Leita í fréttum mbl.is

Lækkum kosningaaldurinn í 16 ár

Af því að málið er mér skylt þá bendi éf fólki bara á að lesa tillöguna hér

Hér eru svo helstu rök með og á móti í málinu: 

Helstu rökin fyrir því að 16 ára einstaklingar hljóti kosningarétt eru þau að það muni smám saman leiða til breyttra áherslna í landsmálunum þar sem kjörnir fulltrúar landsins myndu leitast við að verja hagsmuni stærri hluta þjóðarinnar. Kosningaréttur hefði þroskandi áhrif á ungt fólk og það yrði að ábyrgum þátttakendum í samfélaginu.
Rök gegn því að ungt fólk fái kosningarétt eru til dæmis þau að börn og unglingar búi ekki yfir vitsmunaþroska til að taka afstöðu í þjóðmálum eða sveitastjórnarmálum, að þau láti tilfinningar ráða fremur en dómgreindina og séu líklegri til að verða fórnarlömb áróðursmeistara. Öll þessi rök lýsa vantrausti á ungt fólk og hafa reyndar einnig verið notuð á liðnum tímum til að koma í veg fyrir að konur, eignalausir, undirokaðir kynþættir og jafnvel almenningur hljóti kosningarétt!

Krafa okkar í upphafi 21. aldarinnar hlýtur að vera sú að allir 16 ára og eldri fá kosningarétt.


mbl.is Vilja lækka kosningaaldurinn í 16 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Hvers vegna ekki að setja þetta niður í 14 ár bara fyrst við erum að þessu? Miðað þetta við fermingu bara. Eða bara 12 ár. Er ekki annars verið að lýsa yfir vantrausti á fólk á þeim aldri?

Hjörtur J. Guðmundsson, 25.1.2007 kl. 13:07

2 Smámynd: Agný

Ég held að þá yrði núað byrja á því að færa sjálfræðisaldurinn aftur niður í 16 áar úr 18ára ..er það ekki nokkuð "rök" rétt? Það eru nú ekki svo mörg ár síðan að maður var orðinn "fullorðinn" ..ja númer 2 að vísu..16 ára gamall.... Svo það skiljist hvað ég á við með þessu númera kjaftæði..Númer 1 er þegar maður fékk að heyra þess langþráðu orð "tekinn í fullorðinna manna tölu"..manni fannst maður verða voða fullorðinn þá..að maður tali nú ekki um hvað gáfnfarið snarbatnaði..Númer 2 var 16 ára..þá varð maður sko alveg rosa fullorðinn....orðinn sjálfráða, og fékk að borga til samfélagsins skatta og gjöld..sem sé orðinn löggiltur skattborgari...Númer 3 vá maður varð 17 ára og nú mátti maður sko taka bílpróf ..og bera ábyrgð á lífi og limum annarra auk sinna eigin..Númer 4 jæja..18 ára nú mátti maður giftast og stofna til fjölskyldu og búa til börn sem sé hina einu sönnu kjarnafjölskyldu...en maður var ekki talinn hæfur til að kjósa þá sem sem ákváðu með lögum að ég væri sem sé nógu þroskuð þarna til að stofna hina einu sönnu kjarnafjölskyldu..en ég mátti samt ekki kjósa.. maður var heldur ekki talinn hafa nægan þroska til að kaupa eða fara með áfengi á almannafæri fyrr en 20 ára..Númer 5  loksins náði maður þessum langþráða aldri 20 ára  þá var maður sko loks fullorðinn..kominn með allan pakkann...í 6 þrepum..loks mátti fara í ríkið og kjósa..þessa sem ákvaðu það hvenær maður yrði nú nægjanlega þroskaður til að kjósa um þessa "vitringa" .En málið er svolítið öðruvísi í dag..´Einstaklingurinn er að vísu kominn með "fullorðinn númer 2" 16 ára  að hluta til...hann er sko orðinn löggilltur skattborgari sem sé byrjar að borga skatta og skyldur en viðkomandi verður ekki sjálfráða fyrr en 18 ára.Svo er búið að færa númer 6 að hluta til niður í númer 5 viðkomandi má nú kjósa þessa "vitringa" .En enn ekki talinn nógu þroskaður til að bera ábyrggð á sér sem einstaklingi fyrr en 20 ára..en á heilli fjölskyldu ..það er sko annað mál!!!**********************************************Það er líka annað sem er alveg fáránlegt þegar að sjálfræðisaldurinn var hækkaður upp í 18 ára úr 16 ára þá  breyttist skattskylduraldurinn ekki og ekki heldur barnabæturnar!!!Auðvitað átti allur pakkinn að fylgjast að!!!!!!En núna er viðkomandi orðinn skattskyldur borgari  16 ára...talinn hæfur til að bera ábyrgð á öðrum úti í umferðinni ..akandi.. 17 ára..en ekki bera ábyrgð á sjálfum sér fyrr en 18 ára þegar hann verður sjálfráða ..Afhverju færðust barnæbæturnar ekki með og skattskyldan upp í 18 ára um leið og sjálfræðisaldurinn var hækkaður??Mæli með því að þú skoðir allan"gamla" pakkann kæri Hlynur áður en þú býrð til nýjan pakka...Svona eins og oft er sagt " í upphafi skyldi endirinn skoða" ...Kv. Agný.

Agný, 25.1.2007 kl. 13:07

3 Smámynd: Arnljótur Bjarki Bergsson

svo er enn annað númer Agný sem kemur með 35 ára aldrinum.

Arnljótur Bjarki Bergsson, 25.1.2007 kl. 13:17

4 identicon

hvernig væri nú að virkja þá einstaklinga sem hafa náð 18 ára aldri til þess að taka þátt í umræðunni áður en þið færið ykkur neðar?

Og erum við nú farin að miða okkur við þjóðir eins og Brasilíu, Nikaragúa og Kúbu líkt og gert er í fréttinni á mbl.is?

Það sem augljóst er að þetta er hróp á athygli og áhættusöm aðferð til þess að klóra fylgi þar sem að mikið af fólki í dag er óákveðið í afstöðu sinni.

Elvar Snorrason (IP-tala skráð) 25.1.2007 kl. 13:32

5 Smámynd: Hlynur Hallsson

Takk fyrir þessar athugasemdir, 

Það er hægt að finna góð rök fyrir því að enn yngri en 16 ára fái að kjósa og ég mæli með því að fólk kynni sér það hjá Stein Ringen en hann hefur fjallað um þátttöku ungs fólks og barna í lýðræðinu (Citizens, Families and Reform, Clarendon Press, Oxford 1997)

Ég tel hinsvegar að það sé skynsamlegt að taka eitt skref í einu og færa kosningaaldur að þessu sinni í 16 ár.

Takk fyrir langa og áhugaverða athugasemd Agný. En eins og þú bendir á þá er hægt að finna allskonar aldursmörk og tímamót í lífinu. Frá 12 ára fermingaraldri til þess að maður megi bjóðasig fram til forseta 35 ára eins og Arnljótur frændi bendir á. Hér er því ekkert ósamræmi á ferðinni og ég held að það væri ekki farsaælt að miða allt við eitt afmæli (bílpróf, kosningarétt, fermingu og svo framvegis. Ungt fólk á að mínu mati rétt á því að taka þátt í að velja sér fulltrúa á Þing og í sveitarstjórnir.

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 25.1.2007 kl. 13:46

6 Smámynd: Agný

Númer 1 er að mínu mati að samræma allan þennan "fullorðins" skala...Byrjum á því að færa barnabætur upp í 18 ára og að viðkomandi verði  ekki kominn með skattkort fyrr en 18 ára..eins og þetta þrennt var þegar sjálfræðisaldurinn var 16 ára!!En ég vil hækka bílprófsaldurinn upp í 18 ára..lækka áfengiskaupa aldurinn úr 20 ára niður 18 ára.Þá er maður svona nokkuð "jafnt" fullorðinnEn finnst þér ekkert athugavert við það að einstaklingur sem verður kanski 16 ára í desember sé kominn með skattkort strax fyrsta virka dag á nýju ári ( þekki þetta ..á 4 stráka..3 á þessum misjöfnu stigum í fullorðinna manna tölu..)Finnst þér ekki að barnabætur hefðu átt að haldast áfram í hendur með sjálfræðis breytingunni úr 16 ára 18 ára?Það eru ansi margir sem halda að þetta allt hafi færst upp til 18 ára..er búin að kynna mér það...Fólk sem á börn undir 16 ára aldri telja að þetta allt hafi breyst...Það kemst að öðru þegar barnið verður 16 ára...En svona. með að lækka kosningaaldurinn...það er bull!!Miðað við fjárans "smölunina" sem hefst hjá öllum flokkunum árið sem einstaklingurinn verður 18 ára..ekki síst hitti það á kosningar..Það væri gaman að sjá hvort frambjóðendur væru eins seigir að smala hinum venjulega "sauð" upp til fjalla og "lömbunum " rétt fyrir kosningar... nei það er alveg rétt..hinn "sauðurinn" er nú nærri útdauður...svo efast ég nú stundum um að sumir sem á þingi sitja þekki "sauð" frá "rollu"

Agný, 25.1.2007 kl. 16:17

7 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Mér finnst 16 ára aldur unglingur ekki nógu gamall til að kjósa. 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 26.1.2007 kl. 00:04

8 identicon

Mér finnst að ef að þessu yrði breytt að þá er það mjög mikilvægt að efla fræðslu, á hlutlausan hátt. T.d. að koma því inn í grunnskólana að nemendur í 10.bekk fengju fræðslu um stjórnmál, þá myndu fleiri fara að velta hlutunum fyrir sér og leita sjálfir eftir upplýsingum. Það er að vísu kennd einhver stjórnmálasaga en ekki næg. Ég held nefnilega að það sé hluti af fólki sem að fer ekki að kjósa einfaldlega vegna þess að það "veit ekkert um stjórnmál", sem er svo auðvelt að breyta með smá kynningu á annan hátt en auglýsingum frá flokkunum.

kv, Karen Dúa

Karen Dúa Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 26.1.2007 kl. 18:07

9 Smámynd: Hlynur Hallsson

Hárrétt athugasemd Karen, það er einmitt mjög mikilvægt að meira sé kennt á hlutlausan hátt um lýðræðið og íslensk stjórnmál í grunn- og framhaldskólum. Það er ekki langt síðan það var bannað að fjalla um stjórnmál í sumum framhaldsskólum en þeir tímar eru vonandi liðnir. En það þarf nú þegar að upplýsa ungt fólk betur um þessa hluti því stjórnmál skipta máli og það er mikilvægt að upplýsa fólk. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 26.1.2007 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.