Leita í fréttum mbl.is

Glæsilegt hjá Katrínu

Hlutirnir eru að gerast í Menntamálaráðuneytinu. Katrín Jakobsdóttir er besti menntamálaráðherra sem við höfum haft. Hún áttar sig á því að skapandi starf leiðir af sér fjölda annarra starfa. Það eru mikil verðmæti fólgin í menningunni. Ferðamenn streyma til landsins til að njóta tónlistar og myndlistar, fara á söfn og á tónleika, í leikhús og flytja inn gjaldeyri í miklu magni.

Undirstaðan fyrir öllu þessu er listamenn. Þegar myndlistarmaður setur upp sýningu fá allir greitt fyrir sína vinnu nema listamaðurinn! Prentarinn fær greitt fyrir að prenta boðskort og sýningarskrá. Flutningabílstjórinn fær greitt fyrir að flytja verkin á sýninguna. Starfsmenn safnsins fá borgað fyrir að setja sýninguna upp, vakta hana og veita gestum upplýsingar. Sýningarstjórinn fær auðvitað greitt fyrir sína vinnu, einnig fjölmiðlafulltrúinn og blaðamennirnir sem fjalla um sýninguna. Ræstingafólkið fær auðvitað greitt fyrir sína vinnu (að vísu allt of lítið). Smiðir og málarar fá greitt fyrir að laga húsnæðið að þörfum sýningarinnar. Veitingamenn fá greitt fyrir seldar veitingar og opnun. Þannig mætti lengi telja. Svo er það bara spurning hvort eitthvað selst af verkunum og þá fær listamaðurinn hluta af því ef hann er svo heppinn að eitthvað seljist.

Listamannalaunin eru því kærkomin. Flestir listamenn sem ég þekki eru að vinna aðra vinnu ásamt því að leggja stund á sína list. Starfslaun gera þeim kleift að einbeita sér að listinni í ákveðinn tíma, 6 eða 12 mánuði og örfáir eru svo heppnir að fá jafnvel tveggja ára starfslaun. Þetta er ekki styrkur heldur laun sem eru greidd sem verktakagreiðsla og af þeim þarf að borga skatta og öll hefðbundin gjöld. Launin fara svo í framleiðslu á verkum, eða í allan þann kostnað sem fylgir því að setja upp sýningar. Launin fara því beint út í þjóðfélagið aftur. Skila þarf skýrslu um hvernig laununum er varið og hvað listamaðurinn hefur gert. Umsóknarferlið er einnig talsvert og sem betur fer er skipt um fólk í úthlutunarnefnd á hverju ári til að fjölbreytt sjónarmið og viðmið komist að.

Það er því mikið fagnaðaefni að loksins skuli vera fjölgað þeim mánuðum sem eru til úthlutunar. Það þarf þá einnig að hyggja að því að þessari aukningu sé skipt á réttlátan hátt milli listgreina. Það eru til dæmis fargfalt fleiri myndlistarmenn sem sækja um árlega en rithöfundar og því mun minni líkur á því að myndlistarmenn fá starfslaun.

Þetta verður örugglega umdeilt enda afar vinsælt hjá frjálshyggjunni að segja að allt eigi að "borga sig" einnig í menningu og listum. En við fáum þessar krónur margfalt til baka inn í þjóðfélagið. Listamenn eru snillingar að vinna allt í sjálfboðavinnu og einhvertíma fær maður nóg af því. Þess vegna er smá umbun nauðsynleg. Þetta eru góð tíðindi.


mbl.is Leggur til breytingar á listamannalaunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við þurfum nýtt fólk með ferskar og góðar hugmyndir

grimur.jpgÞað hljómar ef til vill eins og brandari að flokkurinn sem ber ábyrgð á efnahagshruninu en axlar enga ábyrgð skuli mælast aftur "stærsti" flokkurinn í könnunum. Ránfuglinn sem brotlenti er að hefja sig aftur til flugs eða hvað?

Sem betur fer lítur allt út fyrir að Vinstri græn nái meirihluta ásamt Samfylkingu og fái þar með að halda áfram tiltektinni eftir frjálshyggjusukk síðustu ára. Það hlýtur að vera takmark allra jafnréttissinna að halda Sjálfstæðisflokknum í stjórnarandstöðu áfram þar á flokkurinn heima næstu áratugina.

Vinstri græn hafa mikið fylgi meðal ungs fólks. 41% aðspurðra undir 30 árum ætla að merkja X við V þann 25. apríl. En þá þurfum við líka að sýna þessu fólki að við treystum þeim og að við hlustum á skoðanir þeirra og hugmyndir. Og við þurfum fulltrúa þessarar kynslóðar á Alþingi og ofarlega á alla lista.

Úrslit fyrsta forvals Vg á landinu eru vonbrigði í þessu ljósi. En það þýðir ekki að gráta Björn bónda heldur safna liði og nú um helgina fara fram forvöl í Reykjavík og Norðvesturkjördæmi. Af 22 einstaklingum sem gefa kost á sér í forvali Vg í NV eru sjö yngri en 30 ára og á aldrinum 30-40 ára er mjög frambærilegt fólk. Ég skora á alla félaga mína í NV-kjördæmi að gefa þessu fólki brautagengi. Við þurfum nýtt fólk með nýjar, ferskar og skapandi hugmyndir. Fremstur meðal jafningja er góður drengur sem heitir Grímur Atlason. Hann vildi ég sjá fara fyrir lista breytinga í átt til jafnréttis, friðarstefnu og frjórra hugmynda. Grím Atlason í 1. sætið í Norðvesturkjördæmi og ungt fólk á lista!


mbl.is Sjálfstæðisflokkur með mest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. mars 2009

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband