Leita í fréttum mbl.is

Akureyri er til fyrirmyndar

big-AkureyrijpgSem betur fer er Akureyri að mörgu leiti til fyrirmyndar. Dæmi um það eru þessar bílastæðaklukkur sem leiða til þess að fólk þarf ekki að vera með klink í vasanum alla daga en fólk leggur heldur ekki lengur en má í stæði (án þess að fá sekt). Í Hafnarstrætinu má til dæmis leggja í korter minnir mig en fyrir neðan Strandgötuna í klukkutíma og enn fjær miðbænum í tvo tíma. Þetta er gott mál.

Frítt í Strætó er nokkuð sem Akureyringar tóku upp eftir erlendri fyrirmynd eða bara eftir Reykjanesbæ. Það hefur slegið í gegn og nú ekur fullur strætó á Akureyri með skólafólk og aðra og hlífir malbikinu við tugum einkabíla sem annars hefðu farið af stað í skutl.

Það er auðvitað margt fleira til fyrirmyndar á henni Akureyri og nú er bara að halda áfram á þessari braut og næsta verkefni hlýtur að vera að fjölga hjólreiðastígum og auðvelda hjólreiðafólki að komast á milli hverfa. Það liggur einnig beint við að greiða enn meira niður máltíðir í mötuneytum grunnskólanna og að hádegismaturinn verði gerður að skólatíma að finnskri fyrirmynd. Ríkið ætti auðvitað að koma inn í málið allstaðar á landinu og aðstoða sveitarfélögin við að koma þessu í framkvæmd.

Síðan þarf að bæta aðstöðu siglingafólks á Akureyri, bæta strætókerfið enn meira og gera fleira og fleira fyrir enn ánægðari íbúa Akureyrar og alla sem vilja koma í bæinn (einnig 18 - 23 ára:)


mbl.is Færri stöðumælasektir á Akureyri með nýju kerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Er 15 mín. í stæði í Hafnarstrætinu ekki knappur tími?  Menn hljóta alltaf að vera að koma og fara! 

Marinó Már Marinósson, 20.11.2007 kl. 15:50

2 Smámynd: Hlynur Hallsson

Já, kæri Marinó. Það er líka hugmyndin með þessum stæðum sem eru beint fyrir framan dyr verslananna. Rétt til að skutlast inn og kaupa eina bók, eða kaffi til að taka með, blóm handa ástinn sinni og svo framvegis. Þetta á ekki að taka meira en korter og þá komast fleiri að. Ef maður ætlar að skoða bækur vandlega, drekka kaffið á kaffihúsinu eða velja blómaskreytingar fyrir heila veislu er betra að leggja 150 metrum fjær og þá fær maður heilan klukkutíma ókeypis.) Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 20.11.2007 kl. 16:03

3 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Já, þetta er flott enda gott að vera löghlýðinn. :)  Kveðjur úr stöðumælaborginni.

Marinó Már Marinósson, 20.11.2007 kl. 16:13

4 Smámynd: arnar valgeirsson

já, það er gott að heyra að góðir hlutir séu að gerast í akureyrarborg. mér finnst reyndar bærinn bólgna út á alla kanta án þess að það fjölgi svo verulega, en kannski kemur að því.

ætli maður endi ekki á heimaslóðum eins og svo margir brottfluttir. en... þá þarf maður að fá almennilega vinnu sko.

jamm, hlynur. það er frábært hvað mikið er um að vera í listalífinu t.d.  veit  að móðir mín kemst varla yfir allar sýningar, tónleika og námskeið, en atvinnumálin eru í hálfgerðu lamaslysi þarna enn.

bæta úr því sko.

arnar valgeirsson, 20.11.2007 kl. 17:50

5 Smámynd: Ingigerður Friðgeirsdóttir

Sæl Hlynur, það er alltaf gaman að koma til Akureyrar og nóg að gera og skoða og þetta með gjaldfrí stæði er góður kostur. Heimsæki Akureyri á hverju sumri.

Bestu kveðjur Ingigerður. 

Ingigerður Friðgeirsdóttir, 20.11.2007 kl. 21:33

6 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Já þetta líst mér vel á. Það er gaman að heimsækja svona bæ en því miður er það of sjaldan.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 20.11.2007 kl. 23:19

7 Smámynd: Sverrir Páll Erlendsson

Einhvern veginn er ég vantrúaður á þessa miklu frelsun sem tekist hafi með fríum strætisvögnum. Þeir voru alltaf fullir á morgnana þegar fólk var á leið í skólana á meðan kostaði í þá. Ég hef aldrei séð strætisvagn á miðjum degi nú í sumar eða haust með fleiri en 2-3 farþega. Troðningurinn á bílastæði MA er töluvert meiri núna, eftir að frítt varð í vagnana en var í fyrrahaust. Og á eftir að aukast þegar fyrstubekkingar fara að hópast í bílprófið eftir áramótin. Ég er á því að það eigi eftir að kenna Akureyringum að nota fríu strætisvagnana. Aldrei hefur mér til dæmis flogið í hug að ganga inn í slíkan vagn. Aldrei hef ég heldur orðið var við neinar leiðbeiningar eða hvatningu til þess. Það er bara send út leiðabók - og krakkarnir í skólanum kvarta undan að það sé svo langt á milli ferða að það gefist allir upp á að bíða eftir vagni til að komast heim. Íslendingar eru ekki lengur biðþjóð.

Sverrir Páll Erlendsson, 20.11.2007 kl. 23:53

8 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Kannski væri ráð að hækka bílprófið yfir vetrartímann til að minnka álagið?   nei bara smá grín.

Marinó Már Marinósson, 21.11.2007 kl. 00:03

9 identicon

Áfram Akureyri.. Gaman að lesa þennan pistil. 

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 08:42

10 Smámynd: Sigurjón

Ég er alveg sammála því að fleiri bæjarfélög mættu taka upp ókeypis í strætisvagna.  Einnig er þetta með stöðuklukkurnar góð hugmynd.  Þetta er til fyrirmyndar!

Sigurjón, 21.11.2007 kl. 12:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband