Leita í fréttum mbl.is

Fjórir íslenskir sjálfboðaliðar á herteknu svæðunum í Palestínu

Fjórir Íslendingar héldu til Palestínu í síðustu viku til starfa sem sjálfboðaliðar á herteknu svæðunum á vegum Félagsins Ísland-Palestína. Anna Tómasdóttir, hjúkrunarnemi við Háskóla Íslands, verður í Palestínu til 18. ágúst og starfar með samtökunum Project Hope, m.a. við skipulagningu og þróun á skyndihjálparnámskeiðum. Einar Teitur Björnsson og Stefán Ágúst Hafsteinsson, sem leggja stund á læknisfræði við Háskóla Íslands, munu næsta mánuðinn starfa með Palestínsku læknahjálparnefndunum (Palestinian Medical Relief Society - PMRS) í Nablus og víðar um Vesturbakkann. Yousef Ingi Tamimi, nemi við Kvennaskólann í Reykjavík, er að kenna ungmennum ensku og starfa við félagsmiðstöðvar PMRS fyrir ungt fólk í Ramallah og Nablus.

Palestínsku læknahjálparnefndirnar (Palestinian Medical Relief Society - PMRS) voru stofnaðar árið 1979 af palestínskum læknum og heilbrigðistarfsmönnum. Samtökin annast heilsugæslu og læknisþjónustu víðsvegar á herteknu svæðunum. Meðal annars í flóttamannabúðum, þorpum og sveitum, sem eru innilokaðar vegna vegatálma hernámsliðsins, með færanlegum læknastöðvum (mobile clinics). PRMS rekur jafnframt læknastofur víðsvegar á herteknu svæðunum og félagsmiðstöðvar fyrir ungt fólk í Bethlehem, Hebron, Nablus, Ramallah og Gaza. Félagið Ísland-Palestína hefur síðustu ár stutt starfsemi PMRS með fjárframlögum og starfsemi íslenskra sjálfboðaliða.

Project Hope halda úti fræðslu- og tómstundastarfsemi fyrir börn og ungmenni, einkum í Nablus á Vesturbakkanum og flóttamannabúðnum Balata og Askar skammt frá borginni. Sumardaginn fyrsta léku Víkingur Heiðar Ólafsson og Bryndís Halla Gylfadóttir á tónleikum til styrktar tónlistarstarfi samtakanna í Balata flóttamannabúðunum. Fyrir nokkrum árum lögðu Mugison, KK, múm og fleiri íslenskir tónlistarmenn æskulýðsstarfi Project Hope í sömu flóttamannabúðum lið á geislaplötunni Frjáls Palestína.


Hlekkir
Palestinian Medical Relief Society (PMRS) - http://www.pmrs.ps
Palestinian Medical Relief Society (PMRS) Youth Centers - http://www.pmrs.ps/last/etemplate.php?id=29
Project Hope - http://www.projecthope.ps
Anna Tómasdóttir bloggar frá Palestínu; http://www.anna-palestina.blogspot.com
Félagið Ísland-Palestína - http://www.palestina.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að Mustafa Barghouti og félagar skuli vera að fá liðsstyrk frá Íslandi :)

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 13:46

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

´Vissulega þarf okkar litla þjóð að rétta fram hjálparhönd þegar stríðhrjáð fólk, hneppt í fjötra ofbeldis og ótta hrópar á hjálp.

Mér finnst þó á stundum vera af þessu ofurlítill keimur sem minnir á hræsni.

Ég er hlynntur allri samvinnu við vestrænar þjóðir, en er með öllu andvígur stuðningi við B.N.A í árásum þeirra á lýðfrjálsar þjóðir til að koma þar á því lýðræði sem þeim þóknast.

Pólitísk trúarbrögð borin uppi af ofbeldi og mannréttindabrotum munu ekki verða yfirbuguð með vopnaðri íhlutun annara þjóða með ólík trúarbrögð og óskiljanlega menningu.

Og ég er Evrópusinni þó mér hugnist ekki að flytja sjálfstæði okkar á hendur einhverju samþjóðlegu yfirvaldi sem kallast bandalag. 

Árni Gunnarsson, 14.6.2008 kl. 18:14

3 Smámynd: Sölvi Breiðfjörð

Það er frábært að Íslenskir krakkar láti sig þessi mál varða og leggi fram hjálparhönd á þeim stöðum sem þess þarf, svo fá þau svo mikla reynslu út úr þessu.

Sölvi Breiðfjörð , 16.6.2008 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband