Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hillary Clinton forseti BNA 2008 og "Axarmorðingi í móðurfaðmi"

hillary

Ég spái því hér með formlega að Hillary verði forsetaframbjóðandi Demókrata í BNA í nóvember og að hún vinni nauman sigur á frambjóðanda Repúblikana, sem ég hef ekki hugmynd um hver verður, eftir spennandi og rándýra kosningabaráttu. Vonandi verður Barack Hussein Obama varaforseti þó að John Edwards sé ágætur þá er Obama stjarna. Það að Hillary hafi fellt nokkur tár sýnir bara að hún er mannleg eins og við flest (ef ekki öll:)

Það er svo afar athyglisverður fyrirlestur um allt annað mál í AkureyrarAkademíunni á fimmtudag. Hér er tilkynning um það sem verður á boðstólnum í gamla Húsmæðraskólanum:

Við minnum á fyrsta Fimmtudagshlaðborð ársins

Fimmtudaginn 10. janúar kl. 17 flytur Brynhildur Þórarinsdóttir fyrirlesturinn
„Axarmorðingi í móðurfaðmi. Uppeldisfræði Egils sögu Skalla-Grímssonar“.

Fyrirlesturinn fer fram í gamla Húsmæðraskólanum, Þórunnarstræti 99, Akureyri.

Miðaldamenn litu ekki á börn sem sérstakan þjóðfélagshóp heldur „litla fullorðna“, fullyrti franski fræðimaðurinn Philippe Ariés fyrir nokkrum áratugum. Bernskufræðinga greinir nú mjög á um réttmæti fullyrðingar Ariés. Vissulega var íslenska miðaldasamfélagið gjörólíkt því sem við nú þekkjum en engin ástæða er þó til að halda því fram að fólk hafi litið börn öðrum augum en nú er gert. Í erindinu mun Brynhildur ræða um þá „uppeldisfræði“ sem fram kemur í íslenskum miðaldabókmenntum, sérstaklega Egils sögu.

Brynhildur Þórarinsdóttir er íslenskufræðingur og aðjúnkt við Kennaradeild Háskólans á Akureyri. Hún hefur sent frá sér sex barnabækur og eru þrjár þeirra endursagnir á Njálu, Eglu og Laxdælu, en fyrir þær hlaut hún norrænu barnabókaverðlaunin 2007. Í fyrirlestrinum nýtir hún sér reynslu sína af matreiðslu miðaldaarfsins, barnauppeldi, bernskuvísindum, kennslufræði og karlmennskurannsóknum.

Að erindinu loknu verður boðið upp á léttar veitingar að hætti hússins.

Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.


mbl.is Gáfu tárin Clinton byr?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég ætla að kaupa Moggann í dag

Ég var að fletta Mogganum á kaffistofunni áðan og hann er bara stútfullur af áhugaverðu efni. Strax á forsíðunni eru tvær frábærar fréttir, önnur af konu sem er til í að endurbyggja Laugarveg 4 og 6 á eigin kostnað, dæmi sem borgarstjórn getur ekki hafnað og hin af frábærum árangri í almenningssamgöngum hér á Akureyri. Inní í blaðinu er ítarleg og vel skrifuð fréttaskýring Skafta Hallgrímssonar um reynsluna af ókeypis strætó frá mörgum sjónarhornum og best finnst mér náttúrulega setning Ninju Rutar nema í VMA sem segir að það sé líka menning að nota strætó, þar hitti maður fólk á leið til vinnu og skóla og að margir félaga hennar skilji bílinn eftir heima og fari frítt í strætó í skólann. Þetta er snilld og nú þarf bara að bæta kerfið og auka tíðni ferða.

Auk þess er hellingur af áhugaverðum fréttum í Mogganum, til dæmis skemmtileg grein Einars Fals um "lista með listamönnum" þar sem hann fjallar um artfacts.net (að vísu smá galli að hann gleymir að benda á hvar ég er á þessum frábæra lista sæti, 6.040 af 180.000 og ofar en Georg Guðni og Hrafnkell sjónlistaverðlaunahafi!).

Svo er einnig áhugaverð grein um Obama og Hillary og meira og meira. Ég veit að þessi pistill minn hljómar eins og ömurleg auglýsing eða allavega kostun frá Mogganum en svo er nú ekki. Leiðararnir eru líka eins og venjulega svo ekki sé nú talað um Staksteina sem ég nenni ekki að lesa þó að hann hafi jafnvel líka litið skár út en venjulega.

Það er greinilegt að það er hellingur af færu fólki að vinna hjá Mogganum þó að topparnir (með undantekningum) séu úti að aka. Stundum kaupum við Moggann á laugardögum með Lesbókinni en nú ætla ég að koma við í Strax og kaupa þetta þriðjudagsblað og ekki bara hanga yfir mbl.is þó að það sé nú einnig ágætt.


mbl.is Ósátt við rökstuðning ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankarnir finna leið til að smyrja á annað

mynt_160207

Íslensku bankarnir sem hafa verið duglegir við að innheimta seðilgjöld, þjónustugjöld og aukagjöld ýmiskonar verða sennilega fljótir að finna leið til að smyrja á eitthvað annað svo neytendur þurfa alltaf að borga brúsann á endanum. Gamli allaballinn hann Björgvin viðskiptaráðherra fær samt prik fyrir að beita sér í þessu máli, já og banna seðilgjöldin illræmdu. Þetta uppgreiðslugjald er einnig glæpsamlegt og samkeppnishamlandi.

Íslenskir neytendur eru með þeim slöppustu í heimi og kominn tími til að við tökum okkur tak og gerum eitthvað í málunum, hættum að kaupa drasl sem verið er að okra á og skiptum um banka þegar okkur er nóg boðið. Ég fagna því til dæmis að þýskur sparisjóðabanki ætlar að bjóða upp á lán með lægri vöxtum hér á landi.

Það þarf að efla neytendavitund og stórefla neytendasamtökin svo þau virki hér eins og í öðrum löndum. Gott ef Björgvin Sigurðsson ætlar að fara í það.


mbl.is Seðilgjöld heyri sögunni til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frasarnir um fjölda glæpa útlendinga gerðir afturreka

407716AAf umfjöllun úr fjölmiðlum að dæma eru pólverjar á Íslandi glæpamenn upp til hópa. Nú kemur hinsvegar í ljós að þetta er einn stór "misskilningur" því hið rétta er að pólverjarnir sem hér búa eru löghlýðnastir allra, mun löghlýðnari en íslendingar. Þetta er í raun í samræmi við niðurstöður úr rannsóknum frá öðrum löndum. Útlendingarnir eru í flestum tilfellum miklu löghlýðnari en innfæddir.

Það er hinsvegar vel þekkt að öfgahægriflokkar gera í því að fullyrða allt annað og ala þar með á fordómum. Við höfum nýleg dæmi um þetta frá Sviss, Hollandi, Þýskalandi og Danmörku. Í Þýskalandi var vinsælt slagorð hjá þessu þjóðernissinnuðu flokkum "Burt með útlendinga!". Þegar það var bannað þá breyttu þessir öfgahægriflokkar (nýnasistaflokkar eins og DVU) slagorðinu í "KRIMINELLE AUSLANDER RAUS" sem ef til vill er hægt að þýða "Afbrotaútlendingar burt". Þar er eiginlega farið úr öskunni í eldinn því það er einmitt látið að því liggja að útlendingarnir fremji fleiri glæpi en innlendir. Þetta hefur auðvitað verið hrakið með tölfræði en það dugar ekki til, verstu þjóðernissinnarnir halda áfram að bulla. Alveg eins og mér sýnist nokkrir nafnlausir bloggarar gera í tenginu við þessa frétt hér á moggablogginu.

Formaður samtaka Pólverja á Íslandi Witek Bogdanski bendir á í 24 stundum að í fréttum er gjarnan sagt frá því ef útlendingar séu þeir sem frömdu glæpinn en ekkert minnst á hvaðan maðurinn sé (til dæmis úr Kópavogi) ef hann er Íslendingur. Fjölmiðar þurfa að taka sér tak. Framtak Alþjóðahússins að verðlauna Ævar Kjartansson og Hjálmar Sveinsson fyrir afbragðs þætti á Rás 1 um málefni innflytjenda er til fyrirmyndar.

Af gefnu tilefni eru þeir sem skrifa athugasemdir á bloggið mitt eru beðnir um að skrifa undir fullu nafni.


mbl.is Pólverjar þeir löghlýðnustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjartsýnn á að Ísraelsstjórn fari að lögum

Það ef til vill ofurbjartsýni til en það er alltaf hægt að halda í vonina. Ísraelsstjórn hefur ítrekað þverbrotið alþjóðalög. Óskandi væri að Ísraelar skiluðu landi aftur til Palestínumanna og að friður kæmist á. Það er mikill kraftur í samtökunum Ísland-Palestína og á morgun kemur góður gestur og segir frá ástandinu í landinu. Hér er tilkynning frá samtökunum.

Heimsókn Ali Zbeidat til Íslands
Opinn fundur í Alþjóðahúsinu á morgun - Laugardaginn 5. janúar, kl 14.00



Félagið Ísland-Palestína hefur starfsemi sína á nýju ári með heimsókn blaðamannsins og aktivistans Ali Zbeidat til Íslands og opnum fundi með honum í Alþjóðahúsinu, laugardaginn 5. janúar. Fundurinn hefst klukkan 14:00. Aðgangur er öllum opinn.

Ali Zbeidat er fyrrum pólitískur fangi sem í áraraðir barist fyrir mannréttindum Palestínumanna sem búa innan landamæra Ísraels (stundum kallaðir ísraelskir arabar). Hann hefur ísraelskan ríkisborgararétt og er búsettur í bænum Sakhnin, sem í dag liggur innan landamæra Ísraelsríkis.

Í upphafi fundarins verður sýnd 25 mínútna heimildarmynd um skipulega eyðileggingu á íbúðarhúsum Palestínumanna - en fjölskylda Ali sjálfs hefur átt á hættu að missa heimili sitt eftir að það var úrskurðað ólöglegt af ísraelskum yfirvöldum. Að sýningu lokinni flytur Ali ræðu um Palestínumenn í Ísrael, það er hlutskipti íbúa palestínsku svæðanna sem hertekin voru 1948 og innlimuð í Ísraelsríki. Þá mun hann fjalla um pólitíska fanga í Ísrael, en um ellefu þúsund Palestínumenn; karlar, konur og börn eru nú í ísraelskum fangelsum. Að lokinni ræðu hans verða fyrirspurnir og umræður.

----------------------------------------------------------
Tenglar:

  • Apartheid targets Palestinian home-owners inside Israel
    Jonathan Cook fer yfir sögu Ali Zbeidat í mjög góðri grein um hlutskipti Palestínumanna í Sakhnin og annarstaðar innan landamæra Ísraels.

  • The Legal Center for Arab Minority Rights in Israel
    Samtök sem vinna að mannréttindum palestínskra íbúa innan landamæra Ísraels. Beita sér m.a. fyrir jafnrétti til náms og réttindum fanga, veita lögfræðiaðstoð og reka mál gegn lagasetningum sem mismunar fólki á kostnað uppruna þeirra eða trúarbragða.

  • Adameer
    Samtök sem vinna að því að verja mannréttindi palestínskra fanga í Ísrael. Hér má finna margs konar fróðleik og tölfræði, ekki síst um pólitíska fanga.

mbl.is Bush bjartsýnn á friðarsamkomulag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Joris Rademaker opnar sýningu í Kunstraum Wohnraum á sunnudag

joris

JORIS RADEMAKER

MANNLEG TILVIST

06.01. - 02.03.2008


Opnun sunnudaginn 6. janúar 2008, klukkan 11-13

Opið samkvæmt samkomulagi    


KUNSTRAUM WOHNRAUM           
Hlynur Hallsson • Kristín Kjartansdóttir   
Ásabyggð 2 • IS-600 Akureyri •  +354 4623744
hallsson(hjá)gmx.net • www.hallsson.de

---

Sunnudaginn 6. janúar 2008 klukkan 11-13 opnar Joris Rademaker sýninguna Mannleg tilvist í Kunstraum Wohnraum á Akureyri. Joris er Hollendingur en hefur fengist við myndlist síðan 1983. Hann var útnefndur bæjarlistamaður Akureyrar árið 2006.
Joris vinnur með blandaða tækni og oft með mismunandi þema í lengri tíma í senn. Þetta er einhverskonar yfirlitssýning inni á heimili þar sem verkin samræmast alvöru og leik heimilisfólksins. Þau eru unnin út frá pússluspilskubbi, og í mismunandi tækni, vatnsliti, veggfóður, sprey, þrykk, málverk, ljósrit, klippimynd og sem objekt eða hlutir.

Kunstraum Wohnraum hefur verið starfrækt frá árinu 1994, fyrst í Hannover og nú á Akureyri. Það er til húsa á heimili Hlyns Hallssonar og Kristínar Kjartansdóttur í Ásabyggð 2. Sýning Jorisar Rademakers stendur til 2. mars 2008 og er opin eftir samkomulagi og hægt er að hringja í síma 4623744. Nánari upplýsingar um Kunstraum Wohnraum er að finna hér.
 

Joris Rademaker

1977-1983 Myndmenntakennaranám í Tilburg í Hollandi
1983-1986 AKI: Myndlistaskólinn í Enschede í Hollandi
2006 Bæjarlistamaður Akureyrar


Sýningar

1987 Gallery Hooghuis, Arnhem, Holland
1988 Markt 17, Enschede, Noordkunst, Holland
1995 Listasafnið á Akureyri
1995 Slunkaríki, Ísafjörður
1997 Nýlistasafnið í Reykjavík
1997 Deiglan Akureyri, Listasumar 95 á Akureyri
1998 Gallerí+, Akureyri
2002 Slunkaríki, Ísafjörður
2002 Gallerí Skuggi, Reykjavík
2004 Safnasafnið, Svalbarðsströnd
2005 Bókasafn Háskólans á Akureyri
2005 Gallarí gangur, Reykjavík
2005 Gallerí+, Akureyri
2006 Populus Tremula, Akureyri
2006 Karólína Restaurant


Gleðilegt ár öll - Dagskrá KW 2008-2009

Ragnar-Kjartansson-2007-God

Nokkrar mínútur i að kveikt verði í brennunni hér fyrir norðan. Já, gleðilegt ár öll! Til hamingju Svandís með að vera kosin verðskuldað maður ársins af hlustendum Rásar 2. Myndlistin byrjar af krafti þetta árið og laugardaginn 26. janúar klukkan 16 ætlum við að stofna formlega myndlistarfélagið. Stofnfundurinn verður í Deiglunni hér í Listagilinu. Á sunnudaginn klukkan 11 er opnun heima hjá okkur og allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Joris Rademaker byrjar og hér er svo dagskráin í Kunstraum Wohnraum fyrir 2008-2009.

6. janúar 2008 - 2. mars 2008            Joris Rademaker

16. mars 2008 - 22. júní 2008            Ragnar Kjartansson

27. júlí 2008 - 21. september 2008         Alexander Steig

5. okt. 2008 - 21. desember 2008        Arna Valsdóttir 

4. janúar 2009 - 22. mars 2009             Hanna Hlíf Bjarnadóttir

5. apríl 2009 - 21. júní 2009            Huginn Þór Arason   

5. júlí 2009 - 20. september 2009        Vera Hjartardóttir 

4. október 2009 - 20. desember 2009    Aðalheiður Eysteinsdóttir 

 

KUNSTRAUM WOHNRAUM

Opnun sunnudag klukkan 11-13. Opið eftir samkomulagi 4623744

Hlynur Hallsson og Kristín Kjartansdóttir, Ásabyggð 2, 600 Akureyri


mbl.is Kveikt í brennum í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Benazir Bhutto myrt

Ástandið í Pakistan virðist hanga á bláþræði. Daglega eru gerðar sjálfsmorðsárásir. Ekki beint friðsöm jól þar í landi. Kosningarnar sem eiga að fara fram eftir tvær vikur hljóta að vera í uppnámi eftir að einn helsti frambjóðandi stjórnarandstöðunnar er drepin. Benazir Bhutto var hugrökk kona og hún lét lífið í dag fyrir hugrekki sitt. Lýðræðið hefur enn og aftur beðið hnekki.


mbl.is Benazir Bhutto látin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

50% líkur á hvítum jólum á Norðurlandi og 100% líkur á friðargöngu

betlehem

Daginn er tekið að lengja og það er bjart á Akureyri þessa stundina, vantar bara snjóinn. En hann gæti komið í kvöld eða á morgun ef allt fer vel. Það verður Blysför í þágu friðar í kvöld. Í höfuðborginni og á  Ísafirði er lagt af stað klukkan 18 en hér á Akureyri klukkan 20.  Um leið og ég óska öllum friðar og gæfu birti ég hér dagskrána:

Hin árlega Blysför í þágu friðar verður gengin á Þorláksmessu á Akureyri.

Gengið verður frá Samkomuhúsinu í Hafnarstræti kl. 20.00 og út á Ráðhústorg.

Það er góður siður að bæta við hinn almenna friðarboðskap jólanna andstöðu  við stríðsrekstur og yfirgang á líðandi stund.

Árásarstríð og hernám þjaka Írak og annað eins fer fram í Afganistan undir forystu NATO.  Hótað er hernaðaraðgerðum gegn Íran. Stuðningur Íslands við stríðsreksturinn í Írak hefur ekki verið afturkallaður.

Sýnum hug okkar um stríðið og friðinn.

Kjörorð eru þau sömu og undanfarin ár:

- Frið í Írak!

- Burt með árásar og hernámsöflin!

- Enga aðild Íslands að stríði og hernámi!

 

Ávarp flytur Hannes Örn Blandon prófastur.

Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja.

Blys verða seld í upphafi göngunnar.

Aðstandandi: Samtök hernaðarandstæðinga


mbl.is 0,01% líkur á hvítum jólum í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins fjármagn til Háskólans á Akureyri

7

Það eru góð tíðindi að skrifað hafi verið undir samning milli Háskólans á Akureyri og menntamálaráðuneytisins um aukin framlög til skólans. Fjárskortur hefur háð HA lengi og nú er sem betur fer bætt úr því, allavega að hluta til. Mikilvægi Háskólans á Akureyri er ótvírætt og skólinn hefur fyrir löngu sannað sig. Hann ætti því að fá að vaxa enn hraðar enda er eftirspurnin fyrir hendi. Stjórn Vinstri grænna á Akureyri fagnar sérstaklega þessum samningi en í ályktuninni segir:

"Stjórn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs á Akureyri fagnar auknum fjárveitingum upp á 275 milljónir króna til Háskólans á Akureyri næstu þrjú árin. Þar með er óvissu eytt sem einkennt hefur rekstur Háskólans á Akureyri síðastliðinn ár, einkum hvað varðar möguleika skólans á sviði rannsókna og áframhaldandi uppbyggingar, og til að efla háskólanám á framhaldsstigi. Stjórnendur, starfsfólk og nemendur Háskólans á Akureyri geta nú betur einbeitt sér að því gríðarmikla uppbyggingastarfi sem unnið er bæði innan og utan veggja skólans. Um málefni Háskólans á Akureyri hefur ríkt víðtæk pólitísk samstaða frá upphafi og er mikilvægt að svo verði áfram."

Háskólinn á Akureyri hefur ekki aðeins þýðingu fyrir menntun í landinu öllu, hann hefur einnig styrkt Eyjafjarðarsvæðið sem ákjósanlegan búsetukost og mannlífið er blómlegra. Þess vegna ætti að stofna á Ísafirði Háskóla Vestfjarða sem fyrst að fordæmi Háskólans á Akureyri og sá skóli ætti auðvitað að vera sjálfstæður skóli en ekki útibú. Það skiptir máli.


mbl.is Tveir mikilvægir samningar fyrir Háskólann á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband