Leita í fréttum mbl.is

Frelsum ástina - höfnum klámi!

hjarta

Af gefnu tilefni birti ég hér ályktun Landsfundar Vinstri grænna í heild sinni og tek undir með þeim sem hafa gagnrýnt fabúlerinagar blaðamanns mbl.is í lok fréttarinnar. En hér er ályktunin fína: 

"Vinstrihreyfingin grænt framboð fagnar þeirri einörðu samstöðu sem í ljós kom þegar klámframleiðendur hugðust standa fyrir ráðstefnu á Íslandi dagana 7.-11. mars 2007. Samstöðu sem hafin var yfir pólítíska flokkadrætti, bandalög, vinahópa og hugmyndafræðileg átök. Samstöðu samfélags sem tók undir með kvennahreyfingu undanfarinna alda, reis upp og mótmælti klámvæðingu af krafti. Samstöðu sem leiddi til þess að ráðstefnunni var aflýst.
 
Órjúfanlegt samhengi ríkir milli kláms, vændis og annars kynferðisofbeldis. Enginn á að þurfa að taka þátt í kynferðislegum athöfnum gegn vilja sínum. Einstaklingur sem starfar í klámiðnaðinum vegna neyðarinnar einnar og/eða gegn vilja sínum er því beittur kynferðisofbeldi. Ljóst er að sú er raunin með stóran hluta þeirra sem starfa í klámiðnaðinum.
 
Klámvæðingin hefur auk þess ótvíræð neikvæð áhrif á samfélagið og hegðan einstaklinga innan þess. Rannsóknir kynjafræðinga hafa sýnt fram á sterkt samband milli neyslu kláms og ofbeldis gagnvart konum og börnum. Í kjölfar klámvæðingarinnar eru nauðganir orðnar grófari og hópnauðganir alvarlegri, í fullu samræmi við þróun klámvæðingarinnar.
 
Vinstrihreyfingin grænt framboð mun halda vegferðinni áfram. Enn er klám fyrir augum okkar daglega, vændi þrífst hérlendis sem aldrei fyrr og kynferðisofbeldi gagnvart konum og börnum er daglegt brauð. Pólítískur vilji er forsenda breytinga, ásamt bættu réttar- og dómskerfi og eflingu kynjafræðimenntunar á öllum skólastigum með sérstakri áherslu á lykilfólk í samfélagslegri umræðu, s.s. í uppeldisgreinum, heilbrigðisgreinum, lögfræði, fjölmiðlafræði, stjórnmálafræði o.s.frv.
 
Sterk sjálfsmynd einstaklinga sem bera virðingu hver fyrir öðrum og njóta kynlífs á eigin forsendum er forsenda samfélags án ofbeldis. Til þess er mikilvægt að bæta velferðarsamfélagið í heild sinni og brjóta upp kynjakerfið. Það ætla Vinstri græn að gera."


mbl.is VG fagnar samstöðu gegn klámráðstefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég hnaut um eitt í annars góðri yfirlýsingu:"[..] hópnauðganir orðnar alvarlegri  [...]". Mér finnst þetta frekar klaufalega orðað. Þetta er orðað þannig að það mætti lesa út úr því að hópnauðganir hafi nú ekki verið svo alvarlegar hér áður.

Greta Björg Úlfsdóttir, 24.2.2007 kl. 15:56

2 identicon

Enn og aftur er talað um að þjóðin hafi sýnt samstöðu gegn klámráðstefnu þegar staðreyndin er að þetta er lítill, en hávær, hópur sem kemur óorði á okkur hin. Ég er sannfærður um að ef að skoðannakönnun yrði gerð og afstaða þjóðarinnar yrði skoðuð myndi meirihlutinn vera fylgjandi eða nokkuð sama um komu þessa fólks.

 

Það eru engar sannanir um að nokkur úr þessum hópi "klámframleiðenda" hafi stundað eða stundi mannsal, þrælahald eða framleiði barnaklám. Það er hinsvegar staðreynd, sem mjög einfalt er að sannreyna ef að fólk myndi hætta þessum múgæsingi og róa sig aðeins niður, að fæstir í þessum hóp eru klámframleiðendur heldur eru þetta mest vefstjórar og dreifingaraðilar. Þegar dagskráin er skoðuð þá er þetta að mestu skemmtiferð en ekki ráðstefna eða kaupstefna. Aðstandendur voru búnir að gefa út yfirlýsingu um að ekkert ólöglegt myndi fara fram hér á landi á þeirra vegum.

 

VG og aðrir sem fagna samstöðu þjóðarinnar í þessu máli ættu að skammast sín og ég vona að þegar að æsingurinn minnkar og menn fara að hugsa áður en þeir tala að þeim verði ljóst hversu mikil mistök þetta voru og hvað þetta er þjóðinni mikið til skammar. 

Hans Orri Straumland (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 16:37

3 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

Fréttablaðið birti skoðanakönnun sem var framkvæmd á visir.is En þar var spurt; "var rétt af Bændasamtökunum að vísa ráðstefnugestununum frá hótelinu?" en 26% töldu að rétt hefði verið að vísa þessu fólki frá en 74% töldu að rangt hefði verið að vísa þeim frá.

Júlíus Sigurþórsson, 24.2.2007 kl. 16:50

4 Smámynd: Hlynur Hallsson

Með fullri virðingu fyrir netkönnunum á vísi.is þá held ég nú að "skekkjumörkin" á þeim séu ansi há!) Það er allavega ekki "hávær minnihlutahópur" sem er andvígur því að þessi klámrástefna færi fram hér á landi. Það er auðvitað hægt að deila um orðalag í ályktuninni en skilaboðin eru á hreinu. Það er rétt hjá þér Greta Björg að hópnauðganir eru alltaf stóralvarlegar en það eru dæmi eru um að ofbeldið í þeim hafi aukist og það er það sem átt er við. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 24.2.2007 kl. 17:51

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Engin stjórnmálaflokkur stendur hjarta mínu nær en VG. En mér finnst yfirskrift þessarar ályktunar, sem ég er þó ekki andsnúin að efni þó hún sé ónákvæm, út í höt, þetta með "frelsun ástina" enda er hvergi að "ástinni" frekar vikið en í ályktuninni. Mér finnst þetta svona Hollywoodlegt - ástin sigrar allt, og eitthvað svoleiðis. Menn hljóta að sjá hve fíflalegt þetta er. Líklega hefur ályktunin ekki verið rætt, bara samykkt með lófaklappi eða eiithvað eins og venjan er kannski í því hópegósamfélagi sem stjórnmálaflokkur er. Mér finnst þessi fyrirsögn svo út í hött og eiginlega svo ástsfjandsamleg, að vera bara að blanda henni inn í póliík, að hún fær mig til að kjósa EKKI Vg í vor.     

Sigurður Þór Guðjónsson, 24.2.2007 kl. 18:18

6 Smámynd: Hlynur Hallsson

Humm ef eitthvað er ruddalegt þá eru það klámframleiðendur. Ég held að við séu sammála um fleiri hluti en við erum ósammála um Jóna. Sameinumst um það. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 25.2.2007 kl. 03:03

7 Smámynd: Hlynur Hallsson

Kæra Jóna Ingibjörg, þetta fer að verða afar áhugaverð umræða og við þyrftum að hittast og ræða málin sé ég, því þó að bloggið sé frábært þá er það ansi takmarkandi. Ég er þér sammála að flestu leyti. Þetta með listirnar er áhugavert því það er alltaf verið að flokka list í "góða og slæma" list. Það veist þú eins vel og ég og fólk hikar ekki við að setjast í dómarasæti og vill banna ákveðna list og svo framvegis. Sjálfur hef ég oft lent í þessu :)

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 26.2.2007 kl. 07:07

8 Smámynd: Hafrún Kristjánsdóttir

Jæja Hlynur nú er það komið í ljós í skoðunarkönnun Fréttablaðsins að meirihluti þjóðarinnar var á móti þessu.  Jafnvel þótt að skekkjumörkin væru víð þá myndi það sennilega ekki hafa áhrif á það staðreynd að meirihlutinn var á móti. 

Þú segir hér að ofan að ekki sé hægt að taka mikið mark á netkönnunum út af skekkjumörkum.  Svona af því að þú ert alþingismaður þá er gott fyrir þig að vita að allt í lagi er með skekkjumörk netkannanna.  Það er ekki þau sem rýja trúverugleika netkannanna heldur úrtaksskekkja.  Kannski er það þessi vankunnátta ykkar í aðferðarfræði og tölfræði sem verður til þess að þið ályktið að þjóðin hafi staðið með ykkur í klámmálinu.

Hafrún Kristjánsdóttir, 27.2.2007 kl. 16:45

9 identicon

Loksins umræða sem vert er að leggja við hlustir/lesa!

Sem kynvera og karl hugsa  ég að við Hlynur eigum meira sameiginlegt en hitt eins og Jóna Ingibjörg tók fram og það jafnvel og taktu nú eftir jafnvel þótt ég sé Sjálfstæðis- og frjálshyggjumaður.   Ég vil hafa mitt kynfrelsi í friði og laust við afskipti glæpamanna, dólga, mannæta, og eiginlega annarra karlmanna (er s.s. gagnkynhneigður) jafnvel þó þeir séu voðalega sætir - kvenfólk er í mínu uppáhaldi. Ég get ekki hugsað mér að horfa á kynferðislega opinskátt efni þar sem fólk er beitt ofbeldi. Mér leiðast líka aðrar ofbeldismyndir alveg svakalega og sérstaklega "Splatter" myndir þar sem blóðrennslið er á við Þjórsá.  Samt veit ég, eða tel mig vita , veit kannski bara ekki neitt um það eftir allt - jæja, ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu að fólk sem leikur í Splatter myndum gera það af fúsum og frjálsum vilja. Oj, "le moi" aldrei!  Ég held þetta sé allt saman plast! En blóðið er ótrúlega ekta, juukk!

Kynferðislega opinskátt efni! "Apprend-moi" - kenndu mér.  Hlynur taktu nú eftir ég ætla að prófa hvort við getum orðið meira og meira sammála. Hvernig væri nú í stað þess að velta sér fram og aftur uppúr því hvort útlendingar rekandi "klám" síður (oj - ljótt orð) megi  koma og vera eða hvort þeir ættu  að sleppa því að koma og vera -bara heima.  Gerum eitthvað uppbyggilegt:  Þú sem (vara-) þing-maður hefur fengið gerða breytingu á grein. 210 í hegnó og nú er komið árið 2008 og við getum hafið framleiðslu á kynferðislega opinskáu efni á Íslandi.  Bjútíð  er að við látum óháða nefnd hjá Neytendastofu kanna og síðan votta að væntanlegir leikarar séu þar örugglega af fúsum og frjálsum vilja. Síðan kemur eitthvað do do og meira do do og meira do do og allt gett undir réttum formerkjum. Ekkert mansal, öngvir glæpir barnaníðingar allir undir lás og slá bara íslenskt do do í náttúru Íslands - jökul do do, strandar do do, fjallagrasa do do og rúsínan í pylsuendanum Kárahnjúka dooo, doooo....  þangað til allir eru bókstaflegaað springa - af ánægju.  Þetta er jú bara kynferðislega opinskátt efni sem var gert af fúsum og frjálsum vilja.  Að sjálfsögðu myndu leikararnir ekki fá neitt borgað svo tryggt væri að engin gæti sett vændisstimpilinn á pródúktið. Fáum prófessjúnal leikstjóra og munum að fá góðan hljóðupptökumann - hljóðið þarf über alles að vera gott.

Kv Sveinn

Sveinn V. Ólafsson (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband