Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Vefurinn

Svarthöfði... góður!

Þessi mynd Golla fer í flokkinn skemmtilegustu myndir ársins. Það er ekki hægt að segja annað en að félagar Vantrúar hafi beittan húmor, þetta er snilldar búningur á réttum stað. Prestarnir hljóta að hafa haft gaman að þessu líka. Góður félagskapur þar á ferð! Þessi mynd hefði reyndar átt að fara á forsíðuna á Mogganum (betri en plastálft að fá sér kríu!)


mbl.is Svarthöfði á vegum félagsmanna í Vantrú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margrét Lindquist hlýtur evrópsk hönnunarverðlaun

Margrét Lindquist hlaut gullverðlaun samtaka fagfélaga grafískra hönnuða í Evrópu sem veitt eru til nemenda. Margrét útskrifaðist frá Myndlistarskólanum á Akureyri í vor og hlaut reyndar einnig verðlaun þar fyrir framúrskarandi námsárangur. 

Á bloggsíðu Helga Vilberg skólastjóra Myndlistarskólans á Akureyri er einnig sagt frá þessum verðlaunum.

Til hamingju með þetta Magga!


Af dómaraskandal

big-geirigoldfingerjpgÞað er ágætt að loksins sér fyrir endann á þessu furðulega Baugsmáli. Dómurinn í öðru máli sem var felldur í gær er hinsvegar skandall. Þar voru Geira í Goldfinger dæmdar himinháar bætur. Sem betur fer hefur dómnum verið áfrýjað til Hæstaréttar. (Myndin er tekin af dv.is)

Í tilefni af þessum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Ásgeirs Þórs Davíðssonar gegn Jóni Trausta Reynissyni og Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur hefur  Femínistafélag Íslands sent frá sér eftirfarandi ályktun:

Femínistafélag Íslands lýsir undrun og vonbrigðum vegna nýfallins dóms Héraðsdóms Reykjavíkur en í dómnum er stefndu gert að greiða stefnanda 1,7 milljónir króna í miskabætur og málskosntað vegna ærumeiðandi ummæla.

Femínistafélagið telur ljóst á dómi Héraðsdóms að litið hafi verið fram hjá alþjóðlega viðurkenndri skilgreiningu á mansali. Hugtakið mansal er almennt skilgreint sem verslun með fólk, með eða án samþykkis þess, ef salan byggist á varnarleysi viðkomandi. Samkvæmt rannsókn sérfræðinga á samningum íslenskra nektarklúbba við nektardansmeyjar hefur sannast að konur sem starfað hafa á nektarklúbbum hafi verið seldar mansali. Því er ljóst að Héraðsdómur lítur fram hjá sérfræðiþekkingu á málaflokknum.

Þá þykir Femínistafélagi Íslands sýnt að dómurinn endurspegli virðingu fyrir æru íslenskra karla umfram virðingu fyrir erlendum konum, og virðingu fyrir peningum á kostnað mannréttinda.

Ljóst er að jafnrétti kynjanna á undir högg að sækja á Íslandi.


mbl.is Dómur í Baugsmáli kveðinn upp í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Waterboarding og vatnspyntingar Condoleezu Rice

Waterboard3-smallÞað von á "góðum gesti" til landsins í dag. Það er kona sem heldur því fram að bandarísk stjórnvöld megi pynta fólk til að ná fram "játningum". Ein vinsælasta pyntingaraðferðin er kölluð "Waterboarding" sem hljómar álíka sakleysislega og "watersurfing" og það er sennilega tilgangurinn með nafngiftinni, að reyna að breiða yfir þann glæp sem þessi pyntingaraðferð er.

Samtök hernaðarandstæðinga bregðast sem betur fer við þessari heimsókn bandaríska utanríkisráðherrans með athöfn á Austurvelli klukkan 17 í dag.

Í dag, föstudag, kemur utanríkisráðherra Bandaríkjanna í stutta heimsókn til Íslands til fundar með hérlendum ráðamönnum. Að þessu tilefni vilja Samtök hernaðarandstæðinga beina athygli að því hvernig bandarísk yfirvöld hafa kerfisbundið grafið undan mikilvægum mannréttindasáttmálum undir flaggi "stríðs gegn hryðjuverkum".

Ein birtingarmynd þessa er notkun Bandaríkjahers og samherja hans á pyntingum, sem sætt hafa alþjóðlegri fordæmingu. Þekkt pyntingaraðferð af þessu tagi felst í því að binda fanga við planka og hella vatni yfir vit hans til að skapa drukknunartilfinningu. Bandarísk stjórnvöld þræta fyrir að sú aðferð teljist til pyntinga.

Samtök hernaðarandstæðinga munu standa fyrir sýnikennslu með vatnspyntingarbekk á Austurvelli kl. 17 á föstudag. Condoleeza Rice er sérstaklega boðin velkomin þangað til að kynna sér hið raunverulega eðli þessarar píningaraðferðar. Sama máli gegnir um íslenska ráðamenn.

Jafnframt hvetja Samtök hernaðarandstæðinga íslensk stjórnvöld til að nota tækifærið og fordæma pyntingar í viðræðum við bandaríska utanríkisráðherrann. Jafnframt er brýnt að ráðist verði í óháða rannsókn á umfangi þeirra pyntinga sem Bandaríkjaher hefur staðið fyrir og að hlutur fórnarlamba þeirra verði réttur. Ísland á að skipa sér í hóp þeirra ríkja sem standa vörð um frið og mannréttindi í stað þess að grafa undan þeim.

Friðarsinnar eru hvattir til að láta sjá sig á Austurvelli kl. 17 í dag.

* * *

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 30. maí n.k.

Systa býður uppá sumarkjötrétt og sumarsalöt.

Guðrún Lára Pálmadóttir trúbador tekur lagið.

Húsið opnar strax að vatnspyntingum loknum, en borðhald hefst kl. 19. Verð kr. 1.500


mbl.is Sviðsetja vatnspyntingar á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ennþá verið að hlera?

halldór 

Hleranir á símum alþingismanna, verkalýðsleiðtoga og annars fólks er svartur blettur á stjórnmálasögu Íslands. Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins voru þarna í fararbroddi og faðir núverandi dómsmálaráðherra var hvað duglegastur að láta hlera síma fólks. Enda dettur Birni Bjarnasyni ekki í hug að biðjast afsökunar á þessu siðleysi. Honum finnst sjálfsagt að hlera og njósna um fólk. Sigurður Þór Guðjónsson skrifar beittan pistil um málið og einnig Auðun Gíslason. Ætli símar fólks séu enn í dag hleraðir án tilefnis? Og af hverju voru dómsúrskurðir veittir án nokkurra spurninga? Þetta er óhugnanlegt mál. Sjálfstæðisflokkurinn er brennimerktur sem eftirlitsflokkurinn og finnst það sjálfsagt mál.

Halldór Baldursson teiknaði skopmyndina. 


mbl.is 32 heimili voru hleruð á árunum 1949-1968
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Saman í eitt ár

sollaoggeiri

Hún á ammæli í dag, ríkisstjórnin. Eins árs. Vel til fundið hjá þeim að bjóða börnum á leikskólanum Tjarnarborg í ráðherrabústaðinn í dag af þessu tilefni. Best væri að afhenda börnunum einnig ráðherraembættin. Þau myndu standa sig mun betur en þessir ráðherrar. Lofum börnunum að taka við. Ég spurði á síðunni minn hvað stjórnin héti og til að byrja með var Þingvallanafnið með meirihluta en vinsældir þess haf nú eitthvað minkað en fleiri og fleiri segja að hún heiti ekki neitt. 22,5% segja að stjórnin heiti viðhaldið. Afar fáir halda því fram að hún heiti sáttastjórn eða framfarastjórn. Hér eru niðurstöðurnar og líkur þar með þessari könnun. Því miður lítur hinsvegar ekki út fyrir að ruglinu á stjórnarheimilinu ljúki í bráð. 

Hvað heitir ríkisstjórnin?
Baugsstjórn 20,6%
Þingvallastjórn 24,3%
Framfarastjórn 8,6%
Viðhaldið 22,5%
Sáttastjórn 5,0%
Ekkert 19,0%

1120 hafa svarað 


mbl.is Ríkisstjórnin ársgömul
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

1,8% stuðningur við borgarstjórann

206451_19_preview.jpg

Ólafur F. Magnússon nálgast botninn. Það hlýtur að vera nýtt met að innan við 2% kjósenda ætli að kjósa sitjandi borgarstjóra. Það athyglisverðast við þessa könnun fyrir utan að hún er birt þremur vikum eftir að hún var gerð er að um 30% ætla að kjósa íhaldið þrátt fyrir að þar standi ekki steinn yfir steini. En sennilega gerir fólk þetta bara af gömlum vana. Vinstri græn geta vel við unað með um 19% en ættu auðvitað að fá enn meira ef kosið yrði núna. Samfó er búin að toppa, til lukku með það.


mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokks minnkar mikið í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott sýning og gjörningur

459770AMaður er kannski alveg hlutlaus en sýningin í Myndlistarskólanum er ansi góð. Sjón (og heyrn) eru sögu ríkari í þessu tilfelli svo að ég mæli með því að fólk fari á sýninguna í dag eða á morgun (mánudag). Það var fullt hús í gær og frábær stemning. Ég er pínu stoltur, viðurkenni það alveg en reyni samt að missa mig ekki. Svo er hægt að sjá sýningu Steins í Populus Tremula, Steina í GalleríVíð8ttu og Veggverkið hennar Línu í leiðinni. Þeir sem ekki komast norður geta látið sig dreyma og skoðað þetta allt og meira til á netinu.

Á myndinni eru Inga Björk Harðardóttir, Margrét Ingibjörg Lindquist, Friðlaugur Jónsson, Karl Halldór Reynisson, Margeir Dire Sigurðsson og Hertha Richardt Úlfarsdóttir. Skapti á mbl tók myndina.

Á heimasíðu Myndlistarskólans á Akureyri og bloggsíðu Helga Vilbergs, skólastjóra er hægt að sjá myndband af gjörningi Margeirs Dire sem hann framdi á opnuninni og er afar flott verk og um leið yfirlýsing um "veggjakrots-" eða veggmálverksmálin í höfuðborginni (og víðar). Mæli með því að þið skoðið það.


mbl.is Vorsýning í Myndlistaskólanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimskautaréttur á Akureyri

IcelandHáskólinn á Akureyri er frábær stofnun og hefur haft meiri áhrif á mannlíf, atvinnulíf og menningu á Eyjarfjarðarsvæðinu en mörgum dettur í hug. Og jafnvel víðar, því starfsemi hans teygir sig ekki bara um allt land heldur langt út fyrir landssteinana.

Nýjasta snilldin hjá HA er nám í heimskautarétti sem hefst í haust eftir mikinn undirbúning. Þetta nám er eitthvað það merkilegasta sem er að gerast í íslenskum háskólamálum nú um stundir. Með námi í heimskautarétti erum við að undirbúa sjálfstæða utanríkispólitík Íslendinga til ókominnar framtíðar.

Á meðal kennslugreina eru inngangur að heimskautarétti, umhverfisréttur og loftslagsbreytingar, þjóðaréttur, frumbyggjaréttur, auðlinda- og umhverfisréttur, réttindafræði og mannréttindalögfræði. Einnig er kenndur venjuréttur samfélaga á norðurslóðum, færeyskur réttur og námskeið í alþjóðaviðskiptum og alþjóðasamvinnu þar sem fjallað er um stjórnskipun og öryggismál. 

Dagana 7. - 9. september 2008 verður svo haldin mikil alþjóðleg ráðstefna í HA um afrakstur heimskautaársins 2007/2008. Hægt er að fræðast um þessa ráðstefnu hér.

Nánari upplýsingar á námið á ensku eru hér http://www.polarlaw.is

Ég mæli með þessu spennandi námi fyrir alla sem hugsa fram á veginn.


Flott bænakall raskar ró sofandi fólks

Þórarinn Jónsson er greinilega hress náungi og þetta verk hans er ansi gott. Samt pínu grunsamlegt að tölvubilun hafi valdið því að bænakallið fór í gang klukkan fimm að morgni! Ef myndlist truflar fólk er áhugavert að skoða í hvaða samhengi það er og af hverju fólk truflast auðveldlega.

Þórarinn komst heldur betur í fréttirnar í vetur með verkið sitt "This is not a bomb" sem hann kom fyrir á listasafni í Toronto, við lítinn fögnuð starfsfólks og lögreglu. Hann var handtekinn, rekinn úr skólanum og svaka læti en ég veit ekki hvort hann var kærður og þá fyrir hvað. Þetta nýja verk hans "Bænakall" er betra finnst mér en auðvitað leitt að það hafi farið í gang svona snemma dags og raskað nágranna. Það var fín umfjöllun um málið í kvöldfréttum ruv.


mbl.is Kvartað til lögreglu yfir bænakalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband