Leita í fréttum mbl.is

Eitt ár á Moggablogginu, tvær nýjar kannanir og Al Gore

421298AÞað er mikill hátíðisdagur hjá mér hér í Berlín. Ekki vegna þess að þvottavélin okkar var rétt í þessu úrskurðuð svo gott sem ónýt heldur vegna þess að í dag er eitt ár frá því að ég flutti mig yfir á Moggabloggkommúnuna eftir stutta byrjun á öðru bloggi. Svo er maður enn í hátíðarskapi yfir nýja meirihlutanum í Borginni og því að vera laus við frjálshyggjuíhaldið. Það á auðvitað ekki að hlakka í manni yfir óförum annarra en hvað er annað hægt þegar maður horfir uppá gamla gengið og félaga þeirra eins og Sigurð Kára, Björn Bjarna, Villa fyrrverandi og Gísla M. og hin fara hamförum í bræði og láta út úr sér hluti sem erum svo vandræðalegir að annað eins hefur ekki heyrst lengi, ekki einu sinni hér á blogginu!

Ég er búinn að setja inn tvær nýjar kannanir á síðuna og í annarri er spurt hvernig fólki lítist á nýju borgarstjórnina? Og í hinni hvort Bjarni Ármannsson eigi að skila hlutabréfunum í REI? Ég hvet alla til að taka þátt og segja sína skoðun. Í síðustu könnun spurði ég hvort Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson eigi að segja af sér sem borgarstjóri? Hátt í 300 manns svöruðu á nokkrum dögum og "já" sögðu 86%, 11% sögðu "nei", 1% sagði "kannski", 1% "veit ekki" og 1% var "alveg sama". Afgerandi meirihluti fékk ósk sína uppfyllta þó að Villi hafi sjálfur ekki séð sóma sinn í að segja af sér þá virkaði allavega lýðræðið. Það getur maður svo þakkað Svandísi Svavarsdóttur sem hefur staðið sig eins og hetja og mun gera það áfram. Gömlu könnuninni þar sem spurt er um nafn á Ríkisstjórnina ætla ég að leyfa að vera aðeins lengur því þar eru spennandi hlutir að gerast. Til að byrja með var "Baugsstjórnin" vinsælast með 35% en hefur nú lækkað í 27,2% og "Þingvallastjórn" hefur einnig dalað úr 30% í tæplega 26,7%. Nafngiftin "Viðhaldið" hefur hinsvegar aukist mikið eða úr 10% í 20% og einnig hefur þeim fjölgað sem segja að hún heiti "Ekkert" úr 5% í 13%. "Framfarastjórn" og "Sáttastjórn" hefur aldrei átt miklu fylgi að fagna í þessari könnun.

Maður hefur varla við að óska fólki til hamingju með hitt og þetta hér á síðunni. Þjóðverjar eru afa stoltir af sínum vísindamönnum sem fengu Nóbelsverðlaun sinn hvorn daginn fyrir eðlisfræði og efnafræði. Doris Lessing hlaut bókmenntaverðlaunin verðskuldað og svo núna sjálfur "fyrrverandi næsti forseti Bandaríkjanna" eins og Al Gore kynnti sjálfan sig gjarnan. Til hamingju með það. Þessi úthlutun verður sennilega ekki til að kæta frjálshyggjuliðið sem er á fullu í afneitun á því að við mannfólkið og allur iðnaðurinn höfum eitthvað með hlýnun jarðar að gera. Hannes Hólmsteinn er sennilega miður sín í dag og mun seint jafna sig. En verðlaunin til Al Gore og lofslagsnefndar SÞ eru góðar fréttir fyrir umhverfisverndarsinna. Til hamingju öll!

Það eru komnar næstum 90.000 heimsóknir á bloggsíðuna mína og stóra talan kemur sennilega í dag og sá sem kvittar hérna og bætir við tölunni sem verður næst 90.000 fær afmælisgjöf frá mér senda í pósti (alvörupósti).


mbl.is Al Gore og loftslagsnefnd SÞ hljóta friðarverðlaun Nóbels
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. október 2007

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband