Leita í fréttum mbl.is

Ímynd Íslands hefur beðið hnekki

island-vidhorskonnun21.jpg

Þrátt fyrir að misvitrir stjórnmálamenn og útrásarvíkingar hafi svert ímynd Íslands er ekki þar með sagt að það sé ekki hægt að bæta ímyndina. Það er einmitt nauðsynlegt og aldrei brýnna en einmitt nú.

Ég veit ekki alveg hversu mikið mark er takandi á þessum David Hoskin hjá Eye-for-Image því samkvæmt mbl.is segir hann að Ísland sem vörumerki hafi fyrir hrunið ekki verið sérlega þekkt eða sterkt og nefnir máli sínu til stuðnings að í huga flestra tengist Ísland nú annars vegar fiskveiðum og hins vegar fjármálum. „Fyrir utan þetta tvennt vita menn á heimsvísu afar lítið um Ísland." Þessa ályktun mannsins dreg ég stórlega í efa og samkvæmt könnun sem Útflutningsráð og Ferðamálastofa létu gera í þremur löndum, Bretlandi, Danmörku og Þýskalandi er það náttúran fyrst og fremst sem Ísland er þekkt fyrir. Hagkerfið er langt fyrir aftan í öðru sæti yfir það sem upp kemur í hugann hjá fólki þegar Ísland er nefnt og þar á eftir kemur landafræði og menning.

Það er einmitt náttúran og menningin sem getur bjargað ímynd Íslands á ný. En þá megum við ekki eyðileggja náttúruna eins og fyrri ríkisstjórnir D og B lista unnu ötullega að. Tónlist, myndlist, leiklist og bókmenntir geta svo áfram byggt upp til jákvæða ímynd af Íslandi og þar er fjársjóður sem við eigum að nýta og við þurfum ekki að eyðileggja neitt.

island-vidhorskonnun.jpg

 


mbl.is Ímynd Íslands er sterk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. maí 2009

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband