Leita í fréttum mbl.is

Frasarnir um fjölda glæpa útlendinga gerðir afturreka

407716AAf umfjöllun úr fjölmiðlum að dæma eru pólverjar á Íslandi glæpamenn upp til hópa. Nú kemur hinsvegar í ljós að þetta er einn stór "misskilningur" því hið rétta er að pólverjarnir sem hér búa eru löghlýðnastir allra, mun löghlýðnari en íslendingar. Þetta er í raun í samræmi við niðurstöður úr rannsóknum frá öðrum löndum. Útlendingarnir eru í flestum tilfellum miklu löghlýðnari en innfæddir.

Það er hinsvegar vel þekkt að öfgahægriflokkar gera í því að fullyrða allt annað og ala þar með á fordómum. Við höfum nýleg dæmi um þetta frá Sviss, Hollandi, Þýskalandi og Danmörku. Í Þýskalandi var vinsælt slagorð hjá þessu þjóðernissinnuðu flokkum "Burt með útlendinga!". Þegar það var bannað þá breyttu þessir öfgahægriflokkar (nýnasistaflokkar eins og DVU) slagorðinu í "KRIMINELLE AUSLANDER RAUS" sem ef til vill er hægt að þýða "Afbrotaútlendingar burt". Þar er eiginlega farið úr öskunni í eldinn því það er einmitt látið að því liggja að útlendingarnir fremji fleiri glæpi en innlendir. Þetta hefur auðvitað verið hrakið með tölfræði en það dugar ekki til, verstu þjóðernissinnarnir halda áfram að bulla. Alveg eins og mér sýnist nokkrir nafnlausir bloggarar gera í tenginu við þessa frétt hér á moggablogginu.

Formaður samtaka Pólverja á Íslandi Witek Bogdanski bendir á í 24 stundum að í fréttum er gjarnan sagt frá því ef útlendingar séu þeir sem frömdu glæpinn en ekkert minnst á hvaðan maðurinn sé (til dæmis úr Kópavogi) ef hann er Íslendingur. Fjölmiðar þurfa að taka sér tak. Framtak Alþjóðahússins að verðlauna Ævar Kjartansson og Hjálmar Sveinsson fyrir afbragðs þætti á Rás 1 um málefni innflytjenda er til fyrirmyndar.

Af gefnu tilefni eru þeir sem skrifa athugasemdir á bloggið mitt eru beðnir um að skrifa undir fullu nafni.


mbl.is Pólverjar þeir löghlýðnustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. janúar 2008

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband