Leita í fréttum mbl.is

Afdráttarlaus yfirlýsing

steingrímur ruv070202

Það er gott að Steingrímur J. Sigfússon tekur af allan vafa um samstarf við aðra flokka. Steingrímur fullyrðir ekkert um Frjálslyndaflokkinn en segir einfaldlega: "...að ef svo dapurlega eigi eftir að fara í íslenskum stjórnmálum að þar gangi fram flokkur sem beinlínis geri út á andúð í garð fólks af erlendum uppruna og daðri við kynþáttaaðgreiningarhyggju þá sé samstarf fyrirfram útilokað við slíka flokka."
Þetta eru skýr skilaboð og vonandi þarf ekki til þess að koma því vonandi sjá Frjálslyndir ljósið í þessum málum. Annars eru niðurstöður könnunar Gallup á fylgi flokkanna athyglisverðar. Frjálslyndir lækka miðað við síðustu könnun og Samfylking og Sjalfstæðisflokkur einnig en Vinstri græn halda áfram að bæta við sig. Nú þarf Samfó bara að spýta í lófana og höfða til miðjufólksins sem segist ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn.


mbl.is Steingrímur: Fyrirfram útilokað samstarf við flokka sem gera út á andúð í garð útlendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Bergz

Sælir. Til hamingju með góða útkomu í kosningunum. Vona ég að þið komið Lilju inn, helst á kostnað annarra en "minna manna"!  Ég er svo sammála Steingrími, "fjórflokkarnir" verða nú bara að standa saman í því, að kasta Framfaraflokknum út á haug og hafa sem minnst saman við hann að sælda. Bk

Snorri Bergz, 2.2.2007 kl. 10:56

2 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Fín frammistaða, jeps við spýtum í lófana og tökum á þessu;-)

Lára Stefánsdóttir, 2.2.2007 kl. 12:22

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hlynur bara að kvitta fyrir að ég er hjartanlega sammála þér í þessu máli. Nú er kominn tími á hér taki við stjórn velferðar- og umhverfismála.

Magnús Helgi Björgvinsson, 2.2.2007 kl. 13:53

4 identicon

Komið þið sæl !

Lítið á umfjöllun mína, á spjallsíðu þess ágæta drengs; Magnúsar Helga Björgvinssonar ! Eins og þið munið komazt að raun um, fer ég ekki með neinum '' já, alveg sjálfsagt'' tón þar um útlendinga, án athugasemda, eins og lenzka er hér til, Íslendingar eru alltof ódrjúgir; að koma eigin skoðunum á framfæri, þægilegast að vera sammála næsta manni. Hvað helvítis glóra er í því, til lengdar, krakkar mínir ?

Með beztu kveðjum /

Óskar Helgi

     

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 14:00

5 identicon

Ég er búinn að bíða lengi eftir svona yfirlýsingu frá Steingrími.  Þó er ég með eina athugasemd en það er þegar Steingrímur segir; ef svo dapurlega eigi eftir að fara í íslenskum stjórnmálum....

Það er þetta "eigi eftir" sem ég skil ekki alveg.  Þetta er orðin hlutur.  Frjálslyndir eru þegar orðinn slíkur flokkur.  Ég ætla því að vona að kaffibandalagið sé úr sögunni.

Annars er ég sammála félaga Hlyni eins og svo oft áður.  Vonandi eiga vinstri öflin eftir að vinna enn frekar á fyrir kosningar. 

Jón Kr. Arnarson (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband