Leita í fréttum mbl.is

Ímynd Íslands hefur beđiđ hnekki

island-vidhorskonnun21.jpg

Ţrátt fyrir ađ misvitrir stjórnmálamenn og útrásarvíkingar hafi svert ímynd Íslands er ekki ţar međ sagt ađ ţađ sé ekki hćgt ađ bćta ímyndina. Ţađ er einmitt nauđsynlegt og aldrei brýnna en einmitt nú.

Ég veit ekki alveg hversu mikiđ mark er takandi á ţessum David Hoskin hjá Eye-for-Image ţví samkvćmt mbl.is segir hann ađ Ísland sem vörumerki hafi fyrir hruniđ ekki veriđ sérlega ţekkt eđa sterkt og nefnir máli sínu til stuđnings ađ í huga flestra tengist Ísland nú annars vegar fiskveiđum og hins vegar fjármálum. „Fyrir utan ţetta tvennt vita menn á heimsvísu afar lítiđ um Ísland." Ţessa ályktun mannsins dreg ég stórlega í efa og samkvćmt könnun sem Útflutningsráđ og Ferđamálastofa létu gera í ţremur löndum, Bretlandi, Danmörku og Ţýskalandi er ţađ náttúran fyrst og fremst sem Ísland er ţekkt fyrir. Hagkerfiđ er langt fyrir aftan í öđru sćti yfir ţađ sem upp kemur í hugann hjá fólki ţegar Ísland er nefnt og ţar á eftir kemur landafrćđi og menning.

Ţađ er einmitt náttúran og menningin sem getur bjargađ ímynd Íslands á ný. En ţá megum viđ ekki eyđileggja náttúruna eins og fyrri ríkisstjórnir D og B lista unnu ötullega ađ. Tónlist, myndlist, leiklist og bókmenntir geta svo áfram byggt upp til jákvćđa ímynd af Íslandi og ţar er fjársjóđur sem viđ eigum ađ nýta og viđ ţurfum ekki ađ eyđileggja neitt.

island-vidhorskonnun.jpg

 


mbl.is Ímynd Íslands er sterk
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Get ekki stillt mig um ađ segja smá sögu. Ég bjó í Noregi og var ađ vinna međ mjög góđum handboltamanni, sem ţekkti íslensku liđin og gat nefnt helstu leikmennina. Hann kom mér fyrir sjónir sem mjög klár náungi og viđ urđum miklir vinir. Ég var ađ segja honum frá ţvi ađ ég vćri nýkominn af norskum togara og hafđi veriđ viđ Finnmörku og Svalbarđa. Ţá sagđi hann: "Ţá hefurđu veriđ stutt frá Íslandi".

Ţá sá ég fram á verđugt verkefni ađ frćđa hann um Ísland. Annars hef ég orđiđ var viđ álíka mikla fáfrćđi hjá íslendingum um okkar nćsta nágranna, Grćnland.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráđ) 21.5.2009 kl. 10:47

2 Smámynd: GRĆNA LOPPAN

Ţegar ég spurđi háskólanema í Frakklandi um hvađ vekti áhuga á landinu var svariđ einmitt náttúran númer eitt, tvö og ţrjú. Ţví nćst kom tónlistin.

Ţađ er mikiđ um hćgri stjórnir á meginlandinu og vekur hruniđ helst samúđ međ Íslendingum. Enda er fólkiđ ţar ađ berjast viđ álíka vitleysu ráđamanna og fjármálaheimsins sem tíđkađist á Íslandi fyrir hrun. Ţađ veit ađ ţađ liggur í súpunni sem Íslendingar eru ađ reyna ađ losna upp úr. Mótmćlin um allt meginlandiđ eru vegna umhyggjuleysis viđ fólkiđ. Ađ ég tali nú ekki um kóngastćla sumra...

Vinstri flokkarnir eru svo sundrađir ađ ekki er víst ađ kosningar til Evrópuţingsins skili sér í vinstrisveiflu ţrátt fyrir óánćgjuna međ ráđamenn í heimalandinu. Lítill áhugi á Evrópukosningum er landlćgur en kannski eitthvađ ađ glćđast. Aldrei ađ vita. Kosiđ er í júníbyrjun til fimm ára.

GRĆNA LOPPAN, 22.5.2009 kl. 05:38

3 Smámynd: Hlynur Hallsson

Takk fyrir fínar athugasemdir Húnbogi og Grćna loppa (sem samkvćmt höfundarsíđu er Hanna Steinunn Ţorleifsdóttir)

Ég hef fengiđ margar ljómandi athugasemdir sem ekki eru skrifađar undir fullu nafni og get ţví ekki birt ţćr. Vona ađ allir virđi ţađ ađ ég birti ađeins athugasemdir sem eru skrifađar undir réttu nafni. Bestu kveđjur,

Hlynur Hallsson, 22.5.2009 kl. 08:43

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síđur

Tónlistarspilari

Júlí 2019
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband