hógvær í fögnuðinum og sáttatónn í Hillary Clinton. Vonandi rúlla þau yfir McCain og Repúblikana. Það er kominn tími fyrir skynsemi og breytingar í BNA.
mbl.is Óskaði Obama til hamingju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðlaunum ísbjörninn

187095A Mér finnst að það eigi að verðlauna þennan ísbjörn. Hann hefur ekki gert neinum mein svo best er að gefa honum eitthvað af þessu hvalkjöti sem enginn vill éta áður en það rotnar. Svo á að senda hann aftur til Grænlands þar sem hann mun hafa það betra en hér. Til dæmis í heiðursfylgd á varðskipi. Alls ekki að skjóta björninn. Hann er búinn að synda yfir hafið. Þetta er dugnaðarforkur, sem ætti að verðlauna.
mbl.is Ísbjörn við Þverárfjall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rosa spretta í túnfíflum í blíðunni

Ég get staðfest að sprettan hér í Eyjafirðinum er góð enda dásamlegt veður. Ég sit einmitt á stuttbuxunum og les póstinn minn. 18 stiga hiti og steikjandi sól. Það þarf einmitt að fara að slá lóðina hérna, annar sláttur í sumar! Hugi sló lóðina fyrir nokkrum dögum en þar sem maður getur séð grasið vaxa þá er kominn tími til að stytta þetta aðeins. Best að ég taki það verk að mér. Fíflarnir blómstra líka ansi öflugir. Ég tek bara sveig fram hjá þeim enda gulir og fallegir. En þegar þeir verða að biðukollum tek ég og snyrti þá til að koma í veg fyrir óþarfa útbreiðslu, þó að þeir séu fagrir og harðgerðir.
mbl.is Sláttur hafinn í Eyjafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Júní 2008
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.