Leita í fréttum mbl.is

Fólki er misboðið

hæstiréttur Það er ekki að undra sterk viðbrögð fólks við dómi hæstaréttar þar sem dómur yfir kynferðisafbrotamönnum er mildaður. Mikil umræða hefur verið um dómin og viðbrögð Morgunblaðsins við honum. Björn Bjarna dómsmálaráðherra bregst hinsvegar ókvæða við og það sam gerði Hannes Hólmsteinn í Kastljósinu og finnst þeim Mogginn hafa brugðist. Mun fleiri hafa hinsvegar fagnað viðbrögðum Moggans. Hrafn Jökulsson skrifaði pistil um málið á bloggsíðunni sinni og og það sama hafa margir gert. Við eigum að sýna dómsvöldum aðhald.


mbl.is Yfir 200 mótmælabréf hafa borist Hæstarétti í tölvupósti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Þetta bar á góma í nærumhverfi mínu í morgun og það sjónarmið kom upp að e.t.v. hefði hinn seki velkst í dómsumhverfinu í fleiri ár og fengið afsláttinn út á það. Ég hef ekki lesið dóminn, ætla mér það ekki og set mig ekki í dómarasæti. Mér finnst hins vegar umræðan holl og ég get ekki séð að hæstaréttardómarar eigi að vera hafnir yfir gagnrýni. Næst segir Mogginn örugglega lílka frá dómum sem honum þykja sanngjarnir.

Berglind Steinsdóttir, 5.2.2007 kl. 13:11

2 Smámynd: Íþróttir á blog.is

Það er alveg gjörsamlega óskiljanlegt að fullorðið, vitiborið fólk skuli dæma þessa dómara sem einhverja glæpamenn.
Hver skynsamur maður sér það að þeir dómarar sem milduðu dóminn voru einungis að fylgja lögum og fordæmum.
Auðvitað finnst þessum mönnum kynferðisbrot gegn 3ja ára börnum jafn ógeðfelld og öllum öðrum en þeir dæma ekki eftir persónulegum skoðunum.  Að halda það er barnalegt.

Íþróttir á blog.is, 5.2.2007 kl. 13:15

3 identicon

Þessi dómur var einmitt mildaður vegna fyrri fordæma í hliðstæðum málum.

"Við eigum að sýna dómsvöldum aðhald." Aðhald er ekki veitt með myndbirtingu á HRdómurum og neikvæðri umfjöllun um störf þeirra. Þeim ber bara að dæma eftir lögunum - og við hvern er þá að sakast?

Karólína (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 13:22

4 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

Dómarar verða líka að skilja sitt starf þannig að þeim ber mögulega að nýta lagaramman betur en þeir gera. Í þessum málum verða einhverjir dómarar að fara að taka af skarið og dæma þessa menn eftir lagarammanum, en ekki bara eftir fyrri fordæmum. Lagaramminn er allt frá 6 upp í 16 ára dóma. Dómarar hafa leyfi til að nýta lagaramman sem löggjafinn hefur sett. 

Andrea J. Ólafsdóttir, 6.2.2007 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband