Færsluflokkur: Kvikmyndir
3.3.2008 | 09:55
Blóðbað í Palestínu - heimildarmynd í Alþjóðahúsinu
Framferði Ísraelshers í Palestínu er óhugnanlegt. Búið að drepa yfir hundrað manns, marga saklausa borgara, síðustu daga.
Ég vek athygli á sýningu félagsins Ísland-Palestína á heimildarmyndinni Goal Dreams - A Team Like No Other þriðjudagskvöld 4. mars klukkan 20 í Alþjóðahúsinu:
"Hvernig getur fótboltalið, sem hefur ekki viðurkennt heimaland, engan stað til að þjálfa á og býr við hörmulegar aðstæður, keppt í knattspyrnu á alþjóðavettvangi? Félagið Ísland-Palestína mun í vetur standa fyrir sýningum á athyglisverðum heimildar- og bíómyndum er hafa með málefni Palestínu og Ísraels að gera, fyrsta þriðjudag hvers mánaðar í Alþjóðahúsinu. Að þessu sinni verður á boðstólum heimildarmyndin 'Goal Dreams - A Team Like No Other'.
Í myndinni er fylgst með landsliði Palestínu í knattspyrnu undirbúa sig og leika í undankeppni fyrir Heimsmeistaramótið (World Cup) í Þýskalandi árið 2006, eftir að Ísraelar gerðu loftárás á æfingarsvæði liðsins á Gaza. The Palestinian Football Association (PFA) var stofnað árið 1928 og er eitt elsta knattspyrnusamband í Arabaheiminum. Eftir að Alþjóðknattspyrnusambandið FIFA viðurkenndi PFA árið 1998 hefur Palestínska liðið hækkað um 70 sæti á styrkleikalista sambandsins.
Hernám Palestínu hefur þó haft sín áhrif á landsliðið og liðsmenn þess. Í lok síðasta árs urðu möguleikar Palestínu um að komast á Heimsmeistaramótið í Suður-Afríku árið 2010 að engu þegar hernámsyfirvöld neituðu landsliðsönnunum um leyfi til að ferðast frá Vesturbakkanum og Gaza til að leika í undankeppni mótsins í Singapore. Síðan heimildarmyndin var gerð hefur einn liðsmaður liðsins fallið fyrir kúlum ísraelskra hermanna á meðan hús annars hefur verið lagt í rúst."
---------------------------------------------------------
Goal Dreams - A Team Like No Other (86 min)
Þriðjudagurinn 4. mars, klukkan 20.00
Alþjóðhúsið, Café Cultura, Hverfisgata 18
Aðgangur ókeypis!
Vefsíða: http://www.goaldreams.com/
Um Palestínska landsliðið: http://en.wikipedia.org/wiki/Palestine_national_football_team
---------------------------------------------------------
![]() |
Ísraelar yfirgefa Gaza |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 09:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
25.2.2008 | 09:44
No Country For Old Men er ansi góð
Maður hefur í gegnum tíðina ekki alltaf verið sammála þessari Kvikmyndaakademíu en það er greinilega eitthvað að birta til (annaðhvort hjá mér eða akademíugenginu:)
Það er líka einhver Evrópustemning í Hollywood þessi misserin. En ég mæli eindregið með því að fólk skelli sér á No Country For Old Men ef fólk er ekki búið að sjá hana. Það voru sex í bíó þegar ég fór í síðustu viku!
Þessi setning úr frétt mbl.is finnst mér samt best: "Efhan og Joel Coen þökkuðu bandaríska kvikmyndaiðnaðinum fyrir að leyfa sér að ,,leika sér í sínu horni í sandkassanum" en Bardem, sem er nýgræðingur í Hollywood þrátt fyrir að eiga að baki farsælan feril á Spáni, þakkaði bræðrunum fyrir að vera nógu brjálaðir til að veita sér hlutverkið."
Talandi um brjálæði.
![]() |
Coen bræður sigursælir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 09:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.2.2008 | 10:13
Occupation 101 sýnd í kvöld
Það er áhugaverð heimildarmynd sýnd í Alþjóðahúsinu í kvöld klukkan 20. Í texta um þessa margverðlaunuðu mynd segir:
" Occupation 101 kemur fram með greiningu á staðreyndum og leyndarmálum sem eru umvafin hinni langvinnu deilu um Ísrael og Palestínu. Myndin lýsir líka lífi fólks undir hersetu Ísraels, hlutverki Bandaríkjanna í baráttunni og stærstu hindrununum sem standa í vegi fyrir langvarandi friði. Rætur átakana eru útskýrðar út frá sjónarmiði friðarsinna, fréttamanna, trúarleiðtoga og fræðimanna í málefnum miðausturlanda og mannúðarmála."
Occupation 101 (90 min)
Þriðjudagurinn 5. Febrúar, klukkan 20:00
Alþjóðhúsið, Café Cultura, Hverfisgata 18
Aðgangur ókeypis! - Allir velkomnir!
Félagið Íslands-Palestína mun í vetur standa fyrir sýningum á athyglisverðum heimildar- og bíómyndum er hafa með málefni Palestínu og Ísraels að gera. Sýningarnar verða fyrsta þriðjudag hvers mánaðar í Alþjóðahúsinu og er það hin margverðlauna heimildarmynd Occupation 101 sem er fyrst í sýningarröðinni.
Hér eru meiri upplýsingar um myndina: http://www.occupation101.org
![]() |
Landamæri Gasasvæðisins opnuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 10:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
12.1.2008 | 11:20
Fjórir karlar að spjalla saman í Vikulokunum
Mér finnst Hallgrímur Thorsteinsson ágætur útvarpsmaður. Sumar breytingar á hinum ljómandi þætti "Vikulokin" á Rás eitt sem hann hefur gert eru góðar, þátturinn byrjar til dæmis á yfirliti beint úr fréttum. Hinsvegar finnst mér Hallrígrímur ekki mjög fær í að velja sér viðmælendur. Í þættinum í dag eru fjórir karlar sem sitja saman og hlæja. Tveir fallnir þingmenn, Mörður Árna Samfó og Magnús Þór Frjálslyndi og svo er þarna einn frjálshyggjugaur, Ólafur Teitur sjálfstæðismaður. Geisp.
Það að Sharon Stone sé búin að fá sig fullsadda af karlmönnum kemur mér ekki á óvart, þeir eru margir ansi þreytandi, sjálfumglaðir og halda að þeir séu færastir í að stjórna öllu þó að þeir hafi enga hæfileika.
![]() |
Hefur meiri áhuga á konum en körlum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 11:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
4.1.2008 | 15:10
Bjartsýnn á að Ísraelsstjórn fari að lögum
Það ef til vill ofurbjartsýni til en það er alltaf hægt að halda í vonina. Ísraelsstjórn hefur ítrekað þverbrotið alþjóðalög. Óskandi væri að Ísraelar skiluðu landi aftur til Palestínumanna og að friður kæmist á. Það er mikill kraftur í samtökunum Ísland-Palestína og á morgun kemur góður gestur og segir frá ástandinu í landinu. Hér er tilkynning frá samtökunum.
Heimsókn Ali Zbeidat til Íslands
Opinn fundur í Alþjóðahúsinu á morgun - Laugardaginn 5. janúar, kl 14.00
Félagið Ísland-Palestína hefur starfsemi sína á nýju ári með heimsókn blaðamannsins og aktivistans Ali Zbeidat til Íslands og opnum fundi með honum í Alþjóðahúsinu, laugardaginn 5. janúar. Fundurinn hefst klukkan 14:00. Aðgangur er öllum opinn.
Ali Zbeidat er fyrrum pólitískur fangi sem í áraraðir barist fyrir mannréttindum Palestínumanna sem búa innan landamæra Ísraels (stundum kallaðir ísraelskir arabar). Hann hefur ísraelskan ríkisborgararétt og er búsettur í bænum Sakhnin, sem í dag liggur innan landamæra Ísraelsríkis.
Í upphafi fundarins verður sýnd 25 mínútna heimildarmynd um skipulega eyðileggingu á íbúðarhúsum Palestínumanna - en fjölskylda Ali sjálfs hefur átt á hættu að missa heimili sitt eftir að það var úrskurðað ólöglegt af ísraelskum yfirvöldum. Að sýningu lokinni flytur Ali ræðu um Palestínumenn í Ísrael, það er hlutskipti íbúa palestínsku svæðanna sem hertekin voru 1948 og innlimuð í Ísraelsríki. Þá mun hann fjalla um pólitíska fanga í Ísrael, en um ellefu þúsund Palestínumenn; karlar, konur og börn eru nú í ísraelskum fangelsum. Að lokinni ræðu hans verða fyrirspurnir og umræður.
----------------------------------------------------------
Tenglar:
- Apartheid targets Palestinian home-owners inside Israel
Jonathan Cook fer yfir sögu Ali Zbeidat í mjög góðri grein um hlutskipti Palestínumanna í Sakhnin og annarstaðar innan landamæra Ísraels. - The Legal Center for Arab Minority Rights in Israel
Samtök sem vinna að mannréttindum palestínskra íbúa innan landamæra Ísraels. Beita sér m.a. fyrir jafnrétti til náms og réttindum fanga, veita lögfræðiaðstoð og reka mál gegn lagasetningum sem mismunar fólki á kostnað uppruna þeirra eða trúarbragða. - Adameer
Samtök sem vinna að því að verja mannréttindi palestínskra fanga í Ísrael. Hér má finna margs konar fróðleik og tölfræði, ekki síst um pólitíska fanga.
![]() |
Bush bjartsýnn á friðarsamkomulag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 15:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.11.2007 | 22:21
Egill Helga "sjónvarpsmaður ársins", eruði ekki að djóka?

![]() |
Kvikmyndin Foreldrar fékk flest Edduverðlaun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 22:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
10.11.2007 | 11:15
Viðbjóðsleg meðferð á manneskjum

![]() |
15 Sádi-Arabar lausir úr haldi í Guantanamo-fangabúðunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.10.2007 | 22:14
Til hamingju Árni Finnsson og AUF DER ANDEREN SEITE
Það er frábært að Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands hafi verið heiðraður í dag af Alþjóðlega dýraverndarsjóðnum IFAW, International Fund for Animal Welfare. Árni hefur starfað í meira en tvo áratugi að umhverfismálum og í tilkynningu sjóðsins er sérstaklega bent á baráttu hans gegn hvalveiðum og gegn stóriðju á Íslandi. Til hamingju Árni!
Við Gunni Kristins og Hallur Heiðar bróðir minn vorum á gallerírölti í dag og skoðuðum um 30 sýningar. Það var ljómandi gaman. Gunni og ég skelltum okkur svo í bíó á myndina AUF DER ANDEREN SEITE eftir þýsk/tyrkneska leikstjórann Fatih Akin.
Þetta er stórkostleg mynd og sú besta sem ég hef séð lengi. Sagan er sorgleg en líka full af bjartsýni og fjallar um dauðann og lífið og það að fyrirgefa. Hún fékk líka verðlaun í Cannes og verður framlag Þýskalands til Oscars verðlaunanna. Vonandi verður hún sýnd á Íslandi og ég mæli með því að allir sjái þessa mynd.
![]() |
Árni Finnsson heiðraður í London |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 22:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.9.2007 | 10:23
Þrjár kvikmyndir sýndar á Akureyri
Dagskrá alþjóðlegu kvikmyndahátiðarinar er glæsileg og mér til mikillar gleði verða þrjár myndir af þessum 90 sýndar hér á Akureyri um helgina. Vonandi verða svo fleiri sýndar í kjölfarið en það er allavega hægt að skella sér í bíó líka fyrir norðan. Það er kvikmyndaklúbburinn KvikYndi sem stendur fyrri sýningum í Borgarbíói og þær eru:
Föstudagurinn, 28. september kl. 18.00
THE ART OF CRYING (Listin að gráta í kór)
e. Peter Schønau Fog
105 mínútur
Danmörk
Laugardagurinn 29. september kl. 18.00
FOREVER, NEVER, ANYWHERE (Ávallt, aldrei og hvarsemer)
e. Antonin Svoboda
88 mínútur
Austurríki
Sunnudagurinn 30. september kl. 18.00
CRAZY LOVE (Tryllt ást)
e. Dan Klores
92 mínútur
Bandaríkin
Og að öðrum málum en um síðustu helgi var formlega opnuð heimasíða AkureyrarAkademíunnar og hér er tengill á hana. Ég hvet svo alla til að klæðast rauðum bol í dag til stuðnings fólkinu í Burma. Hér er umfjöllun amnesty international um mótmælin.
![]() |
Alþjóðleg kvikmyndahátíð hefst í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 16:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.6.2007 | 09:01
Flughræddur hvítur karlmaður rífur sæti í flugvél í BNA og er snúinn niður af löggu á frívakt
Hér kemur nánar fréttaskýring af þessum atburð sem átti sér stað um borð í vél US Airways á leið frá Phoenix til Seattle þann 12. júní síðastliðinn því öll kurl eru ekki komin til grafar.
Það er eitthvað sem segir manni að gúrkutíð sé upphafin. Mbl.is er farið að vitna í blaðið "Tri-City Herald"! Og það með frétt sem átti sér stað 12. júní eða fyrir 10 dögum! Þetta er hinsvegar svo skemmtilegt að full ástæða er til að kryfja málið nánar:
"Lögreglumaður á frívakt kom í veg fyrir að óður farþegi opnaði neyðarútgang flugvélar í áætlunarflugi í Bandaríkjunum fyrr í mánuðinum."
Semsagt alltaf gott að hafa sem flestar löggur á frívakt í flugvélum. Þetta er eins og byrjun á "góðri" bíómynd: Þreytta löggan á leið heim til konu og barna reddar málunum, réttur maður á réttum stað.
"Eftir lendingu tók lögregla við manninum og var farið með hann á sjúkrahús til athugunar."
Hér vantar hver sjúkdómsgreiningin var: flughræðsla, fullur maður eða bara brjálaður farþegi eða þá frjálshyggjumaður sem ekki lætur fosjárhyggjuleiðindapúka segja sér hvenær hann eigi að spenna belti og hvenær ekki!
"Lögreglumaðurinn verður heiðraður fyrir snör viðbrögð."
Þó það nú væri enda maðurinn ekki einu sinni við skyldustörf heldur á frívakt. Fálkaorðu handa löggunni duglegu.
"Atvikið átti sér stað um borð í vél US Airways á leið frá Phoenix til Seattle 12. júní, að því er blaðið Tri-City Herald greinir frá."
Þetta er mikilvægt, best að forðast þessa flugleið í framtíðinni, eða voru ef til vill einhverjir íslendingar um borð í vélinni eða ætluðu að taka þetta flug en misstu af því? Aðeins farið að slá í 9 daga gamla frétt en samt góð fyrir því og blaðið Tri-City Herald örugglega gott blað, fyrst með fréttirnar.
"Þegar hafin var lækkun til lendingar í Seattle neitaði farþeginn að festa öryggisbeltið og fór að rífa sætið í sundur."
Hérna koma mikilvægar upplýsingar fram, allt annað mál hefði verið ef þetta hefði verið í flugtaki. En af hverju fór hann að rífa sætið í sundur? Ætlaði hann að setja það saman aftur? Var sætið óþægilegt? Var þetta leðursæti eða var það ef til vill ástæðan fyrir því að maðurinn byrjaði að rífa það í sundur að þetta var ekki leðursæti eins og hann vildi? Kannski er maðurinn bólstrari?
"Flugliðar reyndu að fá hann til að setjast og festa beltið, en þá teygði hann sig í handfangið á neyðarútganginum, sagði lögreglumaðurinn, sem skarst í leikinn, hafði óða farþegan undir og fór með hann aftur í vélina þar sem tókst að koma á hann böndum."
Sat maðurinn semsagt við neyðarútgang? Og hvar sat löggan? Við hliðina á manninum? Af hverju fór löggan með manninn afturí? Er ekki líka neyðarútgangur þar?
Ég krefst þess að mogginn fari í málið og komst að öllu því mikilvæga í þessu máli svo við lesendur mbl.is sitjum ekki uppi með helling af óleystum ráðgátum.
![]() |
Óður farþegi reyndi að opna neyðarútgang á flugi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 09:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Tenglar
Myndlist
MYNDLIST
- heimasíðan mín
- galerie kuckei+kuckei
- myndlistarfélagið
- veggverk
- nýlistasafnið
- listasafnið á akureyri
- listasafn reykjavikur
- listasafn íslands
- safn
- umm
- icelandic art center
- sím
- listaháskólinn
- myndlistaskólinn á ak
Umhverfisvernd
- náttúruverndarsamtökin
- framtíðarlandið
- landvernd
- náttúran.is
- sól á suðurnesjum
- saving iceland
- greenpeace
Íslenskir fjölmiðlar
- akureyri.net
- vikudagur
- N4
- landpósturinn
- austurglugginn
- skarpur
- bæjarins besta
- gúttó
- kaffið.is
- mbl.is
- visir.is
- dv.is
- ríkisútvarpið
- bændablaðið
- fréttatiminn
- jonas.is
Erlendir fjölmiðlar
- berliner zeitung
- spiegel
- süddeutsche zeitung
- die zeit
- die tageszeitung
- the new york times
- aftenposten
- svenska dagbladet
- politiken
- information
- guardian
- bbc
Skoðaðu þetta
Heimasíðurnar mínar
Vinstri græn
Vinstri græn
- davíð stefánsson
- stefán pálsson
- kristín halldórsdóttir
- sóley tómasdóttir
- kristín tómasdóttir
- steinunn þóra árnad.
- jóhann björnsson
- álfheiður ingadóttir
- paul f. nikolov
- mireya samper
- g. lilja grétarsdóttir
- gestur svavarsson
- auður lilja erlingsdóttir
- andrea ólafsdóttir
- björn valur gíslason
- katrín jakobsdóttir
- bjarkey gunnarsdóttir
- silja bára ómarsdóttir
- gerast félagi í vg
- árni þór sigurðsson
- svandís svavarsdóttir
- kolbrún halldórsdóttir
- ögmundur jónasson
- vg.is
- uvg
Nýjustu færslur
- osloBIENNALEN First Edition 20192024
- ALLTSAMAN DAS GANZE ALL OF IT
- THE FOUNTAIN MÉMOIRE
- HRINA / BOUT í Listasafni Reykjavíkur / Reykjavík Art Museum
- BLATT BLAÐ númer 62 er komið út
- STINGUR Í AUGUN í Verksmiðjunni á Hjalteyri
- Þetta er það - Das ist es - This is it
- Gullkistan: 20 ára
- 100 Kápur á Frakkastíg
- MENN / MEN í Hafnarborg 28. mars - 10. maí 2015
- COLLABORATION_7 Munich - Mostar - Belgrade
- Hlynur Hallsson opnar í Geimdósinni
- ALÞÝÐUSÝNING Í ALÞÝÐUHÚSINU Á SIGLUFIRÐI OPNAR 8. MARS 2014
- Fresh Winds in Garður
- BLATT BLAÐ #61 er komið út
Síður
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Eldri færslur
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 379991
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Bloggvinir
-
Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir
-
Agnar Freyr Helgason
-
Agný
-
Aldís Gunnarsdóttir
-
Alfreð Símonarson
-
Alma Lísa Jóhannsdóttir
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Jónsson
-
Andrés Rúnar Ingason
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Anna Lilja
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Anna Pála Sverrisdóttir
-
Anna Þorbjörg Jónasdóttir
-
Ari Matthíasson
-
Arinbjörn Kúld
-
arnar valgeirsson
-
Arnljótur Bjarki Bergsson
-
Atli Fannar Bjarkason
-
Auðun Gíslason
-
Árni Árnason
-
Árni "Gamli" Einarsson
-
Árni Gunnarsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ása Richardsdóttir
-
Ásgeir Kristinn Lárusson
-
Ásta Möller
-
Ásta Rut Björnsdóttir og Snorri Kristjánsson
-
Ásta Svavarsdóttir
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Bandalag atvinnuleikhópa - SL
-
Barði Bárðarson
-
Berglind Steinsdóttir
-
Bergur Sigurðsson
-
Bergur Thorberg
-
Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
-
Bergþóra Jónsdóttir
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Bjarkey Gunnarsdóttir
-
Bjarni Harðarson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Björn Ingi Hrafnsson
-
Bleika Eldingin
-
BookIceland
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
-
Brynjar Davíðsson
-
Dagbjört Hákonardóttir
-
Davíð
-
Dofri Hermannsson
-
DÓNAS
-
Edda Agnarsdóttir
-
Egill Bjarnason
-
Egill Helgason
-
Egill Rúnar Sigurðsson
-
Einar Ólafsson
-
Eiríkur Bergmann Einarsson
-
Elfar Logi Hannesson
-
Elfar Logi Hannesson
-
Elín Sigurðardóttir
-
Ellý Ármannsdóttir
-
E.R Gunnlaugs
-
erlahlyns.blogspot.com
-
ESB og almannahagur
-
Eva Benjamínsdóttir
-
Eva G. S.
-
Eva Kamilla Einarsdóttir
-
Eygló Þóra Harðardóttir
-
Eyþór Ingi Jónsson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Forvitna blaðakonan
-
FreedomFries
-
Friðrik Dagur Arnarson
-
Friðrik Þór Guðmundsson
-
Fríða Eyland
-
Gammur drils
-
Gaukur Úlfarsson
-
Geiri glaði
-
Georg P Sveinbjörnsson
-
Gísli Aðalsteinsson
-
Gísli Tryggvason
-
Goggi
-
gudni.is
-
Guðbergur Egill Eyjólfsson
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
Guðfinnur Sveinsson
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Helmut Kerchner
-
Guðjón Sigþór Jensson
-
Guðmundur Auðunsson
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðmundur Örn Jónsson
-
Guðni Már Henningsson
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Guðrún Magnea Helgadóttir
-
Guðrún Olga Clausen
-
Guðrún Una Jónsdóttir
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Gunnar Björnsson
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Gunnhildur Hauksdóttir
-
Gunnlaugur B Ólafsson
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
halkatla
-
Halla Gunnarsdóttir
-
Halldór Baldursson
-
Halldór Kristinn Haraldsson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hannibal Garcia Lorca
-
Haraldur Bjarnason
-
Haraldur Davíðsson
-
Haukur Már Helgason
-
Haukur Nikulásson
-
Haukur Vilhjálmsson
-
Heidi Strand
-
Heiða
-
Helgi Guðmundsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Helgi Már Barðason
-
Helgi Seljan
-
Helgi Vilberg
-
Hildur Sif Kristborgardóttir
-
Hilmar Björgvinsson
-
Hilmar Dúi Björgvinsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hinrik Þór Svavarsson
-
Hjalti Már Björnsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlekkur
-
Hlédís
-
Hlynur Sigurðsson
-
Hlynur Snæbjörnsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Hrafn Jökulsson
-
Hreiðar Eiríksson
-
hreinsamviska
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Ibba Sig.
-
Indriði Haukur Þorláksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Ingimar Björn Davíðsson
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Ingólfur Þór Guðmundsson
-
íd
-
Ísleifur Egill Hjaltason
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Jens Guð
-
Johann Trast Palmason
-
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
-
Jóhann Björnsson
-
Jónas Björgvin Antonsson
-
Jónas Tryggvi Jóhannsson
-
Jónas Viðar
-
Jón Bjarnason
-
Jón Hafsteinn Ragnarsson
-
Jón Hrói Finnsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jón Þór Ólafsson
-
Jórunn Sigurbergsdóttir
-
Júlíus Garðar Júlíusson
-
Júlíus Sigurþórsson
-
Karl Tómasson
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Ketilás
-
Killer Joe
-
Kjartan Jónsson
-
Kolbrún Kolbeinsdóttir
-
Kolgrima
-
kona
-
Konráð Ragnarsson
-
Kristbergur O Pétursson
-
Kristín Ástgeirsdóttir
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Kristján B. Jónasson
-
Kristján Kristjánsson
-
Kristján Logason
-
Kristján Pétursson
-
Kristlaug M Sigurðardóttir
-
Krummi
-
Landvernd
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Linda Rós Jóhannsdóttir
-
Listasumar á Akureyri
-
LKS - hvunndagshetja
-
Logi Már Einarsson
-
Magnús Bergsson
-
Magnús Geir Guðmundsson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Margrét Elín Arnarsdóttir
-
Margrét Lóa Jónsdóttir
-
Marinó Már Marinósson
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morten Lange
-
Myndlistarfélagið
-
Oddur Helgi Halldórsson
-
Ólafur fannberg
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Ólöf Ýrr Atladóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Paul Nikolov
-
Páll Helgi Hannesson
-
Páll Ingi Kvaran
-
Páll Thayer
-
Pálmi Freyr Óskarsson
-
Pálmi Guðmundsson
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pétur Björgvin
-
Pétur Þorleifsson
-
Pollurinn
-
Ragnar Bjarnason
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Ransu
-
Rauður vettvangur
-
Róbert Björnsson
-
Rúnar Haukur Ingimarsson
-
Rúnar Sveinbjörnsson
-
Rúnar Þór Þórarinsson
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sara Dögg
-
SeeingRed
-
Sigfús Þ. Sigmundsson
-
Sigmar Guðmundsson
-
Sigrún Dóra
-
Sigtryggur Magnason
-
Sigurður Á. Friðþjófsson
-
Sigurður G. Tómasson
-
Sigurður Hólm Gunnarsson
-
Sigurður Hrellir
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigurjón M. Egilsson
-
Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
-
Sigþrúður Þorfinnsdóttir
-
Sól á Suðurnesjum
-
Sóley Björk Stefánsdóttir
-
Sóley Tómasdóttir
-
Sólveig Klara Káradóttir
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Jón Hafstein
-
Stefán Stefánsson
-
Stefán Þórsson
-
Steinarr Bjarni Guðmundsson
-
Steindór Grétar Jónsson
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Stjórnmál
-
Svansson
-
Svanur Jóhannesson
-
Svanur Sigurbjörnsson
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
SVB
-
Sveinn Arnarsson
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Sveinn Ólafsson
-
Sverrir Páll Erlendsson
-
Sverrir Þorleifsson
-
Sædís Ósk Harðardóttir
-
Sævar Már Sævarsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sölvi Breiðfjörð
-
Thelma Ásdísardóttir
-
Theódór Norðkvist
-
Tinna Eik Rakelardóttir
-
Tíðarandinn.is
-
Torfusamtökin
-
Toshiki Toma
-
TómasHa
-
Trúnó
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Tryggvi H.
-
Ugla Egilsdóttir
-
Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
-
Úrsúla Jünemann
-
Valgeir Bjarnason
-
Valgeir Skagfjörð
-
Valgerður Halldórsdóttir
-
Varðhundar frelsisins
-
Varmársamtökin
-
Vefritid
-
Vér Morðingjar
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Viðar Eggertsson
-
Vika símenntunar
-
Vilberg Helgason
-
Vinir Tíbets
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þórbergur Torfason
-
Þórdís tinna
-
Þór Gíslason
-
Þór Jóhannesson
-
Þórólfur S. Finnsson
-
Þór Saari
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Ævar Rafn Kjartansson
-
Öll lífsins gæði?