Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Vefurinn

Bloodgroup er betri

bloodgroup

Garðar Thor Cortes er ágætur og þessi þungi kross örugglega líka en ég efast um fjörið hafi verið svipað og þegar hljómsveitin Bloodgroup frá Egilsstöðum tróð upp á Græna hattinum hér á Akureyri á tónleikum Ungra vinstri grænna á þriðjudaginn. Þetta voru frábærir tónleikar og Svavar Knútur hitaði upp og kældi niður. Stúlknabandið Without the Balls var að fara í próf og þær treystu sér ekki allar til að halda uppi stuði í prófunum daginn eftir svo maður heillast bara af þeim seinna. En Bloodgroup er næsta útrásargroup landsins. Myspace síðan þeirra er flott og ég mæli sérstaklega með laginu Try on. Sviðsframkoman var stórkostleg og fólk hoppaði út á gólfið og dansaði af sér slenið. Þau Lilja, Janus, Raggi og Halez voru afar lífleg og flink. Þetta er electrodanstónlist eins og hún gerist best og það fjölgaði um helling í UVG fyrir austan. Meira svona, meira rokk, ról og electrostuð. Myndirnar sem ég fékk lánaðar af síðunni þeirra eru teknar af Siggu.

bloodgroup.sigga


mbl.is Garðar Thor ber dýran kross
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vatnasafn - Library of Water

vatnasafnÞað er stórksotlegt að það sé búið að opna Vatnasafn Roni Horn í Stykkishólmi. Heimasíðan er einnig frábær svo þó að maður komist ekki komist ekki strax vestur er hægt að dvelja lengi við síðurnar og allar myndirnar á síðunni www.libraryofwater.is

Roni Horn er einhver sá listamaður sem unnið hefur á einlægastan og áhugaverðastan hátt með íslenska náttúru. Hún kenndi okkur í MHÍ 1993 og svo þegar ég var að kenna við Listaháskólann kom hún og hreyfði við nemendum því hún var miður sín yfir því hvernig íslensk stjórnvöld væru að fara með landið við Kárahnjúka. Af hverju geta stjórnmálamenn ekki hlustað  oftar á listamenn í staðinn fyrir að æða áfram hugsunarlaust?

Það er glæsilegt hve fagmannlega er unnið að öllu í sambandi við Vatnasafnið af Artangel og vonandi getum við hér á Íslandi lært mikið af þessu samstarfi.


mbl.is Vatnasafnið opnað í Stykkishólmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugmyndir fyrir Sjónlistaverðlaunin

Sjonlist2007_2mai

Það var ansi gaman í Ketilhúsinu í gær það sem tilkynnt var um tilnefningar til Sjónlistaverðlaunanna 2007. Það hefði gjarna mátt vera fleiri viðstaddir en það voru ekki allir sem vissu af því að til stæði að tilkynna þetta með formlegum hætti og opnu húsi í gær.

Ljómandi veitingar, óáfengur mysudrykkur frá Friðriki V og smáréttir úr héraði í hádeginu. Ráðherranir voru ekki á staðnum eins og í fyrra enda sennilega mikilvægari fundir á dagskránni hjá þeim en þeirra í stað mættu sponsorarnir.

Þetta eru fínar tilnefningar bæði fyrir hönnun og myndlist eða eins og segir á mbl.is:

 biggiÍ umsögn dómnefndar um myndlistarmennina segir m.a. að Birgir Andrésson sé tilnefndur "fyrir einstakt framlag til könnunar á íslenskri menningu og sambandi sjónrænnar skynjunar og merkingu texta. List Birgis er allt í senn, hnitmiðuð, einföld og margslungin, eins og glöggt kemur fram í verkunum Black–out og Build sem voru unnin sérstaklega fyrir afar vandaða yfirlitssýningu Listasafns Íslands á verkum hans á síðasta ári. Black-out er málað í gulum litatónum á kolsvartan grunn. Verkið er eitt af textaverkum Birgis, þar sem hann málar setningar með prentletri á einlitan grunn. Black – out er augljóst og beinskeytt og kallar strax fram í huga áhorfandans ákveðna tengingu við íslenska drykkjusiði, þótt merkingin taki á sig flóknari mynd við nánari skoðun. Annað nýtt verk á sýningunni er öllu margræðara við fyrstu sýn, en það er verkið Build, sem samanstendur af sundurskornum pappakössum. Hér liggur alls ekki í augum uppi að verið sé að fjalla um texta, en verkið á sér rætur í persónulegri reynslu Birgis og samskiptum hans við blinda í æsku."

 keliHrafnkell Sigurðsson fyrir ljósmyndaröðina Áhöfn sem sýnd var fyrst á sýnungunni Eiland í Gróttu og olíuverkin Afhafnasvæði sem sýnd voru í Gallerí Suðsuðvestur.
Úr umsögn dómnefndar
Ljósmyndaröðina Áhöfn og olíuverkin Afhafnasvæði sem varpa nýju ljósi á íslenska sjómenn og karlmennsku. Í ljósmyndaröðinni Áhöfn sem birtist fyrst á sýningunni Eiland í Gróttu síðastliðið sumar dregur Hrafnkell fram nýja og ferska sýn á skærlita íslenska sjómannastakka og þar með íslenska karlmennsku. Litsterkar og glansandi ljósmyndirnar eru nánast „of fallegar“ og grípandi í grófleika sínum en fá aðra vídd þegar þær eru skoðaðar í samhengi við Afhafnasvæði. Síðara verkið samanstendur af kolsvörtu óræðu mynstri á pappír unnið með hjálp áhafnarinnar úr olíu úr tunnum sem voru hluti af sýningu á verkunum í Gallerí Suðsuðvestur síðastliðið haust. Saman mynda þessi tvö verk sterkar andstæður sem styrkja hvor aðra."

 heklaOg Hekla Dögg Jónsdóttir fyrir Fossinn, röð verka í skammdegissýnunginni Ljósaskipti og Fire, Fire, Fire. "Fyrir fersk, fínleg og blæbrigðarík verk unnin úr „litlum efnum“ sem er ætlað að lýsa upp umhverfið og skerpa skilningarvitin. Fossinn, röð verka á skammdegissýningunni Ljósaskipti og Fire, Fire, Fire eru dæmi um slík verk. Fossinn er unninn fyrir samnefnda sýningu á Kjavalsstöðum fyrr á þessu ári. Hann er gerður úr fínlegum  plaststöngum með útfjólubláum ljósleiðurum sem tengdir eru við víra og snúrur í sambandi við tölvuviftur sem skapa hljóðmynd fossins. Verkið er svo brothætt á að horfa að það virðist geta hrunið niður á hverri stundu og leiðir hugann að þeirri hættu sem hinir náttúrulegu  fossar landsins eru í. Samt er það ekki síður birtan, útfjólubláa ljósið sem dregur að sér athygli. Birtingarmyndir birtu og ljóss í skammdeginu hafa verið Heklu hugleiknar undanfarið, ýmist í tengingu við vatn og flæði, eins og á sýningunum Foss og Ljósaskipti í Kling og Bang, eða í tengslum við eld og fljúgandi skrautelda í verkinu Fire, Fire, Fire, sem hún sýndi nýverið í Los Angeles, eftir að hafa sýnt það fyrst á Íslandi. Endurtekningin í titli verksins kallast á við flugeldaskotgleði Íslendinga um áramótin en sjálft verkið virkar eins og raunverulegir flugeldar, þar sem marglit ljósin kvikna og slökkna fyrir áhrif frá upptöku af hljóðum af raunverulegum flugeldum. " 

Þetta eru flottir fulltrúar og ég er búinn fyrir mitt leiti að útnefna Bigga Andrésar verðlaunahafa að Heklu og Kela algerlega ólöstuðum.

Fyrir hönnun eru þrjú fyrirtæki tilnefnd; Nikita (Heiða Birgisdóttir) fyrir snjóbrettafatnað, Studio Granda (Margrét Harðardóttir og Steve Christer) fyrir viðbyggingu við Vogaskóla í Reykjavík og íbúðarhús á Hofi á Höfðaströnd og Össur fyrir gervifótinn Proprio Foot. 

Á heimasíðu Akureyarbæjar er nánar sagt frá Sjónlistaverðlaununum  

Annars  er ég með frábæra hugmynd til að hafa aðeins meira fútt í þessum verðlaunum (og til að það séu meiri líkur á að maður verði einhverntíma tilnefndur!)  Það er að hafa þetta eins og á Eddunni og Grímunni, tónlistarverðlaununum og öllum þessum verðlaunum. Það eru gerðar ca. þrjár kvikmyndir á ári hérlendis en samt eru veitt verðlaun í helling af flokkum svo allir fái eitthvað og sumir margar Eddur! Í myndlistinni væri hægt að veita fleiri verðlaun eins og:

Fyrir bestu sýninguna á Íslandi

Fyrir bestu sýninguna erlendis

Fyrir bestu einkasýninguna

Fyrir bestu þátttökuna í samsýningu

Fyrir skemmtilegustu sýninguna

Fyrir bestu sýningarskrána

Fyrir besta gjörninginn

Fyrir besta málverkið

Fyrir besta hljóðverkið

Fyrir besta skúlptúrinn

Fyrir besta grafíkverkið

og svo mætti lengi telja og auðvitað einnig:

Fyrir bestu sýningarstjórnina

Fyrir besta safnstjórann

Fyrir bestu fjölmiðlaumfjöllunina

og svo framvegis og framvegis... Ég sé að þetta getur orðið heil verðlaunanótt með lengri sjónvarpsútsendingu en Óskarinn fyrir westan. Er ekki bara að stökkva á þetta?


mbl.is Sex tilnefningar til Sjónlistaverðlaunanna 2007
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Edda Þórey Kristfinnsdóttir opnar sýninguna VISTASKIPTI á Café Karólínu

Vistaskipti

Frábært að það verði nóg að gera í Borginni á Sjónlistadegi. Ég ætla að nýta morgundaginn í kröfugöngu og rokk með UVG hérna fyrir norðan. Á laugardaginn verður svo myndlistin í fyrirrúmi. Það opnar ný sýning á Listasafninu á Akureyri og mörg galleríin eru með opnanir. Sýningin hans Jónasar Viðars á Karólínu Restaurant hefur verið framlengd vegna fjölda áskoranna en Edda Þórey Kristfinnsdóttir opnar nýja sýningu á Café Karólínu og tekur við af Aðalsteini Þórssyni. Á heimasíðunni hans eru myndir frá sýningunni á Karólínu.

Edda Þórey Kristfinnsdóttir

Vistaskipti

05.05.07 - 08.06.07  
 

Velkomin á opnun laugardaginn 5. maí 2007, klukkan 14

Café Karólína // www.karolina.is
Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755
---
Laugardaginn 5. maí klukkan 14 opnar Edda Þórey Kristfinnsdóttir sýninguna VISTASKIPTI á Café Karólínu. Café Karólína opnar nú klukkan 10 alla virka morgna en klukkan 12 á laugardögum og sunnudögum.

VISTASKIPTI er uppspretta verka minna sem ég sýni á Café Karólínu. Við mannfólkið erum á eilífu ferðalagi. Hús úr húsi, sveit úr sveit, borg úr borg, land úr landi, úr einni vist í aðra. Vistin getur verið frá því að vera góð til þess að vera nöturleg. Við ráðum ekki alltaf för.
Verkin eru skúlptúrar, lágmyndir, vídeo, textavek og ljósmyndir á striga.

Tilvera okkar er undarlegt ferðalag.
Við erum gestir og hótel okkar er jörðin.
Einir fara og aðrir koma í dag,
því alltaf bætast nýjir hópar í skörðin.
                            Tómas Guðmundsson


Hægt er að nálgast upplýsingar um verk og feril Eddu ásamt myndum á verkum á síðunni http://umm.is/UMMIS/Listamenn/Listamadur/599
Nánari upplýsingar veitir Edda í sima 8994908

Myndin hérna fyrir ofan er af einu verka Eddu sem hún sýnir á Café Karólínu.

Edda verður viðstödd opnunina.
Sýningin á Café Karólínu stendur til 8. júní 2007. Allir eru velkomnir á opnun laugardaginn 5. maí 2007, klukkan 14.

Næstu sýningar á Café Karólínu:

09.06.07-06.07.07        Björg Eiríksdóttir
07.07.07-03.08.07        Elísabet Jónsdóttir
04.08.07-31.08.07        Dagrún Matthíasdóttir
01.09.07-05.10.07        Stefán Jónsson
06.10.07-02.11.07        Marsibil G. Kristjánsdóttir
03.11.07-30.11.07        Birgir Sigurðsson
01.12.07-04.01.08        Steinunn Helga Sigurðardóttir
05.01.08-02.02.08        Guðrún Vaka  

Umsjónarmaður sýninganna er Hlynur Hallsson


mbl.is Sjónlistadagur í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Without The Balls rokka hjá UVG á 1. maí

1.maíFyrsti maí er á morgun og það er þétt dagskrá, sól og hiti og baráttustemning því við fellum ríkisstjórn ójöfnuðar eftir nokkra daga. Hér á Akureyri byrjar ballið klukkan 11 árdegis hjá Stefnu upp í Kaupangi á Mongó (sjá dagskrá hér neðar) og svo er kröfuganga klukkan 13:30 í miðbænum og að Sjallanum þar sem Ögmundur Jónasson er aðalræðumaður. Kaffi og kökur hjá Vinstri grænum í Kosningamiðstöðinni í Göngugötunni og um kvöldið klukkan 20 hefjast frábærir tónleikar sem Ung vinstri græn á Akureyri og Austurlandi standa fyrir og þar er hellingur af atriðum á dagskránni sem ég á að kynna fyrir þéttsetnum Græna hatti. Spenntastur er ég fyrir stúlknabandinu Without the balls frá Egilsstðum en þær slógu í gegn þegar Rás 2 plokkaði hringinn fyrir nokkrum dögum. Umsögnin um þær á heimasíðu Rásar 2 er:

without the balls"Síðastar á svið voru heimasæturnar í hljómsveitinni Without The Balls, sem var gestahljómsveit kvöldsins, en hún er skipuð fimm ungum stúlkum frá Egilstöðum og nærliggjandi sveitum. Í gærkveldi var bassaleikarinn reyndar fjarri góðu gamni. Hinar fjórar sem eftir stóðu létu sig samt hafa það að koma fram og vöktu mikla hrifningu tónlistarfólksins að sunnan sem hafði verið í aðalhlutverki fyrr um kvöldið og heimamenn tók þeim einnig með kostum og kynjum. Þær léku á tvo gítara og trommusett með miklum tilþrifum og sungu af innlifun. Það er því óhætt að segja að stúlkurnar hafi komið, séð, sungið og sigrað."

Hei, nákvæmlega eins og Vinstri græn munu gera! Þetta verður frábært. Hér er svo flott dagskrá Stefnu á Mongó:

Morgunfundur Stefnu 1. maí 2007


Mongo sportbar, Kaupangi kl. 11.00
 
Stefna – félag vinstri manna  heldur árlegan morgunfund á baráttudegi verkalýðsins í níunda sinn, á Mongo sportbar, Kaupangi 11.00
 
          Kjörorð Stefnu eru þessi:
 • Kosningar breyta ekki landslaginu – baráttuna út í grasrótina.
 • Vinnu við hæfi handa öllum.
 • Gegn markaðsvæðingu og einkavæðingu.
 • Gegn stóriðjustefnu stjórnvalda.
 • Gegn sölu lands, vatns og sjálfstæðis.
 • Höfnum Evrópusambandsaðild.
 • Gegn félagslegum undirboðum á íslenskum vinnumarkaði.
 • Jafnrétti kynjanna.
 • Írak: Hernámsöflin burt. Ísland úr stríðsliðinu.
 • Ísland úr NATO – segjum herstöðvarsamningnum upp.
 
Ræðumaður dagsins er Björgvin Leifsson, sjávarlíffræðingur á Húsavík.
 
Ávarp um kynjahlutverk og jafnrétti:  Andrea Hjálmsdóttir háskólanemi.
 
Hjónin Kristjana Arngrímsdóttir og Kristján Hjartarson syngja.
 
Framinn verður ýmiss frekari söngur og upplestur í anda dagsins.
        
    Allir velkomnir.

_____________________

Stefna - félag vinstri manna 


mbl.is Kröfuganga og útifundur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björk er lang flottust

425536ABjörk Guðmundsdóttir er frábær. Bæði sem tónlistarkona og ekki síður sem talsmaður náttúruverndar. Hún er skapandi einstaklingur sem ráðherrar íhaldsins og bjélistans ættu að hlusta á. Þessi orð hennar eru eins og töluð út frá mínu hjarta:

„Mér finnst, að ef Ísland vilji græða fullt af peningum og hafa starfsemi um allan heim þá sé það síðasta, sem það eigi að gera, að eyðileggja náttúruna. Það þarf ekki snilling til að átta sig á því. Og samt var það fyrsta sem Íslendingar gerðu, eftir að þeir fengu sjálfstæði og peninga að segja: Við skulum eyðileggja landið!"

Hér er frábært viðtal við hana úr Guardian 

Þeir sem einn eru að hugsa um að kjósa stóriðjuflokkana (núverandi ríkisstjórn) ættu að lesa þetta viðtal og átta sig á hlutunum, það er ekki of seint að snúa af rangri braut.


mbl.is Björk gremst stóriðjuframkvæmdir á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málþing Möllu

malla

Í tilefni af áttatíu ára afmæli Málmfríðar Sigurðardóttur fyrrverandi alþingiskonu halda Vinstri græn og vinir Möllu málþing um jafnréttismál á kaffistofu Amtsbókasafnsins á Akureyri laugardaginn 28. apríl klukkan 15-17.

Erindi flytja:
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir: Jafnrétti hvað þarf til?
Valgerður H. Bjarnadóttir: Að skapa nýja veruleika, heim fyrir konur og karla
Tónlist:   Björn Valur Gíslason og Jón Kristófer Arnarson
Hólmfríður Jónsdóttir: Ávarp úr Mývatnssveit
Jón Hjaltason og Steingrímur J. Sigfússon flytja ávörp.
Fjöldasöngur og léttar veitingar
Fundarstjóri Þuríður Backman alþingiskona

 

Ég hvet alla til að mæta á bókasafnið og fagna með Möllu 80 ára afmælinu og skemmta sér saman. Málmfríður skipar heiðurssætið á lista Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi.


Ómar R. Valdimarsson ætlar að kæra Gauk Úlfarsson

ómar.r.valdÓmar R. Valdimarsson, talsmaður Impregilo hefur mörg járn í eldinum þessa dagana. Ekki bara að hann sé að hamast uppá Kárahnjúkum heldur er hann einnig afkastamikill bloggari. Síðustu daga hefur hann einbeitt sér með skítkasti að Vinstri Grænum og tekið Paul Nikolov og Sóleyju Tómasdóttur sérstaklega fyrir. Gaukur Úlfarsson skrifaði athugasemd á síðu Ómars sem hann riskoðaði smá og henti út. Gaukur skrifaði þá um málið og Ómar tók upp símann og hringdi í Gauk og hótaði honum málshöfðun. Þetta fer að verða spennandi og dálítið einkennilegt hvað sumir eru hörundsárir þessa dagana. En það er jú mikið að gera hjá Ómari í vinnunni með allt draslið meira en þrjá mánuði á eftir áætlun og ekkert rafmagn komið og borarnir hjakka á sama stað undir Þrælahálsi og svo er líka eitthvert óloft í göngunum og erlendu verkamennirnir alltaf að kvarta. Þetta getur verið erfitt líf.


mbl.is Beðið eftir sérfræðingum til að meta loftmengunina í aðrennslisgöngunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kennitala Árna Sigfússonar

fe7e_1_b

Hvern langar til að eiga nafnspjald Árna Sigfússonar af landsfundi Djélistans? Þótt ég fengi það gefins myndi ég bara senda það í endurvinnsluna. Annars er ebay ágætis endurvinnsla, svona eins og Góði hirðirinn sem er lang flottasta búðin. En af hverju er Sjálfstæðisflokkurinn að merkja alla landsfundarfulltrúa með kennitölum


mbl.is Landsfundarnafnspjald Árna Sigfússonar til sölu á eBay
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ung vinstri græn rokka

rtvnet1

Ung vinstri græn ætla að rokka á Grandrokk annað kvöld. Ég hvet alla sem vettlingi geta valdið til að mæta. Sá líka að Dóri DNA er á framboðslista Vinstri grænna og það er nú ekki verra. Góða skemmtun.

Næstkomandi miðvikudagskvöld, 18. apríl (síðasta vetrardag) halda Ung vinstri græn tónleikana „Rokkum til vinstri!“ á Grandrokk.

Fram koma:
Bertel
Dóri DNA
Hostile
Paulet du romance
Svavar Knútur


Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00
Frítt inn - 18 ára aldurstakmark


« Fyrri síða | Næsta síða »

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband