Leita í fréttum mbl.is

Fjórir íslenskir sjálfbođaliđar á herteknu svćđunum í Palestínu

Fjórir Íslendingar héldu til Palestínu í síđustu viku til starfa sem sjálfbođaliđar á herteknu svćđunum á vegum Félagsins Ísland-Palestína. Anna Tómasdóttir, hjúkrunarnemi viđ Háskóla Íslands, verđur í Palestínu til 18. ágúst og starfar međ samtökunum Project Hope, m.a. viđ skipulagningu og ţróun á skyndihjálparnámskeiđum. Einar Teitur Björnsson og Stefán Ágúst Hafsteinsson, sem leggja stund á lćknisfrćđi viđ Háskóla Íslands, munu nćsta mánuđinn starfa međ Palestínsku lćknahjálparnefndunum (Palestinian Medical Relief Society - PMRS) í Nablus og víđar um Vesturbakkann. Yousef Ingi Tamimi, nemi viđ Kvennaskólann í Reykjavík, er ađ kenna ungmennum ensku og starfa viđ félagsmiđstöđvar PMRS fyrir ungt fólk í Ramallah og Nablus.

Palestínsku lćknahjálparnefndirnar (Palestinian Medical Relief Society - PMRS) voru stofnađar áriđ 1979 af palestínskum lćknum og heilbrigđistarfsmönnum. Samtökin annast heilsugćslu og lćknisţjónustu víđsvegar á herteknu svćđunum. Međal annars í flóttamannabúđum, ţorpum og sveitum, sem eru innilokađar vegna vegatálma hernámsliđsins, međ fćranlegum lćknastöđvum (mobile clinics). PRMS rekur jafnframt lćknastofur víđsvegar á herteknu svćđunum og félagsmiđstöđvar fyrir ungt fólk í Bethlehem, Hebron, Nablus, Ramallah og Gaza. Félagiđ Ísland-Palestína hefur síđustu ár stutt starfsemi PMRS međ fjárframlögum og starfsemi íslenskra sjálfbođaliđa.

Project Hope halda úti frćđslu- og tómstundastarfsemi fyrir börn og ungmenni, einkum í Nablus á Vesturbakkanum og flóttamannabúđnum Balata og Askar skammt frá borginni. Sumardaginn fyrsta léku Víkingur Heiđar Ólafsson og Bryndís Halla Gylfadóttir á tónleikum til styrktar tónlistarstarfi samtakanna í Balata flóttamannabúđunum. Fyrir nokkrum árum lögđu Mugison, KK, múm og fleiri íslenskir tónlistarmenn ćskulýđsstarfi Project Hope í sömu flóttamannabúđum liđ á geislaplötunni Frjáls Palestína.


Hlekkir
Palestinian Medical Relief Society (PMRS) - http://www.pmrs.ps
Palestinian Medical Relief Society (PMRS) Youth Centers - http://www.pmrs.ps/last/etemplate.php?id=29
Project Hope - http://www.projecthope.ps
Anna Tómasdóttir bloggar frá Palestínu; http://www.anna-palestina.blogspot.com
Félagiđ Ísland-Palestína - http://www.palestina.is


Bloggfćrslur 13. júní 2008

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síđur

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Ágúst 2025
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.