22.2.2007 | 16:06
Klámþingið blásið af, til hamingju!
Það eru góð tíðindi að hætt skuli hafa verið við þessa fyrirhuguðu klámráðstefnu. Hótel Saga á heiður skilinn og bændasamtökin einnig. Ferðamannaiðnaðurinn mun einnig uppskera fleiri ferðamenn sem ekki eru komnir hingað til að upplifa klám og rusl í Reykjavík. Þvert á það sem einhverjir hafa haldið fram. Það eru nefninlega margir hafa ekki áhuga á því að ferðast til landa sem hafa á sér vafasamt orðspor í þessum efnum. Niðurstaðan verður hinsvegar til þess að fólk sem ekki hefur áhuga á klámi flykkist til landsins. Samtakamátturinn skiptir máli og andfemínistar geta froðufellt að vild. Það er einnig athyglisvert að bloggið hefur skipt miklu máli við að koma skoðunum fólks á framfæri eins og umræður um þetta fyrrverandi klámþing sýna. Til hamingju aftur.
Hætt við klámráðstefnu hér á landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Ferðalög, Lífstíll, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 16:09 | Facebook
Tenglar
Myndlist
MYNDLIST
- heimasíðan mín
- galerie kuckei+kuckei
- myndlistarfélagið
- veggverk
- nýlistasafnið
- listasafnið á akureyri
- listasafn reykjavikur
- listasafn íslands
- safn
- umm
- icelandic art center
- sím
- listaháskólinn
- myndlistaskólinn á ak
Umhverfisvernd
- náttúruverndarsamtökin
- framtíðarlandið
- landvernd
- náttúran.is
- sól á suðurnesjum
- saving iceland
- greenpeace
Íslenskir fjölmiðlar
- akureyri.net
- vikudagur
- N4
- landpósturinn
- austurglugginn
- skarpur
- bæjarins besta
- gúttó
- kaffið.is
- mbl.is
- visir.is
- dv.is
- ríkisútvarpið
- bændablaðið
- fréttatiminn
- jonas.is
Erlendir fjölmiðlar
- berliner zeitung
- spiegel
- süddeutsche zeitung
- die zeit
- die tageszeitung
- the new york times
- aftenposten
- svenska dagbladet
- politiken
- information
- guardian
- bbc
Skoðaðu þetta
Heimasíðurnar mínar
Vinstri græn
Vinstri græn
- davíð stefánsson
- stefán pálsson
- kristín halldórsdóttir
- sóley tómasdóttir
- kristín tómasdóttir
- steinunn þóra árnad.
- jóhann björnsson
- álfheiður ingadóttir
- paul f. nikolov
- mireya samper
- g. lilja grétarsdóttir
- gestur svavarsson
- auður lilja erlingsdóttir
- andrea ólafsdóttir
- björn valur gíslason
- katrín jakobsdóttir
- bjarkey gunnarsdóttir
- silja bára ómarsdóttir
- gerast félagi í vg
- árni þór sigurðsson
- svandís svavarsdóttir
- kolbrún halldórsdóttir
- ögmundur jónasson
- vg.is
- uvg
Nýjustu færslur
- osloBIENNALEN First Edition 20192024
- ALLTSAMAN DAS GANZE ALL OF IT
- THE FOUNTAIN MÉMOIRE
- HRINA / BOUT í Listasafni Reykjavíkur / Reykjavík Art Museum
- BLATT BLAÐ númer 62 er komið út
- STINGUR Í AUGUN í Verksmiðjunni á Hjalteyri
- Þetta er það - Das ist es - This is it
- Gullkistan: 20 ára
- 100 Kápur á Frakkastíg
- MENN / MEN í Hafnarborg 28. mars - 10. maí 2015
- COLLABORATION_7 Munich - Mostar - Belgrade
- Hlynur Hallsson opnar í Geimdósinni
- ALÞÝÐUSÝNING Í ALÞÝÐUHÚSINU Á SIGLUFIRÐI OPNAR 8. MARS 2014
- Fresh Winds in Garður
- BLATT BLAÐ #61 er komið út
Síður
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Eldri færslur
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 379814
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Bloggvinir
- Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir
- Agnar Freyr Helgason
- Agný
- Aldís Gunnarsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Jónsson
- Andrés Rúnar Ingason
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Lilja
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Anna Þorbjörg Jónasdóttir
- Ari Matthíasson
- Arinbjörn Kúld
- arnar valgeirsson
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Atli Fannar Bjarkason
- Auðun Gíslason
- Árni Árnason
- Árni "Gamli" Einarsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ása Richardsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásta Möller
- Ásta Rut Björnsdóttir og Snorri Kristjánsson
- Ásta Svavarsdóttir
- Baldur Gautur Baldursson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Barði Bárðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergur Sigurðsson
- Bergur Thorberg
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Bergþóra Jónsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Bleika Eldingin
- BookIceland
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynjar Davíðsson
- Dagbjört Hákonardóttir
- Davíð
- Dofri Hermannsson
- DÓNAS
- Edda Agnarsdóttir
- Egill Bjarnason
- Egill Helgason
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Elfar Logi Hannesson
- Elín Sigurðardóttir
- Ellý Ármannsdóttir
- E.R Gunnlaugs
- erlahlyns.blogspot.com
- ESB og almannahagur
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyþór Ingi Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Forvitna blaðakonan
- FreedomFries
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fríða Eyland
- Gammur drils
- Gaukur Úlfarsson
- Geiri glaði
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gísli Aðalsteinsson
- Gísli Tryggvason
- Goggi
- gudni.is
- Guðbergur Egill Eyjólfsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðfinnur Sveinsson
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Helmut Kerchner
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Auðunsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún Olga Clausen
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gunnar Björnsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnhildur Hauksdóttir
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- halkatla
- Halla Gunnarsdóttir
- Halldór Baldursson
- Halldór Kristinn Haraldsson
- Halldór Sigurðsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Már Helgason
- Haukur Nikulásson
- Haukur Vilhjálmsson
- Heidi Strand
- Heiða
- Helgi Guðmundsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Már Barðason
- Helgi Seljan
- Helgi Vilberg
- Hildur Sif Kristborgardóttir
- Hilmar Björgvinsson
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hjalti Már Björnsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlédís
- Hlynur Sigurðsson
- Hlynur Snæbjörnsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrafn Jökulsson
- Hreiðar Eiríksson
- hreinsamviska
- Hrólfur Guðmundsson
- Ibba Sig.
- Indriði Haukur Þorláksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Ingimar Björn Davíðsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- íd
- Ísleifur Egill Hjaltason
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jens Guð
- Johann Trast Palmason
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhann Björnsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Jónas Viðar
- Jón Bjarnason
- Jón Hafsteinn Ragnarsson
- Jón Hrói Finnsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Þór Ólafsson
- Jórunn Sigurbergsdóttir
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Júlíus Sigurþórsson
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Ketilás
- Killer Joe
- Kjartan Jónsson
- Kolbrún Kolbeinsdóttir
- Kolgrima
- kona
- Konráð Ragnarsson
- Kristbergur O Pétursson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Kristján Pétursson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Landvernd
- Laufey Ólafsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Linda Rós Jóhannsdóttir
- Listasumar á Akureyri
- LKS - hvunndagshetja
- Logi Már Einarsson
- Magnús Bergsson
- Magnús Geir Guðmundsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Margrét Lóa Jónsdóttir
- Marinó Már Marinósson
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Paul Nikolov
- Páll Helgi Hannesson
- Páll Ingi Kvaran
- Páll Thayer
- Pálmi Freyr Óskarsson
- Pálmi Guðmundsson
- Pálmi Gunnarsson
- Pétur Björgvin
- Pétur Þorleifsson
- Pollurinn
- Ragnar Bjarnason
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Ransu
- Rauður vettvangur
- Róbert Björnsson
- Rúnar Haukur Ingimarsson
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sara Dögg
- SeeingRed
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigrún Dóra
- Sigtryggur Magnason
- Sigurður Á. Friðþjófsson
- Sigurður G. Tómasson
- Sigurður Hólm Gunnarsson
- Sigurður Hrellir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurjón M. Egilsson
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sól á Suðurnesjum
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Sólveig Klara Káradóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Jón Hafstein
- Stefán Stefánsson
- Stefán Þórsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Steindór Grétar Jónsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Stjórnmál
- Svansson
- Svanur Jóhannesson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- SVB
- Sveinn Arnarsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Sveinn Ólafsson
- Sverrir Páll Erlendsson
- Sverrir Þorleifsson
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Már Sævarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sölvi Breiðfjörð
- Thelma Ásdísardóttir
- Theódór Norðkvist
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tíðarandinn.is
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- TómasHa
- Trúnó
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Tryggvi H.
- Ugla Egilsdóttir
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Úrsúla Jünemann
- Valgeir Bjarnason
- Valgeir Skagfjörð
- Valgerður Halldórsdóttir
- Varðhundar frelsisins
- Varmársamtökin
- Vefritid
- Vér Morðingjar
- Vésteinn Valgarðsson
- Viðar Eggertsson
- Vika símenntunar
- Vilberg Helgason
- Vinir Tíbets
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórbergur Torfason
- Þórdís tinna
- Þór Gíslason
- Þór Jóhannesson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Saari
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Öll lífsins gæði?
Athugasemdir
"Niðurstaðan verður hinsvegar til þess að fólk sem ekki hefur áhuga á klámi flykkist til landsins." Þú hlýtur að vera að grínast? Alveg eins og fólk sem hefur ekki áhuga á klámi hugsar sífellt - "hey mig langar að ferðast einhvert, hvaða lönd eru á móti klámi? Mig langar þangað!" Og heldur þú að allir séu fylgjandi klámi sem ferðist til Hollands eða Frakklands? (í Cannes eru árlegar ráðstefnur klámmyndaframleiðenda) Heldur þú að ferðamenn sem eru á móti hvalveiðum hafi flykkst til Bretlands eftir að Tony Blair lýsti andstöðu við hvalveiðar? Vinstri grænir eru því miður bara að skaða sig með þessu.
gummih (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 16:17
Þetta er spurning um vald okkar neytenda. Við ákveðum hvaða vörur við kaupum og hvert við ferðumst og getum haft bein áhrif með því. Ég hef aldrei haldið því fram að allir sem ferðist til Hollands eða Frakklands séu fylgjandi klámi. Auðvitað ekki en ég sjálfur myndi hugsa mig um ef mér væri boðið til Tælands. Ég held að hvert skref í þessum efnum skipti máli og vald okkar neytenda er mikið ef við tökum okkur saman. Vinstri græn hafa unnið sigur í þessu máli og alls ekki skaðast. Hvernig færðu það út gummih? Bestu kveðjur,
Hlynur Hallsson, 22.2.2007 kl. 16:31
Þið hafið skaðast í þessu máli vegna þess að ég tel að stór hluti fylgjenda VG séu líðræðislega þenkjandi frjálslindir einstaklingar sem hugsa meira um rétt og rangt heldur en vinstri-hægri. Ég held að stór hluti kjósenda VG séu þeirrar skoðunar að fólk sé saklaust uns sekt þess sé sönnuð og að skoðanafrelsi og tjáningarfrelsi eigi ekki að níða niður með pólitískri fyrirhyggjusemi.
Svo hafið þið beðið skaða af þessu í mínum augum - það er víst.
gummih (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 16:55
En ef við horfum á björtu hliðarnar Hlynur, og fögnum því að klámhundarnir hafi verið reknir úr landi.
Þá getum við líklega fagnað því enn meira að Radisson SAS ætli að halda áfram að sýna Þýska hittarann: "Ich Spritzen, Du Schlucken", inná kapalkerfinu á herbergjunum hjá sér. Sem verður ennþá skemmtilegra þegar við verðum laus við ´"Klámhundana úr landi"
Ingólfur Þór Guðmundsson, 22.2.2007 kl. 17:11
Ég er nú á þeirri skoðun að þetta hafi ekki verið sigur, heldur stórt tap. Ég á nú ekki von á að fólk flykkist til íslands, vegna þess að þessu fólki var meinaður aðgangur að hótel sögu.
Og þú Hlynur er á þeirri skoðun að í tælandi sé ekkert að sjá og skoða nema klám? Ég hef aldrei komið til tælands, en er nokkuð viss um að ef fólk vill vera laust við klám þar, er það ekkert vandamál, en kanski er þetta bara hræðla um að þegar á staðin er komið, sé holið veikt :)
En svona síun á fólki sem vill koma til landsin er alveg útí hött, hvort sem það er þetta fólk eða annað fólk, sem hefur önnur áhugamál eða starfa á öðrum vettvangi. Sé fólk ekki á neinum listum yfir glæpamenn eða hryðjuverkamenn, á ekki að meina því að koma til landsins. Nema menn séu svona hrifnir af gömlu Albaníu og kanski er það fyrirheitna land vinstri grænna
Anton Þór Harðarson, 22.2.2007 kl. 17:31
Þetta er svartur dagur í sögu Íslands. Við höfum skipað okkur á bekk með ríkjum þar sem mannréttindi eru ekki fyrir alla. Ef einhver heldur að koma hópsins hafi verið slæm landkyning þá gerir fólk sér ekki grein fyrir því hvað við vorum að enda við að gera. Þetta er eins og málið með hommana í Færeyjum. Þar töldu menn sig vera að hefja upp siðleg gildi.
Fannar frá Rifi, 22.2.2007 kl. 18:07
til hamingju sömuleiðis.
SM, 22.2.2007 kl. 18:46
Ég sem hélt að þjóðin væri svo frjálslynd og nútímaleg, greinilega margfalt íhaldssamari en ég hélt. Oft gerum við grín að öfgatrú/öfgasiðferði sem finnst í suðurríkjum Bna, en erum svo sjálf ekkert skárri. Þetta viðbjóðslega ástand virðist tengjast þeirri forsjárhyggju og bannæði sem hefur farið vaxandi seinustu árin. Það eru tugir þúsunda fasista hér á landi sem sjá ekkert að því að þröngva eigin siðferði yfir aðra,
Svo finnst mér furðulegt að engir pólitíkusar þori að taka afstöðu með ráðstefnunni (eða einfaldlega afstöðu með eðlilegu ferðafrelsi fólks). Það eru örugglega einhverjir þingmenn sem hafa leynilega gaman af klámi, hlutföllin eru allavega slík að það er mjög ólíklegt að þeir séu allir á móti því. En hræðslan við pólitíska rétthugsun er mikil, sérstaklega rétt fyrir kosningar.
Geiri (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 19:38
Nú hefur Síminn sjálfur dreift klámi í gegnum heimasíðu sína www.hugi.is/kynlif til lengri tíma.
Þar fá börnin okkar aðgang að klámi og öðrum viðbjóð...
Af hverju setur enginn út á það?HÞS (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 19:57
Þykir mér ótrúlega skrítið að vinstri grænir líti á þetta sem sigur. Ég hef verið hlynntur ýmsum baráttumálum ykkar og íhugað að gefa ykkur atkvæði í næstu kosningum en nú mun slíkt aldrei gerast - og ég er ekki sá eini. Þið hafið tapað mörgum dýrmætum atkvæðum með framgöngu ykkar. Gífurlegur sigur!
Það er nokkuð ljóst að látið var undan þrýstingi frá þeim sem hrópa hæst - ekki fjöldans! Ég þekki nær engan sem telur framgöngu þessa máls af hinu góða og ég hef talað við fjölmarga um þetta mál.
Fólk vanmat ykkur faskísku nýfeminista (já ekki reyna að kalla ykkur feminista). Flestir hristu höfuðið yfir staðhæfingum ykkar og fáir mótmæltu - enda hélt engin að látið yrði undan! Einnig hefur fólk hræðst að vera brennimerkt af ykkur nýfeministum með orðum eins og karlremba, nauðgari, o.s.frv.... orð sem þið notið ansi frjálslega rétt eins og nýíhaldsmenn Bandaríkjastjórnar nota orðið hryðjuverkamaður.
En njótið þessa sigurs. Þið hafið ábyggilega náð að vekja upp andspyrnu með honum. Þorri þjóðarinnar er ekki sammála forræðishyggju ykkar og vonandi mun nú fólk sem trúir á raunverulegt jafnræði og skoðanafrelsi þora að tala gegn ykkur.
skbb (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 21:30
Það eru allir með langt mál. Ég segi bara það var gott.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 22.2.2007 kl. 21:47
Hér er öllu snúið á haus.
Íslensk stjórnvöld gerðu ekkert til að hefta för þessa fólks til Íslands. Ekkert. Það var einkafyrirtæki sem tók þessa ákvörðun til að firra sig óþægilegu umtali sem hefði getað haft í för með sér missi viðskipta. Þetta var því dæmigert fyrir lýðræði og viðskiptafrelsi í reynd - fyrirtæki tekur ákvörðum um að veita þjónustu. Kemst síðan að því að það að veita þjónustuna geti skaða viðskiptahagsmuni þess og hættir við. Þeir sem segjast skammast sín fyrir að vera Íslendingar vegna þessa máls ættu frekar að skammast sín fyrir að vera heimskir.
Árni Matthíasson , 22.2.2007 kl. 22:10
Ég sé ekki að nokkur maður hafi minnst á stjórnvöld hér - enda tók lögreglan skynsama afstöðu. Ekki sé ég heldur neinn minnast á skömm yfir þjóðerni sínu. Ertu kannski á vitlausu bloggi?
En kæri Árni, þú hlýtur að sjá að ákvörðun Hótel Sögu er pólítísk en ekki peningalegs eðlis. Ef Hótel Saga hefði strax í byrjun - þegar panta átti herbergin, neitað hópnum um dvöl hefði þetta litið allt öðruvísi út. Hópurinn hefði jú getað leitað annað. En það sem gerist er að Hótel Saga; hótel sem selur klámefni og hefur aldrei áður tekið siðferðislega stöðu gagnvart gestum - lætur undan pólitískum þrýstingi eftir að hafa tekið við herbergispöntunum.
Að láta undan þrýstingi frá minnihlutahópi með þröngsýna og forræðishyggjulega skoðun er það sem hræðir fólk.
skbb (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 22:44
Kæri "Þröllli".
Þú hefur greinilega ekki lesið mikið af bloggsíðum sem fjallað hafa um þetta mál. Bendir þér á fréttina á mbl.is um að fólkinu hafi verið úthýst af Sögu en um þá frétt hafa 73 bloggað í dag. 28 af þeim voru hneykslaðir á ákvörðuninni og þar á meðal voru allmargir sem voru ekki sáttir við þjóð sína og sumir sögu það beint út: "Ég skammast mín hálfpartinn fyrir að vera Íslendingur núna" og "Íslendingar ættu að skammast sín" og svo má telja.
Ég tek undir það að Hótel Saga hafi orðið fyrir þrýstingi, en skil eiginlega ekki hvernig hægt sé að kalla það pólitískan þrýsting nema þá þér finnist allt vera pólitískt.
Fyrirtækið stóð frammi fyrir því að fá hingað hóp fólks sem kallað hefði getað fram óþægindi fyrir hótelið, ef til vill mótmælastöðu fyrir utan það, illt umtal og jafnvel minnkandi viðskipti. Í því ljósi er eðlilegt að hótelið hafi hætt við. Af hverju ráðstefnan var blásin af veit ég ekki, það er mikið hótelrými í Reykjavík og vel má vera að þau hefðu getað fengið gistingu annars staðar. Í því ljósi finnst mér til að mynda fráleitt að þau geti sótt bætur til Hótels Sögu.
Mér þætti síðan fróðlegt að heyra frá þér tölur um skoðanir landsmanna á þessu máli, enda virðist þú hafa þær undir höndum þegar þú talar um "minnihlutahóp með þröngsýna og forræðishyggjulega skoðun". Hvað voru margir Íslendingar andsnúnir því að þessi ráðstefna yrði haldin hér? Hve margir voru fylgajndi? Hve lítill er þessi minnihluti?
Skoðanafrelsi í þessu landi felst í því að þeir sem eru ósammála manni mega líka hafa skoðanir. Þeir mega líka láta þær í ljós. Jafnvel með hávaða og upphrópunum. Þú mátt það líka. Safnaðu nú saman einhverjum af hinum "víðsýna og frelsisunnandi meirihluta" sem þú telur þig tilheyra og mótmæltu fyrir utan Hótel Sögu. Bloggaðu og skrifaðu greinar í blöðin. Þú hefur sama rétt til þess og aðrir.
Árni Matthíasson , 22.2.2007 kl. 23:34
(Ofangreint svar áttið við um þá félaga "Þrölla" og "skbb")
Árni Matthíasson , 22.2.2007 kl. 23:35
Það sem árni Matthíasson skrifar hér er eins og talað frá mínu hjarta og hann hittir einmitt naglann á höfuðuð og bendir á það sem skiptir máli. Við alla þá sem ætluðu að kjósa VG en eru nú efins út af þessu máli bendi ég bara á að allir flokkar sameinuðust gegn þessari klámráðstefnu. Og ég mæli með því að fólk kjósi frekar VG en að skila auðu. Bestu kveðjur,
Hlynur Hallsson, 22.2.2007 kl. 23:53
Sæll Hlynur.
Auðvitað má fólk mótmæla og auðvitað mega forsvarsmenn Hótel Sögu meina þeim aðgang. Hinn frjálsi markaður og allt það.. Rétt eins og hóteleigendur í Alabama máttu meina blökkumönnum aðgang að sínum hótelum fyrir ekki svo löngu síðan. Meirihluti íbúa Alabama hlýtur líka að hafa verið sammála þeim aðgerðum. Þannig að hvað er vandamálið?
Vandamálið skyldi þó aldrei vera að það er rangt að mismuna fólki? Er einhvern tímann rétt að mismuna fólki sem EKKI hefur brotið lög? Undir hvaða kringumstæðum er það í lagi?
Hvað næst Hlynur? Verður leðurklæddu herramönnunum í Gay Pride göngunni meinaður aðgangur að hótelum á Íslandi eftir erfið dansspor niður Laugaveginn næsta sumar?
Og mun það verða látið viðgangast opinberlega t.d. að leigubílstjórar geta ákveðið upp á sitt einsdæmi hver fær að koma inn í bílinn þeirra?
Hvað með réttindi fólks sem vill gista á hóteli eða taka leigubíl? Skiptir nú orðið máli við hvað fólk vinnur? Hvað með lögin í þessu landi? Skipta þau engu máli?
Og þessi mynd þarna sem fylgir bloggfærslunni þinni er alveg út úr kú. Ég hef horft á klám. Og ég mun alveg örugglega horfa á klám aftur á lífsleiðinni. Er ég þá fylgjandi nauðgunum? Ja hérna.
En hafðu ekki áhyggjur. Ég mun halda áfram að kjósa VG eins og ég hef alltaf gert ef það er í lagi ykkar vegna. Því það voru allir stjórnmálaflokkar sem sýndu sitt rétta populista andlit í þessu máli. Ég hef enn ekki gefið upp alla von um að þetta sé stjórnmálaflokkur sem getur virkilega látið gott af sér leiða í þessu landi. Ekki enn.
Bestu kveðjur,
Karl F. Thorarensen.
Karl F. Thorarensen (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 11:00
Það er greinilegt að ekki eru allir á eitt sáttir hvað þetta varðar. En mér er spurn, var það VG sem bannaði þessum aðilum gistingu á hótelinu? Var þetta Hótel-VG? Er Steingrímur bryti og Kolbrún hótelstýra? Hvernig virkar þetta?
Annað, þó svo ég sé ekki sammála VG í einu og öllu er þeir langnæst mínu hjarta og fá þeir sko mitt atkvæði í vor eins og alltaf. Það verður að koma báðum flokkum burt úr ríkisstjórninni. Því hvet ég Þrölla moppu vin minn og fleiri að halda ró sinni þó einhver mál falli ekki að þeirra skapi. Við eigum að gleðjast að í VG fær fólk að vera ósammála en þarf ekki að fylgja harðri flokkslínu líkt og ríkisstjórnarflokkunum tveimur. Hver man t.d. ekki eftir fjölmiðlafrumvarpinu þar sem þingmenn meirihlutans breyttu um skoðun vikulega?
Takk fyrir mig
Arnar Gunnarssson (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 21:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.