Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Til hamingju Doris Lessing

442580AÞað er stórkostlegt að Doris Lessing skuli hljóta hin eftirsóttu Nóbelverðlaun í bókmenntum. Hún á þau svo sannarlega skilið. Þessi frábæra kona hefur verið femínistum fyrirmynd í tugi ára. En fyrst og fremst er hún framúrskarandi rithöfundur. Skemmtilegt að hún skuli vera með myspace síðu. Hér er svo heimsíðan hennar og nánari upplýsingar á Wikipedia. Mbl.is birti lista yfir nóbelsverðlaunahafana í bókmenntum síðustu 106 ár og þar er auðvitað skortur á konum sem hefur þó verið bætt úr að hluta með hörkukonum eins og Elfriede Jelinek (2004) og nú Doris Lessing (2007). Mér finnst eins og mörgum að Nóbelnefndin hefði ekki alltaf þurft að leita langt yfir skammt og auðvitað hefði Astrid Lindgren átt á fá Nóbelinn. Hún var frábær rithöfundur en af því hún skrifaði fyrir börn var hún sennilega ekki með í pottinum. En til hamingju Doris Lessing!

 2006: Orhan Pamuk, Tyrklandi
 2005: Harold Pinter, Englandi
 2004: Elfriede Jelinek, Austurríki
 2003: John Maxwell Coetzee, Suður-Afríku
 2002: Imre Kertesz, Ungverjalandi
 2001: V.S. Naipaul, Breti frá Trinidad
 2000: Gao Xingjian, Frakki fæddur í Kína
 1999: Günter Grass, Þýskalandi
 1998: Jose Saramago, Portúgal
 1997: Dario Fo, Ítalíu
 1996: Wislawa Szymborska, Póllandi
 1995: Seamus Heaney, Írlandi
 1994: Kenzaburo Oe, Japan
 1993: Toni Morrison, Bandaríkjunum
 1992: Derek Walcott, Sankti Lúsíu
 1991: Nadine Gordimer, Suður-Afríki
 1990: Octavio Paz, Mexíkó
 1989: Camilo Jose Cela, Spáni
 1988: Naguib Mahfouz, Egyptalandi
 1987: Joseph Brodsky, Bandaríkjamaður fæddur í Rússlandi
 1986: Wole Soyinka, Nígeríu
 1985: Claude Simon, Frakklandi
 1984: Jaroslav Seifert, Tékklandi
 1983: William Golding, Bretlandi
 1982: Gabriel Garcia Marquez, Kólumbíu
 1981: Elias Canetti, Breti fæddur í Búlgaríu
 1980: Czeslaw Milosz, Bandaríkjamaður fæddur í Póllandi
 1979: Odysseus Elytis, Grikklandi
 1978: Isaac Bashevis Singer, Bandaríkjamaður fæddur í Póllandi
 1977: Vicente Aleixandre, Spáni
 1976: Saul Bellow, Bandaríkjamaður fæddur í Kanada
 1975: Eugenio Montale, Ítalíu
 1974: Eyvind Johnson og Harry Martinson, Svíþjóð
 1973: Patrick White, Ástrali fæddur á Bretlandi
 1972: Heinrich Böll, Þýskalandi
 1971: Pablo Neruda, Chile
 1970: Alexander Solzhenitsyn, Rússlandi
 1969: Samuel Beckett, Írlandi
 1968: Yasunari Kawabata, Japan
 1967: Miguel A. Asturias, Gvatemala
 1966: Shmuel Y. Agnon, Ísraeli fæddur í Póllandi, og Nelly Sachs, Svíi fædd í Þýskalandi
 1965: Mikhail Sholokhov, Rússlandi
 1964: Jean-Paul Sartre, Frakklandi (afþakkaði verðlaunin)
 1963: Giorgos Seferis, Grikki fæddur í Tyrklandi
 1962: John Steinbeck, Bandaríkjunum
 1961: Ivo Andric, Júgóslavíu
 1960: Saint-John Perse, Frakklandi
 1959: Salvatore Quasimoto, Ítalíu
 1958: Boris Pasternak, Sovétríkjumum
 1957: Albert Camus, Frakklandi
 1956: Juan Ramón Jiménez, Spáni
 1955: Halldór Kiljan Laxness, Íslandi
 1954: Ernest Hemingway, Bandaríkjunum
 1953: Winston Churchill, Bretlandi
 1952: François Mauriac, Frakklandi
 1951: Pär Lagerkvist, Svíþjóð
 1950: Bertrand Russell, Bretlandi
 1949: William Faulkner, Bandaríkjunum
 1948: Thomas Stearns Eliot, Bandaríkjunum
 1947: André Gide, Frakklandi
 1946: Hermann Hesse, Sviss
 1945: Gabriela Mistral, Chile
 1944: Johannes V. Jensen, Danmörku
 1939: Frans Eemil Sillanpää, Finnlandi
 1938: Pearl S. Buck, Bandaríkjunum
 1937: Roger Martin du Gard, Frakklandi
 1936: Eugene O'Neill, Bandaríkjunum
 1934: Luigi Pirandello, Ítalíu
 1933: Ivan Bunin, Sovétríkjunum
 1932: John Galsworthy, Bretlandi
 1931: Erik Axel Karlfeldt, Svíþjóð
 1930: Sinclair Lewis, Bandaríkjunum
 1929: Thomas Mann, Þýskalandi
 1928: Sigrid Undset, Noregi
 1927: Henri Bergson, Frakklandi
 1926: Grazia Deledda, Ítalíu
 1925: George Bernard Shaw, Írlandi
 1924: Wladyslaw Reymont, Póllandi
 1923: William Butler Yeats, Írlandi
 1922: Jacinto Benavente, Frakklandi
 1921: Anatole France, Frakklandi
 1920: Knut Hamsun, Noregi
 1919: Carl Spitteler, Sviss
 1917: Karl Gjellerup og Henrik Pontoppidan, Danmörku
 1916: Verner von Heidenstam, Svíþjóð
 1915: Romain Rolland, Frakklandi
 1913: Rabindranath Tagore, Indlandi
 1912: Gerhart Hauptmann, Þýskalandi
 1911: Maurice Maeterlinck, Belgíu
 1910: Paul Heyse, Þýskalandi
 1909: Selma Lagerlöf, Svíþjóð
 1908: Rudolf Eucken, Þýskalandi
 1907: Rudyard Kipling, Bretlandi
 1906: Giosuè Carducci, Ítalíu
 1905: Henryk Sienkiewicz, Póllandi
 1904: Frédéric Mistral og José Echegaray, Spáni
 1903: Bjørnstjerne Bjørnson, Noregi
 1902: Theodor Mommsen, Þýskalandi
 1901: Sully Prudhomme, Frakklandi 


mbl.is Lessing segist hafa fengið „verðlaunalitaröð"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Reykvíkingar!

173139_63_preview Það voru góðar fréttir sem ég fékk í smáskilaboðum rétt lentur aftur með fluginu frá München hér í Berlín. Gamli meirihlutinn í Reykjavík er fallinn! Tvær góðar fréttir á einum degi því femínistinn Doris Lessing fékk einnig verðskulduð bókmenntaverðlaun Nóbels í dag. Það er allt að gerast! Frábær niðurstaða í borginni og ég óska Reykvíkingum til hamingju með nýa félagshyggju- og velferðarstjórn um almannahgsmuni en ekki einkahagsmuni. Öllum Íslendingum óska ég einnig til hamingju því þetta er jú stjórnin í höfuðborginni okkar.
mbl.is Samkomulag um nýjan meirihluta handsalað klukkan 14
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reykjavík verði borg friðarins

big-FriarljsiVieyjpgTil hamingju öll með friðarsúluna hennar Yoko Ono. Þetta er flott jafnvel héðan frá Berlín! Björn Bjarna (herforingi) hefur vonandi séð sóma sinn í að mæta ekki enda svo  forhertum hernaðarsinna því miður sennilega ekki við bjargandi. Það var einnig einkennilegt að sjá slatta af fólki sem talaði fyrir innrás í Írak sitja þarna. En batnandi fólki er best að lifa. Það þarf hinsvegar að gera margt áður en Reykjavík verður friðarborg. 437264ATil dæmis að tilkynna herveldum heimsins að þau sé velkomin til borgarinnar en herskip og herþotur geti þau skilið eftir heima hjá sér. Hér er svo flott ályktun frá Samtökum hernaðarandstæðinga í tilefni af vígslu friðarsúlu í Viðey:

Samtök hernaðarandstæðinga lýsa ánægju sinni með þá ákvörðun að vekja athygli á mikilvægi friðarbaráttu í heiminum sem felst í því að sérstök friðarsúla listakonunnar Yoko Ono sé afhjúpuð í Viðey. Sömuleiðis fagna SHA vilja borgaryfirvalda til að kynna Reykjavík sem miðstöð friðar.

Til að slík stefnumörkun sé trúverðug verður þó fleira að koma til. Eigi Reykjavík að geta staðið undir nafni sem friðarborg er fráleitt að bjóða þangað hernaðarbandalögum til fundarhalda, þar sem lagt er á ráðin um
 vígvæðingu og stríðsrekstur. Fundir á borð við þingmannaráðstefnu NATO geta ekki samrýmst stöðu Reykjavíkur sem friðarmiðstöðvar.

Á sama hátt er fráleitt að finna friðarsúlu af þessu tagi stað nokkur hundruð metra frá þeim stað í Sundahöfn þar sem stærstu og voldugustu herskip NATO liggja við bryggju á hverju sumri. Er ef til vill ætlunin að friðarsúlan í Viðey gegni hlutverki innsiglingarljóss fyrir herskip sem hingað koma?

SHA hvetja borgaryfirvöld til þess að nota tækifærið við vígslu friðarsúlunnar og lýsa því yfir að herskipakomur í Sundahöfn verði ekki heimilaðar í framtíðinni. Þannig gæti Reykjavíkurborg stigið raunverulegt skref í átt til friðar og afvopnunar.


mbl.is „Gjöf frá John og Yoko og íslensku þjóðinni til heimsbyggðarinnar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson segi af sér sem borgarstjóri - Ný könnun

villi.vill

Ég er búinn að setja upp nýja einfalda skoðanakönnun á síðunni minni og hvet alla til að taka afstöðu og segja sína skoðun. Til fróðleiks má benda á athyglisverða umfjöllun á vísir.is um Villa Vill. Það er reyndar áhugavert hvað allir vinirnir í Sjálfstæðisflokksfrumskóginum eru ósammála. Ég get ekki séð að skoðanir Björns Bjarnasonar og Sigurðar Kára séu samrýmanlegar, annar talar út og hinn suður. 50-100 milljarðar í gjöf frá borgarbúum til Glitnis og félaga er aðeins of rausnarlegt er það ekki Villi, Heimdallur og Sigurður Kári?


mbl.is Segir borgarbúa geta orðið af allt að 50 milljörðum króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samkomulag Sjálfstæðismanna um áframhaldandi spillingu

gisli.mBorgarfulltrúar íhaldsins fara úr öskunni í eldinn í REI málinu. Nú eru allir þar á bæ "sáttir" og kátir. Lausnin er að "fara yfir málið" og selja hlut almennings í Reykjavík fyrir slikk sem fyrst. Þáttur Bjarna Ármannssonar er sérstaklega athygliverður (svo ekki sé minnst á þátttöku yfirmanna rúv í því að reyna að hvítþvo manninn í drottningarviðtali). Ég hélt í einfeldni minni fram að þessi að Bjarni væri ágætis náungi og þokkalega heiðarlegur. Hann hefur hinsvegar opinberað sig sem fullkomlega siðspilltan gaur sem situr sem fastast á einhverjum kaupréttarsamningi og það eiga aðrar reglur að gilda um hann sjálfan en alla aðra. Maðurinn er búinn að stimpla sig út hjá mér en ef hann segir af sér og skilar ránsfengnum er ég sennilega til í að fyrirgefa honum.

Það er eitthvað einkennilegt við svipinn á Gísla Marteini á þessari mynd af mbl.is og á annarri mynd af dv.is er Villi gamli að ganga smá línudans (walk the line) eða er hann kannski bara að taka nokkur dansspor? Eða jafnvel að aka sér til í sætinu, eitthvað heitt undir honum?

villi.dansarFyrir nokkrum árum neyddust borgarfulltrúar Kristilegra demókrata (CDU) hér í Berlín til að segja af sér eftir að þeir voru sokknir svo djúpt í spillingarmál með opinbert fé að þeim var ekki við bjargandi. Þeir hefði hinsvegar aldrei, aldrei, sagt af sér sjálfviljugir því þeim fannst þeir ekkert hafa gert af sér. En þeim var ekki lengur stætt á því að svindla meira og fara illa með opinbert fé og þurftu því að segja af sér. Ef það væri allt í lagi á Íslandi ættu Villi, Björn Ingi og Bjarni Ármanns að segja af sér stöðum sínum og taka sér langt og verðskuldað frí. Það munu þeir hinsvegar ekki gera og það er jú langt í næstu kosningar. Stuttbuxnadeildin í Sjálfstæðisflokknum (Sjálftökuflokknum) kúkar svo í buxurnar í yfirlýsingu í dag með einhverju smjaðursbulli um að gott sé að selja hlut OR í REI til að "lækka álögur á borgarbúa". (Og Sigurður Kári kóar meðvirkur í blekkingunni á blogginu sínu.) En auðvitað vita Heimdellingar að verðið er langt undir raunverulegu virði þeirrar þekkingar og tækifæra sem liggja hjá REI og er allt starfsmönnum Orkuveitunnar að þakka. Þetta er því ljót blekking sem mun kosta borgarbúa milljarða í töpuðum verðmætum. En sumir kunna bara ekki að skammast sín.


mbl.is Stefnt að því að selja hlut Orkuveitunnar í REI
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

GT verktakar greinilegt glæpafyrirtæki

442327AÞað er óhugnanlegt að horfa uppá þessa GT verktaka haga sér eins og verstu mafíubófa. En það er svo sem ekki langt í fyrirmyndirnar. Þessi þrælkun á erlendum verkamönnum hefur viðgengist árum saman upp á Kárahnjúkum og nú einnig í verktakabransanum í Borginni. Starfsmannaleigur er orðið dulnefni fyrir þrælahald. Stjórnvöld hafa lokað augunum og verkalýðshreyfingin er eins og sofandi risaeðla. Gott að einhverjir eru að rumska og vonandi tekst AFLi að fá þessa verktaka dæmda. En hvað um yfirvöld sem hafa horft á og látið þetta viðgangast, samið við verktakana sem lofa bótum og ætla að kippa öllu í liðinn. Við höfum kallað þetta yfir okkur með Kárahnjúkavirkjun Impregilo og nú þessum GT undirverktökum. Sjá einnig frétt á vísir.is.


mbl.is Fleiri starfsmenn GT verktaka leita eftir aðstoð hjá AFLi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmæli í Köben, Reykjavík, Sviss og Svíþjóð en ekki lengur í Búrma

nato

Þessi frétt um handtökur löggunnar í Köben á mbl.is er frekar slöpp eins og nokkrir bloggarar hafa bent réttilega á. Frétt mbl.is af mótmælunum við Laugardalshöllina er ekki heldur sérstaklega ítarleg. Þá er nú fréttin að sömu mótmælum á vísi.is skárri og þaðan er þessi ágæta mynd af yfirlöggunni taka ungann mann og fara með hann á löggustöðina til að sleppa honum eftir smá tíma. Ruv.is er hefur einnig vinninginn yfir mbl með smá frétt af sama atburði og einnig af mótmælunum í Köben. Dv.is skrifar ekkert um mótmælin gegn NATO fundinum en hinsvegar um flott mótmæli Greenpeace í Sviðjóð og segir einnig frá því að Norrænir umhverfisráðherrar mótmæla líka.

frontDv.is skrifar einnig mun ítarlegar um mótmælin í Köben heldur en mbl og það gerir vísir.is líka og vísir.is segir einnig frá mótmælum gegn hægri öfgamönnum í Sviss. Engin skrifar hinsvegar lengur um mótmæli í Búrma enda tókst löggunni og hernum þar í landi að berja mótmælin niður. Ég er á leið til Köben, ekki endilega til að mótmæla heldur aðallega til að flytja fyrirlestur í Myndlistarakademíunni um verkin mín en nokkur þeirra verka fjalla samt um mótmæli og mótmæli annarra gegn myndlistinni minni. Ef ég lendi í miðjum mótmælum í henni Köben þá lofa ég að blogga ítarlega um málið.


mbl.is Fjöldahandtökur í Kaupmannahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alcoa og Landsvirkjun stinga SNUÞi uppí nokkra Húsvíkinga

442126A Þremenningarnir á þessari mynd eru að stofna samtök. Athyglisvert er að þau eiga að heita "Umhverfis og náttúrusamtök" en ekki náttúruverndarsamtök. Samtökin eiga að "koma viðhorfum heimamanna til náttúru, verndar og umhverfis, milliliðalaust til skila." Sem sagt ekki náttúruverndar heldur náttúru og svo verndar, ef til vill til verndar álverum? Það er auðvitað brandari að helstu álverssinnar sveitarinnar séu að stofna samtök til að koma náttúruhugmyndum sínum á framfæri (milliliðalaust) og því hvað það væri nú frábært að fá álver á Bakka. Þessi setning er einnig gullmoli: "Loks steig Halldór Blöndal í ræðustól og flutti þrumandi ræðu um orku og atvinnumál sem vakti heimamenn til umhugsunar um málið frá nýjum sjónarhól." Mig grunar að þessi þrumuræða hafi nú verið flutt af gömlum og þreyttum sjónarhóli, nefnilega úr álhóli! Af hverju er ekki hægt að nýta orkuna í umhverfisvænan iðnað, skapandi hluti þar sem kraftur Þingeyinga fær að njóta sín? En þvert á móti eru góðar hugmyndir kæfðar niður og öskrað ÞETTA ER EKKI NÓGU STÓRT! í sífellu. Þessum mönnum er vorkunn. Af hverju gengu menn ekki bara alla leið og kölluðu samtökin SNUÐ frekar en SNUÞ. Það á miklu betur við.
mbl.is Umhverfis og náttúrusamtök Þingeyjarsýsla stofnuð á Húsavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svandís Svavarsdóttir ver hagsmuni kjósenda

Þetta REI mál er að verða það skelfilegasta fyrir meirihlutann í borginni. Vilhjálmur þorir ekki að mæta Svandísi Svavarsdóttur í sjónvarpinu enda er hann í djúpum skít. Björn Ingi stakk af til Kína með fyrsta flugi og nennir ekki lengur að tala í síma (allavega ekki við fjölmiðla). Það er Svandís Svavarsdóttir fulltrúi Vinstri grænna sem hefur staðið sig eins og hetja í því að verja hagsmuni Reykvíkinga. Hún var bæði í Kastljósinu og á Stöð 2 og í fjölda útvarpsviðtala í allan dag og flettir ofan spillingunni, æðibunuganginum, einkavinavæðingunni og meðferð íhaldsins og framsóknarleppanna í þessu máli. Hvar er Gísli Marteinn? Svandís tekur þá alla á beinið í þessum viðtölum sem sjá má hér á tenglunum. Áfram svona Svandís!

 


mbl.is Fá að kaupa hlut í REI fyrir 10 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjónauki, nýtt tímarit um myndlist kemur út

sjonauki

Það er ekki á hverjum degi sem það kemur út íslenskt tímarit um myndlist. Hundruð erlendra tímarita um myndlist blómstra og nú hafa myndlistarmennirnir Anna Júlía Friðbjörnsdóttir og Karlotta Blöndal gefið út nýtt tímarit, Sjónauka. Til hamingju með það! Hingað til hefur rás eitt fjallað mest um myndlist á Íslandi en bókmenntirnar eru í sjónvarpinu! Hrós til Rásar eitt en Sjónvarpið getur tekið sig heldur betur á. Það verður haldið útgáfuteiti Sjónauka laugardaginn 6. október kl. 17-19 í Pikknikksalnum, Grandagarði 8 (við hliðina á Kaffivagninum).

Í tímaritinu verða jafnan greinar eftir bæði innlenda og erlenda listgagnrýnendur, heimspekinga, rithöfunda og listamenn. Aðal viðfangsefni Sjónauka verður íslensk myndlist, umhverfi hennar og tengd málefni. Í hverju tölublaði verður nýtt verk unnið sérstaklega fyrir blaðið af völdum listamanni ásamt ítarlegri umfjöllun um hann. Fjölfaldað eintak af verkinu, í takmörkuðu upplagi, fylgir með blaðinu. Tímaritið verður gefið út tvisvar á ári, vor og haust og verða allar greina birtar bæði á íslensku og ensku.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband