Leita í fréttum mbl.is

Af hverju dró hann þetta ekki til baka fyrir "pabba sinn"?

gzinegger... eða bara sjálf síns vegna? Kannski af því að hann hefur ekki snefil að sómakennd? Þessi bloggfærsla Egils Einarssonar sem kallar sig víst "Gillzenegger" segir margt um hug þeirra sem kalla þær konur sem eru að berjast fyrir jafnrétti kynjanna "öfgafemínista" og þeir eru ekki fáir. Margir nafnlausir aumingjar sem tjá sig aðallega í athugasemdum á síðum annarra taka sömu afstöðu og Egill og grafa sig niður í eitthvert forarsvað. Leyfum þeim bara að vera þar og drullumalla við vini sína.

Í fréttinni á mbl segir "Færslan sem um ræðir var undir lið sem kallast Fréttastofa Gillz en þar nafngreinir hann fjórar konur, femínista, sem hann segir að hafi verið of áberandi í fjölmiðlum undanfarið og ýjar að því að þeim væri best að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi."  

Ég spyr mig hvort pabbi Egils horfi ekki á tíufréttir í Sjónvarpinu? Eða getur Egill ekki bara sleppt því að vera með svona viðbjóðslegar hótanir á síðunni sinni? Samkvæmt fréttinni hefur lögreglu hefði verið send skrifin til rannsóknar. En það var ekki vagna hræðslu við málshöfðun sem Egill faldi færsluna, nei af tillitsemi við mömmu: „Mamma horfir væntanlega á tíufréttir og svona, þannig að ég tók fréttina út út af henni." Litlu mömmustrákarnir kunna þó að skammast sín.

Margir sem skrifa hér á moggabloggið hafa lokað fyrir athugasemdir því í þeim hefur verið ausið óhróðri yfir fólk (gjarnan femínista). Sóley Tómasdóttir hefur til dæmis gripið til þessa neyðarúrræðis og þykir mér það miður en vel skiljanlegt. Af gefnu tilefni vil ég að fólk skrifi undir fullu nafni athugasemdir á síðuna mína, vinsamlega virðið það. 


mbl.is Gillzenegger tók bloggfærslu út fyrir mömmu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. desember 2007

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband