Leita í fréttum mbl.is

"... og tilbiður guð sinn sem deyr" opnar í Verksmiðjunni á Djúpavík

djupavik.jpg

Áfram með smjörlíkið!

... og tilbiður guð sinn sem deyr.

 

Hlynur Hallsson og Jóna Hlíf Halldórsdóttir

 

Síldarverksmiðjan Djúpavík

524 Árneshreppi

 

17.07. - 29.08. 2010

Opnun laugardaginn 17. júlí kl. 14

 

afram

Hlynur Hallsson og Jóna Hlíf vinna áfram saman að þríleiknum Áfram með smjörlíkið! sem fer fram í Reykjavík, á Djúpavík, og í Berlín í sumar og haust. Þetta er í fyrsta sinn sem þau samvinna sýningaröð en þau eiga að baki víðtæka reynslu af sýningarhaldi með öðrum og ein og sér. Yfirskriftin Áfram með smjörlíkið! slær taktinn og gefur fyrirheit um viðfangsefni listamannanna. Fyrsta sýningin í röðinni var í Listasafni ASÍ með undirtitlinum Innantóm slagorð og fékk hún afar góðar viðtökur. Nú er komið að Verksmiðjunni á Djúpavík. “... og tilbiður guð sinn sem deyr” er undirtitill sýningarinnar en þar verða rýmisbundnar innsetningar í fyrirrúmi. Sýningin opnar laugardaginn 17. júlí 2010 kl. 14 og allir eru velkomnir. Sýningin stendur til 28. ágúst 2010.

Þriðja sýningin opnar svo 3. september 2010 í 111 – a space for contemporary art í Berlín. Undirtitill hennar er Byltingin er rétt að byrja og á þeim nótum endar síðasti hluti raðarinnar.

Verk Hlyns og Jónu eru allt í senn einföld, fjölbreytt og hugmyndaauðug. Þau vinna með marga ólíka miðla – Hlynur hefur fengist við ljósmyndir, vídeó, texta, gjörninga og innsetningar, Jóna hefur unnið með ljósmyndir, vídeó, texta, gjörninga og innsetningar. Verkin draga dám af því hvaða miðill verður fyrir valinu í hvert sinn en þátttaka áhorfandans er oft mikilvæg.

Í verkum beggja er að finna margbrotna en einfalda tjáningu. Verkin virðast á einhvern hátt hrein og bein og eiga greiða leið inn að hjarta- og heilarótum. Sum verkanna eru lævís, önnur kröftug, og mörg bera slagyrðingalegan brag á sér. Einfaldleikinn talar beint til manns og virðist fela í sér einhverja nánd, kannski falska (hver veit?)
 

Hlynur Hallsson (f. 1968) er menntaður við Myndlistarskólann á Akureyri, Myndlista – og handíðaskóla Íslands sem og við listaháskóla í Hannover, Hamborg og Düsseldorf í Þýskalandi. Hann hefur verið gestakennari við Myndlistarskólann á Akureyri. Hann hefur hlotið ýmsa styrki og viðurkenningar fyrir verk sín.

Jóna Hlíf Halldórsdóttir (f. 1978) er menntuð við Myndlistarskólann á Akureyri, var við nám í Finnlandi og lauk MFA-gráðu frá Glasgow School of Art í Skotlandi. Hún hefur verið safnstjóri hjá VeggVerk og Gallerí Ráðhús og hefur líkt og Hlynur hlotið ýmsar viðurkenningar og styrki fyrir verk sín.

Sjá nánar á www.hallsson.de og www.jonahlif.com

 

Á þessu ári er haldið upp á 75 ára afmæli Verksmiðjunnar og Hótel Djúpavík á 25 ára afmæli. 

Listrænir viðburðir í Síldarverksmiðjunni á Djúpavík hafa farið fram frá árinu 1990. Leikverk hafa verið sett upp, haldnir tónleikar og listsýningar, auk þess sem haldin hafa verið árleg stórmót í skák í samvinnu við Hrókinn.  Fastasýning í vélasal verksmiðjunnar er Sögusýning Djúpavíkur sem segir sögu staðarins í máli og myndum.  

Þessar vikur stendur yfir sýning sem heitir Pictures and their sounds eftir Claus Sterneck og ennfremur er í bígerð vinna við Innsetningu eftir tvo unga listamenn frá Bandaríkjunum sem mun verða gestum til sýnis síðustu vikur

sumarsins 2010.

Sjá nánar á www.djupavik.is

 

Nánari upplýsingar veita:

Hlynur Hallsson 6594744

Jóna Hlíf Halldórsdóttir 6630545

Eva Sigurbjörnsdóttir, Hótel Djúpavík 4514037, 8472819


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.