Leita í fréttum mbl.is

Takk fyrir frábæran stuðning

gúndi

Í  gær, laugardag var kosið í stjórn VG. Formaður, varaformaður, ritari og gjaldkeri voru sjálfkjörnir en gengið var til atkvæða um aðra stjórnarmeðlimi. Úrslit voru birt fyrir stundu og eru sem hér segir, talið upp í röð eftir atkvæðamagni:
 
Aðalmenn:
Svandís Svavarsdóttir
Hlynur Hallsson
Lilja Rafney Magnúsdóttir
Bjarkey Gunnarsdóttir
Árni Þór Sigurðsson
Ólafur Þór Gunnarsson
Gestur Svavarsson
 
Varamenn:
Ólafía Jakobsdóttir
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Auður Lilja Erlingsdóttir
Guðmundur Magnússon

Takk fyrir frábæran stuðning í stjórnina. Nú brettum við upp ermar og breytum rétt í vor!

Myndina hér fyrir ofan tók Gúndi á setningu þessar glæsilega landsfundar þegar tríóið Sinistra verde og söngkonan Jóhanna Vigdís léku og sungu fyrir troðfullu húsi. Það eru fleiri myndir á vef vg.is


mbl.is Kosningaáherslur VG kynntar í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

Til hamingju

Júlíus Sigurþórsson, 25.2.2007 kl. 11:05

2 Smámynd: Jóhann Björnsson

Ekkert að þakka, ég óska þér til hamingju með góða kosningu. Jóhann Bj

Jóhann Björnsson, 25.2.2007 kl. 11:24

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Til hamingju með þetta hlynur minn, þú ert alltaf flottastur ! kveðja frá okkur í lejre

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 25.2.2007 kl. 13:06

4 Smámynd: Morten Lange

Til hamingju, Hlynur.  Vonir um auknar áherslur á heilbrigðum samgöngum glæðast  :-) 

Morten Lange, 25.2.2007 kl. 16:34

5 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Flott hjá þér Hlynur og til hamingju. Reyndu að passa að það verði ekki systkinarígur á milli Gests og Svandísar. Segðu þeim að annars komi pabbi þeirra og flengi þau.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 25.2.2007 kl. 18:22

6 identicon

Nei takk enda kommaríkistjórn sem heimtar ritskoðun ,eini mismunurinn á vg og nýnasistum eins og aryan nations er að staðinn að kenna gyðingum um allt þá er karlmönnum kennt um alt. Same shit diffrent name, allt sama haturspakkið Segjum nei við rasiskum flokkum segjum nei við vg

Butcer (IP-tala skráð) 25.2.2007 kl. 19:09

7 Smámynd: Maron Bergmann Jónasson

Ég fékk gæsahúð af því að fylgjast með Silfri Egils nú í dag (sunnudag) þar sem Steingrímur J. lýsti því að koma ætti upp "netlögreglu" þegar hann er nýbúinn lýsa því yfir að auka eigi völd jafnréttisráðs til að fara inn í fyrirtæki og beita þau einhverskonar viðurlögum ef þau fylgja ekki feminiskum aðferðafræðum.

Ef þetta er það sem kosningabaráttan á að byrja á hvernig í ósköpunum ætli hún endi þá.  Ég er alfarið á móti því að hafa einhvern "Stóra bróðir" horfandi yfir öxlina á mér líkt og þið VG fólk sjáið fyrir ykkur.

Maron Bergmann Jónasson, 25.2.2007 kl. 19:44

8 identicon

Sammála, sammála, congrats man

http://blog.central.is/burtmedframsokn

Feliximo (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 01:16

9 Smámynd: Hlynur Hallsson

Sæl öll og takk fyrir góðar kveðjur (ekki fyrir vondar kveðjur:) Vil minna á að ég krefst þess að allir sem skrifa á síðuna mína geri það undir fullu nafni. Það er sjalfsögð kurteis og hingað til hef ég ekki þurft að henda neinum athugasemdum út en verð að gera það ef einhverjir aðilar geta ekki skrafað sitt rétta nafn. Bestu kveðjur og við tökum þetta saman í vor,

Hlynur Hallsson, 26.2.2007 kl. 07:11

10 identicon

Sælir ágætu stjórnmálamenn  Að undanförnu hafa kjörnir fulltrúar okkar tekið þátt í því að úthrópa útlendinga, sem eru frjálsir ferða sinna í öðrum löndum hins vestræna heims og tekið undir öldu "fordómavæðingar" í íslensku samfélagi. Allt í einu er frelsið lagt á hilluna og hópi fólks sem vill heimsækja okkar land útskúfað af stjórnmálamönnum. Allir stimplaðir sem barnaíðingar, kynferðisglæpamenn og stundandi mansal. Lögreglan ekki látin ein um að meta hvort ástæða sé til að taka á "meintum" brotamönnum, ef þeir eru þá í hópnum, heldur hoppað með í "fordómavæðinguna".  Hvernig getur það átt sér stað í okkar annars ágæta lýðveldi að fulltrúar allra flokka fari með sömu þuluna. Þegar ekki er lengur að finna mun á D, B, S, F og VG sé ég ekki lengur til hvers ég ætti yfir höfuð að kjósa einhvern þessara flokka. Menn geta mótmælt klámi, Ísrael, Falun Gong, Bandaríkjunum, Kína, Svíþjóð og hverju einu sem þá listir en stjórnmálamenn eiga að stíga varlega til jarðar - Alltaf.  Þeir eiga að passa að gæta hófs í allri nálgun sinni og við yfirlýsingar.  Ef okkar kjörnu fulltrúar ætla ekki að koma frelsinu til varnar þá er illt í efni.  Frelsi er æðst allra gilda og það má alldrei skerða nema brýna nauðsyn beri til. Ég vona svo sannarlega að stjórnmálamenn átti sig á í hverju þeir hafa tekið þátt og það áður en aftur kemur upp "sambærilegt" málefni í samfélaginu. Að síðustu kæru stjórnmálamenn virðið orð John Stuarts Mill sem sagði: 

"Einstaklingurinn beri aðeins ábyrgð gagnvart samfélaginu á þeim athöfnum sínum sem skaði hagsmuni annarra, en ekki þeim sem varða aðeins hann sjálfan. Því er hvorki ríkinu né öðru fólki heimilt að skerða athafnafrelsi einstaklingsins nema í sjálfsvörn. En það er ekki fyrst og fremst ríkisvaldið sem Mill beinir gagnrýni sinni að, heldur alræði meirihlutans, hin oft og tíðum þögla skoðanakúgun sem leitast við að steypa alla í sama mót og heftir þannig þroska einstaklingsins. Það er samfélaginu nauðsynlegt að meðlimir þess búi við hugsana- og málfrelsi og fái að þroskast í fjölbreytileika sínum til þess að allar skoðanir fái færi á að njóta sín, því það er aðeins í rökræðunni sem ljóst verður hvort skoðun sé sönn eður ei. Auk þess er hver sú skoðun sem við aðhyllumst ekki einlæg og hjartfólgin sannfæring, sem ræður breytni okkar, fyrr en við höfum tekist á við gagnrýni og efasemdaraddir."

 kveðjaSveinn V. Ólafsson

Sveinn V. Ólafsson (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 00:12

11 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það hlýtur að vera huggun harmi gegn, að komast í stjórn VG eftir að VG í Norðausturkjördæmi vildi ekkert með þig hafa í þriðja sæti á framboðslista sínum, en tók þess í stað sjómann úr Ólafsfirði.   

Jóhannes Ragnarsson, 3.3.2007 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.