Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Glæsilegt, Paul Nikolov!

paulfnikolov Paul Nikolov varaþingmaður Vinstri grænna á Þingi flutti jómfrúarræðu sína í dag og gerði það af miklum skörungsskap. Hann lagði fram frumvarp til laga um breytingu á lögum sem varða útlendinga og réttarstöðu þeirra. Þetta er augljóst réttindamál og ánægjulegt að Kristinn H. Gunnarsson í Frjálslindaflokknum skellti sér með á málið ásamt Bjarna Harðarsyni Framsóknarflokki auk þriggja þingmanna Vinstri grænna þeirra Kolbrúnar Halldórsdóttur, Atla Gíslasonar og Katrínar Jakobsdóttur. Vonandi verður þetta frumvarp afgreitt fljótt og örugglega í þingnefnd þannig að það verði sem fyrst að lögum þrátt fyrir að fulltrúar stjórnarflokkanna séu ekki meðflutningsmenn. Paul bloggar um málið í dag og þar má lesa ræðuna hans. Til hamingju með þetta Paul!
mbl.is Paul Nikolov: Íslenskt stjórnkerfi aðgengilegra en það bandaríska
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin á Akureyri klikkar

big-AkureyrijpgFulltrúar Vinstri grænna í bæjarstjórn Akureyrar þau Baldvin H. Sigurðsson og Kristín Sigfúsdóttir lögðu fram mjög tímabæra bókun á fundi bæjarstjórnar í gær. Málið snýst um að Sparisjóður Norðurlands er að verða útibú frá Reykjavík og verður gleyptur af BYR. Það vekur sérstaklega athygli mína að tveir fulltrúar Samfylkingarinnar greiða atkvæði gegn bókuninni ásamt þremur fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, restin situr hjá. Þetta er enn eitt dæmið um að Samfylkingin á Akureyri er úr takt við það sem er að gerast í bænum og ber ekki hagsmuni fólksins hér fyrir brjósti heldur aðeins fjármagnseigendanna, það er sorgleg staðreynd. En hrós til fulltrúa VG í þessu máli. Hér er frétt af dv.is um málið. 

logo7Hér er ályktunin:  ,,Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar lýsir yfir áhyggjum af fyrirhuguðum samruna Sparisjóðs Norðlendinga við BYR. Mikil eftirsjá er í því þegar svo öflug fjármálastofnun sem er á forræði heimamanna er lögð inn í stóra samsteypu á höfuðborgarsvæðinu. Við það glatast yfirráð heimamanna yfir gríðarmiklum sjóðum sem hafa um árabil verið nýttir til að styrkja nærsvæði Sparisjóðs Norðlendinga  í samræmi við markmið og tilgang Sparisjóða.  Í stað þess verður Sparisjóður Norðlendinga að útibúi frá BYR sem veikir stöðu og sjálfstæði hans. Bæjarstjórn Akureyrar lýsir einnig vonbrigðum yfir því að stjórn Sparisjóðs Norðlendinga hafi ekki skoðað möguleika sem önnur fjármálafyrirtæki, svo sem eins og KEA og Saga Capital, höfðu bent á til að styrkja sjálfstæði og stöðu sjóðsins í heimabyggð."  


mbl.is Sparisjóðsmál til umræðu í bæjarstjórn Akureyrar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsilegur fulltrúi nýrra Íslendinga á Alþingi, til hamingju Paul Nikolov

paulfnikolov Það er afar gleðilegt að Paul Nikolov skuli vera kominn á þing. Mbl.is gleymir að benda á að hann er einnig duglegur bloggari hér á moggabloggkommúnunni og þar segir Paul: "Takmark mitt er að koma með rödd innflytjendasamfélagsins beint inn í sali alþingis, að auka flæði hugmynda milli þingsins og fólksins, og að aðstoða við að skapa Ísland framtíðarinnar sem verður betra fordæmi fyrir aðrar þjóðir með hverri kynslóð." Þetta eru glæsileg markmið og eins og hann sagði í Sjónvarpinu í kvöld þá verðu eitt af hans fyrstu málum að beita sér fyrir því að atvinnuleyfi verði afhent einstaklingum í stað fyrirtækjum. Þetta er mikið hagmunamál og í raun mannréttindamál. Ég er pínu ánægður með Paul og skrifaði einmitt þegar ég var að byrja að blogga hér á mogga um framboð hans í forvali VG. Til hamingju Paul!

mbl.is Fyrsti innflytjandinn á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ímynd Íslands sem umhverfissóða

412991A Ótrúlegur aulaskapur í Geir H. Haarde að ætla að fara fram á sérákvæði um meiri mengun, svo við getum mengað meira en aðrir. Segir þetta ekki allt um metnað forsætisráðherra í umhverfismálum? Framsókn og Frjálslyndir fagna í kór enda þeir síðarnefndu komnir út úr skápnum sem umhverfissóðar eftir að Margrét Sverrisdóttir sagði skilið við karlana þar á bæ. Og Framsókn er auðvitað bara við sama heygarðshornið. En hvað með Samfó? Heyrðist ekkert múkk úr því horni? Hvað með þeirra "Fagra Ísland"? Ég trúi því ekki að Þórunn umhverfisráðherra ætli að láta Geir rúlla yfir sig á skítugum skónum. Á bara að rýmka til fyrir fleiri álbræðslum og olíuhreinsistöð í leiðinni? Eins og fyrri daginn eru það þingmenn Vinstri grænna sem einir standa í lappirnar þegar kemur að náttúrunni og umhverfisvernd. Frábært að Lilja sé komin á þing fyrir Vinstri græn og Kolbrún klikkar ekki, þvílík gæfa að eiga svona glæsilega málsvara náttúrunnar á Alþingi. Forsætisráðherra er nýbúinn að skipa einhverja nefnd til að bæta ímynd Íslands. Fyrsta verkefni þeirrar nefndar hlýtur að vera að tala um fyrir forsætisráðherra en sennilega fyrir daufum eyrum. En ég kalla eftir viðbrögðum Samfylkingarinnar. Hvar eru þingmennirnir þeirra og hvar er Dofri framkvæmdastjóri og bloggari?
mbl.is Geir: Eigum að reyna að fá samþykkt nýtt íslenskt ákvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forstjórar Orkuveitunnar segi af sér

444155A Af hverju þola laun þessara manna ekki dagsljósið? Er ekki kominn tími til að þessir menn axli ábyrgð og segi af sér og það án þess að fá feitan starfslokasamning? Eru þeir ekki búnir að klúðra nóg? Ég bendi á ágætan pistil sem Haukur Nikulásson skrifar um þessi mál með yfirskriftinni "Opinber fyrirtæki eru einkavædd til að fela sjálftöku launa og spillingu". Hingað og ekki lengra. Það á allt að vera upp á borðinu og ef afnám launaleyndar hefur einhvertíma átt við þá er það nú. Og hananú.
mbl.is Launin þola ekki dagsljós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin á niðurleið

428884AMinnsti stuðningur við ríkisstjórnina sem mælst hefur frá því hún var mynduð er staðreynd. Ég spái því að stuðningurinn haldi áfram að minnka. Stuðningurinn við stjórn Rasmussens í Danmörku fer einnig minnkandi og hann fer sennilega að sjá eftir því að hafa boðað til kosninga. Vonandi losna Danir við hann og stjórnina og kjósa þess í stað velferðarstjórn til vinstri. 

Dregur úr stuðningi við Rasmussen 


mbl.is Fylgi við ríkisstjórnina minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kominn tími til að kjósa Rasmussen í burtu

304348A Það er dálítið einkennilegt þetta lýðræði að forsætisráðherra geti ákveðið með stuttum fyrirvara (þegar vel stendur á samkvæmt skoðanakönnunum) að boðað til kosninga. Frekar augljóst að ráðandi öfl hafa þannig forskot á stjórnarandstöðuna. En það er þá bara að vona að Danir séu nú skynsamir og kjósi stjórnarandstöðuflokkana frekar en hann Anders Fogh sem er frekar leiðinlegur náungi og einn aðal stuðningsmaður stríðs í Írak og besti vinur Bush. Ég hef tröllatrú á Dönum og að þeir kjósi hann í burtu þann 13. nóvember.
mbl.is Danir að kjörborðinu 13. nóvember
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þurfa sjálfstæðismenn ekki að líta í eigin barm?

411296AÞetta Orkuveitu/REI-mál er sífellt að verða alvarlegra. Ástæðan fyrir því að sjálfstæðismenn eru svona brjálaðir þessa dagana er sennilega að þar er hver höndin upp á móti annarri. Ég skrapp til Hannover í gær og nennti ekki að taka tölvuna með mér og svo þegar ég kem aftur til Berlínar og skoða viðbrögðin við pistlinum sem ég skrifaði rétt áður en ég fór sér maður að það er eitthvað mikið að gerast hjá sjöllunum og greinilega ekki allir sem eru að átta sig á hlutunum. Sjálfur hef ég ekki náð að fylgjast með öllum nýjustu vendingum í málinu en vonandi, þegar öllu verður á botninn hvolft, sjáum við hver vissi hvað og hverjir vissu ekki neitt. Það eru enn ekki öll kurl komin til grafar en eitt er á hreinu: Svandís Svavarsdóttir hefur hér afhjúpað eitt mesta hneyksli valdakarlanna sem átt hefur sér stað lengi og hún hefur staðið sig frábærlega.


mbl.is Borgarstjóri upplýstur um samning til 20 ára þann 23. september
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstri græn með Svandísi ynnu stórsigur ef kosið yrði nú

svandis2_325170 Þetta eru góðar fréttir fyrir nýjan meirihluta í Borginni. Og jafnframt enn einn áfallið fyrir íhaldið og var nú varla á bætandi, eða jú annars:) Sjálfstæðismenn öskra nú: "Kosningar! kosningar!..." en hætt er við því að þær hjáróma raddir þagni snarlega. Stuðningur kjósenda Vinstri grænna, Samfó og Framsóknar fagna nýjum meirihluta (u.þ.b. 92-93,9%) og meira að segja stuðningsmenn F-listans einnig (78,6%). Vinstri græn með Svandísi í fararbroddi ynnu stórsigur og bættu við sig 6% yrði kosið nú og færu upp í tæp 20% og bættu við sig þriðja fulltrúanum (Sóley bloggvinkona). Samfó bætti einnig við sig manni en íhaldið og F-listinn misstu sinn manninn hvor. Nú er að bretta upp ermarnar og bregðast ekki því trausti sem Reykvíkingar sýna nýja meirihlutanum. Leikskólarnir, samgöngumálin, félagsmálin eru komin á dagskrá.
mbl.is Nýr meirihluti nýtur stuðnings 56,5% borgarbúa samkvæmt könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisflokkurinn er getulaus í öllum málum

442684A Svandís Svavarsdóttir er langflottust og kann að koma fyrir sig orði svo eftir er tekið. Synd að missa af þessum fundi Vinstri grænna í Borginni í gær, það hefur greinilega verið góð stemning og fjör. Ung vinstri græn sendu einnig frá sér flotta ályktun þar sem þau fagna nýjum meirihluta en spyrja einnig mikilvægra spurninga sem Björn Ingi og Dagur ættu að svara strax. Það er svo deginum ljósara að það ríkir fullkomin upplausn hjá íhaldinu og því gengi var ekki treystandi fyrir stjórn borgarinnar deginum lengur. Gott að þau eru komin í minnihluta. Reyndar er þessi hlunkaflokkur allur eins og einhverjar restar og menn þar á bæ algerlega búnir að missa sig í geðvonsku og gífuryrðum. En það verða þau bara að eiga það við sig og vonandi jafna þau sig einhvertíma. Það er af nógu að taka í verkefnum í Borginni og fyrsta mál á dagskrá er að leysa ófremdarástand sem íhaldið skilur eftir sig, eftir aðeins 17 mánuði í stjórn, í dagvistarmálum. Ég mæli með því að leikskólakennarar og starfsfólk leikskóla fá strax launauppbót eins og löggan og þá munu fleiri ráða sig til starfa. Það skiptir öllu máli fyrir börnin okkar og fjölskyldurnar.
mbl.is Svandís: „Valhöll getulaus í erfiðum málum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.