Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Heimspeki

Flott hjá Siðmennt

Það er til fyrirmyndar að Siðmennt félag siðrænna húmanista á Íslandi bjóði alþingismönnum að koma á Hótel Borg þar sem flutt verður hugvekja um mikilvægi góðs siðferðis í þágu þjóðar. Það er trúfrelsi á Íslandi og óþarfi að hefja Alþingi á því að allir þingmenn mæti í messu. Gott að hafa val.

Birgitta Jónsdóttir hefur lýst því yfir að hún ætli að vera á Austurvelli meðan aðrir eru í Dómkirkjunni. Birgitta er einn af uppáhaldsþingmönnunum mínum, fer sínar eigin leiðir og lætur úreltar hefðir og venjur ekki hafa áhrif á sig. Það er einnig til fyrirmyndar.


mbl.is Alþingi sett á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snillingur fallinn frá

Hákon Aðalsteinsson, skáld og skógarbóndi er fallinn frá allt of snemma. Hann var snillingur og frábær maður. Sigurður Ingólfsson vinur minn tók við hann eftirminnilegt viðtal og því var útvarpað á Rás 1 á síðasta ári.  Hákon var litríkur hugsjónamaður og baráttumaður fyrir verndun náttúru landsins. Hans verður lengi minnst. Ég votta eiginkonu hans, börnum, vinum og öðrum aðstandendum samúð mína.


mbl.is Hákon Aðalsteinsson látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Byltingin lengi lifi!

afmalislogo_netstard.jpgÞað er gaman að vera til þessa dagana. Við erum að skrifa söguna og það er tími breytinga. Mitt í svartnætti gjaldþrotastefnu Sjálfstæðisflokksins er að rísa nýtt Ísland þar sem kynjajafnrétti verður í fyrirrúmi og það gefur manni von.

En þetta er ekki búið, byltingin er rétt að byrja og varðhundar Sjálfstæðisflokksins munu gelta og bíta sem aldrei fyrr. Þeir eru hamslausir af bræði og það er dálítið sorglegt. Það er svo auðvitað dæmigert að það séu konur sem þurfa að taka til eftir karlana sem klúðruðu hlutunum fullkomlega. Og óskandi væri að þeir myndu hafa vit á því að þegja meðan það er verið að taka til eftir þá.

Klukkan 14:00 – 17:00 í dag laugardag verður málþing á Grand Hótel um framtíð lýðræðis á Íslandi. Þar er hópur frábærra frummælenda og málþingsstýra er Guðfríður Lilja Grétarsdóttir.

Stefán Ólafsson: Farsældarsamfélagið - hvaða leið er best?

Margrét Pétursdóttir: Lýðræði frá rótum

Sigtryggur Magnason
: Guð blessi Ísland

Oddný Eir Ævarsdóttir
: Frumspeki lýðræðisins


Í kvöld verður svo kvöldverður og ball með Cc Reykjavík, Súpergrúppu Kalla Tomm bæjarfulltrúa Vg í Mósó og bloggfélega. Ég verð að fara norður og missi því miður af ballinu. Það er fúlt en maður getur víst ekki verið á mörgum stöðum í einu.

Til hamingju öll


mbl.is Öld testósterónsins lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppbyggilegur fundur á Akureyri

logo_200Samtökin Landsbyggðin lifi efna til fundar á Akureyri á laugardaginn. Ég missi því miður af fundinum, verð í 10 ára afmæli Vinstri grænna í höfuðborginni en bendi öllum sem vettlingi geta valdið á að mæta á þennan áhugaverða og uppbyggilega fund. Hellingur af góðu fólki er í pallborði og með framsögur.

Það var heldur fámennt en góðmennt í 18. mótmælagöngunni á Akureyri um síðustu helgi en nú þarf að veita stjórnmálamönnum aðhald og viðhalda búsáhaldabyltingunni. Við megum ekki gleyma eða detta aftur ofan í sama gamla farið. En hér er dagskrá fundarins:

 

Farsæld til framtíðar!


Undir þessu kjörorði skipuleggur Landsbyggðin lifi (LBL) fundi á landsbyggðinni í samvinnu við stofnanir og félagasamtök úr ýmsum greinum atvinnulífsins

Fyrsti fundurinn verður á Akureyri Laugardaginn 7. febrúar 2009 - Kl 12:30- 15:00 í Brekkuskóla v/ Hrafnagilsstræti (fyrir ofan Akureyrarkirkju).

Dagskrá:
Setning 
Ragnar Stefánsson, prófessor og varaformaður LBL setur fundinn og ýtir  fundaherferðinni úr vör.
   
Framsöguerindi 

Framtíð lýðræðis
Páll Skúlason, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands

Ný tækifæri í sjávarútvegi
Hjörleifur Einarsson, prófessor við Háskólann á Akureyri

Framtíð landbúnaðar – lífrænn iðnaður?
Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands

Ný sköpun – Ný framtíð
Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands

Ferðaþjónusta til farsældar
Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,  deildarstjóri ferðamála við Háskólann á Hólum

Pallborðsumræða Í pallborði verða, auk frummælenda:
•    George Hollanders, leikfangasmiður
•    Hreiðar Þór Valtýsson, fiskifræðingur Háskólanum á Akureyri
•    Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju, Eyjafirði
•    Guðbergur Egill Eyjólfsson, bóndi að Hléskógum
•    Sóley Björk Stefánsdóttir, háskólanemi í fjölmiðlafræði
•    Sigurbjörg Árnadóttir, verkefnisstjóri í nýsköpun í ferðamálum
•    Guðrún Þórsdóttir, nemandi við Myndlistaskólann á Akureyri

Stefnt er að því að framsöguerindi verði stutt, þannig að góður tími gefist til almennrar umræðu
Fundarstjóri er Rafn Arnbjörnsson, frjótæknir
          
Veitingasala 10. bekkjar Brekkuskóla verður opin  


Nánari upplýsingar á www.landlif.is


mbl.is Mótmælt eftir stjórnarskiptin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband