Færsluflokkur: Vefurinn
19.2.2008 | 12:22
Til hamingju Mosó
Það eru afar ánægjuleg tíðindi að nýr framhaldsskóli verði loksins byggður í Mosfellsbæ. Tillaga um þetta hefur verið lögð fram af þingmönnum Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á undanförnum þingum og mig minnir að Jón Bjarnason hafi verið þar fremstur í flokki. Ég er viss um að Kalli Tomm fagnar með því að taka eitt trommusóló! Mosi bloggfélagi minn fagnar einnig þessum áfanga. Til hamingju öll.
(Myndin er fengin að láni af vef Sigurrósar)
![]() |
Framhaldsskóli í Mosfellsbæ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 12:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.2.2008 | 00:43
Stjórnin fallin - fundur í Ráðhúsinu
Það eru afar ánægjuleg tíðindi ef rétt og satt reynist að stjórnin sé fallin, þessi herstjórn í Pakistan.
Og svo er boðað til blaðamannafundar í Ráðhúsinu á morgun af annarri stjórn sem lafir enn. Það getur að vísu vel verið að fundurinn verði færður á síðustu stundu upp í Valhöll því þar eru menn að æfa sig í að taka á móti gestum, blaðamönnum og hafa nóg af auðum stólum og neyðarútgöngum og svona. Láta alla bíða hæfilega lengi til að auka spennuna.
En af hverju bara þriggja ára áætlun? Gáfust fimm ára áætlanir illa? Hvað með þriggja daga áætlun? Eða tveggja ára og þriggja mánaða?
Einn stærsti galli íslenskra stjórnmálamanna er að þeir virðast ekki geta horft lengra fram í tímann en 4 ár. En það er greinilega verið að stytta það niður í 3 ár af borgarstjórnarhlutanum. Vonandi verður bein útsending.
Svo bíður maður einnig spenntur eftir úrslitunum frá Pakistan.
![]() |
Pakistanska stjórnin fallin? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 01:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
15.2.2008 | 01:04
Vá og heilar 6.500 krónur árið 2010
Er ekki allt í lagi? Á að hafa fólk að fíflum? Erum við að tala um 18.000 kall strax og .... Alex Björn bloggfélagi minn bendir á að þessar 18 þús. eru í raun 11.570 kall eftir skattinn. Er það allt sem launafólk á skilið í þessu þjóðfélagi? Hvað fær Villi Egils mikla launahækkun? Líka 18.000 kall? Eða kannski 180.000 ofan á milljónina sem hann er með núna, eða eru þær orðnar tvær? Og svo vill Villi líka banna öðrum láglaunastéttum hjá ríkinu, ómenntuðu starfsfólki leikskóla, sem og leikskólakennurum, hjúkrunarfólki og öllum að hækka launin meira en hann semur um. Ég endurtek: Hann vill banna öðrum um að semja um meira en hann ætlar að skammta sínum viðsemjendum. Það er rétt hjá Ögmundi að þetta heitir forræðishyggja og frekja á íslensku, sem formaður Samtaka iðnaðarins sýnir af sér. Alltaf sama sagan með þetta íhaldslið, arðrænir fólk og ætlar svo að skammta úr hnefa.
Það eina jákvæða er að menn eru loksins að tala um krónutöluhækkun en ekki prósentuhækkun. Hvernig væri að sættast á 50.000 kall strax og 20.000 kall 2009 og svo sjáum við bara til hvernig gengur með 2010. Ef auðvaldið heldur áfram að skammta sér ofurlaun áfram þá er líka hægt að borga venjulegu fólki 50.000 í viðbót við sín allt-of-lágu laun.
(myndin er fengin að láni frá síðunni hans Ögmundar)
![]() |
Taxtar hækka um 18 þúsund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
8.2.2008 | 08:01
Til hamingju Röskva

![]() |
Röskva sigraði naumlega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.2.2008 | 10:13
Occupation 101 sýnd í kvöld
Það er áhugaverð heimildarmynd sýnd í Alþjóðahúsinu í kvöld klukkan 20. Í texta um þessa margverðlaunuðu mynd segir:
" Occupation 101 kemur fram með greiningu á staðreyndum og leyndarmálum sem eru umvafin hinni langvinnu deilu um Ísrael og Palestínu. Myndin lýsir líka lífi fólks undir hersetu Ísraels, hlutverki Bandaríkjanna í baráttunni og stærstu hindrununum sem standa í vegi fyrir langvarandi friði. Rætur átakana eru útskýrðar út frá sjónarmiði friðarsinna, fréttamanna, trúarleiðtoga og fræðimanna í málefnum miðausturlanda og mannúðarmála."
Occupation 101 (90 min)
Þriðjudagurinn 5. Febrúar, klukkan 20:00
Alþjóðhúsið, Café Cultura, Hverfisgata 18
Aðgangur ókeypis! - Allir velkomnir!
Félagið Íslands-Palestína mun í vetur standa fyrir sýningum á athyglisverðum heimildar- og bíómyndum er hafa með málefni Palestínu og Ísraels að gera. Sýningarnar verða fyrsta þriðjudag hvers mánaðar í Alþjóðahúsinu og er það hin margverðlauna heimildarmynd Occupation 101 sem er fyrst í sýningarröðinni.
Hér eru meiri upplýsingar um myndina: http://www.occupation101.org
![]() |
Landamæri Gasasvæðisins opnuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 10:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
28.1.2008 | 09:59
Vinstriflokkurinn í Þýskalandi er sigurvegari kosninganna
Vinstriflokknum, Die Linke, tókst að ná takmarki sínu og komst á þing á báðum sambandslöndunum, Hessen og Neðra-Saxlandi þar sem kosið var í gær. Þetta er þvert á skoðanakannanir sem bentu til þess að flokkurinn fengi ekki tilskilin 5% og það var því við ramman reip að draga. Árangurinn er sérstaklega glæsilegur í Neðra-Saxlandi þar sem þessi nýi flokkur fékk 7,1% og 11 þingmenn. Í Hessen fékk Die Linke 5,1% og mátti vart tæpara standa en það skilar 6 þingmönnum sem dugar til að fella íhaldsstjórnina í sambandslandinu.
Kristilegir demókratar undir stjórn Rolands Koch bíða afhroð í Hessen og tapa 12%. Hann byggði kosningabaráttu sína á útlendingahatri og það er gott að ekki er hægt að vinna kosningar á þeim ömurlega áróðri lengur. Það eru einnig góðar fréttir að Græningjar bæta aðeins við sig í Neðra-Saxlandi. Svo maður einbeiti sér að góðu fréttunum þá eru hægri öfgaflokkarnir langt frá því að komast að. Kratarnir vinna sigur í Hessen en tapa í Neðra-Saxlandi.
Það eru söguleg tíðindi að nýr flokkur komst á þessi tvö sambandsþing og skiptir miklu fyrir Vinstriflokkinn sem hér með er búinn að stimpla sig inn, einnig í vesturhluta Þýskalands. Áfram svona!
Berliner Zeitung: Es geht nach Links
![]() |
Áfall fyrir Merkel |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.1.2008 | 00:00
Af hverju mótmæla íslensk stjórnvöld ekki ofbeldi á íbúum Palestínu?
Framganga Ísraelsstjórnar hlýtur að ganga fram af öllum siðmenntuðum mönnum. Undir því yfirskini að verið sé að stöðva hryðjuverkaárásir HAMAS-liða á að svelta heila þjóð. Þetta er ömurlegt og íslensk stjórnvöld sem sækjast eftir sæti í öryggisráði SÞ ættu að koma fram opinberum mótmælum á þessu framferði Ísraelsstjórnar. Í beinu framhaldi bendi ég á fund á laugardaginn hér á Akureyri:
Samtök hernaðarandstæðinga á Norðurlandi standa fyrir fundi UM PALESTÍNUDEILUNA í Gamla Húsmæðraskólanum við Þórunnarstræti (Akureyrarakademíunni) laugardaginn 26. janúar kl 14:00
Ísrael hefur nú skrúfað fyrir rafmagnið á Gasa. Palestína hefur á 60 árum orðið að tilraunagarði í þjóðarrétti og þjóðarórétti, friðarpólitík stórvelda, heimsvaldastefnu, aðskilnaðarstefnu, þjóðfrelsisbaráttu með grjótkasti gegn skriðdrekum (intifada), sveltistefnu, rasisma, ríkis-hryðjuverkum og hryðjuverkum úr grasrótinni, alþjóðlegri hjálparstarfsemi og miklu fleiru.
Ísrael-Palestína: Ætlar Bush að sjá um málið?
Ísland–-Palestína: Hvað hafa Íslendingar gert og hvað geta þeir gert?
Sveinn Rúnar Hauksson læknir, formaður Félagsins Ísland-Palestína, flytur ræðu, sýnir myndir og svarar fyrirspurnum.
Samtök hernaðarandstæðinga á Norðurlandi
![]() |
Tugþúsundir mótmæla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.1.2008 | 08:30
Borgarstjórnarmeirihlutinn treystir stöðu sína

![]() |
58,5% styðja borgarmeirihlutann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 20:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.1.2008 | 14:59
Árni M. fer úr öskunni í eldinn
Aumingja Árni M. Mathiesen. Það er erfitt af rökstyðja dellu og jafnvel fjármálaráðherra (og settur dómsmálaráðherra í einn dag) getur það ekki. Rökstuðningur Baggalúts er betri en Árna:
"Árni Mathiesen, settur dómsmálaráðherra, hefur sent frá sér rökstuðning fyrir skipan Þorsteins Davíðssonar, aðstoðarmanns í dómaraembætti við Héraðsdóm Norðurlands eystra.
Rökstuðningurinn, var skrifaður með afar vandvirknislegri rithönd á fallegt bréfsefni. Er hann í sex liðum og svohljóðandi:
1. Steini litli hefur alla tíð verið afar hjálpsamur og duglegur drengur - og skal sérstaklega tekið til þess hve þolinmóður og nærgætinn hann hefur verið við dómsmálaráðherra.
2. Hann er mjög þrifalegur.
3. Hann er sérlega vel upp alinn.
4. Hann hefur unnið ýmis trúnaðarstörf fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
5. Hann hefur víðtæka reynslu af dómarastörfum, m.a. á samsýningum Kattavinafélagsins auk þess að hafa skrifað vandaðan bókadóm í barnablaðið ABC á sínum tíma.
6. Hann talar íslensku."
Svo mörg voru þau orð.
![]() |
Segir dómnefnd hafa misskilið hlutverk sitt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
8.1.2008 | 12:23
Ég ætla að kaupa Moggann í dag
Ég var að fletta Mogganum á kaffistofunni áðan og hann er bara stútfullur af áhugaverðu efni. Strax á forsíðunni eru tvær frábærar fréttir, önnur af konu sem er til í að endurbyggja Laugarveg 4 og 6 á eigin kostnað, dæmi sem borgarstjórn getur ekki hafnað og hin af frábærum árangri í almenningssamgöngum hér á Akureyri. Inní í blaðinu er ítarleg og vel skrifuð fréttaskýring Skafta Hallgrímssonar um reynsluna af ókeypis strætó frá mörgum sjónarhornum og best finnst mér náttúrulega setning Ninju Rutar nema í VMA sem segir að það sé líka menning að nota strætó, þar hitti maður fólk á leið til vinnu og skóla og að margir félaga hennar skilji bílinn eftir heima og fari frítt í strætó í skólann. Þetta er snilld og nú þarf bara að bæta kerfið og auka tíðni ferða.
Auk þess er hellingur af áhugaverðum fréttum í Mogganum, til dæmis skemmtileg grein Einars Fals um "lista með listamönnum" þar sem hann fjallar um artfacts.net (að vísu smá galli að hann gleymir að benda á hvar ég er á þessum frábæra lista sæti, 6.040 af 180.000 og ofar en Georg Guðni og Hrafnkell sjónlistaverðlaunahafi!).
Svo er einnig áhugaverð grein um Obama og Hillary og meira og meira. Ég veit að þessi pistill minn hljómar eins og ömurleg auglýsing eða allavega kostun frá Mogganum en svo er nú ekki. Leiðararnir eru líka eins og venjulega svo ekki sé nú talað um Staksteina sem ég nenni ekki að lesa þó að hann hafi jafnvel líka litið skár út en venjulega.
Það er greinilegt að það er hellingur af færu fólki að vinna hjá Mogganum þó að topparnir (með undantekningum) séu úti að aka. Stundum kaupum við Moggann á laugardögum með Lesbókinni en nú ætla ég að koma við í Strax og kaupa þetta þriðjudagsblað og ekki bara hanga yfir mbl.is þó að það sé nú einnig ágætt.
![]() |
Ósátt við rökstuðning ráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Tenglar
Myndlist
MYNDLIST
- heimasíðan mín
- galerie kuckei+kuckei
- myndlistarfélagið
- veggverk
- nýlistasafnið
- listasafnið á akureyri
- listasafn reykjavikur
- listasafn íslands
- safn
- umm
- icelandic art center
- sím
- listaháskólinn
- myndlistaskólinn á ak
Umhverfisvernd
- náttúruverndarsamtökin
- framtíðarlandið
- landvernd
- náttúran.is
- sól á suðurnesjum
- saving iceland
- greenpeace
Íslenskir fjölmiðlar
- akureyri.net
- vikudagur
- N4
- landpósturinn
- austurglugginn
- skarpur
- bæjarins besta
- gúttó
- kaffið.is
- mbl.is
- visir.is
- dv.is
- ríkisútvarpið
- bændablaðið
- fréttatiminn
- jonas.is
Erlendir fjölmiðlar
- berliner zeitung
- spiegel
- süddeutsche zeitung
- die zeit
- die tageszeitung
- the new york times
- aftenposten
- svenska dagbladet
- politiken
- information
- guardian
- bbc
Skoðaðu þetta
Heimasíðurnar mínar
Vinstri græn
Vinstri græn
- davíð stefánsson
- stefán pálsson
- kristín halldórsdóttir
- sóley tómasdóttir
- kristín tómasdóttir
- steinunn þóra árnad.
- jóhann björnsson
- álfheiður ingadóttir
- paul f. nikolov
- mireya samper
- g. lilja grétarsdóttir
- gestur svavarsson
- auður lilja erlingsdóttir
- andrea ólafsdóttir
- björn valur gíslason
- katrín jakobsdóttir
- bjarkey gunnarsdóttir
- silja bára ómarsdóttir
- gerast félagi í vg
- árni þór sigurðsson
- svandís svavarsdóttir
- kolbrún halldórsdóttir
- ögmundur jónasson
- vg.is
- uvg
Nýjustu færslur
- osloBIENNALEN First Edition 20192024
- ALLTSAMAN DAS GANZE ALL OF IT
- THE FOUNTAIN MÉMOIRE
- HRINA / BOUT í Listasafni Reykjavíkur / Reykjavík Art Museum
- BLATT BLAÐ númer 62 er komið út
- STINGUR Í AUGUN í Verksmiðjunni á Hjalteyri
- Þetta er það - Das ist es - This is it
- Gullkistan: 20 ára
- 100 Kápur á Frakkastíg
- MENN / MEN í Hafnarborg 28. mars - 10. maí 2015
- COLLABORATION_7 Munich - Mostar - Belgrade
- Hlynur Hallsson opnar í Geimdósinni
- ALÞÝÐUSÝNING Í ALÞÝÐUHÚSINU Á SIGLUFIRÐI OPNAR 8. MARS 2014
- Fresh Winds in Garður
- BLATT BLAÐ #61 er komið út
Síður
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Eldri færslur
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.5.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 380012
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Bloggvinir
-
Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir
-
Agnar Freyr Helgason
-
Agný
-
Aldís Gunnarsdóttir
-
Alfreð Símonarson
-
Alma Lísa Jóhannsdóttir
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Jónsson
-
Andrés Rúnar Ingason
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Anna Lilja
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Anna Pála Sverrisdóttir
-
Anna Þorbjörg Jónasdóttir
-
Ari Matthíasson
-
Arinbjörn Kúld
-
arnar valgeirsson
-
Arnljótur Bjarki Bergsson
-
Atli Fannar Bjarkason
-
Auðun Gíslason
-
Árni Árnason
-
Árni "Gamli" Einarsson
-
Árni Gunnarsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ása Richardsdóttir
-
Ásgeir Kristinn Lárusson
-
Ásta Möller
-
Ásta Rut Björnsdóttir og Snorri Kristjánsson
-
Ásta Svavarsdóttir
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Bandalag atvinnuleikhópa - SL
-
Barði Bárðarson
-
Berglind Steinsdóttir
-
Bergur Sigurðsson
-
Bergur Thorberg
-
Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
-
Bergþóra Jónsdóttir
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Bjarkey Gunnarsdóttir
-
Bjarni Harðarson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Björn Ingi Hrafnsson
-
Bleika Eldingin
-
BookIceland
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
-
Brynjar Davíðsson
-
Dagbjört Hákonardóttir
-
Davíð
-
Dofri Hermannsson
-
DÓNAS
-
Edda Agnarsdóttir
-
Egill Bjarnason
-
Egill Helgason
-
Egill Rúnar Sigurðsson
-
Einar Ólafsson
-
Eiríkur Bergmann Einarsson
-
Elfar Logi Hannesson
-
Elfar Logi Hannesson
-
Elín Sigurðardóttir
-
Ellý Ármannsdóttir
-
E.R Gunnlaugs
-
erlahlyns.blogspot.com
-
ESB og almannahagur
-
Eva Benjamínsdóttir
-
Eva G. S.
-
Eva Kamilla Einarsdóttir
-
Eygló Þóra Harðardóttir
-
Eyþór Ingi Jónsson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Forvitna blaðakonan
-
FreedomFries
-
Friðrik Dagur Arnarson
-
Friðrik Þór Guðmundsson
-
Fríða Eyland
-
Gammur drils
-
Gaukur Úlfarsson
-
Geiri glaði
-
Georg P Sveinbjörnsson
-
Gísli Aðalsteinsson
-
Gísli Tryggvason
-
Goggi
-
gudni.is
-
Guðbergur Egill Eyjólfsson
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
Guðfinnur Sveinsson
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Helmut Kerchner
-
Guðjón Sigþór Jensson
-
Guðmundur Auðunsson
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðmundur Örn Jónsson
-
Guðni Már Henningsson
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Guðrún Magnea Helgadóttir
-
Guðrún Olga Clausen
-
Guðrún Una Jónsdóttir
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Gunnar Björnsson
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Gunnhildur Hauksdóttir
-
Gunnlaugur B Ólafsson
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
halkatla
-
Halla Gunnarsdóttir
-
Halldór Baldursson
-
Halldór Kristinn Haraldsson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hannibal Garcia Lorca
-
Haraldur Bjarnason
-
Haraldur Davíðsson
-
Haukur Már Helgason
-
Haukur Nikulásson
-
Haukur Vilhjálmsson
-
Heidi Strand
-
Heiða
-
Helgi Guðmundsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Helgi Már Barðason
-
Helgi Seljan
-
Helgi Vilberg
-
Hildur Sif Kristborgardóttir
-
Hilmar Björgvinsson
-
Hilmar Dúi Björgvinsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hinrik Þór Svavarsson
-
Hjalti Már Björnsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlekkur
-
Hlédís
-
Hlynur Sigurðsson
-
Hlynur Snæbjörnsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Hrafn Jökulsson
-
Hreiðar Eiríksson
-
hreinsamviska
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Ibba Sig.
-
Indriði Haukur Þorláksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Ingimar Björn Davíðsson
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Ingólfur Þór Guðmundsson
-
íd
-
Ísleifur Egill Hjaltason
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Jens Guð
-
Johann Trast Palmason
-
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
-
Jóhann Björnsson
-
Jónas Björgvin Antonsson
-
Jónas Tryggvi Jóhannsson
-
Jónas Viðar
-
Jón Bjarnason
-
Jón Hafsteinn Ragnarsson
-
Jón Hrói Finnsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jón Þór Ólafsson
-
Jórunn Sigurbergsdóttir
-
Júlíus Garðar Júlíusson
-
Júlíus Sigurþórsson
-
Karl Tómasson
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Ketilás
-
Killer Joe
-
Kjartan Jónsson
-
Kolbrún Kolbeinsdóttir
-
Kolgrima
-
kona
-
Konráð Ragnarsson
-
Kristbergur O Pétursson
-
Kristín Ástgeirsdóttir
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Kristján B. Jónasson
-
Kristján Kristjánsson
-
Kristján Logason
-
Kristján Pétursson
-
Kristlaug M Sigurðardóttir
-
Krummi
-
Landvernd
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Linda Rós Jóhannsdóttir
-
Listasumar á Akureyri
-
LKS - hvunndagshetja
-
Logi Már Einarsson
-
Magnús Bergsson
-
Magnús Geir Guðmundsson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Margrét Elín Arnarsdóttir
-
Margrét Lóa Jónsdóttir
-
Marinó Már Marinósson
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morten Lange
-
Myndlistarfélagið
-
Oddur Helgi Halldórsson
-
Ólafur fannberg
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Ólöf Ýrr Atladóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Paul Nikolov
-
Páll Helgi Hannesson
-
Páll Ingi Kvaran
-
Páll Thayer
-
Pálmi Freyr Óskarsson
-
Pálmi Guðmundsson
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pétur Björgvin
-
Pétur Þorleifsson
-
Pollurinn
-
Ragnar Bjarnason
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Ransu
-
Rauður vettvangur
-
Róbert Björnsson
-
Rúnar Haukur Ingimarsson
-
Rúnar Sveinbjörnsson
-
Rúnar Þór Þórarinsson
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sara Dögg
-
SeeingRed
-
Sigfús Þ. Sigmundsson
-
Sigmar Guðmundsson
-
Sigrún Dóra
-
Sigtryggur Magnason
-
Sigurður Á. Friðþjófsson
-
Sigurður G. Tómasson
-
Sigurður Hólm Gunnarsson
-
Sigurður Hrellir
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigurjón M. Egilsson
-
Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
-
Sigþrúður Þorfinnsdóttir
-
Sól á Suðurnesjum
-
Sóley Björk Stefánsdóttir
-
Sóley Tómasdóttir
-
Sólveig Klara Káradóttir
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Jón Hafstein
-
Stefán Stefánsson
-
Stefán Þórsson
-
Steinarr Bjarni Guðmundsson
-
Steindór Grétar Jónsson
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Stjórnmál
-
Svansson
-
Svanur Jóhannesson
-
Svanur Sigurbjörnsson
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
SVB
-
Sveinn Arnarsson
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Sveinn Ólafsson
-
Sverrir Páll Erlendsson
-
Sverrir Þorleifsson
-
Sædís Ósk Harðardóttir
-
Sævar Már Sævarsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sölvi Breiðfjörð
-
Thelma Ásdísardóttir
-
Theódór Norðkvist
-
Tinna Eik Rakelardóttir
-
Tíðarandinn.is
-
Torfusamtökin
-
Toshiki Toma
-
TómasHa
-
Trúnó
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Tryggvi H.
-
Ugla Egilsdóttir
-
Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
-
Úrsúla Jünemann
-
Valgeir Bjarnason
-
Valgeir Skagfjörð
-
Valgerður Halldórsdóttir
-
Varðhundar frelsisins
-
Varmársamtökin
-
Vefritid
-
Vér Morðingjar
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Viðar Eggertsson
-
Vika símenntunar
-
Vilberg Helgason
-
Vinir Tíbets
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þórbergur Torfason
-
Þórdís tinna
-
Þór Gíslason
-
Þór Jóhannesson
-
Þórólfur S. Finnsson
-
Þór Saari
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Ævar Rafn Kjartansson
-
Öll lífsins gæði?