Leita í fréttum mbl.is

Of mikil mengun

ryk Það eru alltaf að berast fréttir af alltof mikilli mengun í þessu "hreina" landi okkar og reyndar í heiminum öllum. Það þarf að rukka þá sem menga þá fara menn að hugsa sinn gang. Þess vegna er tilvalið að hækka verð á nagladekkjum en lækka verð á loftbóludekkjum og grófkornadekkjum. Það er ekkert mál að aka á ónegldum dekkjum jafnvel hér á Akureyri. Maður þarf ekki alltaf að vera á hámarkshraða og ef það er svell þá fer maður bara varlega.
Svo mun svifryksmengum þrefaldast ef álverið í Hafnarfirði verður stækkað. Þetta er náttúrulega rugl og auðvitað hljóta Hafnfirðingar að hafna þessari stækkun.
Gott að sjá að Kristín Sigfúsdóttir er í þessum starfshópi enda veit hún um hvað málið snýst. Líka gott að Jónína Bjartmars umhvefisráðherra hvetur til að strætó verði gerður ókeypis víðar en á Akureyri og í Reykjanesbæ. Þetta hefur líka tekist vel, strax 60% aukning farþega í strætó á Akureyri. Það græða allir á þessu og vonandi dregur úr bílaumferð. Nú þarf bara að bæta almenningssamgöngurnar, fleiri leiðir og tíðari ferðir.


mbl.is Vilja lækka gjöld á ónegldum hjólbörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Stefánsson

Hvaðan hefurðu það Hlynur að svifryksmengun þrefaldist við að stækka álverið í Straumsvík?

Ég er sammála þér með loftbóludekkin og það mætti lækka verð á þeim. 

Stefán Stefánsson, 1.2.2007 kl. 16:53

2 Smámynd: Eygló Þóra Harðardóttir

Einmitt, Þrymur.

Er þetta ekki landsbyggðarskattur?  Það getur vel verið að það sé ekkert mál að aka án nagladekkja á Akureyri og Reykjavík en hvað  með dreifbýlið?

Ég hef þurft að ferðast mikið um Suðurkjördæmi á undanförnu og virðurkenni að eitt að því fyrsta sem ég gerði áður en ég lagði í þau ferðalög var að setja nagladekk á bílinn.  

Er alveg á hreinu að grófkorna- og loftbóludekkin eru jafn góð í hálkunni og slæmri færð?

Eygló Þóra Harðardóttir, 1.2.2007 kl. 19:25

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Kvitt fyrir lesturinn, margt gott í þessu td. með almenningssamgöngurnar. Veit ekki með dekkin er  á grófum dekkjum og hef einu sinni lent í vandræðum í vetur en fékk hjálp.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 1.2.2007 kl. 20:25

4 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Ég tek undir að mikilvægt er að taka mengunarmál föstum tökum, allt of oft er um hirðuleysi að ræða eða beinlínis hugsunarleysi.

Hinsvegar er sjaldan rætt um mitt áhugamál sem er ljósmengun. Settir eru upp ljósastaurar um allt sem lýsa upp himininn og skerða möguleika okkar verulega á að sjá himinhvolfið. Það er hægt að setja upp lýsingar þannig að við getum einnig notið norðurljósa, stjarna og annarra fyrirbæra himinsins. Ég er orðin hundleið á að mynda einhversstaðar lengst út í sveit í myrkri þar sem nánast alls staðar síast inn bæjarljós. Hér er til dæmis mynd sem ég tók í Krýsuvík og ljósin úr Hafnarfirði lita myndina þó varð ég nánast meira undrandi þegar ég tók mynd til suðurs af Krýsuvíkurveginum og þar var líka ljósmengun á mynd sem líklega eru ljós úr Grindavík. Í Kaupmannahöfn hef ég heyrt menn ræða hversu mikilvægt sé að sjá stjörnur himinsins og önnur náttúrufyrirbæri. Ekki ætla ég að gera lítið úr annarri mengun en þessi skiptir máli líka.

Lára Stefánsdóttir, 1.2.2007 kl. 23:49

5 Smámynd: Hlynur Hallsson

Takk fyrir fínar athugasemdir. Eygló ég held að það að lækka gjöld á vetrardekkjum öðrum en nagladekkjum sé ekki landsbyggðarskattur. Rannsóknir hafa sýnt að nagladekk reynast aðeins betur á blautu svelli og það er nú ekki það algengasta í dreyfbýlinu. En auðvitað getur veirð rétt að gera undanþágur fyrir einhverjar aðstæður þar sem fólk verður að vera á nelgdum.
Fallegar myndir af norðurljósunum Lára en það er rétt að ljósmengun er eitthvað sem við þurfum að athuga betur hjá okkur svo norðurljósin fái að njóta sín enn betur í þéttbýlinu.
Og Stefán, ég hef mínar upplýsingar úr fréttum t.d. úr Ríkisútvarpinu en þar kom fram að útblástur gróðurhúsalofttegunda muni aukast úr 300.000 tonnum á ári í 740.000 tonn á ári! Flúormengun myndi tvöfaldast og svifryk fara úr 150 tonnum í 360 tonn á ári! Þetta er hellingur og næg ástæða til að hafna stækkun. Takk fyrir lía Jórunn og Þrymur. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 2.2.2007 kl. 09:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband