Leita í fréttum mbl.is

Frasarnir um fjölda glæpa útlendinga gerðir afturreka

407716AAf umfjöllun úr fjölmiðlum að dæma eru pólverjar á Íslandi glæpamenn upp til hópa. Nú kemur hinsvegar í ljós að þetta er einn stór "misskilningur" því hið rétta er að pólverjarnir sem hér búa eru löghlýðnastir allra, mun löghlýðnari en íslendingar. Þetta er í raun í samræmi við niðurstöður úr rannsóknum frá öðrum löndum. Útlendingarnir eru í flestum tilfellum miklu löghlýðnari en innfæddir.

Það er hinsvegar vel þekkt að öfgahægriflokkar gera í því að fullyrða allt annað og ala þar með á fordómum. Við höfum nýleg dæmi um þetta frá Sviss, Hollandi, Þýskalandi og Danmörku. Í Þýskalandi var vinsælt slagorð hjá þessu þjóðernissinnuðu flokkum "Burt með útlendinga!". Þegar það var bannað þá breyttu þessir öfgahægriflokkar (nýnasistaflokkar eins og DVU) slagorðinu í "KRIMINELLE AUSLANDER RAUS" sem ef til vill er hægt að þýða "Afbrotaútlendingar burt". Þar er eiginlega farið úr öskunni í eldinn því það er einmitt látið að því liggja að útlendingarnir fremji fleiri glæpi en innlendir. Þetta hefur auðvitað verið hrakið með tölfræði en það dugar ekki til, verstu þjóðernissinnarnir halda áfram að bulla. Alveg eins og mér sýnist nokkrir nafnlausir bloggarar gera í tenginu við þessa frétt hér á moggablogginu.

Formaður samtaka Pólverja á Íslandi Witek Bogdanski bendir á í 24 stundum að í fréttum er gjarnan sagt frá því ef útlendingar séu þeir sem frömdu glæpinn en ekkert minnst á hvaðan maðurinn sé (til dæmis úr Kópavogi) ef hann er Íslendingur. Fjölmiðar þurfa að taka sér tak. Framtak Alþjóðahússins að verðlauna Ævar Kjartansson og Hjálmar Sveinsson fyrir afbragðs þætti á Rás 1 um málefni innflytjenda er til fyrirmyndar.

Af gefnu tilefni eru þeir sem skrifa athugasemdir á bloggið mitt eru beðnir um að skrifa undir fullu nafni.


mbl.is Pólverjar þeir löghlýðnustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Björn

Mjög mikil einföldun hjá þér, en kemur ekki á óvart þar sem öfgavinstrimenn vilja opna landið fyrir öllu kviku.  Ég hef aldrei lesið í fjölmiðlum á Íslandi að Pólverjar væru að fremja glæpi?  Getur þú nefnt mér dæmi, nema kannski hið hræðilega slys í Keflavík í desember?

Formaður samtaka Pólverja á Íslandi Witek Bogdanski bendir á í 24 stundum að í fréttum er gjarnan sagt frá því ef útlendingar séu þeir sem frömdu glæpinn en ekkert minnst á hvaðan maðurinn sé (til dæmis úr Kópavogi) ef hann er Íslendingur.

Þetta er auðvitað með ólíkindum heimskulegt og barnalegt að segja svona.  Svona er þetta allsstaðar...já Hlynur líka hér í Danmörku og meira að segja í Noregi.   Á fjölmiðilinn að skoða símaskrána og skoða hvar afbrotamaðurinn býr og svo draga ályktun af því hvaðan hann sé?  Nú er ég uppalinn í Kópavogi, bý í Kaupmannahöfn, er með síðasta lögheimili í Breiðholtinu en er skráður í símaskránni á Ísafirði??  Hmmm...hvað á Mogginn að segja?

Nú í morgun var framið morð á Strikinu hér í Kaupmannahöfn þar sem ég bý. 19 ára danskur strákur var stunginn í læri og svo kassann af innflytjanda og tilefnið...jú hann vildi fá húfuna hans.  Fyrir um þremur vikum síðan var innflytjandi myrtur af öðrum innflytjanda við eitt sjúkrahúsið hér í Kaupmannahöfn - talið var að um væri að ræða tengsl við fíkniefnaviðskipti að mig minnir.  Unglingar hér í borg, og þá er ég helst að tala um innflytjendur ganga yfirleitt með hnífa á sér þegar þeir eru á vappi í miðborginn á kvöld- og næturlagi.  

Það að Pólverja séu mjög löghlýðnir kemur mér alls ekkert á óvart.  Þeir eru harðduglegir flestir og vilja öllum vel.  Skemmd epli finnast á milli, eins og allsstaðar.  

Sem betur fer er ströng innflytjendalöggjöf á Íslandi og þannig á hún að vera.  Norðurlöndunum hefur mistekist hryllilega í þessum málum, undir dyggri stjórn vinstrimanna.  Löndin eru að súpa seyðið af þessum núna.  

Guðmundur Björn, 5.1.2008 kl. 20:14

2 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Gó grein hjá þér Hlynur minn eins og alltaf. Þú ert aldrei hræddur við það að stinga nefinu of langt fram og mættu fleiri úr þínum röðum vera sýnilegri.

Gunnar Páll Gunnarsson.   (Gunni Palli kokkur) 

ps: Áramótakveðjur til ykkar allra frá Lejre í "Danaveldi" 

Gunnar Páll Gunnarsson, 6.1.2008 kl. 02:28

3 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

 Ég ætla ekki að leggja neinn dóm á hvað hægri eða vinstri öfgaflokkar eru að segja eða gera í öðrum löndum.

Svona tölfræði eins og sett var fram í fréttinni sannar ekki neitt til eða frá. Ég  hef ekkert á móti Pólverjum, þekki ekki marga en þeir sem ég hef kynnst eru sómafólk

Þessi árátta frétamanna að taka fram, þegar um afbrot er að ræða, að viðkomandi hafi verið af hinu  eða þessu þjóðerninu er lítt skiljanleg, þar sem fréttin hlýtur að eiga að vera um afbrotið. það er svo annað mál að þegar búið er að upplýsa málið, mætti frekar  nefna hvaðan viðkomandi er, þó það þjóni í rauninni engum tilgangi.

Það myndi nú samt ekki saka að innflytjendur gætu framvísað hreinu sakavottorði ,nú veit ég ekki hvernig þeim málum er háttað, en finnst einhvernvegin á fréttum að svo sé ekki.

Ari Guðmar Hallgrímsson, 6.1.2008 kl. 07:51

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Þetta mátti alveg koma fram. En ef það er íslendingur þá er örugglega nefnt ef hann er úr Breiðholti.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 6.1.2008 kl. 12:36

5 Smámynd: glistrup

Ættir nú að kynna þér málin betur áður en þú kemur með fullyrðingar.

Það er vitað að í skandinavíu, í ákveðnum aldurshópum meðal innflytjenda (þá helst múslima) er glæpatíðnin gífurleg, sumstaðar yfir 80%. Þá er ég að tala um glæpi, ekki smávægilegar yfirsjónir.

Og Íslendingar ættu að prísa sig sæla yfir því að innflytjendur á Íslandi eru flestir frá öðrum ríkjum Evrópu, en ekki mið-austurlöndum eða öðrum múslima ríkjum. Ættum í raun aljörlega að loka fyrir inflytjendur frá þeim löndum.

Kveðja frá Köben:-)

glistrup, 6.1.2008 kl. 12:46

6 Smámynd: Bogi Jónsson

Ég verð nú að viðurkenna það (þó ljótt sé frá að segja) að ég grét það ekki að um þessar mundir eru Pólverjar, Lettar eða Líháar gerðir að glæpablóraböglum og kennt um það sem miður fer, því þá fékk ég smá frí frá því einelti sem Thailendingar ( en ég hef verið giftur Thailending síðustu tvo áratugi) og Filippseyjingar hafa búið við síðasta áratug. frá hendi fjölmiðla, og væntanlega fer stjórnsýslan að hætta að hafa horn í síðu þeirra í kjölfarið. 

Bogi Jónsson, 6.1.2008 kl. 15:24

7 Smámynd: Guðmundur Björn

Jón Hnefill: 

Hægristjórn. Bíddu nú hægur!??  Gro Harlem Brundtland er forsætisráðherra 1986 til 1996, svo tekur Jagland við sem bauð nú allt kvikt velkomið til Noregs? Ertu að segja að þau séu hægrisinnuð?

Það var nú ekki mikið hægrisinnuð stjórn þegar Bondevik tók við 1997 enda kölluð "miðjustjórn" og svo "samvinnustjórn" frá 2001 til 2005.

Þú ert svo ekki að reyna að segja mér að það sé hægristjórn hér í Danmörku??  Anders Fogh tók þó föstum tökum á þessu innflytjendarugli hérna enda Poul Nyrup búinn að vera við völd frá 1993 til 2001.

Hvar sérð þú hægristjórn, nema kannski á Íslandi frá 1991 - 2007?

Guðmundur Björn, 6.1.2008 kl. 16:47

8 Smámynd: inqo

ég er búinn að fylgjast vel með frjálslyndaflokknum en hef ekki heyrt neina fordóma frá þeim í garð útlendinga glistrup minn.

mér finnst hinsvegar sorglegt hvað margir íslendingar eru tilbúnir að kasta gildum sínum og siðum fyrir útlendinga. og talandi um fordóma, þá er það staðreynd eins og t.d. þegar fólk kaupir sér íbúð þá setur það fyrir sig hvort útlendingar búi í blokkinni eða stigaganginum.

svo er mjög skrítið að þjóð sem rekur hreintungustefnu er mikið tilbúin að leggjast glennt fyrir "ósiðum" annarra þjóða.

inqo, 7.1.2008 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.