Leita í fréttum mbl.is

Erfðabreytt og eitrað

epli Það var mikið að eitthvað gerist í þessum málum. Auðvitað eiga neytendur rétt á því að fá að vita hvað er í mætvælunum sem við erum að kaupa. Við erum eina landið í Evrópu sem ekki krefst merkinga á matvæli um erfðabreytingar. Neytendasamtökin fagna því að Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra hafi í hyggju að setja reglugerð um merkingu erfðabreyttra matvæla og segjast lengi hafa krafist þessa. Á heimsíðu neytendasamtakanna segir: "Minnt er á að íslenskar landbúnaðarvörur eru markaðssettar sem umhverfisvænar vörur og sem framleiddar eru í sátt við umhverfið. Það er ljóst að ef það myndi spyrjast út að erfðabreytt kjarnfóður sé notað í íslenskum landbúnaði er hætt við að sú ímynd myndi bíða verulega hnekki."

jogurtÞað á einnig að upplýsa hvaða eiturefni eru notuð við ræktun á grænmeti. Ólöf Ýrr Atladóttir bloggar um þetta í dag. Annars er öruggast að kaupa vottaðar lífrænt ræktaðar vörur. Þær eru hollari og betri en auðvitað dýrari en ef fleiri kaupa þær þá lækkar framleiðslukostnaðurinn. Gott að heimur fer batnandi á þessu sviði.


mbl.is NS fagna ákvörðun um að merkja erfðabreytt matvæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Já. við eigum rétt á að vita hvað við erum að kaupa og borða.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 6.2.2007 kl. 18:54

2 identicon

Thad hefur hvergi vreid synt fram a ad lifraent raektad se hollara eda betra. Vissulega betra fyrir umhverfid ad nota ekki aburd eda skordyraeitur, en i stadinn tharf miklu meira landssvaedi ad raekta jafn mörg tonn af nytilegri afurd. Lifraen raektun an aburdar gengur lika vel fyrstu arin ef notast er vid land sem adur hefur verid vel borid a. Eftir thad hverfa naeringarefnin ur jardveginum. Erfdabaetta matvaeli eru hugsanleg lausn a thessu vandamali thar sem thau eru BETRI og HOLLARI vegna erfdabotanna og UMHVERFISVAENNI thar sem thau thola skordyr an thess ad thurfa eitur

G. Sigurdsson (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 14:43

3 Smámynd: Hlynur Hallsson

Með lífrænni ræktun þar sem skipt er um grænmeti eftir árum eru næringarefnin nýtt og náttúrunni viðhaldið, næringarefnin hverfa ekki þau endurnýjast. Þetta eru aldagömul fræði sem fólk er nú að uppgötva aftur. Það eru til náttúrulegar varnir gegn skordýrum. Allt fikt við náttúruna þar með talið erfðabreytingar eru hinsvegar afar varasamt svo vægt sé til orða tekið. Lífrænt ræktað hefur meira næringagildi og bragðast auk þess mun betur. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 13.2.2007 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.