Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Bloggar

Eitt ár á Moggablogginu, tvćr nýjar kannanir og Al Gore

421298AŢađ er mikill hátíđisdagur hjá mér hér í Berlín. Ekki vegna ţess ađ ţvottavélin okkar var rétt í ţessu úrskurđuđ svo gott sem ónýt heldur vegna ţess ađ í dag er eitt ár frá ţví ađ ég flutti mig yfir á Moggabloggkommúnuna eftir stutta byrjun á öđru bloggi. Svo er mađur enn í hátíđarskapi yfir nýja meirihlutanum í Borginni og ţví ađ vera laus viđ frjálshyggjuíhaldiđ. Ţađ á auđvitađ ekki ađ hlakka í manni yfir óförum annarra en hvađ er annađ hćgt ţegar mađur horfir uppá gamla gengiđ og félaga ţeirra eins og Sigurđ Kára, Björn Bjarna, Villa fyrrverandi og Gísla M. og hin fara hamförum í brćđi og láta út úr sér hluti sem erum svo vandrćđalegir ađ annađ eins hefur ekki heyrst lengi, ekki einu sinni hér á blogginu!

Ég er búinn ađ setja inn tvćr nýjar kannanir á síđuna og í annarri er spurt hvernig fólki lítist á nýju borgarstjórnina? Og í hinni hvort Bjarni Ármannsson eigi ađ skila hlutabréfunum í REI? Ég hvet alla til ađ taka ţátt og segja sína skođun. Í síđustu könnun spurđi ég hvort Vilhjálmur Ţ. Vilhjálmsson eigi ađ segja af sér sem borgarstjóri? Hátt í 300 manns svöruđu á nokkrum dögum og "já" sögđu 86%, 11% sögđu "nei", 1% sagđi "kannski", 1% "veit ekki" og 1% var "alveg sama". Afgerandi meirihluti fékk ósk sína uppfyllta ţó ađ Villi hafi sjálfur ekki séđ sóma sinn í ađ segja af sér ţá virkađi allavega lýđrćđiđ. Ţađ getur mađur svo ţakkađ Svandísi Svavarsdóttur sem hefur stađiđ sig eins og hetja og mun gera ţađ áfram. Gömlu könnuninni ţar sem spurt er um nafn á Ríkisstjórnina ćtla ég ađ leyfa ađ vera ađeins lengur ţví ţar eru spennandi hlutir ađ gerast. Til ađ byrja međ var "Baugsstjórnin" vinsćlast međ 35% en hefur nú lćkkađ í 27,2% og "Ţingvallastjórn" hefur einnig dalađ úr 30% í tćplega 26,7%. Nafngiftin "Viđhaldiđ" hefur hinsvegar aukist mikiđ eđa úr 10% í 20% og einnig hefur ţeim fjölgađ sem segja ađ hún heiti "Ekkert" úr 5% í 13%. "Framfarastjórn" og "Sáttastjórn" hefur aldrei átt miklu fylgi ađ fagna í ţessari könnun.

Mađur hefur varla viđ ađ óska fólki til hamingju međ hitt og ţetta hér á síđunni. Ţjóđverjar eru afa stoltir af sínum vísindamönnum sem fengu Nóbelsverđlaun sinn hvorn daginn fyrir eđlisfrćđi og efnafrćđi. Doris Lessing hlaut bókmenntaverđlaunin verđskuldađ og svo núna sjálfur "fyrrverandi nćsti forseti Bandaríkjanna" eins og Al Gore kynnti sjálfan sig gjarnan. Til hamingju međ ţađ. Ţessi úthlutun verđur sennilega ekki til ađ kćta frjálshyggjuliđiđ sem er á fullu í afneitun á ţví ađ viđ mannfólkiđ og allur iđnađurinn höfum eitthvađ međ hlýnun jarđar ađ gera. Hannes Hólmsteinn er sennilega miđur sín í dag og mun seint jafna sig. En verđlaunin til Al Gore og lofslagsnefndar SŢ eru góđar fréttir fyrir umhverfisverndarsinna. Til hamingju öll!

Ţađ eru komnar nćstum 90.000 heimsóknir á bloggsíđuna mína og stóra talan kemur sennilega í dag og sá sem kvittar hérna og bćtir viđ tölunni sem verđur nćst 90.000 fćr afmćlisgjöf frá mér senda í pósti (alvörupósti).


mbl.is Al Gore og loftslagsnefnd SŢ hljóta friđarverđlaun Nóbels
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Til hamingju Reykvíkingar!

173139_63_preview Ţađ voru góđar fréttir sem ég fékk í smáskilabođum rétt lentur aftur međ fluginu frá München hér í Berlín. Gamli meirihlutinn í Reykjavík er fallinn! Tvćr góđar fréttir á einum degi ţví femínistinn Doris Lessing fékk einnig verđskulduđ bókmenntaverđlaun Nóbels í dag. Ţađ er allt ađ gerast! Frábćr niđurstađa í borginni og ég óska Reykvíkingum til hamingju međ nýa félagshyggju- og velferđarstjórn um almannahgsmuni en ekki einkahagsmuni. Öllum Íslendingum óska ég einnig til hamingju ţví ţetta er jú stjórnin í höfuđborginni okkar.
mbl.is Samkomulag um nýjan meirihluta handsalađ klukkan 14
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Vilhjálmur Ţ. Vilhjálmsson segi af sér sem borgarstjóri - Ný könnun

villi.vill

Ég er búinn ađ setja upp nýja einfalda skođanakönnun á síđunni minni og hvet alla til ađ taka afstöđu og segja sína skođun. Til fróđleiks má benda á athyglisverđa umfjöllun á vísir.is um Villa Vill. Ţađ er reyndar áhugavert hvađ allir vinirnir í Sjálfstćđisflokksfrumskóginum eru ósammála. Ég get ekki séđ ađ skođanir Björns Bjarnasonar og Sigurđar Kára séu samrýmanlegar, annar talar út og hinn suđur. 50-100 milljarđar í gjöf frá borgarbúum til Glitnis og félaga er ađeins of rausnarlegt er ţađ ekki Villi, Heimdallur og Sigurđur Kári?


mbl.is Segir borgarbúa geta orđiđ af allt ađ 50 milljörđum króna
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Samkomulag Sjálfstćđismanna um áframhaldandi spillingu

gisli.mBorgarfulltrúar íhaldsins fara úr öskunni í eldinn í REI málinu. Nú eru allir ţar á bć "sáttir" og kátir. Lausnin er ađ "fara yfir máliđ" og selja hlut almennings í Reykjavík fyrir slikk sem fyrst. Ţáttur Bjarna Ármannssonar er sérstaklega athygliverđur (svo ekki sé minnst á ţátttöku yfirmanna rúv í ţví ađ reyna ađ hvítţvo manninn í drottningarviđtali). Ég hélt í einfeldni minni fram ađ ţessi ađ Bjarni vćri ágćtis náungi og ţokkalega heiđarlegur. Hann hefur hinsvegar opinberađ sig sem fullkomlega siđspilltan gaur sem situr sem fastast á einhverjum kaupréttarsamningi og ţađ eiga ađrar reglur ađ gilda um hann sjálfan en alla ađra. Mađurinn er búinn ađ stimpla sig út hjá mér en ef hann segir af sér og skilar ránsfengnum er ég sennilega til í ađ fyrirgefa honum.

Ţađ er eitthvađ einkennilegt viđ svipinn á Gísla Marteini á ţessari mynd af mbl.is og á annarri mynd af dv.is er Villi gamli ađ ganga smá línudans (walk the line) eđa er hann kannski bara ađ taka nokkur dansspor? Eđa jafnvel ađ aka sér til í sćtinu, eitthvađ heitt undir honum?

villi.dansarFyrir nokkrum árum neyddust borgarfulltrúar Kristilegra demókrata (CDU) hér í Berlín til ađ segja af sér eftir ađ ţeir voru sokknir svo djúpt í spillingarmál međ opinbert fé ađ ţeim var ekki viđ bjargandi. Ţeir hefđi hinsvegar aldrei, aldrei, sagt af sér sjálfviljugir ţví ţeim fannst ţeir ekkert hafa gert af sér. En ţeim var ekki lengur stćtt á ţví ađ svindla meira og fara illa međ opinbert fé og ţurftu ţví ađ segja af sér. Ef ţađ vćri allt í lagi á Íslandi ćttu Villi, Björn Ingi og Bjarni Ármanns ađ segja af sér stöđum sínum og taka sér langt og verđskuldađ frí. Ţađ munu ţeir hinsvegar ekki gera og ţađ er jú langt í nćstu kosningar. Stuttbuxnadeildin í Sjálfstćđisflokknum (Sjálftökuflokknum) kúkar svo í buxurnar í yfirlýsingu í dag međ einhverju smjađursbulli um ađ gott sé ađ selja hlut OR í REI til ađ "lćkka álögur á borgarbúa". (Og Sigurđur Kári kóar međvirkur í blekkingunni á blogginu sínu.) En auđvitađ vita Heimdellingar ađ verđiđ er langt undir raunverulegu virđi ţeirrar ţekkingar og tćkifćra sem liggja hjá REI og er allt starfsmönnum Orkuveitunnar ađ ţakka. Ţetta er ţví ljót blekking sem mun kosta borgarbúa milljarđa í töpuđum verđmćtum. En sumir kunna bara ekki ađ skammast sín.


mbl.is Stefnt ađ ţví ađ selja hlut Orkuveitunnar í REI
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

GT verktakar greinilegt glćpafyrirtćki

442327AŢađ er óhugnanlegt ađ horfa uppá ţessa GT verktaka haga sér eins og verstu mafíubófa. En ţađ er svo sem ekki langt í fyrirmyndirnar. Ţessi ţrćlkun á erlendum verkamönnum hefur viđgengist árum saman upp á Kárahnjúkum og nú einnig í verktakabransanum í Borginni. Starfsmannaleigur er orđiđ dulnefni fyrir ţrćlahald. Stjórnvöld hafa lokađ augunum og verkalýđshreyfingin er eins og sofandi risaeđla. Gott ađ einhverjir eru ađ rumska og vonandi tekst AFLi ađ fá ţessa verktaka dćmda. En hvađ um yfirvöld sem hafa horft á og látiđ ţetta viđgangast, samiđ viđ verktakana sem lofa bótum og ćtla ađ kippa öllu í liđinn. Viđ höfum kallađ ţetta yfir okkur međ Kárahnjúkavirkjun Impregilo og nú ţessum GT undirverktökum. Sjá einnig frétt á vísir.is.


mbl.is Fleiri starfsmenn GT verktaka leita eftir ađstođ hjá AFLi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ríkisstjórnin kolfallin - Vinstri grćn bretta upp ermarnar

könnun

Samkvćmt könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Stöđ 2 er stjórnin kolfallin. Ţađ eru góđar fréttir. Sveiflurnar í könnun Capacent eru grunsamlegar. Ţó ađ Framsókn sé međ hrćđsluáróđur ţá flykkist fólk sem ćtlađi ađ kjósa íhaldiđ varla yfir til Valgerđar. Á Vísi.is er sagt frá ţessari stóru könnun Stöđvar tvö og spennan magnast. Samkvćmt henni er VG ađ bćta viđ sig 6 ţingmönnum sem er frábćrt og Samfó er ađ hressast. Ţetta gćtu orđiđ niđurstöđurnar. Vinstri grćn vilja snúa viđ blađinu:

snúum_01

Og ţađ getur fólk gert á laugardaginn. Ţađ er kominn tími til: 

snúum_02

Árni Ţór segir frá heimsókn í Kaupţing ţar sem Ögmundur fór á kostum. Ég hvet alla til ađ lesa ţetta og kynna sé máliđ og dćma svo auglýsingar Framsóknar.


mbl.is Ríkisstjórnin fallin samkvćmt nýrri skođanakönnun
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Edda Ţórey Kristfinnsdóttir opnar sýninguna VISTASKIPTI á Café Karólínu

Vistaskipti

Frábćrt ađ ţađ verđi nóg ađ gera í Borginni á Sjónlistadegi. Ég ćtla ađ nýta morgundaginn í kröfugöngu og rokk međ UVG hérna fyrir norđan. Á laugardaginn verđur svo myndlistin í fyrirrúmi. Ţađ opnar ný sýning á Listasafninu á Akureyri og mörg galleríin eru međ opnanir. Sýningin hans Jónasar Viđars á Karólínu Restaurant hefur veriđ framlengd vegna fjölda áskoranna en Edda Ţórey Kristfinnsdóttir opnar nýja sýningu á Café Karólínu og tekur viđ af Ađalsteini Ţórssyni. Á heimasíđunni hans eru myndir frá sýningunni á Karólínu.

Edda Ţórey Kristfinnsdóttir

Vistaskipti

05.05.07 - 08.06.07  
 

Velkomin á opnun laugardaginn 5. maí 2007, klukkan 14

Café Karólína // www.karolina.is
Kaupvangsstrćti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755
---
Laugardaginn 5. maí klukkan 14 opnar Edda Ţórey Kristfinnsdóttir sýninguna VISTASKIPTI á Café Karólínu. Café Karólína opnar nú klukkan 10 alla virka morgna en klukkan 12 á laugardögum og sunnudögum.

VISTASKIPTI er uppspretta verka minna sem ég sýni á Café Karólínu. Viđ mannfólkiđ erum á eilífu ferđalagi. Hús úr húsi, sveit úr sveit, borg úr borg, land úr landi, úr einni vist í ađra. Vistin getur veriđ frá ţví ađ vera góđ til ţess ađ vera nöturleg. Viđ ráđum ekki alltaf för.
Verkin eru skúlptúrar, lágmyndir, vídeo, textavek og ljósmyndir á striga.

Tilvera okkar er undarlegt ferđalag.
Viđ erum gestir og hótel okkar er jörđin.
Einir fara og ađrir koma í dag,
ţví alltaf bćtast nýjir hópar í skörđin.
                            Tómas Guđmundsson


Hćgt er ađ nálgast upplýsingar um verk og feril Eddu ásamt myndum á verkum á síđunni http://umm.is/UMMIS/Listamenn/Listamadur/599
Nánari upplýsingar veitir Edda í sima 8994908

Myndin hérna fyrir ofan er af einu verka Eddu sem hún sýnir á Café Karólínu.

Edda verđur viđstödd opnunina.
Sýningin á Café Karólínu stendur til 8. júní 2007. Allir eru velkomnir á opnun laugardaginn 5. maí 2007, klukkan 14.

Nćstu sýningar á Café Karólínu:

09.06.07-06.07.07        Björg Eiríksdóttir
07.07.07-03.08.07        Elísabet Jónsdóttir
04.08.07-31.08.07        Dagrún Matthíasdóttir
01.09.07-05.10.07        Stefán Jónsson
06.10.07-02.11.07        Marsibil G. Kristjánsdóttir
03.11.07-30.11.07        Birgir Sigurđsson
01.12.07-04.01.08        Steinunn Helga Sigurđardóttir
05.01.08-02.02.08        Guđrún Vaka  

Umsjónarmađur sýninganna er Hlynur Hallsson


mbl.is Sjónlistadagur í Reykjavík
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Without The Balls rokka hjá UVG á 1. maí

1.maíFyrsti maí er á morgun og ţađ er ţétt dagskrá, sól og hiti og baráttustemning ţví viđ fellum ríkisstjórn ójöfnuđar eftir nokkra daga. Hér á Akureyri byrjar balliđ klukkan 11 árdegis hjá Stefnu upp í Kaupangi á Mongó (sjá dagskrá hér neđar) og svo er kröfuganga klukkan 13:30 í miđbćnum og ađ Sjallanum ţar sem Ögmundur Jónasson er ađalrćđumađur. Kaffi og kökur hjá Vinstri grćnum í Kosningamiđstöđinni í Göngugötunni og um kvöldiđ klukkan 20 hefjast frábćrir tónleikar sem Ung vinstri grćn á Akureyri og Austurlandi standa fyrir og ţar er hellingur af atriđum á dagskránni sem ég á ađ kynna fyrir ţéttsetnum Grćna hatti. Spenntastur er ég fyrir stúlknabandinu Without the balls frá Egilsstđum en ţćr slógu í gegn ţegar Rás 2 plokkađi hringinn fyrir nokkrum dögum. Umsögnin um ţćr á heimasíđu Rásar 2 er:

without the balls"Síđastar á sviđ voru heimasćturnar í hljómsveitinni Without The Balls, sem var gestahljómsveit kvöldsins, en hún er skipuđ fimm ungum stúlkum frá Egilstöđum og nćrliggjandi sveitum. Í gćrkveldi var bassaleikarinn reyndar fjarri góđu gamni. Hinar fjórar sem eftir stóđu létu sig samt hafa ţađ ađ koma fram og vöktu mikla hrifningu tónlistarfólksins ađ sunnan sem hafđi veriđ í ađalhlutverki fyrr um kvöldiđ og heimamenn tók ţeim einnig međ kostum og kynjum. Ţćr léku á tvo gítara og trommusett međ miklum tilţrifum og sungu af innlifun. Ţađ er ţví óhćtt ađ segja ađ stúlkurnar hafi komiđ, séđ, sungiđ og sigrađ."

Hei, nákvćmlega eins og Vinstri grćn munu gera! Ţetta verđur frábćrt. Hér er svo flott dagskrá Stefnu á Mongó:

Morgunfundur Stefnu 1. maí 2007


Mongo sportbar, Kaupangi kl. 11.00
 
Stefna – félag vinstri manna  heldur árlegan morgunfund á baráttudegi verkalýđsins í níunda sinn, á Mongo sportbar, Kaupangi 11.00
 
          Kjörorđ Stefnu eru ţessi:
 • Kosningar breyta ekki landslaginu – baráttuna út í grasrótina.
 • Vinnu viđ hćfi handa öllum.
 • Gegn markađsvćđingu og einkavćđingu.
 • Gegn stóriđjustefnu stjórnvalda.
 • Gegn sölu lands, vatns og sjálfstćđis.
 • Höfnum Evrópusambandsađild.
 • Gegn félagslegum undirbođum á íslenskum vinnumarkađi.
 • Jafnrétti kynjanna.
 • Írak: Hernámsöflin burt. Ísland úr stríđsliđinu.
 • Ísland úr NATO – segjum herstöđvarsamningnum upp.
 
Rćđumađur dagsins er Björgvin Leifsson, sjávarlíffrćđingur á Húsavík.
 
Ávarp um kynjahlutverk og jafnrétti:  Andrea Hjálmsdóttir háskólanemi.
 
Hjónin Kristjana Arngrímsdóttir og Kristján Hjartarson syngja.
 
Framinn verđur ýmiss frekari söngur og upplestur í anda dagsins.
        
    Allir velkomnir.

_____________________

Stefna - félag vinstri manna 


mbl.is Kröfuganga og útifundur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Málţing Möllu

malla

Í tilefni af áttatíu ára afmćli Málmfríđar Sigurđardóttur fyrrverandi alţingiskonu halda Vinstri grćn og vinir Möllu málţing um jafnréttismál á kaffistofu Amtsbókasafnsins á Akureyri laugardaginn 28. apríl klukkan 15-17.

Erindi flytja:
Guđfríđur Lilja Grétarsdóttir: Jafnrétti hvađ ţarf til?
Valgerđur H. Bjarnadóttir: Ađ skapa nýja veruleika, heim fyrir konur og karla
Tónlist:   Björn Valur Gíslason og Jón Kristófer Arnarson
Hólmfríđur Jónsdóttir: Ávarp úr Mývatnssveit
Jón Hjaltason og Steingrímur J. Sigfússon flytja ávörp.
Fjöldasöngur og léttar veitingar
Fundarstjóri Ţuríđur Backman alţingiskona

 

Ég hvet alla til ađ mćta á bókasafniđ og fagna međ Möllu 80 ára afmćlinu og skemmta sér saman. Málmfríđur skipar heiđurssćtiđ á lista Vinstri grćnna í Norđausturkjördćmi.


Ómar R. Valdimarsson ćtlar ađ kćra Gauk Úlfarsson

ómar.r.valdÓmar R. Valdimarsson, talsmađur Impregilo hefur mörg járn í eldinum ţessa dagana. Ekki bara ađ hann sé ađ hamast uppá Kárahnjúkum heldur er hann einnig afkastamikill bloggari. Síđustu daga hefur hann einbeitt sér međ skítkasti ađ Vinstri Grćnum og tekiđ Paul Nikolov og Sóleyju Tómasdóttur sérstaklega fyrir. Gaukur Úlfarsson skrifađi athugasemd á síđu Ómars sem hann riskođađi smá og henti út. Gaukur skrifađi ţá um máliđ og Ómar tók upp símann og hringdi í Gauk og hótađi honum málshöfđun. Ţetta fer ađ verđa spennandi og dálítiđ einkennilegt hvađ sumir eru hörundsárir ţessa dagana. En ţađ er jú mikiđ ađ gera hjá Ómari í vinnunni međ allt drasliđ meira en ţrjá mánuđi á eftir áćtlun og ekkert rafmagn komiđ og borarnir hjakka á sama stađ undir Ţrćlahálsi og svo er líka eitthvert óloft í göngunum og erlendu verkamennirnir alltaf ađ kvarta. Ţetta getur veriđ erfitt líf.


mbl.is Beđiđ eftir sérfrćđingum til ađ meta loftmengunina í ađrennslisgöngunum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síđur

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband