Leita í fréttum mbl.is

Akureyri er til fyrirmyndar

big-AkureyrijpgSem betur fer er Akureyri að mörgu leiti til fyrirmyndar. Dæmi um það eru þessar bílastæðaklukkur sem leiða til þess að fólk þarf ekki að vera með klink í vasanum alla daga en fólk leggur heldur ekki lengur en má í stæði (án þess að fá sekt). Í Hafnarstrætinu má til dæmis leggja í korter minnir mig en fyrir neðan Strandgötuna í klukkutíma og enn fjær miðbænum í tvo tíma. Þetta er gott mál.

Frítt í Strætó er nokkuð sem Akureyringar tóku upp eftir erlendri fyrirmynd eða bara eftir Reykjanesbæ. Það hefur slegið í gegn og nú ekur fullur strætó á Akureyri með skólafólk og aðra og hlífir malbikinu við tugum einkabíla sem annars hefðu farið af stað í skutl.

Það er auðvitað margt fleira til fyrirmyndar á henni Akureyri og nú er bara að halda áfram á þessari braut og næsta verkefni hlýtur að vera að fjölga hjólreiðastígum og auðvelda hjólreiðafólki að komast á milli hverfa. Það liggur einnig beint við að greiða enn meira niður máltíðir í mötuneytum grunnskólanna og að hádegismaturinn verði gerður að skólatíma að finnskri fyrirmynd. Ríkið ætti auðvitað að koma inn í málið allstaðar á landinu og aðstoða sveitarfélögin við að koma þessu í framkvæmd.

Síðan þarf að bæta aðstöðu siglingafólks á Akureyri, bæta strætókerfið enn meira og gera fleira og fleira fyrir enn ánægðari íbúa Akureyrar og alla sem vilja koma í bæinn (einnig 18 - 23 ára:)


mbl.is Færri stöðumælasektir á Akureyri með nýju kerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. nóvember 2007

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.